Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. okt. 1947! 'i CR HEIMAHÖGUM: Það lekur 2'/2 ár. Þjóðviljinn getur orðið fá- máll. Jafnvel þegar um flokks- hagi er að ræða. Hann segir t. d. lítið um kosningaúrslitin í ÍJanmörku. ..Kommúnistar 9 (l£i)“. — Þetta voru hans óbreyttu orð. Og ekki meira. • Þetta þýddi. að hinn danski 1 kommúnistaflokkur fjekk 9 |>ingmenn kosna á þriðjudag- ánn. en hafði áður 18. Flokkurinn fjekk sem sje við ídöustu kosningar fyrir tveim árum 255 þúsund atkvæði. En nú ekki nema 141 þúsur.d. 7% af kjósendum landsins. Síðan við kosningarnar árið 1845, hefir kommúnistum fækk að x Danmörku um 114 þúsund. Um 1100 manns, sem fylgdu kommúnistum þar í landi haust >3 1945, hafa horíið frá flokki þessum á viku hverri síðan. — Með sama áframhaldi yrði kom rnúnistaflokkurinn í Danmörku ú r sögunni eftir 2Vz ár. íslendingar hafa verið eftir- bátar Dana á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Svo vel má ímynda sjer að kommúnista- ílokkurinn hjer dragist eitt- hvað hægar saman hjer á landi eix þar. Þó er ekki bein ástæða til að álíta, að íslendingar verði mun lengur að átta sig á því, hvern- ig kommúnistar eru inn við heinið, en dönsku kjósendurnir. Síðan berlega kom í ljós, að alþjóðasamtökum kommúnista er gert að skyldu að vinna að því, að eyðileggja fjárhag og atvinnulíf allra þjóða í Vestur- Kvrópu. Og þeir menn, sem hafa sljórn flokksdeildanna á hendi, hafi tekið þetta miður vc*l þokkaða hlutverk að sjer. Snðrtur á viiiituafSi veldur Brefum erfií- % feikum London í gær. CRIPPS, efnahagsmálaráðherra Bi eta, skýrði frá því í dag, að skorturinn á vinnuafli væri það erfiðasta í baráttunni við efna- hagsörðugleika þjóðarinnar. -— Kvað hann tilraunir stjórnar- valdanna til að fá fleira fólk til vinnu við landbúnaðinn, kola- námurnar og baðmullariðnaðinn enn hafa borið lítinn árangur. Cripps upplýsti einnig, að framleiðsla kolanámanna undan farnar íjórar vikur hefði orðið rninni en gert var ráð fyrir. — Væri enn ekki búið að safna nóg úrn kolabirgðum til vetrarins, en það stefndi allri framleiðslu- áætlun stjórnarinr.ar fyrir vetr- armánuðina í hættu. Efnahagsmálaráðherrann hrós aði frammistöðu stáliðnaðar- ins, en þar kvað hann fram- leiðsluna hafa farið fram úr á- sefíun. Reuter. Frjettamáður handtekinn BUDA.PEST: —-Eir.n af starfs- rrtörmum amerísku frjettastofunn- ai A. P. hefur nýlega verið hand- tekinn hjer í Englandi, án þess að lýst hafi verið nokkrum sökum á hcudux honum. Frumvarp um uð leyfu gerð úíeigi öls komið írum ú Alþingi 1 GÆR var lagt fram í Neðri deiid Alþingis frumvarp um öl- gerð og sölumeðferð öls. Flutningsmenn þess eru Sig- urður Bjarnason, Steingrímur Steinþórsson og Sigurður E. Hliðar. Aðaiatriði frumvarpsins er það að lagt er til að fjármála- ráðherra verði heimilað að veita leyfi til áfengrar ölgerðar til alt að tíu ára í senn gegn 40 þús. króna gjaldi, er renni í ríkis- sjóð. Þó má ekki leyfa sterk- ari ölgerð en nemi 4% af áfengi að vigt, þegar það er fullgerjaö. Óáfengt telst hinsvegar það öl, sem hefur undir 1,8% að vigt. Af áfengu öli skal samkvæmt frumvarpinu greiða í ríkissjóð kr. 1,50 af hverjum lítra, sem framleiddur er til sölu innan- lands, en 10 aura af því, sem út er flutt. Agóðanum varið til sjúkrahúsbygginga Tekjum þeim, sem ríkissjóður hefur af sölu áfengs öls, skal fyrst um sinn varið til þess að byggja og reka fullkomin fjórð- ungssjúkrahús í Vestfirðinga-, Norðlendinga- og Austfirðinga- fjórðungi. Ennfremur til þess að koma upp sjúkraskýlum og læknísbústöðum í sveitum og kauptúnum. í greinargerð, sem flutnings- menn láta fylgja frv. segir svo: Tilgangurinn minni neysla sterkra drykkja og tekjuöflun Með frumvarpi þessu er lagt til, að leyfð verði bruggun ljetts áfengs öls hjer á landi. Tilgangur flutningsmanna með því er tvíþættur. í fyrsta lagi sá að draga úr hinni miklu neyslu sterkra drykkja og í öðru lagi að afla ríkissjóði tekna til fram- kvæmda í aðkallandi menning- armálum. Bruggun slíks öls er nú talin sjálfsögð og eðlileg í flestum löndum. Með þeim þjóð- um, sem við íslendingar höfum mest skifti við og teljum okkur skyldastar, Norðurlandaþjóðun- um, Þjóðverjum og Englending- um stendur þessi iðnaður á göml um merg, og framleiðsla hans nýtur mikilla vinsælda. Öli er þar skipað á bekk með sjálfsögð- um neysluvörum. — Ölvun og drykkjuskapur af völdum þess þekkist trauðla. Er það af öllum, sem til þekkja, álitið, að þessar þjóðir umgangist áfengi með meiri siðmenningarbrag en við íslendingar. Aukiri útflutningsverðmæti Skilyrði til ölgerðar eru af kunnáttumönnum talin óvenju góð hjer á landi. Skiftir í því sambandi miklu máli, hversu hreint og gott vatn er hjer nær- tækt. Erlent hráefni til ölgerð- ar, malt, humlar og öllitur, er ekki dýrt. Sú gjaldeyriseyðsla, sem leiddi af innkaupum þess, yrði auðveldlega urinin upp í útflutningi ölsins. Sjálfsagt virð- ist, að hið erlenda starfslið Kefla víkurflugvallarins kaupi hið ís- lenska öl, meðan það er hjer, og yrði þá tekið fyrir hinn óvið- feldna innflutning þess á þess- Tekjur ríkissjóðs af því renna til bygging- ar fjérðungssjúkrahúsa og sjúkraskýla um vörum. Á styrjaldarárunum brugguðu íslendingar áfengt öl fyrir hið erlenda herlið, sem hjer dvaldi. Þótti það góð vara, og fjell hinum ölvönu útlendingum vel í geð. En sala á því var ekki leyfð til Islendinga sjálfra. Lík- legt má telja, að Islendingar geti fljótlega, eftir að þeir hafa haf- ið ölgerð, hafið útflutning á þess ari framleiðslu. Yrði það nýr liður í útflutningsverslun þjóð- arinnar og líklegur til þess að skapa henni nokkrar gjaldeyris- tekjur, ef til vill verulegar, er timar líða. í frv. er lagt til, að ekki megi leyfa sterkari ölgerð en nemi 4% af áfengi að vigt, þegar ölið sje fullgerjað. Er það í samræmi við hliðstæð ákvæði annars stað- ar, að áfengismagnið er míðað við vigt, en ekki rúmtak. Tekjur ríkissjóðs verulegar Leyfisgjaldið þótti flm. hæfi- lega ákveðið 40 þús. kr., en eru þó reiðubúnir til þess að ræða það atriði nánar. U mtekjur ríkissjóðs af slíkri ölgerð er ekki gott að fullyrða fyrirfram. En líklegt má telja, að þær muni verða allmiklar. í frv. er lagt til, að af hverjum lítra, sem seldur er innanlands, greiðist kr. 1,50 í ríkissjóðs, en 10 aurar af hverjum lítra út- fluttum. í frv. er lagt til, að tekjum ríkissjóðs af sölu áfengs öls verði fyrst um sinn varið til þess að koma upp og reka fullkomin fjórðungssjúkrahús í Vestfirð- inga-, Norðlendinga- og Aust- firðingafjórðungi. Á undanförn- um þingum hafa-verið uppi til- lögur um fjárveitingu til slíkra stofnana, en framkvæmdir hafa strandað á fjeleysi ríkissjóðs. — Hjer er um merkilegt heilbrigð- ismál að ræða, sem illa þolir, að dragist enn á langinn. En engar líkur eru til, að ríkissjóður eigi hægra með að sinna því nú eða næstu ár en á undanförnu nægtatímabili. Þá er lagt til, að bygging sjúkraskýla og læknis- bústaða í sveitum og kauptúnum verði styrkt með þessum nýju tekjum ríkissjóðs. — í mörgum sveitum og kauptúnum er bygg- ing slíkra húsa aðkallandi nauð- syn. Ríkissjóður hefur nú tekið að sjer að byggja embættishús- næði yfir hjeraðsdómara, hæsta- rjettardómara og presta. Ber á- reiðanlega ekki minni nauðsyn til þess, að hann byggi yfir hjer- aðslækna og skapi þeim aðstöðu til þess að hafa sjúklinga sína hjá sjer. Menningar- og heilbrigðismál Það er fyllilega í samræmi við anda þessa frv., að lagt er til, að tekjur ríkissjóðs af því, ef að lög um verður, renni til stuðnings við heilbrigðis- og menningar- mál. Það er í senn menningar- og heilbrigðismál, að íslendirigar dragi úr óhóflegri neyslu sterkra drykkja. Hún er þjóðinni til van- sæmdar og tjóns. Hver einasti maður, sem hugsa vill öfgalaust um þessi mál, veit, að sala ljetts áfengs öls mundi draga úr brennivínsdrykkjunni. Það, sem gerðist, yrði fyrst og fremst það, að þjóðin drykki meira af mein- lausu öli, en minna af hættulegu og heilsuspillandi nautnalyfi. Islendingar fara illa með vín. Það er staðreynd, sem ekki verð ur gengið á snið við, því miður. En þeir munu halda áfram að gera það, ef ekkert er gert til þess að skapa aukna umgengnis menningu á þessu sviöi. Fram- leiðsla og sala góðs öls í landinu sjálfu er tilraun til umbóta. Sú tilraun er ekkert fálm út í Ioftið. Reynsla fjölmargra menningar- þjóða hefur sannað árangur hennar. Þess vegna verður að vænta þess, að þessu frv. verði tekið af skilningi á því mikla vandamáli, sem það miðar að umbótum á. Breska sljémarand- staðan víflr eyðslu London í gærkvöldi, UMRÆÐUR hjeldu áfram í neðri málstofu breska þingsins í dag um efnahagsástandið. Tal- aði MacMilland, einn af nánustu samstarfsmönnum Churchills, fyrir hönd stjórnarandstöðunnar og krafði Hugh Dalton fjármála ráðherra, meðal annars skýr- ingar á því, hvernig á því stæði, að megninu áf Bandaríkjalán- inu, sem endast átti til fimm ára, hefði verið eytt á einu ári. Mac Milland krafðist þess og, að birtar yrðu tölur, sem sýndu, hvernig láninu hefði verið varið. Hafa stjórnarandstæðingar þrá- faldlega haldið því fram, að doll arafjenu hafi verið eytt í alls- konar óþarfa, þegar skortur hafi verið á margskonar tækjum og framleiðsluvörum í Bretlandi. MacMilland komst meðal ann- ars svo að orði í ræðu sinni í dag, að stjórnin hefði varið tveim árum til rangra fram- kvæmda, en það hefði þó ekki aftrað henni frá að skipta sjer af framkvæmdum allra annara, Ai. — Reuter, Flugvallartiiíögu kommúnista vísað frá mú rökstuddri dagskrá Aðeins bommúnlstar og fyígifje þeirra greidtíu afkvæði gegn dagskránni. UMRÆÐUNUM um Kefla- víkurflugvöllinn er nú loks lok- ið. Enduðu þær kl. IIV2 í fyrra- kvöld eftir að kommúnistar höfðu haldið uppi málþófi all- an daginn. Hjeldu þeir Einar og Áki margra klukkustunda ræð- ur og var aðalinnihald þeirra skammir um utanríkisráðherra og hatramur áróður gegn Banda ríkjunum. Á miðvikudagskvöldið hjelt Jörundur Brynjólfsson stutta ræðu og vítti kommúnista harð- lega fyrir alvöruleysi og ranga túlkun þessa máls. Lagði hann ásamt Pjetri Magnússyni og Guðm. í. Guðmundssyni fram svohljóðandi rökstudda dag- skrá: I því trausti að ríkisstjórnin gæti hagsmuna Islands örugg- lega við framkvæmd samnings- ins um Keflavíkurflugvöllinn, telur Alþingi ástæðulaust að gera frekari samþykktir í mál- inu og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Dagskrá þessi var samþykkt með 33:13 atkvæðum. Kommúnistar greiddu að sjálfsögðu atkvæði gegn dag- skránni, en nú voru það aðeins 3 þingmenn sem fylgdu þeim að málum, þeir Gylfi Þ. Gísla- son, Hannibal Valdimarsson og Páll Zophoniasson Gerðu þeir allir grein fyrir atkvæði sínu. Þessir þingmenn voru fjar- verandi: Ólafur Thors, Ásgeir Ásgeirsson, Hermann Jónasson, Jón Pálmason, Bjarni Ásgeirs- son og Lárus Jóhannesson. Umræðurnar hafa verið hin- ar lærdómsríkustu. Er ábyggi- legt að kommúnistar hafa orðið fy.rir miklum vonbrigðum, því umræðurnar snjerust upp í þungan áfellisdóm á Áka Jakobsson fyrir óstjórn hans, er hann var flugmálaráðherra. Stóð hann mjög höllum fæti er leið á umræðurnar, varð tví- saga en reyndi að bjarga sjer úr ógöngunum með því að stimpla Elling Erlingsen, er hann skipaði forðum, sem ósann indamann. Skal hjer minnst á nokkur aðalatriðin úr umræðunum. Aki verður tvísaga Það var upplýst í umræðun- um að Áki, er hann var ráð- herra, vanrækti að setja reglur um gjaldskrá á Keflavíkurflug- veilinum. Var þetta eitt hið fyrsta sem bar að gera eftir að> við íslendingar tókum við vell- inum. Áki kom með þá skýringu, að Ólafur, Thors hefði heimtað að leitað yrði samvinnu við Banda Bjarni Benediktssor. utanríkisrh ríkin um þetta mál og hefði Áki fallist á það. Bjarni Benediktsson, utan- upplýsti þetta atriðl með því, Framh. á bls. 5 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.