Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUISBLAÐÍÐ — Bókmenntir Framh. af bls. 12 snemma hinir bestu menn lærðu 0 að meta Hallgrím og skáldskap hans. Höf. getur þeirra margra, sem uppi voru um og rjett fyrir aldamótin 1700, svo sem Þórðar biskups Þorlákssonar, Jóns biskups Vídalíns, Páls lögmanns Vídalíns og síra Jóns Halldórs- sonar í Ilítardal. Hjer mætti bæta við enn eirt um manni, sem um margt var einn hinna merkilegustu manna þeirra daga, og eigi síst ágætur fyrir skarpskyggni, gagnrýni og rólegt raunsæi, Sá maður var Árni Magnússon prófessor í Kaupmannahöfn. Iiann skrifar vini sínum Birni byskupi Þor- lákssyni á Hólum 31. mars 1705 og gagnrýnir þar mjög harðlega Passíusálma útgáíu hans 1704, sem dr. M. J. segir ýtarlegá frá í bók sinni (II. b. bls. 190—192) Talar Árni m.a. um breytingar þær, sem Björn biskup Ijet gjöra á texta Passíusálmanna, (og dr. M. J. getur um) og segir: „Þær umbreytingar er gjörðar eru á Hallgríms Passíusálmum þætti mjer ólíðandi ef jeg væri af niðj um eða náungum sr. Hallgríms." Gagnrýnir Árni þessar breyting ar og telur þær lokleysur eða til ills eins og segir þá m.a. að hann telji Passíusálma sjera Hall- gríms standa framar flestum eöa öllum söngljóöum á Norðurlönd um, (i EuropæNyrdra parte). Er slíkt mikið hrós af hálfu svo varfærins og rólegs fræðimanns sem Árni var. Og þessi orð hans og ummæli munu í aðalatriðum óhrakin enn í dag. Að svo mæltu vil jeg þakka höf. fyrir Hallgrimsbók hans, og þá alúð, sem hann hefir lagt við starf sitt að henni. Hann hefir gert sjer far um, eftir því sem gögn og heimildir leyfðu, að draga upp rjetta og óskreytta mynd af manninum með kostum hans og brestum í lipurri og skemtil. frásögn. Skáldinu og rit snillingnum hefir hann gert góð og öfgalaus skil. Og loks hefir hann sýnt ljóst og skýrt, hvern ig á því stendur, að Hallgrímur Pjetursson er einn œðstiprestur og sálusorgari allra íslendinga sem skilja lífsgildi trúarinnar fyrir unga og gamla. Útgefandi, H.f. Leiftur, á þökk skilið fyrir fagran og smekklegan frágang útgáfunnar Ekki hefi jeg haft neinn tíma eða nenningu til að tína saman prentvillur. En þær fáu, sem jeg hefi rekist á, eru yfirleitt mein- lausar og auðvelt að „lesa þær í málið“. Á. S. Uzm tnmúfna krossgáfan Lárjett: — 1 rödd 1—• 6 al- þingismaður — 8 eins — 10 tónn — 11 fótabúnaður — 12 forsetning — 13 einkennisstaf- ir — 14 tóm — 16 sauma. Lóðrjett: — 2 saman — 3 tröll — 4 frumefni — 5 ritum — 7 merkja — 9 æst — 10 hlje — 14 eins — 15 ósamstæðir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 slást — 6 átt — 8 la — 10 ,fæ — 11 álfhóll — 12 rs — 13 ’oi —— 14 aga — 16 grafa. Lóðrjett: — 2 lá — 3 átthaga — 4 st — 5 klára — 7 sælir — 9 als — 10 fló — 14 ar — 15 af. — Meða! annara or$a Framh. af bls. 8 bandarísku bændurna; Brasilía heldur áfram að brenna kaff- inu sínu; og Argentína, með einvald sinn í broddi fylkingar, heldur áfram að heimta meiri peninga fyrir hinar þvínær ó- þrjótandi matvælabirgðir sínar. Ef svo skyldi fara, að vetur- inn í ár yrði eins harður og sá síðasti, er það eins víst og dagur fylgir nótt, að enn eiga þúsundir eftir að bætast við miljónafylkingarnar, sem þeg- ar hafa fallið fyrir hungursvof- unni — afturgöngu heimsstyrj- aldarinnar síðari. Hallgrímsprestakall. Messað á morgun í Austurbæjarskólan- um kl. 5 e. h. — Sjera Magnús Guðmundsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 11 f. h. Sjera Sigurjón Áranson. — Brjef frá Alþingi Framh. af bls. 5 þar. Ríkissjóð skortir fje til þess að koma þessum stofnunum upp. Og hversvegna má ríkið að- eins reka Landsspítala í Reykja vik? Er líklegt að Akureyri, Isafjörður og Seyðisfjörður fái risið undir slíkum rekstri? Hugmyndin um fjórðungs- sjúkrahús hefur verið rædd á undanförnum þingum. Iiún hef- ur mgett þar miklum andbyr aðallega þó vegna þess að hún hefur-þótt gera of niiklar kröf- ur til ríkissjóðs. Hjer er bent á leið til að framkvæma hana. Fjárlagafrumvarpið. Fjárlagafrumvarpið, sem fjár málaráðherra hefur nú lagt íyr ir Alþingi er að þessu sirmi eins og undanfarin ár fyrst og fremst rammi, sem fjárveitinganefnd og þingið sjálft verða að fylla út í. Óvissan um framtíðina og ástandið í atvinnumálum þjóð- arinnar hafa dregið flutning þess á langinn lengur en nokkru sinni fyrr. En síðari hluta næstu viku ætti að mega vænta skýrslu fjármálaráðherra um afkomu s. 1. árs og þess, sem af er þessu ári. Alþingi 31. okt. 1947. S. Bj. Framh. á bls 7 Röska þrjá stundarfjórðunga er „Bjarni Ólafsson“ að skila okkur til Reykjavíkur. Beðið nokkra stund úti fyrir eftir hafnsögumanni, því að ekki er leyfilegt að fara inn í höfnina án hans. Lagt að Ægisgarði kl. hálf átta. Eigum að taka hjer1 um 90 smál. af ís. „Við verðum varla férðbún- ir fyrr en um hádegi“, segir stýrimaður. Jeg rölti upp í bæinn,. að fá mjer morgunkaffi. Fimm nasisfar dæmdir fi! dauða Belgrad í gær. FIMM nasistaleiðtogar voru í dag dæmdir til dauða hjer í Belgrad. Voru þeir sakaðir um margskonar striðsglæpi. Meðal hinna daúðadæmdu er fyrverandi landstjóri Þjóð- verja í Serbíu. — Reuter. Lau^ardagur 1. nóv. 1947 Dansleikur Þið sem ætlið að skemmta ykkur í kvöld, munið dans- leikinn i Selfossbíó kl. 10'e.h. Hinn vinsæli söngvari Kristján Kristjánsson syngur % kl. 11,30. Góð hljómsveit. Húsinu lokað kl. 12, BIUDGEFJELAGIÐ. ' m F.R. — Dansleikur 1 i Nýju Mjólkurstöðinni í kvöld kl. 9. ' $ Aðgöngumiðar á sama stað kl. 5—6 í dag. f I Tilkynning f fró og með 1. nóvember þar til öðru vísi verður ákveðið verður leigugjald í innanbæjarakstri fyrir vjelsturtu- f bíla sem íaka 2—21/2 tonn sem hjer segir: Dagvinna 23,80. E’ftirvinna 29,08. Nætur- og helgi- dagavinna 34,36. \Jöni lílaótöt)in f^róttur jKauprhenn - Kaupfjelög I <í> <§> Frá Þýskalandi höfum við fengið mörg tilboð fyrir alls- f konar iðnaðarvörum. Gjörið svo vel að leita upplýsinga T f hjá okkur x ‘ W CjvicJni JJlieodóBóóon &T* Cdo. i Suðurgötu 8. — Skrifstofutími frá kl. 9—12 f.h. © % <®>' Húseign við Kópavogsbraut er til sölu. Húsið er sjerstaklega vandað. Það er ódýrt J> lítil óatborgun og greiðsluskilmálar hinir ákjósanlegustu. x Landið afbragðsvel girt og nokkuð ræktað. tJtsýnið afar % fallegt. Þaðan sjást Bessastaðir og Nunnuklaustrið. X Nánari upplýsingar gefur Pjetur Jakobsson löggiltur |> fasteignasali, Kárastíg 12. Sími 4492. 1-9 Effir Roberf Sform M f I'M BENJ BROODV ••‘L.O&T WlPE AMD Cl-tlUD !N AN AUTO CRAðH TW0 VEARS" A60 • 1 NEARLV WENT MAD„. C.A.RE UP HERE 70 TKV T0 PUT MV HEART TOOETHER t& 'v‘ ti / IT TOUÖH, POR A TIME, BUT THE HiLLó AND THE CA1F.LL >0P BALOÁ.V OiD WONDER&[ I TRAP A L'.TTLE ~ AMD READ A L0T....IM AB0UT READV TO GO 3ÁC< AND Í7ART CVER) Plazdik: Jeg heiti Ben Broody .... Missti kon- una mína og barn í bílslysi fyrir tveim árum síð- an. Jeg var næstum búinn að missa vitið, og kom hingað til að reyna að jafna mig. Phil: Mjer þykir leitt að heyra þetta. Plazdik: Þetta var erfitt um tíma. En jeg hefi haft gott af því að dveljast hjer. Jeg veiði svolítið og les heilmikið. Jeg býst við að mjer sje um það bil batnað. Phil: Það gleður mig. Jæja, jeg ætla að singa af...........Tveir fjelaga minna bíða eftir mjer. Plazdik (hugsar): Hann trúði mjer. Best að bíða þar til þeir eru komnir í hvarf. Jeg vona bara að Kalla hafi ekki hrakað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.