Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. nóv. 1947 MORGUTSBL4ÐIÐ 5 £ti|imi ii! ii iit iii i m miimntmHiiiiii iii mimiiiiiiiiiiiimmmtiiiiiiitiiitiimiiiiiiiimiitiiiiiittimiimmimmimtmiimiiitMiHHiiiimimiiimiiiMiMiimimiMiiiimiiMtim. i I BRJEF FRÁ ALÞINGI Framsókn beifi ekki á apíð @ Fpirspinai’fími fyrir. bjór © arðmæfi @ Fjárlagæ’æðp ÚTVARPSUMRÆÐUR frá Ajþingi ’gerast nú alltíðar. í þessari viku var útvarpað um- ræðum úr Neðri deild um frv. Sigfúsar Sigurhjartarsonar um að skömmtunarmiðar .skuli látn ir gilda sem innkaupaheimild verslana. Flutningsmaður gerði þá grein fyrir þessari tillögu sinni að henni væri ætlað að rjetta hlut samvinnufjelaganna í inn- flutningsversluninni. Vera má að svo hafi verið. En errginn þingmaður gekk þess a. m. k. dulinn að tilgang- urinn var fyrst og fremst allt annar. Hann var sá að feá ill- gresi meðal hveitisins, koma upp úlfúð og deilum meðal nú- verandi stjórnarflokka og helst að sprengja samstarf þeirra. Þessvegna voru í frumvarpinu vandlega þræddar tillögu.r Fram sóknarmanna í fjárhagsráði um skiptingu innflutningsins. Nú skyldi beita tálbeitu fyr- ír Framsókn. Gat verið að hún biti ekki á svo lostfagurt agn jafnvel þó dálitil. kommalykt væri af því? Stjórnarandstaðan varð fyrir Sá: um vonbrigðum. Framsókn bc' t ekki á agn Sigf úsar. Sr engjan, sem Sigfús þóttist hr "i laumað Undir stóla stjórn- ai nar, sprakk ekki. Púðrið í hc i var bláutt. M ’ i útvarpsumræður. n nú fær landsfólkið meiri úf -psumræður frá þingi. í nr :'u viku ver.ður að öilum M.Í.' ' dum útvarpað ræðu fjár- xnV: ráðherra við fyrstu um- ra i''fjárlaganna. Fá þá flokk- ar’;' einnig nokkurn tíma til ui - ;5a. I vð er gott og vel að almenn- inyur fái öðru hverju að heyra ur' æður frá þingi þegar stór- rríl eru á döfinni, svo sem fjár- la;:~frumvörp, vantrauststillög- ur og annað slíkt. En það er fri 'eitt að haldið sje uppi mál- þó.'i í útvarp um hin og þessi gerfimál, sem enginn almenn- ur áhugi er fyrir, hvorki meðal þingmanna nje almennings, sem ætlað er að hlusta. Virðingu þingsins er áreiðanlega lítill greiði gerður með slíku útvarpi. Og það er bein misnotkun á ákvæðum þingskapa um útvarp frá Alþingi. Þetta ættu þingflokkarnir að athuga áður en lengra er haldið á þessari braut. Fyrirspurnafími. Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp í samræmi við þá breytingu, sem gerð var á þing- sköpum á síðasta þingi, að tek- ínn hefur verið upp sjerstakur spurningatími. Verður honum hagað þannig að þingmenn, sem biðjast vilja skýrslu frá ríkis- stjórninni, eða einstökum ráð- herrum um tiltekin mál, flytja spurningar sínar skriflega. Síð- an tekur Alþingi ákvörðun um það, hvort fyrirspurnin skuli leyfð og er það hefur verið sam þykkt verður ein vika að líða þangað til ráðherra gefur svar sitt. Er þannig gert ráð fýrir að slíkir spurningafundir verði haldnir vikulega í sameinuðu þingi ef tilefni er íil, Þessi nýbreytni horfir mjög til bóta. Er sjerstök ástæða til þess fyrir blaðamenn að fagna henni. I spurníngatimanum mun koma fram margvíslegur fróðleikur um ýms mál er allUr almenningur vill fylgjast með en ella hefði ef til vill ekki kom- ið fram. Sjúkrahús fvrir ágóða af bjórsölu. Nú í vikunni fluttu þrír4>ing- menn úr Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokknum frumvarp í Nd. um að leyía hjer á iandi bruggun 4% bjórs. Nú er að- eins heimilt að framleiða hjer öl, sem hefur 1,8% áfengi að vigt. í frumvarpi þessu er lagt til að ríkissjóður taki í skatt af framleioslu hins áfenga öls kr. 1,50 af hverjum lítra. Nú eru greiddir' 60 aurar af hverjum lítra híns óáfenga öls í ríkis- sjóð. Þeim telcjum, sem ríkissjóður hefur af þessari nýju fram- leiðslu skal samkvæmt frum- varpinu varið til þess að byggjá fjórðungssjúkrahús og reka þau í Vestfirðinga- Norðlendinga- og Sunnlendingafjórðungi. Enn fremur til þess að koma upp læknisbústöðum og sjúkraskýl- um í sveitum og kauntúnum. Minni neysla sterkra drykkja. Það verður mjög fróðlegt að sjá, hvaða mótttökur þetta frv. fær á þingi. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að framleiðsla og sala ljetts bjórs í landinu myndi draga til mikilla muna úr sölu hinna sterkp drykkja og þá fyrst og fremst hins þjóðlega drykkjar „Svarta dauðans“. Um það get- ur menn heldur ekki greint á að neysla þess áfengis er stór- um skaðlegri og hættulegri en bjórs, sem inniheldur örlítið áfengismagn. Ef mönnum er þessvegna alvara með það að vilja venja þjóðina af' hinni ó- hóflegu neyslu þessara sterku og óhollu drykkja, liggur ekk- ert beinna við en að leyfa hjer bjórframleiðslu svipaða þeirri, sem tíðkast með öðrum þjóð- um. Sú mótbára hefur heyrst gegn því að leyfa hjer bjór- framleiðslu að slíkt myndi leiða til aukins drykkjuskaps ung- linga. Þessi rök eru þó ekki þung á metunum. Þeir ungling- ar, sem drekka áfengi nú, og þeir eru alltof margir, hika ekki við að hella brennivíni í fyrsta staupið. Þessir unglingar mundu áreiðanlega taka hinn lítt áfenga bjór fram yfir „Svarta dauðann“. Með því væri strax nokkur sigur unn- inn fyrir heilsu þeirra og sið- ferði. Og hvernig gæti á því staðið að bjórinn þyrfti áð verða í.clenskum æskulýð fremur að bölvaldi en æskulýð annara landa? Það sem við íslendingar verð um að gera okkur ljóst, er það, að það er vonlaust sð við sköp- um hjer aukinn siðmenningar- brag í meðferð áfengis, án þess að eitthvað annað sje gert en að halda að fólkinu sterkuin og óhollum drykkjum. Suðrænar þjóðir drekka ljett þrúguvín og matarvín svo að segja frá barnæsku. Meðal þess ara þjóða er drykkjuskapur á okkar mælikvarða nær oþekki- ur og. heilsufar þeirra bíður ekki tjón af neyslu þessara drykkja. Með þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar er bjór talinn matvara og cirykkju skapur af hans völdum afar fátíður. Er til lengdar hægt að telja Islendingum trú um að þeir einir myndu bíða tjón á sál og líkama við að ieyfa fram- leiðslu slíkrar vöru í landi sínu? Jeg trúi því ekki. Nýtt útflutningsverðmæíi. Kunnáttumenn um bjórgerð telja að íslenskt drykkjarvatn sje sjerstaklega vel fallið til öl- gerðar, það sje óvenjulega hreint og gerlagróður í því lítill. Miklar líkur. eru þessvegna til þess að hjer væri hægt að fram leiða bjór í stórum stíl til út- flutnings og skapa þjóðinni þannig miljóna verðmæti í er- lendum gjaldeyri. Höfum við efni á því að láta þessa mögu- leika ónýtta? Þurfa íslendingar fremur að skammast sín fyrir að flytja slíka vöru út en aðrar þjóðir, sem græða stórfje á henni? Um það skal engu spáð, hvernig þessu máli verður tek- ið á þingi. Að öllum líkindum munu rísa um það nokkrar deil- ur. F.n það er mín skoðun að með því sje stefnt í rjetta átt, að sú leið, sem þar er bent á geti stuðlað að þverrandi drykkjuskap og ómenningar- brag í meðferð áfengis. Fjórðungssjúkrahús og sjúkraskýii. Um það er erfitt að fullyrða, hve miklar tekjur ríkissjóður muni hafa af bjórsölunni, ef leyfð verður. En að öllum lík- indum munu þær nema milljón um króna árlega. Þessu fje á samkvæmt frumvarpinu að verja til byggingar og reksturs myndarlegra* og fullkominna sjúkrahúsa í þeim landsfjórð- ungum, sem nú búa við óvið- unandi aðstæður í þessum efn- um. Ennfremur til þess að byggja sjúkraskýli og læknis- bústaði út um land. Það yantar sjúkrahús og sjúkraskýli og læknar fást ekki í mörg læknishjeruð vegna þess að enginn læknisbústaður er til (Framhald á bls. 12) sama liiisbóiMlanum i 35 ár ÞAÐ eru ekki altaf þeir, sem mest ber á sem vinna lengsta og besta dagsverkið. Það sann ast á Jóni Gíslasyni fyrverandi birgðastjóra hjá Heildverslun Garðars Gíslasonar. Hann lief ir aldrei látið bera mikið á sjer, eða haft hátt í kringum sig, hcldur gengið að sínu verki með samviskusemí og dugnaði. Og þeir, sem þekkja Jón skilja vel, að áttræðisalmælið hans haíi farið fram hjá blöðum i. Ekki var nein hætta á, að hann 'færi að fiíka því við blaðamenn ina sjálfur, því hitt er líklogra að hann hafi beðið kunningja sína að láta sem minst á 'sjer bera á þessum merkisdegi. Jón Gíslason er fæddur að Efra Seli i Flóa 10. ágúst 1867 og varð þvi áttræður á s:l. sumri. Foreldrar hans voru Gísli hrep]istjóri Gíslasan og kona hans Halldóra Jónsdóttir, en þau bjuggu að Stórahrauni í Stokkseyrarhreppi um langt skeið. Sú jörð er nú komin í eyði Jón var um tíma formaður á Stokkseyri, framsækinn og afla sæll. Stundaði hanlr algenga vinnu til sjós og lands. Hingað til Reykjavíkur fluttist Jón skömmu eftir 'aldamótin síð- ustu og vann bæði í landi og til sjós. Þótti hann hvarvetna góð- ur liðsmaður, enda jafnan not ið trausts og virðingar sam- starfsmanna sinna hvar sem hann hefir starfað. Þótt Jón sje hljedrægur og fámáll, er hann greinclur vcl, gamansamur og góðlátur i allri umgegni. Hann var kvæntur Sigriði Jónsdóttur frá Miðhúsum í Kaldaðarneshverfi, en misti hana fyrir nokkrum árum. Þau hjón eignuðust tvö börn. Pál vjelstjóra, sem lengst af var á Eimskipafjelagsskipunum. Hann ljest fyrir nokkrum ár- um. Dóttir þeirra Sigrún er á heimili föður sins, Frakkastig 4, þar sem Jón hefir búið í hinu snotra húsi sínu í fjölda mörg ár. Árið 1913 rjeðist Jón til heild verslunar Garðars Gíslasonar og vann þar fram á þetta ár, eða í nærri 35 ár. En nú er hann sestur í helgan stein og nýtur ávaxta langs vinnudags. Garðar Gíslason stórkaup- maður hefir látið svo ummælt um Jón, að hann hafi ávalt unnið störf sín af trúmensku. Hann hafi aldrei farið frá verki fyr en biíið var að afgreiða þær vörur, sem út áttu að fara þann og þann daginn og þá ekki verið að hugsa um það hve framorðið væri, heldur hvað gera þyrfti og lofað hefði verið. I birgðaskemmunni hjá Jóni var alt i röð og reglu. Hver hlutur á sínum stað. Hið langa Starfstimabil á sama stað sýn- ir best, að Jón hefir notið trausts húsbænda sinna og sam starfsmanna. Það eru menn, eins og Jón Gíslason, sem eru og hafa ver- ið traustustu borgarar þessa lands. Ménn sem hafa unnið verk sín vel og bægslagangs- jón Gíslason. laust. Þeir. hafa verið trúir sjálf um sjer og húsbændum sín- um. Jón Gíslason hefir fylgst með þróuninni hjer i Reykja- vik og man tvenna tíma i höf uðborginni. Hinir mörgu vnúr hans og samstarfsmenn á langri ævi senda honum hugheilar óskir um rólegt og bjart ævi- kvöld. Þeir, sem vel hafa unn- ið eiga hvíldiná skilið. I. Bjindraviíiafjeiag í klands iiakkar ' höfðinsfega @jöf - SÍÐAST í ÁGÚST afhenti frú Unnur Ólafsdóttir biskupi ís-- lands bankabók með kr. 15.732,- 34, sem hún ánafnaði Blindra- vinafjelagi íslands. — Upphæð þessi er helmingur þess fjár, sem inn kom á listsýningum frú. Unnar í sumar. Það vita allir að sýning þessi vakti sjerstaka athygli fyrir allra hluta sakir, en þó mun hitt ekki síður vekja athygii hvernig frú Unnur hefur varið öllum tekjum sýningarinnar og greitt sjálf allan kostnað hennar. Slík rausn og myndarskapur er fátíður. Það sem inn kom á sýningunni í Reykjavík voru kr. 25.270.08 en á Alcureyri nam inngangseyririr.n kr. 6.194.60, allar tekjur sýninganna voia kr. 31,464,68, sem frú Unnur hefur gefið til blindrastarfsemi í landinu. Þetta er í annað sinn, sem frúin gefur óskiptan allan inngangseyrir listsýninga sinna til blindrastarfsemi, því að áður hefur hún geíiö í byggingarsjó3 Blindraheimilis alt að 12 þús- undum. Á þrem árum hefur frú Unnur gefið til blindrastar.fsemi kr. 43.500.0Ó og er það mjög til fyrirmyndar. Stjórn Blindravinafjelags ís- lands vill flytja frú Unni Ólafs- dóttur sínar innilegustu þa’skir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hennar hlýja óskipta vinarhug til blindra manna, ennfremur þakkar stjórnin ungu stúlkunum tveim, þeim Eddu Alexanders- dóttur og Ásdísi Jakobsdóttur fyrir hið óeigingjarna starf þeirra, er þær lögöu á sig vi5 aðstoð og vörslu sýninganna.- F. h. stjórnar Blindravinaf jelags íslands { Þórsteinn Bjarnason. {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.