Morgunblaðið - 31.10.1947, Page 12

Morgunblaðið - 31.10.1947, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. okt. 1947 Minningarorð nm UnuVagnsdóttur Kurteisin kom að innan sú kurteisin sanna siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist. -—- Bj. Th. ORÐ þessi úr eftirmælum eftir konu Bjarna Riddara komu mjer í hug, er jeg frjetti andlát frú Unu Vagnsdóttur. Þar með var löngu og ströngu stríði lokið, og Hafnarfjarðar- bær orðinn að mun fátækari, enda mist einn af sínum bestu borgurum. 1 veikindum sínum liafði Una sýnt hið sama hug- rekki og stillingu, eins og hún ávalt sýndi á sviði lífsins, og hinna daglegu starfa, og horfði hún róleg og kvíðalaus fram á yeginn, fullviss um sigur að lokum, og sælir eru þeir, sem í Drottni deyja. — Una var mikilhæf og starf- söm kona, enda falin ýms trún aðarstörf, bæði af bæjarfjelag inu og flokkssystkinum, sem hún leysti öll af hendi með dugnaði og trúmensku, og sýndi þar mikla hæfileika og skyldurækni, en þar sem aðrir mjer kunnugri munu lýsa nán ar því starfi hennar, fer jeg ekki um það fleiri orðum, enda línum þessum einkum ætlað að bera fram þakklæti okkar guð- spekinema fyrir störf hennar og forustu í þeim málum. Engum var kunnara en Unu um það, hve Guðspekin var Davíð heitnum, manni hennar, mikið hjartansmál, enda studdi hún hann vel í hans starfi, á meðan hann lifði, og tók upp merki hans að honum látnum, þrátt fyrir það, þó að Biblían væri hinn sterkasti strengur í trúarlífi hennar, og Guðspekin því frekar þekkingar heldur en trúaratriði í hennar augum, en einnig þá forustu leysti hún af hendi með sæmd og prýði. — Um aldarfjórðungsskeið voru fundir haldnir á hennar heim- ili, og sparaði hún hvorki gest risni nje fyrirhöfn í þágu þess málefnis, og er oss öllum, er þess urðu aðnjótandi bæði ljúft og skylt að þakka henni það alt, og biðja henni blessunar og velfarnaðar á hennar framtíð arbrautum. — Una fæddist 26. okt. 1895 að Kleifastöðum í Gufudalshreppi og voru foreldrar hennar Þur- íður Gísladóttir og Vagn Guð- mundsson, sem enn er á lífi, og er hún af hinu mesta myndar- fólki komin, enda bar'hún það með sjer, því að hún var bæði tíguleg á að sjá, og miklum mannkostum búin. — Skapgerð hennar var heil- steypt, framkoman prúðmann- leg og hugurinn fullur góðvild ar gagnvart öllum þeim sem hún umgekst, og hygg jeg að henni hafi þótt vænt um alla, sem hún átti eitthvað saman að sælda, og Jýsir slík mannást góðum innra manni, og þrosk uðum persónuleika. — Árið 1930 giftist hún, og síð an hefur hún starfað hjer í þessu bæjarfjelagi, og helgað því hina miklu starfskrafta sína, með því að veita öllum góðum málum sitt lið, án þess þó að láta undir höfuð leggjast að sýna frændum sínum og vin um, er sumir áttu heima í fjar lægum byggðarlögum, velvild og hjálpsemi á ýmsan hátt. — Enginn of snemma hinn alvitri kallar, sá ungur andast er ungur fullorðinn. Una fjekk kallið á miðjum aldri og í miðjum starfstíma, þar af leiðandi miklu fyr en margan grunaði, og allir ósk- uðu, en þegar að kallið kemur kaupir sig enginn frí. Nú hefur henni vafalaust verið fengið há leitara verkefni og enn þýðing armeira starf að inna af hendi, þótt á öðrum vettvangi sje, og óskum við henni öll til ham- ingju. — Blessuð sje minning hennar. Þ. Á. Fimm mínúfna krossgáfan Lárjett: — 1 berjast — 6 stefna — 8 tónn — 10 eignast — 11 leikrit — 12 saman — 13 hrylli — 14 stjórn — 16 moka. Lóðrjett: — 2 hvíldi — 3 heimaland — 4 saman — 5 hesta — 7 hamingjusamir — 9 verkfæris — 10 óþrifnaður — 14 ryk — 15 forsetning. Lausn á síðustu krossgátu: Lárjett: — 1 Móses — 6 mör — 8 aa — 10 te — 11 blautar — 12 bl. — 13 um — 14 súr •— 16 lúðan. Lóðrjett: — 2 óm — 3 sölu- búð — 4 er — 5 gabba — 7 herma — 9 all — 10 tau — 14 sú — 15 ra. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8 Menn þessir rökstyðja mál sitt með því, að enginn maður með öllum mjalla mundi taka það upp hjá sjálfum sjer að jarma eins og kind á almannafæri. • • Mín skoðun. Sjf>'ur hefi jeg aldrei viljað fallast á þetta. Jeg hefi sjeð svo heilmikið af fyrirmyndar pilt- um, sem vakið hafa athygli á mannamótum, án þess að — ja, án þess til dæmis að baula eða spangóla framan í ókunnugt fólk. Og jeg mæti hjer daglega í Reykjavík kynstri af strákum, sem telja sig samkvæmishæfa, þótt þeir geti hvorki hermt ef tir asna nje belju. Nei, það sem jeg álít um þessa pilta í Austurstræti og Aðalstræti, er, að þeir sjeu haldnir einhverri óstjórnlegri minnimáttarkend — að þeir geri sjer ekki Ijóst, að í dýra- görðum erlendis vekja jafnvel hinir þegjandalegustu apar nokkra athygli. Það er að segja, ef þeir eru þá nógu kjánalegir 1 framkomu, greyin. SINGAPORE: — Japanski hers- höfðinginn Numata, sem stjórnaði þektu herfylki Japana í stríðinu, hefur verið handtekinn nýlega í Tokyo. Sjötugur: Dr. Olaí sir Dan Dasiielsson ÞAÐ MUN varla ofmælt að hvert mannsbarn hjer á landi, sem lokið hefir barnaskóla- námi, kannist við Dr. Olaf Dan Daníelsson. Og það má einnig teljast nokkurn veginn víst, að hvenær sem nafns hans er getið, detti manni í hug stærðfræði, svo mjög stendur hann í huga þjóðarinnar sem merkisberi þeirrar fræðigreinar og það með rjettu, því hvað sem öðru líður, hefir enginn ís- lenskur maður fram á þennan dag lyft öðru eins átaki og hann að gera stærðfræðina aðgengi- lega sem námsgrein í skólum landsins. Hann hefir samið kennslubækur í stærðfræði, sem nú í allt að aldarfjórðung hafa verið notaðar í skólunum. Þær bera það með sjer, að þær eru ekki einungis fræðilega sjeð ágætar, heldur er þar og vandað svo til máls, að betur hefði vart mátt gera. Að semja stærðfræðibækur á íslensku var ekkert áhlaupa- verk. Flest öll heiti á erlendu máli og vandi að velja og hafna, hverjum heitanna átti að halda og hverjum að breyta í íslenskt mál. Dr. Ólafi hefir tekist þetta, enda er hann smekkmaður á málið, bæði í ræðu og riti. Ólafur er fæddur í Viðvík í Skagafirði 31. okt. 1877. For- eldrar hans voru hjónin Daníel Ólafsson söðlasmiður, síðar bóndi í Hofsstaðaseli í Skaga- firði og kona hans Svanhildur Loftsdóttir. Ólafur gekk í Lat- ínuskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1897 og hóf síðan nám í stærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist þaðan 1904. Á stúd entsárunum vann hann það af- rek að fá gullpening Kaup- mannahafnarháskóla fyrir stærðfræðilega ritgerð. Árið 1909 varð hann doktor í stærðfræði við sama skóla. Að loknu námi bauðst dr. Ólafi vel launuð staða í Kaup- mannahöfn, en hann kaus held ur að hverfa heim. Gerðist hann kennari við Kennaraskól ann fyrst, en vann síðan aðal- starf sitt við Menntaskólann, er hin nýja stærðfræðideild hafði verið stofnuð. Er hin nýja Líf-deild Sjóvá- tryggingarfjelagsins var stofn- uð 1934 gerðist hann sjerfræð- ingur fjelagsins við hana og hefir starfað þar síðan. Dr. Ólafur kvæntist Ólöfu Sveinsdóttur, kaupm. Sigfús- sonar, sem er dáin fyrir tíu ár um. Með þeirri ágætu konu eignaðist hann mannvænleg börn og eru fimm þeirra á lífi. Sá, sem þessar línur ritar, er maður, sem aldrei hefir not- ið kennslu dr. Ólafs í skóla, og er kynning okkar 35 ára göm- ul. Þó hefi jeg altaf verið nem andi hans frá okkar fyrstu kynnum eins og svo margir aðrir, sem að skólanámi loknu hefðu eflaust lagt stærðfræðina á hilluna, ef áhuga dr. lóafs hefði ekki notið við. Brynj. Stefánsson. Ufanríkisráðherra Grikk- lands ræðir við Truman Washington. TSALDARIS utanríkisráðherra Grikklands átti í gær viðræður við Truman forseta. Er hann kom af fundi forset- ans skýrði hann frjettamönnum svo frá, að hann hafi fært Tru- man og bandarísku þjóðinni þakkir sínar og þjóðar sinnar fyrir þá miklu hjálp, sem Banda ríkin hefðu veitt Grikkjum. Er utanríkisrá.ðherrann var spurður að því, hvort Grikkir mundu fá frekari hjálp frá Bandaríkjunum, svaraði hann, að sú hjálp, sem þegar væri feng in, væri nóg til núverandi þarfa Grikkja. X-9 Eflir Roberf Slorm Phil: Mjer þætti vænt um að fá að rannsaka húsið Jeg skil. Þið leynilögreglumennirnir viljið ekki er hjer í eldiviðargeymslunni. Nokkur útihús? yðar. Ekki svo að skilja að jeg gruni þig. Plazdik: hætta á, að neitt fari framhjá ykkur. Phil: Ekkert Plazdik: Nei. Phil: Hvað heitirðu annars?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.