Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. okt. 1947 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.l rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsíngar. Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura meS L*»bók. Kefla víkurfl ugvöllurinn ÞANN 7. nóvember í fyrrahaust var íslendingum af- bentur hinn mikli flugvöllur við Keflavík til fullrar eign- cii . Undanfari þess atburðar var flugvallarsamningurinn, sem svo hefur verið kallaður. Aðalatriði þess samnings var þó ailt annað en flugvöllurinn. Með samningi þessum \ar niðurfelldur herverndarsamningurinn, sem íslend- mgar gerðu við Bandaríkin sumarið 1941, en samkvæmt honum höfðu Bandaríkjamenn hjer herlið öll stvrjaldar- arin. Og þegar hann var niðurfeldur, var hjer enn amer- iskt herlið Það, sem fyrst og fremst vakti fyrir íslenskum stjórn- arvöldum var að fá herverndarsamninginn niðurfeldan og hið erlenda herlið flutt úr landi. Því takmarki var náð með hinum nýja samningi. Það er kjarni þessa máls. Flugvallarsamningurinm sem fól það takmark í sjer, mun þvi jafnan verða talinn mikill sigur fyrir íslendinga. Sá mun verða dómur sögunnar þótt nokkrir menn, og þá fyrst og fremst nokkrir pólitískir kaupahjeðnar, efndu til ofstækisfullra árása á þá, sem að samningsgerðinni stóðu. En hvað hefur gerst á Keflavíkurflugvelli á þessu tæpa ári, sem hann hefur verið íslensk eign? I samræmi við samninginn hafa bandarískar hernaðar- flugvjelar komið þar við á leið sinni til hernámssvæðis Bandaríkjanna í Þýskalandi. Þessar flugvjelar hafa þó verið tiltölulega fáar En fjöldi farþegavjela frá ýmsum iöndum hefur lagt leið sína þar um. Umferð um völlinn er þannig heimil farþegaflugvjelum allra landa. Er að því mikill styrkur fyrir flugsamgöngur yfirleitt og þá ekki hvað síst fyrir íslendinga sjálfa. Sama daginn og völlurinn var afhentur íslendingum var sett þar upp íslensk löggæsla og tollgæsla og hefur hún verið starfrækt þar síðan og aukin í samræmi við aukinn rekstur. Þá hefur verið hafist handa um ný mannvirki á vell- inum. Var óhjákvæmilegt að skapa þar bætt skilyrði fyrir íarþegaumferð en þau voru hin ófullkomnustu þegar ís- lendingum var afhentur hann. Var því af hálfu íslend- inga unnið að því, að bygð yrði ný flugstöð, en samkvæmt samningnum bar Bandaríkjastjórn að standa straum af kostnaði við slíka framkvæmd. Hlaut okkur að vera að því mikill hagur að aðbúnaður á vellinum væri ekki landi og þjóð til skammar. Nú er að verða lokið byggingu bráðabirgðaflugstöðvar, sem er hin sæmilegasta. Þá hafa og verið samþvkktir upp cirættir að fullkominni framtíðarflugstöð og bygging hennar hafin. Við allar þessar framkvæmdir hafa íslensk- ir sjerfræðingar verið hafðir með í ráðum og beinlínis ráðið veigamiklum atriðum um skipulag þeirra og gerð. Verða þessi mannvirki eign íslendinga að samningstíma- bilinu loknu. Það er mjög þýðingarmikið atriði fvrir íslendinga að \el sje sjeð fyrir þægindum farþega á flugvellinum. Þar fara árlega þúsundir útlendinga um. Flestir þeirra kynn- ast landinu aðeins af því, sem fyrir augun ber þar. Gott gistihús og flugstöð er frumskilyrði þess, að sæmilega fari um þá. Það ber þessvegna að fagna því, að fram- kvæmdum í þessum efnum miðar svo vel á leið sem raun ber vitni um. Þátttaka íslendinga í allskonar störfum á vellinum fer vaxandi. Okkur vantar að vísu sjerfróða menn til margs- könar starfa þar. Mikil atvinna við aðrar framkvæmdir hafa og valdið því, að færri íslenskir verkamenn en ella hafa unnið að framkvæmdum þéim, sem á döfinni eru. Heildarmyndin af því, sem gerst hefur þetta eina ár síðan við eignuðumst völlinn, er sú, að samvinnan við Bandaríkjastjórn og hið erlenda flugfjelag hefur verið góð. Ýmiskonar reglur hafa verið settar um stjórn vall- arins og þátttöku okkar í rekstri hans. Með aukinni reynslu mun sú þátttaka verða fjölþættari. ÚR DAGLEGA LÍFINU Auglýst eftir kunningsskap. VIÐ OG VIÐ birtast í blöð- unum auglýsingar frá einstæð- ingum, sem vilja komast.í kunn ingsskap við fólk. Venjulegast er það svo, að karlmenn aug- lýsa að þeir vilji kynnast kon- um „með hjónaband fyrir aug- um“. Hitt er sjaldgæfara að konur auglýsi eftir kunnings- skap karla, en það kemur þó fyrir. I flestum tilfellum er þetta í alla staði í besta lagi og dæmi eru til þess, að upp úr slíkum auglýsingum hafa orðið góð og farsæl hjónabönd. • Landssímastúlkur í klípu. Á DÖGUNUM birtist hjer í blaðinu auglýsing frá stúlkum, sem óskuðu eftir því að komast í kynni við pilta á sínu reki og það hefði engin rekistefna orð- ið úr þessu, ef ekki hefði viljað svo til, að þær skrifa undir auglýsinguna „símastúlkur“. Nú er sú stjett orðin nokkuð fjölmenn hjer í bænum. Það eru símastúlkur hjá ýmsum fyrirtækjum og margar stúlk- ur, sem alls ekki hafa atvinnu af símavörslu gætu borið það nafn með rjettu, því þær eru altaf símalandi í símann. En venjan hefir verið, að þeg ar talað hefir verið um síma- stúlkur hefir verið átt við stúlk urnar á Landssímanum. Og þeg ar þessi auglýsing kom í blað- inu komust landssímastúlkurn- ar í klípu. • Þær auglýstu ekki. ÞAÐ HEFIR verið rannsakað til hlýtar_ að það voru ekki símanstúlkur hjá Landssíman, sem auglýstu eftir kunnings- skap pilta og þær vilja, að all- ur almenningur viti af því, að þær áttu ekkert í auglýsing- unni. í raun og veru ætti sú yfir- lýsing að vera óþörf, því allir þeir, sem þekkja til landssíma- stúlknanna vita, að þær þurfa ekki að auglýsa eftir karlmönn um. Það hefir jafnan verið svo frá því að Landssíminn tók íil starfa, að framboðið hefir ver- ið meira, en þær hafa viljað sinna. Og tímarnir mega mikið breytast, ef þær þurfa að fara að auglýsa eftir kunningsskap karla í blöðunum. • Fegrun bæjarins. MIKIÐ VÆRI hægt að gera til þess að auka á fegurð bæj- arins frá því, sem nú er gert með litlum tilkostnaði, ef því væri gefinn gaumur. Oft hefir mjer dottið í hug, að gaman væri, ef komið væri fyrir útbúnaði til að lýsa upp sumar helstu byggingar í bæn- um. Með sjerstökum rafmagns- útbúnaði er hægt að lýsa upp heilar byggingar, þannig, að þær líta út eins og æfintýra- hallir. Þetta ætti að gera á sjer- stökum hátíðisdögum og fögr- um kvöldum. Bærinn myndi fá alt annan svip á slíkum stund- um til ánægju fyrir bæjarbúa. • Til hátíðabrigða. NOKKUR DÆMI mætti nefna þar sem það ætti vel við að lýsa upp helstu byggingar bæj- arins að kvöldlagi. T. d. 1. des- ember, á hádegisdegi stúdenta, ætti að lýsa upp háskólabygg- inguna og raunar alt háskóla- hverfið. Þetta ættu stúdentar að athuga fyrir næsta stúdenta- dag. Eða væri það ekki hátiðlegt, að lýsa upp Alþingishúsið, dóm kirkjuna og aðrar byggingar við Austurvöll á hátíðisdögum. Og lengur mætti telja. Hreppstjórasnýtur. ÞAÐ HEFÐU einhversstaðar heyrst duglegar hreppstjóra- snýtur úti í landsbygðinni í fyrradag, þegar Einar Olgeirs- son var að halda ræðu á Al- þingi, ef ræðunni hefði verið útvarpað og hreppstjórar lands ins hefðu getað hlustað á orð hans. Þingmaðurinn hjelt því fram að hreppstjórarnir ættu að leggja útsvör á menn og þó einkum á útlendinga, sem haf- ast við á Suðurnesjum. Þegar þingmanni var bent á, að það hefði ekki til þessa verið verk hreppstjóra að leggja út- svör á einn eða neinn, innlend- an mann eða útlendrn hvað hann það sig engu ski'ta, en það væri að minsta kosti ;ott að fá það þá upplýst, hverjir það væru sem legðu á útsvörin. • Hvernig gengur með fánana í skólunum. EINHVERNTÍMA var að því vikið á þessum vettvangi, að sjálfsagt væri, að í hverri ein- ustu kenslustofu í hverjum ein- asta skóla landsins væri ís- lenskur fáni og að kennarar hefðu það hlutverk, að kenna nemendum sínum að bera virð- ingu fyrir fánanum. Það var yfirleitt tekið vel í þessa hug- mynd af skólamönnum, en úr framkvæmdum hefir víst orðið minna. Það er nú svo, að í kennara- stjett eru margir menn, sem ekki kærðu sig um, að íslensk- ir unglingar fengju ofurást á fána sínum. En það á ekki að fara eftir þeirra hugmyndum í þessu efni. Fræðslumálastjórn- in á að taka málið 1 sínar hend- ur og láta öllum skólum í tje íslenska fána og fylgja því fast eftir, að þjóðarmerkinu sje full ur sómi sýndur. meðal~annára~örða77. .~| --~~ | Eftir G. ]. Á. |---- Nauðlending á Aflanfshafi - Marshalláætlunin og fleira ÞAÐ var fluglistin, sem færði okkur „mest spennandi frjett vikunnar“. Klukkan tíu á þriðjudagsmorgun voru 69 menn, konur og börn bjargar- laus á miðju Atlantshafi. Fyrstu fregnir af slysinu gáfu í skyn, að mjög tvísýnt væri um björgun. Óhappið var óvenjulegt á þessari flugleið. Bermuda Sky Queen, eign International Airwaýs, hafði orðið bensínlaus á leið sinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. • • Veður var vont og fór versn- andi, þegar stjórnandi flugbáts ins afrjeð að gera tilraun til að nauðlenda á hafinu. í grend- inni, vissi flugmaðurinn, var veðurathugunarskip, og með velhepnaðri lendingu og skjótri aðstoð skipsins var von um björgun. Lendingin tókst ágætlega — björgunin reyndist erfiðari. En eftir 24 klukkustunda kviða og sjóveiki og eftir að leki var kominn að flugbátnum, tókst að koma farþegum og áhöfn um borð í veðurathugunarskip- ið. _ — I gær hermdu svo fregnir, að skýrteini flugvjelarinnar hefði ekki verið í lagi. Rann- sókn var fyrirskipuð. unin sje eina von þeirra. KOMMÚNISTAR OG MARSHALLÁÆTL- UNIN Bók James F. Byrnes, fyr- verandi utanrikisráðherra Bandaríkjanna, kom út s. 1. fimmtudag. Bókin fjallar um tímabilið frá Yaltaráðstefn- unni 1945, þar til Byrnes hætti ráðherrastörfum í janúar 1946. Bókin heitir Speaking Frank ly. Hún snýst í meginatriðum um sambúð Bandaríkjanna og Rússlands — og kommúnism- ann. Af frjettum má ætla, að hún gefi nokkuð góða hugmynd um baráttu þá, sem nú er háð milli Vestur- og Austur-Ev- rópu. Marshalláætlunin er brenni- púnktur átakanna. Lokatak- mark kommúnista, segir Byrn- es, er að ná yfirráðum yfir allri Evrópu. En það er enginn asi á þeim. Þá skortir þjálfaða leið toga, og aðstaða þeirra er í ýmsum löndum á þann veg, að þeir geta alið á óánægja og ógnað með verkfallsvopninu og látið til sín taka á stjórnmála- sviðinu, án þess að geta talist ábyrgir leiðtogar. Marshalláætlunin er megin- vopnið gegn þeim. Hún grund- vallast á skjótum endurreisn- arframkvæmdum og sjálfs- bjargarkenningunni. Margir eru nú þeirrar skoðunar, að Evrópa verði á næstu tveim til þrem árum að velja á milli Bandaríkjahjálparinnar og við reisnarinnar annars vegar og kommúnismans hins vegar. • • NIÐURRIF VERKSMIÐ J A Niðurrif þýskra verksmiðja Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.