Morgunblaðið - 31.10.1947, Page 9
Föstudagur 31. okt. 1947
MORGU TS BL AÐÍÐ
9
Frjálst samkomnlag besta lausnin í viðskiftamálunu
ÞAÐ hefur kennt nokkuð
margra grasa í umræSunum í
kvöld, eins og reyndar oft vill
verða hjer í þingsöhmum, og
ekki síst, þegar útvarpað er
umræðunum. Þetta Ieyndi sjer
ekki, þegar fulltrúi kommúnista
var hjer áðan að rýna í skatt-
skrána og glíma við heildsal-
ana, sem eiga Morgunblaðið og
Vísi og allan Sjálfstæðisflokk-
inn, eins og hann komst að orði.
Það er að vísu svo með Morg-
unblaðið, Vísi og Sjálfstæðis-
flokkinn, að þessir aðilar eru
ekki svo hamingjusamir að geta
sótt línu og lausafje út fyrir
landsteinana, en samt held jeg,
að það sje að skjóta yfir mark-
ið, að tala um, að hinir fáu
heildsalar eigi stærsta stjórn-
málaflokk landsins með húð og
hári. Mig minnir líka, að það
sjeu einnig til menn, sem heita
heildsalar í kommúnistaflokkn-
um, og ekki dekrað svo lítið
við suma þeirra, m. a. vildu
kommúnistar á sínum tíma endi
lega gera einn þessara voðalegu
heildsala, hann var að vísu
kommúnisti, að stórri stjörnu í
Nýbyggingarráði, sem átti að
standa fyrir hinum miklu ný-
sköpunarframkværodum fyrr-
verandi stjórnar.
Reyndar þarf bað engan að
undra, þótt menn sjeu ekki á
eitt sáttir, þegar rætt er um
verslunar- og viðskiptamál, því
að satt að segja er í þeim mál-
um ríkjandi mjög mikill skoð-
anamunur mill þingflokkanna.
Frjáls verslun og samkeppni.
En það er nú samt annað en
ágreiningurinn, sem eftirtekt-
arverðast er við þessar umræð-
ur, sem sje alveg hið gagnstæða,
hversu fulltrúar flokkanna hafa
lýst sig sammála um það, sem
telja má veigamesta undirstöðu
atriði viðskiptamálanna, — að
frjáls verslun og samkeppni fái
að njóta sín. Ræðumenn hafa
talað um frelsi til að velja, að
jafnrjetti fáist, ef innflutning-
ur er frjáls, að frjáls og hafta-
laus verslun sje æskilegust o.
s. frv. Má með sanni segja, hvað
þessu viðvíkur, að------ „allar
vildu meyjarnar með Ingólfi
ganga“.
Háttv. flm. þessa frv., sem
hjer liggur fyrír til umræðu,
segir líka í greinargerð fyrir
frv., að ástæða hans fyrir flutn-
íngi málsins sje sú, að aðalfund-
ur S.Í.S hafi gert 'samþykkt,
sem lýsi yfir, .. „að hann teldi
æskiiegt, að innflutmngur tii
landsins væri frjáls, svo að
kaupfjelögin gætu tekið þátt í
frjálsii samkeppni um vöru-
kaup við kaupmcnn", — og nú
ætlar háttv. flm., með þessu
frv., að skrá sig á skútuna í
baráttunni fyrir frjálsri versi-
un og samkeppni!
Nýr liðsmaður.
Jeg verð að segja, að þar
bættist frjálsri verslun nýr liðs
maður og úr þeirri átt, sem síst
var að vænta.
Mjer hefur fundist, að Sósíal-
istafiokkurinn hafi ekki farið
neitt dult með þá stefnu sína,
að hann vildi ríkiseinoka versl-
unina, — eins og svo rnargt ani
að. — Nú kemur háttv. 6. þm.
Reykvíkinga, Sigfús Sigurhjart
grundvem s
stjórnari
fnu ríkis-
na r
Ræða Jóhanns Hafstein
við útvarpsumræðurnar
arson og segir ástæðuna fyrir
málflutningi sínum vera þá, að
hann vilji taka undir frarn born
ar kröfur um frjálsa verslun og
samkeppni í landinu.
Það spillir náttúrlega ekki
fyrir, að bak við þennan nýja
liðsmann frjálsrar verslunar
skuli svo standa ekki ómerki-
legri aðili en S.Í.S með aðal-
fundarsamþykkt sinni.
Það er nú ekki einungis, að
Sigfús Sigurhjartarson sje að
reynast S.Í.S. góður liðsmaður
með flutningi þessa frumvarps,
eftir því, sem hann segir, því
að það vantar ekki heldur um-
hyggjuna fyrir háttv. þing-
manni Strandamanna, sem nú
er fjarri góðu gamni, þegar
háttv. 6. þm. Reykvíkinga er
farinn að annast framburð mála
hans hjer í þinginu. En flm.
hefir ekki gert lítið úr því,
hvert hann sótti fóstur það, sem
í frv. hans felst þar sem hann
hafi tekið upp tillögu H. J. og
Sigtr. Kl., er þeir fluttu í Fjár-
hagsráði við ákvarðanir þar um
viðskiptamál og vöruskömmt-
un.,
Það skildi vera að finna
mætit einhvern leyniþráð í
þessum málatilbúningi hv. 6.
þm. Reykvíkinga, sem gæfi til
kynna, að ástæðurnar og til-
gangurinn með flutningi þessa
máls væri ekki alveg jafn ein-
lægur og flutningsmaður vill
vera láta.
tlum’u Sjálfstæðismenn rísa
gegn frjálsri verslun?
En hvað sem því líður, þá er
okkur boðað þetta frv., eins og
jeg hefi vikið að, með þeim
rökum, sbr. greinargerðina,
(sem er að vísu að mestu sótt
til Hermanns og Sigtryggs fyrir
utan endurprentunina á eigin
ræðu þingmannsins frá í fyrra),
að „innflytjendur, sjerstaklega
fonnælendur frjálsrar sani-
keppni, ætíu að vera ánægðir
með þetía skipulag (þ. e. a. s.
sem frv. ráðgerir), sem reist er
á gtundvelli samkeppninnar“,
eins og þar segir. Það er því
látið heita svo, að stefnt sje að
því sð efla frjálsa verslun og
samkeppni.
Jeg vil nú spyrja háttv. þing-
ieildarm.: Ef hjer væri borið
fram frv. til laga, sem raun-
verulega fæii í sjer fyrirmæli
um frjálsa verslun á sam-
keppnisgrundvelli, — hverjir
mundu þá liklegastir til þess að
drepa slíkt frv. eða rísa gegn
því?
Jeg held, að það sje ekki lík-
legt, að það færi mikið fyrir
þm. Sjálfstæðisflokksins í
þeirri andstöðu, — þar sem hjer
væri um að ræða yfirlýst stefnu
Jóhann Hafstein.
og baráttumál flokks þeirra frá
öndverðu.
En mjer þykir ekki óliklegt,
að þar kynni að bóla á 6. þm.
Reykvíkinga — og hans flokks-
bræðrum — þessum -firiýstu
frelsisskerðingarmönnum, sem
hafa gert átrúnaðinn á vald-
.beitingu þess opinbera gagnvart
þegnunum að sinni trúarjátn-
ingu.
Það verður því að skoðast
með varúð fyrirliggjandi frv.
háttv. 6. þm. Reykvíkinga, —
þótt þvi fylgi fögur orð og fjálg
legar vfirlýsingar.
Sigfús Sigurhjaitarson furð-
aði sig á þeim ummælum Ingólfs
Jónssonar, að Sjálfstæðismenn
vildu styðja heilbrigða sam-
vinnuverslun, og spurði hvenær
Sjálfstæðisflokkurinn hefði tek
ið þá stefnu. Einnig heyrðist
mjer á hæstv. menntamálaráð-
herra, að samvinnufjelagsskap-
urinn hefði mætt !it!um skiln-
ingi hjá Sjálfstæðisflokknum.
fyrir er nú þeg'ar verulega rak-
ið í umræðunum, — og sýndi
háttv. 2. þm. Rangæinga með
glöggum rökum fram á, að yrði
slíkt frv. sem þetta að lögum,
væri beinlínis að því stefnt, að
afnema allt frjálsræði í vefslun
og viðskiptum og binda neyt-
endurna á haftaklafa.
Það eru tveir þættir varðandi
efnj þessa frv., sem mjer skilst
að það hljóti að sianda eða falla
með eftir mati háttv. þm , —
enda hafa þessir tveir þættir
málsins mjög blandast inn í um
ræðurnar, — þó e. t. v. ekki
eins greinilega og vera þyrfti:
í fyrsta lagi:
Er efni þessa frv. samrýman-
!egt stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar í verslunarmál-
um — og sem lögfest er í lög-
um um fjárhagsráð.
í öðru lagi:
Mundi þessi nýja regla, sem
þetta frv. stingur upp á, hvað
sem öðru líður, verða til þess
að innleiða rjettlátari skiptingu
innflutningsins milli aðila versl
unarinnar í landinu, sem þá
einnig byði neytendum upp á
betri aðstöðu og meira sjálf-
ræði en verið hefir.
Gegn stefnu stjórnarinnar.
Gildandi ákvæði laga um fjár
hagsráð o. fl. varðandi innflutn
ingsverslunina og vörusölu í
landinu, felur í sjer þrjú aðal-
atriði, sem að er stefnt:
1) Gjaldeyrissparnaði,
2) Vöruvöndun,
3) Minni verslunarkostnaði,
Akvæði frv. háttv. 6. þm.
Reykvíkinga stangast við öll
þessi aðalatriði, sem nú skal
sannað.
Gegn gjaídeyrissparnaði.
Þó að menn sjeu mjög mis-
munanai ánægðir með skömmt-
unina hjer, eins og sjálfsagt alls
Það vill svo til, að jeg hefi hjer staðar, er grípa hefir þurft til
milli handanna stefnuskrá Sjálf slíkra neyðarráðstafana, þá er
stæðisflokksins í síðustu al- þó sannast, að menn eru óánægv
þingkosningum, en þar er m. a.
þessi stefnuyfirlýsihg, með
leyfi hæstv. forseta:
„1. Sjálfstæðisflokkurinn er
fylgjandi frjálsri verslun ein-
staklinga og fjelaga — er mót-
fallinn ríkisrekstri og in,rasöl-
um.
Flokkurinn telur óþvingaða
samvinnuverslun eðlilega og tel
ur, að einkayerslun og sam-
vinnuverslun eigi að starfa í
frjálsri samkeppni á jafnrjettis-
grundvelli.
2. Sjálfstæðisflokkurinn telur
nauðsynlegt, að afnumin verði
öll höft á 'innflutningsverslun-
inni, eins íljótt og ástæður
leyfa, svo að innflytjendur geti
keppt um að útvega landsmönn
um sem bestar vörur með sem
lægstu veríi“.
Þetta er engin ný stefnuyfir-
lýsing, e.n í samræmi við fyrri
Landsfundaryfirlýsingar og
kosningastefnuskrár flokksins.
Tveir þættir málsins.
I :
ír af mjög mismunandi rökum.
Þarfir fólksins eru svo mjög
misjafnar eftir aldri, tekjum,
atvinnu og búsetu á landinu,
að þótt ýmsum finnist inn-
kaupaheimild sú, sem skömmt-
unarseðlarnir veita, ekk; svara
til lífskjara þeirra, sem þeir
hafa vanist, þá eru ýmsir, sem
mundu ekki — undir venjuleg-
um kringumstæðum kaupa allt
það magn, sem skömmtunar-
seðlarnir heimila. í því feist,
að talsvert af skömmtunarseðl-
um mundi aldrei verða fram-
vísað og þannig fvrnast.
Ef hins vegar verslanir heíja
smöJun á ijkömmtunarseðlum
til þess að íryggja r.jer á bann
hátt innflutningsleyfi, — og
slík smölun yrði f.vrsti ávöxtur
þessa frv., sem h^ei liggur fyr-
ir, — myndu seðlarnir fJestir
eða allir koma í leitirnar —
verða að innflutningsávísun og
stuðla þannig að innflutningur-
inn yrði meiri en ella og þar
af leiðand’i meiri gjaldeyris-
Efni frv. þess er hjer liggur eyðsla.
Það er t. d. áætlað, að skcimt
unarreitir þeir, sem gefa rjett
til kaupa á fatnaði, vefnaðar-
vöru og búsáhöldum, mundu
einir fe!a í sjer kröfu um inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi að
upphæð 25—30 milj. kr. í er-
lendum gjaldeyri. Má af þessu
vel marka að hverju yrði stefnt.
Jeg veit, að háttv. flm. þessa
máls hjer er enginn gjaldeyris-
sparnaðarmaður, — en þeir eru
nú fleiri í þjóðfjelaginu, sem
vita og skilja, að í þeim efnum
er nú mikil þörf mikils sparn-
aðar.
Gegn vöruvnndun.
Jeg kem þá að öðru atriðinU:
— áhrifum bessa frv. á vöru-
vöndunina. Flm. segja,
skömmtunarseðlarnir korni þnr
fram, sem varan sje best o«g
ódýrust, og þess vegna tryggi
það ódýrust og best innkaup
erlendis frá að gera þá að gjald-
eyrisávísun og innflutnings-
heimild.
Það er nú í fyrsta lagi efeki
víst, þó að aðila hafi tekist í
eitt skipti að gera góð innkaup,
þá takist honum það alltaf, —
og hvað sem því líður, þá verð-
ur ekki í því argast, því að eft-
ir að skömmtunarseðillinn er
orðinn að innílutningsheimild,
er það hann einn, sem sker úr.
En miklu meira máli skiptir
hitt, að frv. þetta gerir ráð fyr-
ir að afhenda megi skömmtun-
arseðlana fyrirfram til versl-
ana, áfem þá sje falið að gera
innkaup út á þá. Með þessu
móti verður sú spurning aðal-
atriði, hver verður drýgstur
smaíainaður í hyrslum heimil-
anna að skömmtunarseðlum?
Og mjer er alveg ómögulegt ad
sjá annað en það sje alveg sitt
hvað að vera duglegur að safn
skömmtunarseðlum eða ve-ra
góður Innflytjandi, og vöruvönd
unarviðleitni, sem stefna ber að
af hálfu stjórnarvalda, rokin
út í veður og vind með að
tengja þetta tvennt saman.
Það hefir eitthvað verið tal-
að urn svartan markað hjer i
umræðunum. Jeg sje ekki ann-
að en ef þetta frv. næði fram
að ganga, að þá væru sjálfir
skömmtunarseðlarnir orðnir
besta svartamarkaðsvaran, og
er þá skammt öfganna milli að
hafa lifað hjer í alisnægtum við
meiri innflutning en nokkru
sinni — taka síðan upp strang'-
asta skömmtunarkérfi með
þeim viðbótar-ágætum, að sjá'if
ir skömmtunarseðlarnir yrðw
allsherjar uppboðsvara, sem
ávísun á gjaldeyri og innflutn-
ing.
Gegn minni verslunar-
kostnaði.
Þá er þriðja aðalatriði gild-
anöi laga, að úthlutun innflutn-
ings og gjaldeyrisleyfa sje við
það miðaðar, að verslunarkosto.
aður sje sem minnstur.
Við höfum nú eina aðal-
skömmtunarskrifstofu ríkisins
í Reykjavík, sem ýmsum þykir
þegar nógu viðamikil, — og hú.n
með sín útibú og umboðsmenn
annars staðar. En, þegar ætti
að fara að framkvæma þetta
frv. hjer, sem gerir ráð fyrir,
að neytendur skill fyrirfram
seðlum, í verslanir, þá er hver
Framh. á bls. 11.