Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. nóv. 1947 MORGVNBLAÐIÐ 9 TVEIR MENTASKÓLAR í REYKJAVÍK ENN HAFA risið nokkrar um- ræður um það, hversu leyst verði úr húsnæðisvandræðum þeim, sem Menntaskólinn í Reykjavík á við að stríða, og hver verða skuii örlög hins gamla og virðulega skóla við Lækjargötu. Við höfum heyrt, að fyrir bæjarstjóm Reykjavík- ur liggi nú fyrirspurn kennslu- málaráðuneytisins um það, hvar Reykjavíkurbær vilji veita lóð fyrir nýtt menntaskólahús. En í annan stað hefur Jónas al- þingismaður Jónsson lagt enn á ný fram þingsályktunartillögu um það, að gamla Mentaskóla- húsið skuli varðveitt sem skóla- hús, ríkið taki eignamámi þær lóðir, sem áður lágu undir skól- ann og þar verði reístar nægi- legar byggingar fyrir þarfir hans. Nú munu vera nærri 20 ár síðan Jónas Jónsson hreyfði þessu fyrst, er hann var kenslu- málaráðherra og fór fram á það við Reykjavíkurbæ, að hann gæfi skólanum lóðir þessár. Við því var þá dauðheyrst, því mið- ur. 130 metra langur mentaskóli Fyrir rúmu ári var það efst á baugi hjá ýmsum valdamönn- um, að reisa nýtt skólahús í Laugarnesi fyrir 500—600 nem- endur, en leggja niður kennslu í Menntaskólahúsinu. Þá skrifuð- um við grein í MbL, þar sem við sýndum fram á þar m.a., hvert óhagræði það væri flestum, sem skólann sækja, að hann væri í þeim útjaðri. Flestir þeir, er við okkur ræddu, töldu okkur hafa rjett að mæla. En enginn valda- manna ansaði þessu hvorki til samþykktar nje andmæla. Þó fór svo, að hætt var við að reisa skólahús í Laugarnesi og var borið því við, að landrými þar þyrfti að nota til annars. Við höfðum bent á skólastað í Háteigstúni, einhverjum feg- ursta stað Austurbæjar. — Þ.ar hafa nú verið reist venjuleg í- búðarhús. Þá var ráðgert, að reisa skólahúsið í norðurhlíð svonefndrar Golfskálahæðar. Á teiknistofu skipulagsstjóra, Harðar BjarnasoncU*, var gerð teikning af skólahúsi á þeim stað, og þó að mestu eftir teikn- íngu af nýjum sænskum skóla. Átti það hús að vera þrjár hæðir og ....... 130 m. langt (þetta er ekki prentvilla, eitt hundrað og þrjátíu metrar á lengd, Mentaskólinn er 30 m langur) og auk þess margar viðbygging- ar, hús handa rektor, leikfimis- salur og gríðarstór samkomu- salur, með föstum sætum, svo að ekki var þó annar staður fyr- ir danssamkomur nemenda, en gangar í kjallara. Tæp 40% af húsrúminu virtist ætlað kennslu stofum, en 60% fór í ganga, stigahús, fatageymí.lvir og ann- að. Á hverri hæð var 130 m. langur gangur, eðá sámt. nærri hálfur km. Teikningu þessa fengum við kennarar að sjá rjett í svip, svo að þessar tölur kunna að vera eitthvað óná- kvæmar. Enda höfum við allar frjettir af þessum bygging rmáli á skot- spónum og höfum aidrei verið tilkvaddir til ur mðna um þessi efni. Að ytra útliti virðist bygg- Eftir Einar Magnússon og Sig- urkarl Stefánsson Menntaskólahúsið í Reykjavík. ing þessi hin reisulegasta og vit- anlega með einhverskonar turni, enda henni ætlað það hiut verk, fyrst og fremst, að loka þeim hring gríðarstórra skóla- bákna, sem hafa verið reist eða reisa skal á hæðunum í og um- hverfis Reykjavík. Hvort þessi langa, þriggja hæða bygging hefði orðið þægilegt og hægt skólahús fyxir feitiagna, aldraða kennara, er svo annað mál. 6 hœða skólahús Hið næsta, er við frjettum á skotspónum um þessi mál, er til laga húsameistara Reykjavíkur- bæjar, Einars Sveinssonar, Til- lögur hans eða uppdrætti höfum við ekki sjeð, og förum því hjer eftir sögusögnum annarra, er við teljum áreiðanlega. Einar Sveinsson vill ekki láta hætta kennslu í gamla Mennta- skólahúsinu, enda var hann nemandi þar. En það mun í ráði einhverra skipulagsmeistara, að reisa 6 hæða hús á löðunum frá Bankastræti að Bókhlöðustíg, og því er hinn gamli stílhreini Menntaskóli fyrir þeim grjót- kössum, sem þar eiga að rísa. Tillaga Einars Sveinssonar er því sú, að því er okkur er sagt, að losa gamla húsið af grunnin- um, setja það á vagn, snúa því um 90°, aka því að Bókhlöðu- stíg og setja það á grunn með- frarn honum beint á móti Mið- stræti, skilst okkur. Á grunni Menntaskólans skal svo reisa sex hœöa skólahús! Olrkur er sagt, að þessi tillage sje borin fram í alvöru en ekki gríni. Erfiðlega mætti þó búast við, að gengi að koma nemendunum á sjöttu hæð út í frímínútUr og bað þó að lyftur yrði í húsinu, þær kynnu iíka stundum að bila og margur feitlaginn, aldraður kennarinn mundi verða móður ú hlaupunum upp og niður stig- ana. Annars þarf ekki um þessa tillögu að ræða. Tveir menntaskólar Hverjar nýjar tillogur valda- manna kunna að vera á döfinni nú, vitum við ekki. En hinsvegar viljum við enn á ný minna á tillögur okkar í málinu, er við höfum áður borið fram í Morg- unblaðinu. / Reykjavik eiga aö vera tveir menntaskólar. annar á aö vera i Menntaskólanum viö Lœkjar- götu, en handa hinum á aö reisa hús í Austurbanum. þar koma ýmsir staðir til greina, m.a. Golf skálahæðin. í Reykjavík er n'i um 50 þús, íbúar, en á Akureyri 6 þúsund. í Akureyrarskolanum eru á f jórða hundrað nemendur og get ur því ekki talist óeðlilegt, þó að menntaskólanemendur í Reykja vík, sem heíur 8 .sinnum fleiri íbúa, væru 800. Enginn mun nú telja, að óþarfi sje að hafa einn menntaskóla á Akureyri. Hví skyldi þá vera óþarfi, .að Reykja vík hefði tvo? Á meðan valdamenn hafa ver- ið að bolláleggja um að yfirgefa gamla Menntaskólann og byggja ýmist 130 jnetra langa ranghala í útjöðrum bæjarins eða 6 hæða' skýjakljúfa í miðbænum, hefur verið reist myndarlegt heima- vistarhús handa Akureyrarskól- anum. En Reykjavíkurskólinn á ekki einu sinni einn bedda fyrir utanbæjarnemendur. Enda er það svo, að utánbæjarnem- endum er svo til ókleift að stunda nám hjer í Reykjavík vegna húsnæðisleysis og fyrir dýrleika sakir. I ess vegna va. það þarft verk, er Bjarni skóla stjóri á Laugarvatni íjekk þv: framgengt, að þar heíur veric reist snoturt hús ti) þess af hefja þar byrjun að mennta skólakennslu. I lögenum um mcr.ntaskóla e: það fram tekið, að þricji mcr.ta skólinn, sem stofnaxður verður, skuli vera í svelt. Te’ja má mjög líklegt, að á r.æstu árum rísi sú skóJi á Laugarvatni, þó að vil teljum, að af sögulegum ástæo- um æíti hann heldur að \ c;a í Gkálholti, en bændaskólirn aft- ur á móti á Laugarvatni. Þarf því ekki annað eri að bæta því ákvæði ir.n í lögin, að síðan skuli stofnaður annar mennta- skóli í Reykjavík. Mannmargir skólar óheppilegir Lóðir þær, sem Menntaskól- inn í Reykjavík átti áður, eiga aftur að hverfa til skólans. En þar á EKIÍI aö reisa neinar byggingar til að hýsa fleiri nem endur, en rúmast með góðu móti í gamla skólahúsinu. Þar á aðeins að reisa nýtt leikfimis- h's, st.ofur fyrir eðlisfræði og efnafræðikennslu og lítið heimavistarhús, auk rektorsbú- staðar. Við höfum áður sýnt fram á, að mannmargir skólar eru í alla staði verri en fámenn- ir. í Menntaskólanum eins og hann er nú, er ágætt rúm fyrir 10—12 bekkjadeildir, eða 250— 300 nemendur. Nú eru í skólan- um’ á fimmta hundrað nemend- ur og mundu vera miklu fleiri, ef utanbæjarmenn sæju sjer möguleika á húsrúmi í Reykja- vík. Þess vegr.a á að reisa nýjan menntaskóla í Austur'oænum. Ekki 13(þ metra langa skýja- borg með turni eða sex hæða skýjakljúf, með stórfeldum göngum og til að vera mihnis- merki hugvitssamra húsameist- ara, er mundi kosta tugi millj., heldur snoturt og haganlegt SKÓLAIIÚS, sem er fyrst og fremst ætlað til kennslu og þyrfti ekki að kosta rema svona hriðjung eða minna af því fje, em er íarið í byggingu Gjó- nannaskólans, Túsrún t'l bráöabirgða . N er okkur 1 jáð, að efnahag- jr ríkiscjóðs muni ckki svo góo- ir að sir.ni, að mikið f je verði af ögu næsíu ár til byggingar nýs menntaskólahúss. Okkur er því 3jóst, að nokkur ár muni líða, þar til slíku húsi, þótt ekki væri ;tórt, yroi í:omið upp, enda ganga allar slíkar byggingar seint hjer. Fyrir því veröur að íinna einhver ráð. til a3 fá hús- rúm til bráðabirgða fyrir kennslu í menntaskólanum. Nú þegar hefur orðið að hefja síðdegiskennslu í 4 bekkjum* Menntaskólans. Sjáum við því - ekki annað ráð vænna tn' ;iflT svo verði um sinn, þar til nýtt' menntaskólahús rís af grunni ( Austurbænum. En það sem gera á strac er að samþykkja tillögu Jónasar Jónassonar um eignar- nám á lóðunum fyrir ofan Menntaskólann. Þar eru nokkur < gömul, en sæmileg hús. í ein- hverju þeirra gæti rektor fengiíí bústað til bráðabirgða, en hann býr nú í leiguíbúð. En í öðrura mætti koma upp vísi að heima- vist, svo að utanbæjarnemendui- af Suður- og Vesturlandi hefðu einhvefja möguleika á ódým húsnæði í Reykjavík. Ýmsir hafa haldið því frarn, að þessar lóðir og hús sjeu svo dýr, að ríkissjóður hafi ekki efni á að kaupa þau. Þetta er hin mesta firra. Hjer er cngi* verðmæti eytt hvorki erlendum gjaldeyri nje vinnu, þó að þessar lóðir og þessi hús skipti um eig- endur. Það eina, sem skeður, er það, að ríkissjóður tekur nokkra peninga úr sínum vasa og læt ur í vasa nokkurra skattþegna. sem nú eiga þessi hús og þessar lóðir og fær þessi verðmæti i staðinn. Og þá þekkjum við illa forráðamenn ríkissjóðs á Al- þingi og í ríkisstjórn, ef þetr hafa ekki einhver ráð til þess að láta þessa peninga flytjast smám saman aftur á milli vasa. Við höfum ennþá einu si»ná gert grein fyrir-skoðunum okkar á þessu máli og þeim tillögum, sem að okkar viti eru skynsam- legastar og minnst kostt:r a<f* framkvæma. En við viljum bæta því við, að hjer er ekki að- eins um ,,praktiska“ hiutr a<J ræða. Sá, sem staðið hefur hvort heldur að degi eða kvöldi a tröppum gamla Menntaskólans og horft niður eftir skólabrúnnt til Dómkirkjunnar og Alþingis- hússins með nið heillar aldar að baki sjer, hann fyllist sársauk.a við þá tilhugsun, að flytjast úr þessura hoimi gamalla minr.inga og ofufselja hið aldna hús -td niðurrifs eða annarlegri starf- semi. Einar Magnusson. Sigurkarl Stejánsson. imarmnar i russ- netfci leppnkjuuum Búdapest í gærkvöldi. KVÖLDBLÖÐIN hjer í Búda- pest birtu í dag \mdir stóruxu fyrirsögnum fregnir af því, að hinn opinberi ákærandi ung- versku stjórnarinnar hefði sak að Zoitan Pfeiffer lei ðtog.v annars stærsta stjórnarand- stöðuflokksins í iandinu um sviksamlega starfsemi, sem beint hefði verið gegn stjórnar- völdum landsins. Blöðin bæta þ\í við freg.il þessa, að ákærandinn hafi far ið þess á leit við ungverska þingið, að það 'svifti Pfeiffec þinghelgi sinni, svo hægt sjc að hantaka hann. Pfeiffer tjáði blaðamöníium í dag, að ásakanir ákærandans væru helber uppspuni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.