Morgunblaðið - 07.11.1947, Blaðsíða 10
10
■ 111111111111lllllllll■llllll■■lllllll■llllllllllllllllltllilllll■lllll ]
!(
nýjar til siilu.
Upplýsingar í síma 7274
kl. 5—7 í dag.
Kjélföft
á háan mann ný eða notuð
óskast. Uppl. í síma 9340.
iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimm**®**®*®®*******®**®*®
\ýjar bækur:
Annað Eíf í þessu lífi
eftir hinn góðkunna lækni
Steingr. Matthíasson.
Kostar innbundin 22 kr.
Lifbrigði jarðarinnar
eftir
Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Góugróður
eftir » ff
| Kristmann Guðmundsson.
Örfá eintök eftir af
I Rifsafni Jónasar
Hallgrímssonar
i §
f innbundið í geitarskinn |
á 150 kr.
§ S
= Fáum bráðlega nokkur §
eintök af
Þyrnum
handbundum.
Sendum heim.
] íjtlgafell
■1 Aðalstræti 18. Sími 1653.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiinniiii
M OtR G.V.N.BL ÁÐIÐ
I ■ > ! 1 ‘ * > i ■ I t
— Greiit Jóhannesar Snorrasonar
Frarnh. af bls. 7
allan ársins hring. Það var til
þess. ætlast, að þessi flugvjel
yrði notuð til þess að kanna
nýja flugvelli, þeir svo merkt
ir þannig, að við gætum leitað
þangað í fullu örvggi, ef á
þyrfti að halda.
Engar upplýsingar um
lendingarslaði.
Okkur er öllum áhugamál að
hver og einn brúklegur lending-
arstaður, yfir 500 metra langur,
verði merktur og vindpokar sett-
ir upp sem víðast. Flugmála-
stjórnin hefir aldrei afhent ís-
lenskum flugmönnum upplýsing
ar um flugvellina á landinu,
lengd brauta, stefnur þeirra og
ásigkomulag. Því síður hefir
nokkur flugmaður hugmynd um
nauðlendingarvelli eða rnela á
öræfum landsins, nema hann
hafi lent þar sjálfur og gert sín-
ar eigin athuganir, en það hafa
ekki allir tök á því.
Flugmálastjórnin veitjr nýút-
skrifuðum flugmönnum heimild
til þess að fljúga með farþega
hvert á land sem er, án þess að
þeir hafi nokkru sinni þangað
komið eða flogið hið minnsta um
landið með vönum flugmönn-
um. Almenningur, sem kaupir
sjer far með flugvjel, á heimt-
ingu á því lágmarksöryggi, að
vissa sje fyrir því að flugmaður-
inn rati leiðina og hafi flogið
hana oft í misjölnum veðrum.
Nýútskrifaðir flugmenn, sem
ráðnir eru til flugfjelaganna,
eru þaulæfðir á flugleiðunum
og þekkja þær vel áður en þeir
eru látnir fara þær á eigin spýt-
ur.
Það liggur í augum uppi að
því fremur, þar sem flugmála-
stjórnin veitir óreyndum flug-
mönnum leyfi til að flytja far-
þega, ætti að merkja alla flug-
velli og ganga þannig frá þeim,
að þessir menn þurfi ekki ávallt
að vera með lífið í lúkunum, er
þeir lertda á ókunnum stöðum.
Ef til vill kæmi það þá sjaldnar
fyrir að smáflugvjelar lægju á
hryggnum eða stæðu uppi á end-
ann úti um allar sveitir, en það
er ekki óalgeng sjón.
Miðunarstöðvar.
Samkvæmt upplýsingum frá
flugmálastjórninni mun hún
hafa í fórum sínum og hafa haft
um langt skeið miðunarstöð,
fjögurra leggja „radio range“.
Fjelag íslenskra atvinnuflug-
manna hefir fyrir löngu farið
þess á leit, bæði í viðtali við
flugmálastjóra og brjeflega, að
þessi stöð yrði sett upp á Skaga-
tá, norðanlands.
Flugf jelag íslands ritaði flug-
málastjórninni 6rjef þann 11.
jan. 1946, um sama efni og aft-
ur l^. okt. 1946, þar sem fyrra
brjefi var ekki svarað. Alt kom
fyrir ekki, og engin stöð er þar
komin ennþá. Reynslan hefir
sannfært okkur um að slik stöð,
sett á Skagatá, myndi auka ör-
yggi flugsins fyrir norðan land
til muna. Auk þess myndi mikið
gagn af henni fyrir flug til Vest-
f jarða og Austurlands.
Okkur hefur öllum komið sam
ið saman um, að Skagatá sje
heppilegasti staðurinn fyrir
þessa stöð og vil jeg í því sam-
bandi tilfæra nokkur rök. Allur
Skaginn, norðan Skagastrandar-
fjalla, er tiltölulega lágur, þ. e.
a. s. cngar hæðir, er gætu verið
hættulcgar flugvjelum, alt nið-
ur í 1000 íc-t. Aðflug til stöðv-
arinnar myndi hið allra ákjós-
anlegasta, þar sem hægt yrði að
koma að henni mjög lagt utan
af hafi ,og hæklca flug frá henni
í fylsta öryggi tll hafs, ef þoka
lægi við jörðu. Miðunarstöðvar
af þessari gerð líta út eins og X
eða kross á korti. Eftir þessum
leggjum, sem er stöðugur sónn,
geta flugmenn flogið, þar til
komið er bcint yfir stööina, en
sjerstök merki gefa það til
kynna. Eftir að hafa fengið þá
staðarákvörðun, getur flugmað-
urinn lækkað flugið gegnum
skýjalög, uns hann fær landsýn.
Oft er það ógjörlegt að fljúga
milli Akureyrar og Reykjavík-
ur, nema fara upp íyrir ský í
byrjun ferðarinnar. Sje það gert
yfir Eyjafirði og flogið yfir al-
skýjuðu suður yfir Faxaflóa, og
þegar þangað komi hamli þoka
eða dimmviðri lendingu, er auð-
sjeð, hversu þýðingarmikill þessi
radioviti yrði á Skagatá. Það
kemur afar sjaldan fýrir að
þoka eða lág ský hylji bæði
Norður- og Suðvesturland sam-
tímis, þannig að ógerlegt væri
að koma niður úr skýjum á öðr-
um hvorum staðnum. Radio-
range-vitarnir á Álftanesi og við
Keflavík, sem herinn setti upp,
eru af þessari sömu gerð og vit-
inn, sem við viljum fá á Skaga-
tá.
Meðan sofið er á þessu máli,
neyðumst við til þess að „skríða
heiðarnar", eins og við köllum
það, þegar við erum á norður-
leið í lágskýjuðu veðri. Vonandi
er, að hið nýja Flugráð hrindi
þessu máli í framkvæmd. Það er
nauðsynlegt og þolir enga bið.
Með hverjum deginum sem líð
ur ætlast íslendingar til meira
og meira af sínum flugmönnum
og er það eðlileg afleiðing þess
að flugvjelarnar, sem við eigum
núna, eru fyrsta flokks og búnar
bestu tækjum. En íslenskir flug
menn ætlast líka til þess, að þeir
menn, sem hið opinbera hefur
treyst til þess að vinna að auknu
öryggi flugsamgangna í landinu
vinni sitt verk af dugnaði og á-
huga, og að því fje, sem ætlað
er til þess að bæta þær og
treysta, sje varið til þess, en ekki
til óþarfra hluta.
tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiitiiiimnin^mm^^n^n^^^^^^^^,
| Nokkrar |
| stúlkar |
l vantar við ljettan iðnað. í
i Uppl. í Tjarnargötu 39. i
iimiimmiimimmmiimiiiiiiimiimiiiimiimirmimZ
MMIIIIIIIII1111111111111111111111111111111111 iiiiii,,,,,,,,n,,,,,,,,
| Vil kaupa |
i pall eða vörubíl, má vera |
i eldri gerð. — Uppl. milli i
i kl. 12—2 á Urðarstíg 2. i
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIII
í DAG verður til grafar borin
frú Helga Antonsdóttir Hagan.
Hún andaðist í Landakotsspítala
laugardaginn þ. 1. nóvember.
Berldar urðu henni að bana.
Hún var aðeins 22 ára að
aldri, fædd á Akureyri þ. 16.
júlí 1925. Foreldrar hennar
voru Anton Jónsson skipasmíða
meistari og Margrjet Magnús-
dóttir. Hún var augasteinn
þeirra, svo hvorugt mátti helst
af henni sjá, sem eðlilegt var.
Fyrir 4 árum tók fyrst að
bera á sjúkleika hennar. Lítil
brögð voru áð. því í fyrstu. Arið
1945 vár hún þó á Vífilstaðahæli
urn jiokkurra mánaða skeið.
En kom heim í ársbyrjun 1946.
Þá var hún trúlofuð Eiríki Hag-
an, traustum og ágætum ung-
um manni. Þá gerðu allir vinir
hennar sjer.vonir um, að veik-
indin væru liðin hjá. Lífið virt-
ist blasa við hinni ungu glæsi-
I
legu konu og unnusta hennar.
Þau hjeldu brúðkaup sitt þ.
13. júlí 1946 á heimili foreldra
hennar. Fóru siðan snöggva ferð
til útlanda. Aður en árið var ;
liðið, var Helga heitin aftur j
komin á sjúkrahús. Veikin
hafði verið einsog falinn eld-
ur, er vaknaði á ný. í 11 mánuði
barðist hún síðan við dauðann
hvíta, hljóðlátri baráttu milli
vonar og ótta. En þegar hún
fann að leið að hinstu stund
kvaðst hún engu kvíða, og ósk-
aði þess aðfaranótí laugardags,
að vera ein og óstudd þegar
hún tæki dauða sínum.
Þannig hafði baráttan við
veikindin gert hið fullorðna
barn að lífsreyndri konu,
sætt hana við alt, svo hún
að nokkru leyti bar sigur úr
býtum, í því stríði, * sem
þó enginn vinnur. Sú hetjulund
hennar er ástvinum hennar
styrkur í sorg þeirra, manni
hennar, sem svo skjótt varð að
sjá henni á bak, foreldrum henn
ar, sem frá fyrstu tíð höfðu
unnað henni jafnvel heitar en
lifinu í brjósti sjer.
V. St.
IMIÍmilMIMIIHIIIIMIIIMIIMIMIimHMIMIMIItlM
JEPPI
1 Vil kaupa nýjan eða ný- i
i legan jeppa. Aðrir 4ra \ j
1 nianna bílar koma einnig = j
i til greina. Tilboð mcrkt: I :
1 „777 — 698“ leggist inn á j 1
'| afgr. Mbl. i i
MMIMIIinMMIIIIIIIIMMIIIIIMIMIIIIMIIIIIIMMIMMMIMIIIIIII
Föstudagur 7. nóv. 1947
1 ; » ; I i ;
\ Sel púsningasand frá i
| ’ llvaleyri. .. |
Þórður Gíslasori
i Hafnarfirði. Sími 9368. i
Gæfa fylgir
•rúlofunar
hringunum
frá
SIGURÞÓR
Hafnarstr. 4
Reykjavík.
Margar gerðir.
Sendir gegn póslkröfu hvert
á land sem er.
— Senduí nákvæmt mál ——
| Til leigu I
1 stórt kjallaraherbergi í i
\ steinhúsi við miðbæinn. i
i Aðeins rólegt og áreiðan- i
\ legt fólk kemur til greina. i
i Leigan er 400 kr. á mánuði i
; með hita og Ijósum. Tilboð i
i sendist afgr. Mbl. sem i
I fyrst, merkt: „Vesturbær i
I — 695“. |
| Bíll óskast (
i Vil kaupa pallbíl eða lít- i
i inn vörubíl, má vera eldri |
i verð. Upplýsingar í síma i
| 5289, eftir kl. 12 í dag og 'i
\ á morgun.
Handsnyrting
Athugið vel áður en þjer veljið
naglalakk að einhver hinna
frábæru lita Peggy Sage er
sjerstaklega gerður fyrir fagra
kjólinn yðar. Ef yður vantar
lakk sem varir, þá
kaupið Peggy Sage.