Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: REYKJAVÍKURBRJEF er á Tveir heimilisíeður játa á sig fjölda innbrota Þeir stálu óhemju ailsskonsr verimeeta og um 24000 kr. í peninyum oy oriofsmerkjum í dag er fjáröflunardagur skátanna. Hjer sjást nokkrar skáta- síúlkur á fundi í Skátaheimilinu. Sæmlleg síldveiði FYRIR NOKKRU siðan hand- tók rannsóknarlögreglan tvo menn, sem hún grunaði um, að vera valda að innbrotsþjófnuð- «m. Síðan þeir voru handteknir, hefur Sveinn Sæmundsson yfir- logreglumaður rannsóknarlög- reglunnar unnið að rannsókn þossara mála. Hafa báðir þessir menn játað að hafa framið kring um 20—30 innbrotsþjófnaði. — ViÖ nokkra þeirra er annar maður til viðbótar, viðriðinn. Að boði sakadómara skýrði Sveinn Sæmundsson blaðamönn- um frá málum þessara manna í gærmorgun. Nú er því sem næst liðinn hálf m mánuður síðan að rannsókn málsins hófst. Tveir hinna seku eru Magnús Aðalsteinn Aðal- steinss. Kamp Knox, skála 0-3-1 og Hörður Lárus Valdimarsson Fálkagötu 8. Báðir eru þeir Iítt kunnir rannsóknarlögreglur.ni. T d. hefur Aðalsteinn aldrei fyr komist undir manna hendur, en Hörður var dæmdur fyrir einum 8- eða 9 árum síðan og þá fyrir smáþjófnað. N j er liðið hart nær ár síðan eð þeir frömdu fyrsta innbrot sitt, en hið síðasta, er varð til 'þess, að rannsóknarlögreglan haftdtók þá, frömdu þeir 28. sept 6.1. fnnhrot hjá hernutn Fyrsta innbrotið fremja þeir í fyrra haust í setuliðsbragga í Fossvogi. Þar stálu þeir 3 hrá- olíuofnum og 3 súrhylkjum. Þá brjótast þeir inn í verslun setuliðsins í Tripoli Kamp. Þar stálu þeir peningakassa með á þriðja hundrað doliurum. Auk þess höfðu þeir á brott með sjer ýmiskonar varning. Þegar innbrot þetta var fram- ið, tilkynti herlögreglan um það, en þess var getið, að talið væri aö hermenn væru valdir að því. Þeir Aðalsteinn og Hörður leggja leið sína á ný í Kamp T'ripoli, eftir að herinn er farinn þaðan. í þessum þjófnaðarleið- angri var með þeim maður að nafni Þórarinn Andrjesson Sig- urðsson, Sörlaskjóli 42. Þrisvar fara náungarnir ránshendi nm braggahverfið, ennfr. brjótast þeir inn í bragga, sem herinn hafði fyrir bílaverkstæði. Við þessi- innbrot stela þeir öllu mögulegu, sem of langt yrði upp að telja, en við þýfið losna þeir með því að selja það því nær alt. Þann 20. nóv. s.l, brjótast þeir inn í frystihús ameríska flotans, í íiamp Knox. Inn í herbúðirnar kornust þeir, með því að klippa gat á 'girðinguna, sem er um- hverfis skálahverfíð. í frystihús inu stálu þeir 360 pundum af emjöri, 4 kössum af kjöti og fjórum kössum af eplum. Þór- armn A. Sigurðsson tók þátt í þessu innbroti. LÓJ.a greipar sópa I yfirgefnum hraggahverfum Nú fara aðgerðir þeirra að bitna á samborguium þeirra og ýmsum stoínur.um hjer í bæn- um. Aðfaranótt 13. des. brjót- ast þeir Aðalsteinn og Hörður inn í mjólkurbúðina í Garðastr. 17. Þar stálu þeir 200 krónum úr peningaskúffu. Eftir að Reykjavíkurbær tek- ur við Kamp Knox af banda- ríska sjóliðinu, láta þeir f jelagar greipar sópa í skálahverfinu. - Fimm sinnum leggja þeir leið sína um hverfið. Hörður var ekki viðstaddur tvö þessara inn- brota, sem þeir Aðalsteinn og Þórarinn fremja. Þórarinn var ekki heldur viðriðinn tvö þeirra. í þessum innbrotum brjóta þcir upp geyinsluhús og bragga. — Meðal þess þýfis er þeir höfðu á brott með sjer voru 10 ,,kar- boratorar“ úr hráolíuofnum, olíudreyfurum fyrir slíka ofna og tveimur lofthitunartækjum. Nokkuð af þessu þýfi höfðu þeir selt er þeir voru handteknir, og nokkuð var enn í vörslu þeirra. Allir þessir munir hafa komið til skila. Bara Iveir Við þau innbrot, sem þeir Hörður og Aðalsteinn fremja eftir þetta eru ekki aðrir við- riðnir. Þeir Hörður og Aðalsteinn brjótast inn í mjólkurbúðina í Sörlaskjóli. Þar stálu þeir 10 pundum af smjöri, Þetta var í júlímánuði s.l. í lok þess mán- aðar brjótast þeir inn í af- greiðslu Laxfoss. Þar stela þeir 30 krónum í peningum og 500 krónum í orlofsmerkjum og 150 krónu virði í frímerkjum. — í byrjun ágústmánaðar brjótast þeir inn í Trjesmíðaverkstæði. Þorkels Ingibergssonar í Mjöln- i. holti 12. Þar stálu þeir 500 kr. í peningum auk ýmissa verk- færa. Um miðjan ágúst fara þeir inn í skrifstofu Pípuverksmiðj- unnar við Rauðarárstíg. Þaðan höfðu þeir á brott með sjer 1000 kr. í peningum auk ýmissa muna úr skriístöfunni. Olæslur peningaskápur Stærst þessara innbrota þeii ra er þegar þeir brjótast inn í skrif stofu trjesmiðju Hjalta Finn- bogas., Einh. 2. Þar koma þeir að ólæstum peningaskáp og láta nú greipar sópa og hafa á brott með sjer 12.000 kr. í peningum. Þeir brjótast inn í Netagerðina Neptún, Skipasundi 29, í lok ág. Þar var ekkert að hafa og fóru þeir því tómhentir. Innhrot sem athxgli vöktu Þegar frjettin um innbrotið í Bílasmiðjunni var birt í blöðun- um, vakti það að vonum mikia atnygli., — Þar voru þeir Aðal- steinn og Hörður enn að verki. Þeir logskáru eldtraustan pen- ' ingaskáp og rændu úr honum 2000 krónum í peningum. -— Nokkru eftir að þeir frömdu þetta innbrot brjótast þeir inn í Trjesmiðjuna Víðir við Lauga- veg. Þar stálu þeir litlu sem engu. — Næst síðasta innbrot þeirra er, þegar þeir brjótast inn í skrifstofubyggingu Almenna byggingafjelagsins við Borgar- tún. 1 skrifstofu Almenna bygg- ingaf jelagsins stáiu þeir 20 kart on um af sígarettum og talsverð } af vindlum. Skrifstofu útgerðar- fjeiagsins Helgafell eru einnig þarna til húsa og þar sprengdu þeir upp peningaskáp með því að slá úr honum potninn. — í skápnum fundu þeir 3000 krón- ur í peningum auk 3000 kr. viiði í orlofsmerkjum, en Aðalsteinn og Hörður halda því fram, að orlofsmerkin hafi verið að upp- hæð 2000 krónur óg bendir margt til að svo sje. í þessu sama húsi eru vörugeymslur Tóbakseinkasölu ríkisins og gerðu þeir tilraun til þess að br jótast þangað inn, en urðu frá að hverfa, því fyrir geymslunni eru tvær járnhurðir. Rannsóknarlögreglan kemsl á „sporið“ Síðasta innbrotið, sem leiddi til þess að rannsóknarlögreglan hafði hendur í hári þeirra, fremja þeir 28. sept. s.l. — Þá brjótast þeir inni birgðaskemmu nefndar setuliðsviðskipta við Njarðargötu. Þar koma þeir að ólæstum peningaskáp og stela úr honum 1000 krónum og 4 til 500 kr. virði í orflofsmerkjum. í þessum leiðangri voru þeir í bíl. Þegar þeir voru að fara með ránsfenginn, setti að þeim styggð og bíllinn bilaði. Nokkru síðar komu lögreglumenn og urðu þeir þess vísari að vatns- kassi bílsins var heitur. Þetta og ýmislegt annað leiddi til þess að rannsóknarlögreglan handtók þá báða. Það mun eflaust vekja at- hygli þeirra, sem þetta lesa, cð þjófarnir virðast leggja milcið upp úr að stela ýmsu því, sem tilheyrir setuliðinu. Efalust hafa þeir gert það af þeirri ástæðu, að alls konar verkfæri og tæki sem setuliðið flutti hingað, gekk kaupum og sölum manna á milli um þetta leyti. Var því áhættu- minna fyrir þá að koma þýfinu í verð. Nú bíða menn þessir allir dóms. í Halnarfirði SÍÐUSTU dægur hafa nokkr- ir Ilafnfirðingar lagt síldarneta stubba á víð og dreif um Hafn- arfjörð, allt innundir hafnar- garðinn. Veiði hefur yfirleitt orðið 2-3 tunnur í net, en í öðr- um aðeins ein tunna. A þennan hátt hafa aflast milli 20—30 tunnur síldar á dag og fer hún öll til frystingar. Aðkomubát- ar, sem stundað hafa veiði í Faxaflóa, munu leggja net sín í fjörðinn í nótt. 11. ÞING Farmanna- og fiski mannasambands íslands, sem staðið heíur yfir undanfarna 9 daga, lauk störfum síðdegis í gær. Mörg mál voru rædd á þing inu og samþyktir gjörðar. Helstu ályktanir þingsins verða birtar næstu daga. Fyrir þingslit fór fram korn- ing í stjórn F.F.S.Í. til næstu 2ja ára. Forseti var kosinn Asgeir Sig- urðsson skipstjóri, sem ve-’iu hefur forseti sambandsins frá stofnun þess 1936. Meðstjórnendur: L'ther Gríms son, Hallgrímur Jónsson, Guð- bjart'ur Glafsson, Ólafur ÞórCar- son, Valgaröur Þorkelsson og Henry Hálfdanarson. — Vara- stjórn: Ingvar Einarsson, Kon- ráð GÍGlason, Grímur Þorkeis- son, Þorsteinn Árnason, Kári Guðbrandsson og Guðmundur Jensscn. Endurskoðendur Farmanna- sambandsins og Sjómannablaðs- ins Víkingur voru kosnír: Pjet- ur Sigurðsson og Valdimar Ein- arsson. hjer aS sumri FUNDUR var haldinn í Fje- iagi ísl. myndlistamanna þ. 14. okt. Þar voru þessi mál rædd og ályktanir gerðar um þátttöku íjelagsins í Bandalagi norrænna listamanna, en fjelagið gerðist aðili í því bandalagi árið 1945. Á síðasta fundi bandalagsins er haldinn var í Stokkhólmi í apríl s.l. var ákveðið, að næsta nor- ræna listasýningin skyldi hald- in í Kaupiiiannahöín að vori. — Síðan yrði sent úrval af myr.d- um sýn'ngar þescarar hingað til Reykjavikur í ágúst. Fundurinn fól fjeiagsstj'órninni að sækja. um f járstyrk til Alþingis til þess að standa straum af kostnaði við sýningu þessa. Fundurinn samþýkti ennfrem ur að f jelagsstjórnin skyldi beita sjer fyrir því að hingað yrði íengin sýning á franskri n tirna list. Lögð voru fram tilmseli fyr- ir fundinn, sem fjelaginu haía borisþ frá Fjórðungssambandi Norðuriands um þaö að fjelag- ið efndi til umferðasýningar á Norðurlandi. Fjelst fundurinn á að fjelagið gengist fyrir slíkri sýningu. Fundurinn samþykti tillögu þess efnis, að fjelagið beitti sjer fyrir því að sjerstakur for stjóri yrði settur til að veita listasafni ríkisins forstccu, beg ar listasafnið verður sett uop í húsakynnum Þjóíminjasafns- ins. — London í gærkvölcli. FULLTRtJAR námumanna i Durham-sýslu í Bretlandi, samþykktu á fundi í dag, að mæla með því, ao námumenn lengi viunuviku sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.