Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 19. okt. 1947 , Leikíjelag Reykjavíkur: LÚNDUR OG BLÁSÝRA Steinn Jónsson frá Skúfs- læk. Minningarorð leikur i þrem þátfum eilir Jðsepþ Kesselring Leisijóri: Haraidur Björnsson Haraldur Björnison hefur sett leikinn á svið og íiaft leikstjórn 1 jEIKFJELAG REYKJAVÍKUR hóf vetrarstarf sitt að þessu sinni á föstudagskvöldið er var með frumsýningu í Iðnó á gam- ardeiknum „Blúndur og blá- sýra“, eftir ameríska rithöf- undinn Joseph Kesselring. — Er hann maður milli fertugs og fímmtugs, hefur gefið sig að ýmsum listgreinum, verið próf. við tónlistarháskóia í Banda- ríkjunum, leikhússtjóri og leik- stjóri, ort ljóð og samið skáld- sögur, en þó einkum leikrit hin slðari ár. — Leikrit það, sem hjer er um að ræða hefur tví- mælalaust verið talið hið snjall- asta er frá hendi þessa höfundar hefur komið, enda verið sýnt víða um heim við feikna aðsókn og ágæta dóma gagnrýnenda. í JMew York var það sýnt í mörg ár samfleytt, einnig í London, og í Kaupmannahöfn í nærfelt tvö ár. Enda þótt leikritið sje kaliað gamanleikur, er það að efni alt annað en garnan, miklu fremur óhugnanlegur „reyf- ari“ — en það er frumlegt og ágætlega samið, atvikin, sem fyrir koma og samtölin oft svo oinstæð og smellin, að ómögu- legt er, — þrátt fyrir alt — að verjast hlátri. Leikurinn gerist haustið 1541 ó heimili Brewster-fjölskyld- unnar í Brooklyn í New York. Systurnar Abby og Martha Brewster, aldraðar konur, búa þar með bróðursyni sínum, Teddy, en í heimsókn hjá þeim er ungur maður og fjörlegur, Mortimer, leikdómari, sem þær bafa alið upp og látið í veðri vaka að væri bróðir Teddys. — Þriðja bróðurinn, Jónathan, sem verið hefur víða um heim, og mest í skuggahverfum stórborg- anna, ber þar einnig að garði og verður til þess að raska á mjög óþægilegan hátt ró þessa „frið- sa>Ia“ heimilis. — Alt er fólk þetta, nema Mortimer, sálsjúkt og lifir í heimi öfga og rang- snúinna hugmynda. Teddy held- ur að hann sje Theodor Roose- velt, fyrv. forseti Bandaríkj- •anna, Jonathan hefur gerst f jöldamorðingi og systurnar eru líka haldnar sínum „hugmynd- um“ og eiga sín leyndarmál, sem eru þungamiðja leiksins og því er ekki vert að fai a fleiri orðum um hjer. á hendi. Virðist hor.um hafa tek ist hvorttveggja mætavel, enda heíur hann notið góðrar fyrir- Valur Gíslason og Valdemar Helgason. (Ljósm.: Vignir). myndar, þar sem var sviðsetn- ing Bjarne Forehammer, á leikn um í Folketeatret í Kaupmanna- höfn fyrir skömmu. Aðalhlutverkin, •— systurnar Abby og Mörthu Brewster leika Gestur Pálsson. (Ljósm.: Vignir). þær ungfrú Arndis Björnsdóttir og frú Regína Þóröardóttir og leysa þær báðar hlutverk sín vel af hendi. Valur Gíslason er skemtilegur sem Teddy „forseti“ en naut 'sín þó ekki til hlítar vegna þrengsla á sviöinu, en Ævar Kvaran, sem fer með hlut verk Mortimers er tilgerðarleg- ur og ósannur í leik sínum, eink um fyrst framan af. Væri óskandi að þessum unga og áhugasama leikara tækist að hrista af sjer tilgerðina, sem um langan tíma hefur staðið leik hans fyrir þrifum, enda ætti l'.ann að hafa lært það ur.dir handleiðslu hinna mætu kenn- ara sinna við „The Royal Aca- demy of Art“, að ekkert er fjar- lægra og gagnstæðra sannri list, en tilgerð og sjálfsánægja. Ungfrú Helga Möller leikur Elaine unnustu Mortimers, vel og eðlilega. Sjera Harper föður hennar leikur Þorsteimi Ö. Step hensen, og gerir því litla hlut- verki ágæt skil. Brynjólfur Jó- hannesson fer með hlutverk Jon- athans, hins sálsjúka morðingja. Leysir Brynjólfur hlutverk sitt vel af hendi, en gerfi hans þyk- ii mjer fullýkt, svo að ekki sje dýpra tekið í árinni. Dr. Ein- stein, aðstoðarmann Jónathans leikur Valdimar Helgason. Er það vandasamt hlutverk og virð- ist Valdimar ekki ráða við það. Hinsvegar tekst Gesti Pálssyni ágætlega hlutvqrk O’Hara lög- regluþjóns og er mun betri en kollega hans er fór með hlut- verkið í Kaupmannahöfn. Hinir lögregluþjónarnir þrír mintu mig einna helst á lögregluþjón- ana, sem maður sá svo oft í bíó í gamla daga í skopmyndum Mac Sennetts. Guöjón Einarsson leikur Gibbs, gamlan mann, sem falar herbergi hjá Brewstersystr unum, og Haraldur Björnsson leikur Witherspoon, forstjóra geðveikrahælisins „Unaðsdalur" af góðri smekkvísi. Ævar Kvaran hefur þýtt leik- inn. Hef jeg ekki átt kost á að bera þýðinguna saman við frum textann, en auðsær viðvanings- bragur er á henni, málið óvand- að og setningar oft næsta am- bögulegar og óþjálar. Haraldur Björnsson ber fram þá ósk í greinarkorni 1 leik- skránni, að leikrit þetta verði ekki í mörg ár hjér á döfinni. Ef til vill verður honum að ósk sinni. — Þó verður það ekki vegna þess að illa sje á leiknum haldið yfirleitt, — heldur af því, að jeg hygg, að slíkir ,,reyfarar“ munu íslenskum leikhúsgestum lítt að skapi. Að leikslokum þökkuðu áhorf endur leikendum góða skemtun með lófataki og blómvöndum. Siguröur Grímsson. Vill sameinast Breíum ög Bandaríkjamönnum PARÍS.: —• Bidault, utanríkisráð- hcrra Frakka, íiefur látið svo um mælt, að Frakkar ættu að sameina hernámssvæði sitt í Þýskalandi við hernámssvæði Breta og Banda- ríkjamanna, ef utanríkisráðherra- fundurinn í London kemst ekki að samkomulagi um Þýskaland. Á MORGUN verður borinn til grafar einn af öidungum þessa bæjar. Er það Steinn Jóns son, oft kenndur við Skufslæk í Flóa, því þar bjó hann um 20 ára skeið.. Hann dó á heimili sínu hjer í bæ laugardaginn 11. þ. m., 85 ára gamall. Hann var fæddur í Unnarholti í Ytrihrepp 10. ágúst 1862. Foreldrar hans voru: Jón, bóndi í Unnarholti, fæddur 8. ágúst 1824, Oddsson, b. í Austurhlíð í Eystrihrepp, d. 1846, Jónssonar á Brúnastöð- um í Flóa, d. 1830, Magnússon- ar á HerjólfsstöSum í Álftaveri og Hörgslandi á Síðu, d. 1785, Jónssonar, f. 1696, Gunnarsson- ar, og kona Jóns Margrjet, f. 5. desember 1824, Einarsdóttir, b. í Laxárdal í Eystrihrepp, d. 18. júlí 1843, Jónssonar í Mið- koti í Fljótshlíð. d. um 1772, Eyjólfssonar í Selkoti undir Eyjafjöllum, f. 1689, Teitsson- ar á Raufarfelli og Selkoti, f. 1651, Þóroddssonar. 10 ára gamall fór Steinn úr föðurgarði til sjera Jóns Eiríks- sonar á Stóranúpi og var þar til 22 ára aldurs, en fór þá sem ráðsmaður til Guðfinnu Þórar- insdóttur í Miklaholti í Biskips tungum og gengdi því starfi í 3 ár. Tók hann þá við jörðinni og byrjaði búskap upp á eigin spýtur. Kvongaðist þá og gekk að eiga Ingunni Þorkelsdóttur frá Sólheimum í Ytrihrepp og lifir hún mann sinn. í Mikla- holti bjó Steinn um 12 ára skeið en fór þaðan að Skúfslæk í Flóa og bjó þar í 20 ár, eins og áður er sagt. Bjó hann þar góðu búi og efnaðist vel, enda var dugn- aði og eljusemi beggja hjóna við brugðið, þar byggði hann upp íbúðarhús og gripahús öll. 1920 seldi hann jörðina og hætti bú- skap og fluttist til Hafnarfjarð- ar, var þar í 14 ár, en síðustu 13 árin átti hann heima í Reykjavík. Hjer stundaði hann ýmsa vinnu. Meðal annars hafði hann í 8 ár haft á hendi, fyrir Dýraverndunarfjelag íslands, eftirlit með fjárflutningum hing að og til Hafnarfjarðar í slátur- tíðinni. Rækti hann það starf, sem og annað, með sjerstakri alúð og samviskusemi. Sambúð þeirra, Steins og Ing unnar, var með ágætum, enda voru þau samhent til starfa, áhugasöm og samstillt um ýms andleg hugðarefni. Þeim varð 6 barna auðið, sem öll eru á lífi, 4 dætur og 2 synir, allt myndarlegt og mannvænlegt fólk. Steinn sál. var hár maður vexti, kraftalega vaxinn, bjart- ur yfirlitum og fríður sýnum. Líktist hann mjög móðurfrænd um sínum, Laxárdalsmönnum. Hann þótti með afbrigðum dug- legur og nýtur bóndi, hjálpfús og góður nágranni. glaðvær og ljettur í skapi. Af öllum sam- tíðarmönnum sínu.m var hann áreiðanlega eftirsóttur fjelagi, enda hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar. Er vissu- lega ljúft að mmnast slíkra manna sem Steinn var. Nú er þessi góði drengur horfinn af þessu jarðneska sjónarsvíði. Vertu sæll, frændi, og hafðu þökk fyrir yndæla og elsku- lega viðkynningu. Sigurður Hlíðar. Vetrarsiarfiemi Bridgefjelagsins hefsi anna3 kvöid Zepliiiiías Pjsfursson líosino formaður fje- lagsins. AÐALFUNDUR Bridgefjelags Reykjavíkur var haldinn mánu- daginn 13. október kl. 8 e. h. —• Var það rnjög fjölmennur fund- ur, og rnikill áhugi ríkjandi með al f jelagsmarma um hag f jelags- ins. Stjórnin baðst undan endur- kosningu, því stjórnarstarfið er mjög umsvifamikið. Var henni þakkað starfið, en þó sjerstak- lega fyrir hið mikla verk, að fá Bretana til að keppa hjer á s.l. vori. Þar náðu íslendingar hin- u.m ágætasta árangri, sem kunn- ugt er. Voru þó í liði þessu þestu bridgespilarar Breta, enda vann lið Mr. Harrison-Gray lands- keppni Englands nokkru eftir að þeir komu heim úr íslands- förinni. Hina nýju stjórn fjelagsins skipa Zophónías Pjetursson, for- maður, Einar Guðjohnsen, gjald keri og Örn Guðmundssón, rit- ari. Liggur það verkefni m.a. fyrir hinni nýju stjórn, að koma til leiðar, að úrvalsliðið fái tæki- færi til að keppa á Evrópumóti í bridge, er haldið verður að sumri í Kaupmannahöfn. Eru flestar líkur til, að þeir myndu standa sig ágætlega, og verða mikil og góð auglýsing fyrir land og þjóð. Gjaldeyri þarf hinsvegar mjög lítin til farar- innar, vegna þess að mótið er í Kaupmannahöfn. Öll vetrarstarfsemin fer að þessu sinni fram í Breiðfirðinga búð og hefst með spilakvöldí annað kvöld, kl. 8. Einmennings keppni í bridge hefst 27. þ. m. og strax og henni líkur, keppni í fyrsta flokki. Frestur til inn- ritunar í einmenningskeppni er til fimmtudagskvölds 23. þ. m, Má búast við mikilli þátttöku í keppnum þessum, því öllum fjelagsmönnum er heimil þátt- taka. Ævar R. Kvaran, Arndís Björnsd., Brynjólfur Jóhanncs- íon, Valdimar Helgason, Helga Möller og Regína Þórðard. (Ljósm. Vignir).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.