Morgunblaðið - 07.11.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. nóv. 1947 ( J 1 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. r Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.l Frjettaritstjórí: ívar Guömundsson Auglýsingar: Aml Garðar Kristlnsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. ísland á þingi Samein- uðu þjóðanna í RÆÐU þeirri, sem Thor Thors sendiherra flutti í Ríkisútvarpið s. 1. sunudag og birt var hjer í blaðinu, gerði hann grein fyrir afstoðu þeirri, sem íslensku fulltrúarnir hafa tekið til mála þar. Sendiherrann benti á að á þessu þingi værum við smæstir hinna smáu. Þar hefðu að þessu sinni risið hat- í ammlegar deilur og stundum virtist bilið milli stórveld- anna í austri og vestri óbrúanlegt. Á slíku þingi væri erfitt fyrir minnstu þjóð heimsins að kunna fótum sínum forráð. En íslensku fulltrúarnir hefðu þó reynt að fara bil beggja og forðast að ísland yrði dregið í dilk með nokkru ríki eða ríkjasambandi en ljetu þó sannfæringu og mál- stað ráða um, hvernig færi með atkvæði þeirra að hverju sinni. í þessum orðum sendiherrans er skýrt mörkuð sú stefna, sem við íslendingar höfum fylgt í utanríkismálum síðan við tókum þau mál í eigin hendur. Við höfum vilj- að eiga vinsamleg viðskipti við allar þjóðir. Við höfum ekki viljað ganga einstökum stórveldum á hönd viðskipta- jeða eða pólitiskt. Viðskiptasamningar þeir, sem við höfum gert undan- íarin ár sanna þetta. Við höfum verið reiðubúnir til þess að kaupa við þá, sem við okkur vilja skipta, hvort sem þeir hafa verið í austri eða vestri. Mismunandi stjórn- skipulag viðskiptaþjóðanna hefur ekki staðið í vegi fyrir að samningar tækjust. Þetta haggar í engu þeirri staðreynd að Islendingar vita vel hvar þeir eru á vegi staddir í afstöðunni til þeirra meginstefna, sem í dag eru höfuðandstæðurnar í stjórn- málum ‘heimsins. í hugum þeirra er enginn efi um það, að hið vestræna lýðræði er nær þeirra skapi en hið aust- ræna einræði. En það breytir ekki þeirri ákvörðun okkar að vilja eiga vinsamleg skipti við allar þjóðir. ★ Þær raddir hafa heyrst hjer á landi að íslandi væri hæpinn ávinningur að þátttöku sinni í samtökum hinna Sameinuðu þjóða. Thor Thors benti á það í ræðu sinni að innganga íslands í þau samtök hefði verið óhjákvæmi- iegt og æskilegt spor í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Vegna þátttöku okkar í þeim væri land okkar nú af al- heiminum viðurkennt s'em fullvalda og sjálfstætt lýðveldi og atkvæði þess gilti þar nú jafnt og stórvelda heimsins. Megin þorri íslensku þjóðarinnar er nú áreiðanlega á sömu skoðun og sendiherra okkar í Washington. Þjóðin skilur að henni er ekki lengur sama skjól og áður í legu lands hennar. Það er ekki lengur einangrað Sú stefna, ,sem miðast við það ástand er þessvegna úrelt orðin. Hún ailheyrir liðnum tíma, tíma sem kemur aldrei aftur. Sjálf- stæði og örvggi íslands byggist nú á því að samvinna takist meðal þjóða heimsins um fjölmörg vandamál Þessvegna verður það að taka þátt í þessari samvinnu, leggja sinn skerf af mörkum til þess að hún takist. ★ íslendmgum er mikill sómi að þætti fulltrúa okkar í störfum þessa allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir. Palestínunefndin svokallaða er önnur aðalnefnd þingsins. í henni á formaður íslensku fulltrúa- nefndarinnar sæti. Þessi nefnd hefur mjög þýðingarmikið mál með höndum, þar sem eru tillögurnar um skiptingu Palestínu milli Araba og Gyðinga. Hafa þær vakið al- heimsathygli. í þessu máli hefur fulltrúi íslands, Thor Thors, verið kjörinn framsögumaður. Það er von allra íslendinga að þátttaka okkar í þessum samtökum nái þeim tilgangi sem að er stefnt, aukinni tryggingu fyrir sjálfstæði landsins og öryggi. Við það rhunu öll storf og afstaða fulltrúa okkar á þingum þeirra, miðast. \Jíluerji ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Lyfjabúðir í út- hverfunum. FORYSTUMENN heilbrigð- ismála þessa lands hafa látið líkindalega, er rætt hefir ver- ið um að fjölga þyrfti lyfja- búðum hjer í bænum. Það mun fyrst og fremst vera landlækn- ir, sem á að sjá um það mál. En mánuðir og ár líða, án þess að nokkuð sje gert, annað en bollaleggingar. A dögunum barst mjer brjef frá einum úthverfisbúa, sem segir frá hvernig honum gekk og hvað hann þurfti að hafa fyrir að ná í lækni og lyf handa sársjúku barni sínu að nætur- lagi. Saga hans er líkust því að hún hafi gerst upp í afdöl- um, en ekki í sjálfri höfuð- borginni. En saga hans er ekki eins dæjni, kemur hún fyrir marga og svo að segja á hverri nóttu. • Veikindi bera að. ÚTHVERFISBÚINN P. E. segir á þessa leið frá: „Kæri'Víkverji. Vegna skrifa þinna um læknavarðarmálið hjer í bæn- ^ki allt búið, því að eftir var j þegar um manntjón, eða meiðsl að nálgast lyfið. Til allrar hamingju fekk jeg að vera með lækninum niður í bæ. Lyfið fjekk jeg eftir stund er að ræða, en það er aldrei sagt frá því hve oft skellur hurð nærri hælum. En það er oftar* en margan grunar og hárrjett arkorn í Ingólfs-Lyfjabúð, en var það hjá þjer, sem þú sagð- nú var um að gera að flýta sjer j ir á dögunum, að það munu heim. Klukkan var orðin ca 4 ekki vera margir bílstjórar, og engan bílinn var að fá. Enn j sem ekki hafa lent í því oftar öðru sinni varð jeg að leggja en einu sinni, að hafa nærri lar.d undir fót og komst loks- ins heim tæplega kl. 5 um :norg uninn. Alls tók það mig um 3 klst. að fá nauðsynleg lyf (sulfa-lyf) handa barni mínu. « 8—10 þús. manns — engin lyfjabúð. „HVERS eigum við úthverfa búarnir að gjalda. Mig langar aðeins til þess að benda þeim yfirvöldum, er þessum málum ráða, að það er vansæmd af þeirra háttalagi, og ekki er nein smávegis ábyrgð, sem þess ir herrar taka sjer á herðar, enda myndi jeg nefna þá með nöfnum, ef jeg vissi, hver þeir væru, sem láta slíkt viðgang- ast. í Laugarnesi og Holtunum munu nú búa um 8—10 þús. um, langar mig til þess að fá manns, eins munu önnur út rúm fyrir eftirfarandi línur í dálkum þínum. Jeg er nú einn úthverfisbú- inn og hefi nýlega fengið að kenna á ólestri þessara mála, að viðbættu hinu ó\úðunandi ástandi í lyfsölumálum þessa bæjarfjelags. S.l. föstudag, þ. 31. okt., þurfti jeg að ná í lækni að nóttu til, til þess að líta á barn mitt, sem þá skyndilega hafði fengið háan sótthita og óþæg- indi í hálsinn, sem ollu því mik illi vanlíðan. • 3 klukkustundir að ná í lyf. „JEG ÁTTI ekki annars úr- kostar, en að ganga niður í Aust urbæjarskólann, en þar er 'æknavarðstofan til húsa, þar lem jeg er símalaus, eins og :vo margir aðrir íbúar úthverf rnna. Læknirinn kom skjótlega með mjer, og eftir að hann hafði skoðað barn mitt, skrif- \ði hann lyfseðil. En nú var hverfi þessa bæjar vera farin að nálgast aðra stærri bæi þessa lands, hvað mannfjölda snertir. Munu þau einnig hafa sömu sögu að segja. Jeg vil enn einu sinni benda viðkomandi yfir- völdum, hversu mikla ábyrgð þeir munu bera á því, ef lífs- nauðsynlegt lyf kynni ekki að ná til súklings, vegna sofanda- háttar þeirra. Og vonandi væri, að þau sæju að sjer, áður en slíkt hendir. Hverjir eru þeir, sem þessu ráða?“ Þannig spyrja margir, en fá enga áheyrn og má ekki við svo búið standa lengur. • Hálfsögð saga. KUNNINGI minn, sem er bílstjóri, kom að máli við mig á dögunum og sagði meðal ann- ars eitthvað á þesas leið: „í raun og veru segja blöð- in ekki frá nema hálfsagðri sögu, er þau geta um slysa- hættuna í bænum. Það er sagt frá öllum meiriháttar slysum, því orðið fyrir slysi“ . Það er nú svo, enda mætti það æra óstöðugan_ ef segja ætti frá því í frjettum i hvert sinn, sem menn sleppa naum- lega frá slysi. Bílstjórum altaf kennt um. „OG SVO er það annað“, sagði bílstjórinn, ,,en það er að bílstjórunum er altaf kennt um ef slys verður. Það er ekki minst á hvernig fótgangandi fólk hagar sjer á götunum og hjólreiðamennirnir. Sannleikur inn er sá, að með snarræði sínu hefir margur bílstjóri forðað slysi, sem fótgangandi menn voru nærri orðnir valdir að. Þetta finnst mjer of sjaldan koma fram“. Mikið rjett athugað. „Hæ, þú á rauðu kápunni!“ ÞAÐ ER rjett, að til þess að forðast umferðaslysin verður að vera góð samvinna milli þeirra, sem ökutækjunum stjórna og fótgangandi manna. Þeir, sem eru fótgangandi verða líka að fara eftir umferðaregl- um, en það er nú síður en svo, að því láni sje að fagna. Konu- ur og karlar, börn og ungling- ar vaða út í umferðina, án þess að líta til hægri nje vinstri. Tilraunir lögreglunnar á Lækjartorgi um árið, er lög- reglumenn voru með hátalara og kölluðu á menn, sem æddu hugsunarlaust yfir umferðar^ götur, sýndu best hve mjög er ábótavant í þessu efni. Það mætti endurtaka þetta við og við og þótt margir hafi hlegið að köllum lögregluþjón- anna: (Hæ, þú þarna á rauðu kápunni), þá bar það nokk- urn árangur. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . | Eftir G. J. Á. |- Það er sárt að vera smar! Það er ekki sársauka- Iaust að fylgjast með tískunni nú á dögum. FYRIR þúsundum og aftur búsundum ára síðan, tók ein- iver tildursleg telpa upp á bví, að hnupla bjarndýrsfeldi ár bóli móður sinnar og vefja honum utan um sig. Hún var að vísu fauðhrædd um að mútt sr muncji reiðast sjer og jafn- vel sigæ á sig hundunum, og 3vo hefði líka að Öllum líkind- um farifc, ef allt kvenfólkið í nágrennínu hefði ekki sparað móðurinni fyrirhöfnina og stút að aumingja litlu stúlkunni í bjarndýrsfeldinum. Sannleik- urinn er sem sagt sá, að frú Ogpú og ungfrú Ra — eða hvað þær nú annars hjetu á þessum árum —; fannst þetta bannsett frekja í stelpunni að vera að reyna að gera sig eitthvað öðru vísi en allur almenníngur .... og ekki bætti það úr skák, að karlmennirnir í nágrenninu störðu eins og vitstola á litlu stúlkuna í bjarndýrsfeldinum. « • Nú tískudrottningar. Svo frú Ogpú og ungfrú Ra, Módel 1947. og vinstúlkur þeirra allar, stút uðu litlu stúlkunni — og þustu svo inn í hellana sína og náðu sjer í bjarndýrsfeldi og vöfðu þeim utan um sig. — Og þús- undum og aftur þúsundum ára seinna, hjeldu kynsystur þeirra áfram að vefjá utan um sig hin um ótrúlegustu spjörum, en menningin svokallaða hafði þó náð þeim tökum á þeim, að þær, í stað þess að drepa litlar stúlkur, :sem komu með nýj- ungar á sviði tískunnar,. hófu þær upp til skýjanna og köll- uðu þær tískudrottningar, og sum blöðin birtu jafnvel mynd ir af þeim og kölluðu þær „best klæddu konur veraldar“. • • Erfið ganga. Auðvitað hafði þessu menn- ingárstigi ekki verið náð án margra fórna. Sú var tíðin (og er raunar enn meðal sumra ,,villimanna“), að þær urðu að þola margskonar þjáningar, jeg (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.