Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. nóv. 1947 s JllrágtiitÞIiiMfc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.1 Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlandi. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Orsakir atvinnuleysis UNDANFARIN ár hefur atvinna verið næg handa öll- nm hjer á íslandi. Er sú staðreynd mikið ánægjuefni. — Atvinnulevsi er jafnan vottur sjúkleika í efnahagslífi jjjóðanna. Það er í eðli sínu mikil sóun verðmæta. Fólk, sem vill vinna, gengur um iðjulaust vegna þess að það íær ekkert verkefni. Hin mikla atvinna síðustu ára, hefur fyrst og fremst sprottið af því, að þjóðin hefur vegna mikilla gjaldeyris- tekna getað hafist handa um margvíslegar framkvæmdir. Ennfremur hjeldu hin erlendu setulið uppi margvíslegri starfsemi, sem íslendingar fengu atvinnu við. Þeirri starf- semi er löngu lokið og að sjálfsögðu getur enginn íslencÞ ingur harmað það. En hverjar eru orsakir þess, að mjög hefur dregið úr ?nnlendum framkvæmdum síðustu mánuði? Er það et til vill sök einhvers ráðs eða nefndar, sem hefur gaman af að sýna fólkinu framan í hin gamla óvin þess, atvinnuleysið? Þessu er ekki þannig farið: Orsökin er allt önnur. Framleiðslustarfsemi þjóðarinnar er lömuð. Gjaldeyr- istekjur hennar hafa þorrið. En hvað veldur þessari lömun? Dýrtíðin, verðbólgan hefur gert það. Eftirspurn eftir íramleiðslu íslendinga er ekki minni en áður. — Meðal nungraðra þjóða hlýtur að vera markaður fyrir matvæli. En framleiðsla okkar er orðin of dýr til þess að hún standist samkeppni við framleiðslu keppinauta okkar. — Þessvegna seljast íslenskar vörur treglega, en. keppinaut- ar okkar rvðja vörum sínum til rúms á mörkuðum okkar. Þetta er það, sem er að gerast og mun halda áfram að gerast, ef ekki verður gripið til nýrra úrræða og skjótra. En hvað á að gera? Fyrst og fremst eitt, lækka framleiðslukostnaðinn, gera utflutningsvörur þjóðarinnar samkeppnisfærar á erlend- um markaði. Það er kjarni málsins. Á því verður að byrja. Ef þjóðin vill koma í veg fyrir að atvinnuleysið leggist eins og helþung mara yfir allt okkar þjóðlíf, verður hún að sameinast um þetía verk. Skipin verða að komast úr höfn, iðnaðurinn að fá hráefni, almenningur að geta keypt nauðsynjar sínar. En þetta kemur ekki af sjálfu sjer. íslendingar verða allir að vera við því búnir að leggja nokkuð af mörkum til þess að lækna hið sjúka ástand, sem ríkir í efnahags- málum þeirra nú. Að sjálfsögðu hlýtur að verða krafist mests af þeim, sem af miklu hafa að taka. En það er óhjákvæmiiegt, að allir verða að vera með. Fljótandi síldarþrær FYRIR nokkrum mánuðum setti Kjartan J. Jóhannsson læknir á Isafirði fram þá hugmynd hjer í blaðinu, að nauðsyn bæri til þess að við Islendingar eignuðumst skip, sem væru nokkurskonar fljótandi síldarþrær. Slík skip yrðu að vera búin þeim tækjum að þau gætu auðveldlega tekið við síld úr öðrum skipum, fleirum en einu í senn, á sjó úti. Þessi tillaga er áreiðanlega athyglis verð. Það hafa síld- veiðarnar hjer í Faxaflóa s.l. vetur og vestur í ísafjarð- ardjúpi síðustu mánuði, sannað. Við höfum undanfarin ár lagt fram mikið fje til þess að koma upp fullkomnum síldarverksmiðjum á norður- strönd landsins. Hlutverk þeirra er að hagnýta aflann. En því aðeins er hægt að vænta hagnaðar af rekstri þeirra að þær fái hráefni til þess að vinna úr. Til þess ber þess vegna brýna nauðsyn að allir mökuleikar til þess að afla þess, sjeu hagnýttir. Síldarflutningaskip, sem búin væru iúllkomnum og skjótvirkum löndunartækjum myndu á- reiðanlega koma að miklu liði. Fljótandi síldarverksmiðjur koma einnig til greina í þessu sambandi. Líklegt er þó að kostnaður við þær yrði okkur á þessu stigi málsins ofvaxinn. víhuerji óhrifar: ÚR DAGLEGA LlFINU Símaskrá í nýjum búningi. NÆSTU DAGA verður farið að bera út nýju símaskrána til símnotenda. Vanafastir menn og íhaldssamir munu reka upp stór augu, en hinir, sem eru nýjungagjarnari og hugsa fyrst og fremst um þægindin og það sem heppilegt er munu fletta skránni með velþóknun. Símaskráin kemur nú í nýj- um búningi. Hún er stærri um sig, en ekki eins þykk og hún var. Letrið er skýrt, en horfið hefir verið frá að hafa stafrófið utan á og í stað þess íekið upp orðabókafyrirkomulagið. Mun enginn hafa neitt við það að athuga, nema þeir, sem ekki kunna stafrófsröðina. • Úinfaldari og auðveld- ara að endurprenta. MEÐ NÝJA sniðinu er skrá- in einfaldari og auðveldara verður að endurprenta hana, en það hefir valdið símnotendum hinum mestu erfiðleikum á stundum hve skráin hefir orðið gömul. Skráin, sem nú er notuð er orðin nærri þriggja ára og á þeim tíma hafa einmitt bæst við margir nýir símar og núm- er. Hefir verið beðið eftir nýju skránni með mestu óþreyju, sem von er. En nú er hún komin og ættu þá allir að geta verið ánægðir — að minsta kosti í bili. • Brennivín eða bjór. KONA NOKKUR, sem las um bjórfrumvarpið, sem nú hefir verið lagt fyrir Alþingi, hneykslaðist mikið og bað guð að hjálpa sjer útaf þessu ljett- lyndi þingmanna, að ætla nú að fara að leyfa framleiðslu áfengs öls í landinu. ,,Það verður bara til þess að unglingarnir læra að drekka. Á mjóum þvengjum læra hund- | arnir að stela“, bætti hún við alvarleg á svipinn. Er hún var að því spurð, | hvort hún hjeldi, að það væri betra fyrir unglinga, að læra að drekka í svartadauða varð kon- unni orðfall. Hún hafði ekki athugað það. • Moldviðri í vændum. ÞAÐ MÁ BÚAST við að pað verði heldur en ekki hvellur i \ sumum herbúðum útaf þessu bjórfrumvarpi. Það voru ákveð in fjelagssamtök, sem fengu að ráða því, að svarti dauði er ekki seldur nema á þriggja pela flöskum Og að miðarnir á flöskunum voru gerðir svartir og eins ljótir og mögulegt var. Þetta fólk hefir óafvitandi gert meira tjón en gott i sam- bandi við þessar ráðstafanir sínar og hefir með tillögum sín- um sýmt, að það er ekki fært um að ráða heilt í áfengis- málunum. Vonandi að menn sjeu farnir að sjá það. • Ekki hverfa trönurnar. TRÖNUMENNINGIN við Aust urvöll heldur velli ennþá, þótt liðin sje rúm vika frá þvi að bent var á þá smekkleysu að hafa tvo ómálaða staura sinn til hvorar handar styttu Jóns Sigurðssonar alþingisforseta. Það ætti þó ekki að vera mik ið verk að taka þessar fisk- trönur niður. Er nauðsynlegt að ragast í þessu sjálfsagða máli dag eftir dag? — Það get- ur varla verið að það sjeu ein- hver öfl, sem vilja fyrir hvern mun varðveita þenna sóðaskap. • _ I frímínútum. ÞAÐ ER FRÓÐLEGT að vera nálægt einhverjum af okkar svonefndu æðri skólum í frí- mínútum, helst á morgnana, eftir fyrstu eða aðra kenslu- stundina. Æska íslands er fall- egt fólk. Það er enga beinkröm að sjá á íslenskri skólaæsku. Flestir og nærri undantekning- arlaust eru nemendur vel og þokkalega til fara. En í frímínútum er hægt að fylgjast með því hver er aðal- fæða skólaæskunnar, að minsta kosti hvað þeir borða helst milli mála. Það er nú einu sinni svo að unglingar geta verið síborðandi og eru altaf svangir á meðan þeir eru að vaxa. Þetta er nú einu sinni lögmál náttúrunnar.' o Sítrón og sætabrauð. FRAMTAKSSAMIR menn hafa eygt þann möguleika, sem ér í því að koma sjer upp versl un nálægt fjölmennum skólum. Þar er gott að selja ritföng, pappír, stílabækur og annað, sem skólanemendur þarfnast við nám sift. En það er fleira, sem hægt er að selja skólanem- endum og þá einkum gosdrykki og sætabrauð. I frímínútum eru sítrón og sætabrauðsverslanir fullar af skólafólki, sem gæðir sjer og kitlar bragðlauka sína á hin- um gómsætu sykurkökum og Ijúfa kjarnadrykk með ávaxta- bragði. I tímaritinu Heilbrigt líf er bent á, að hámarksverð sje á fæði, en hins ekki krafist af fæðisseljendum hvaða efni sjeu í fæðunni. En það ætti að vera óþarfi að segja nemendum í framhaldsskólum á hverju þeir eigi að nærast. Þeir hljóta að fá tilsögn í næringarfræði og skilja það betur en sauðsvartur almúginn, hvað hollast er að láta ofan í sig. MEDAL ANNARA ÖRÐA . . . . , - - — j Eftir G. J. Á, | ——■—---—..——..—..—..—,—,—^ Hongur yfir Evrópu. Matvælaástandið í heim- inum fer síst batnandi. SJERFRÆÐINGAR 1 mat- vælamálum, spá því, að vetur- inn, sem nú fer í hönd, verði sá langsamlega erfiðasti síðan styrjöldinni lauk. Þeir fara ekki dult með það, að mikill fjöldi manna muni vefða hung urmorða og að hungurvofunnar verði vart alt frá Hamborg til Nanking. Og þeir segja, að verði veturinn jafn harður og s.l. ár, megi búast við algerri upplausn í ýmsum landshlut- um. Uppskeran hefir brugðist í Vestur-Evrópu. Þurkarnir hafa verið svo miklir, að stórár, sem verið hafa aðalflutningaleiðir stórra hluta álfunnar, hafa orð- ið óskipgengar á köflum. Sví'ar, Norðmenn og Danir hafa kvart að sáran, og í Þýskalandi og Frakklandi og Ítalíu hefir mik- ið af uppskerunni glatast. • o Skamturinn. Þeir eru sjálfsagt fáir, sem gera sjer ljóst, hver matar- skamtur tugmiljóna Evrópubúa er. Hann er víða svo lítill, að óskiljanlegt má telja, hvernig fólk getur fleytt fram lífinu. Á hernámssvæðum Vestur- veldanna í Þýskalandi hefir skamturinn undanfarna mán- uði átt að samsvara 1550 hita- | einingum á dag. Það er að segja, hann hefir átt að vera þetta „mikill“, en ósjaldan hef- ir viljað brenna við, að hann yrði mun minni. Á einstaka stöðum á breska hernámssvæð- | inu hefir hitaeiningaskamtur- inn komist niður í 1.000 hita- einingar á dag. Á banda- ríska hernámssvæðijiu minkaði skamturinn um tíma niður í 1300 hitaeiningar. Á hernáms- svæði Frakka komst hann á einum stað — í Ludwigshafen — niður í 994 hitaeiningar. e e Hjá Bretum. Ef til vill eigum við auð- veldar með að gera okkur ljóst, hversu lítill þessi matarskamt- ur er, þegar á það er bent. að breski skamturinn inniheldur að rrrinsta kosti 2.800 hitaein- ingar á dag. Matarskamtur bresks borgara er þannig því- nær helmingi og stundum næst- um þrisvar slnnum meiri en þýskra einstakiinga. Og þó telja Bretar að matarskamtur sinn sje hvergi nærri nógur, að leggja beri alt kapp á að auka hann sem allra fyrst. • • Fjegræðgin. Og á meðan ástandið er eftir þessu í mörgum löndum heims, halda einstaka lönd áfram að halda matvælum sínum frá markaðnum, í því eina augna- miði að þenja upp verð þeirra. Truman forseti hefir i þessu sambandi átt í erfiðleikum við (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.