Morgunblaðið - 08.11.1947, Síða 8

Morgunblaðið - 08.11.1947, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. nóv. 1947 \* Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristlnsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innnnlanri^ kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Góð aíkoma ríkissjóðs FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur nú flutt skýrslu þá um fiárhag o? afkomu ríkissjóðs, sem jafnan tíðkast við íyrstu umræðu fjárlaga á Alþingi. Samkvæmt þessu yfirliti hafa tekjur ríkissjóðs árið 1946 orðið samtals 198,6 millj. kr. og þannig farið 76,2 millj. kr. fram úr áætlun. Heildargjöldin hafa hinsvegar orðið 170,2 millj. kr. og hafa farið 36,7 millj. kr. fram úr áætlun. Rekstrarhagnaður ríkissjóðs árið 1947 hefur þannig orð- ið 28,4 millj. kr. Skuldir ríkissjóðs og stofnana hans voru í árslok 45,3 millj. kr. en þar af eru erlend lán aðeins 5,2 millj. kr. Hafa nú öll erlend lán ríkissjóðs verið greidd upp nema dönsku lánin, sem nú nema fyrrgreindri upphæð. ★ Fjárhagsafkoma ríkissjóðs s. 1. ár hefur þannig orðið mjög góð. Gjöldin hafa að vísu farið mjög fram úr áætlun og á það m. a. rætur sínar að rekja til aukinnar dýrtíðar í landinu. En tekjurnar hafa þó aukist í stærri skrefum þannig að rekstrarhagnaðurinn hefur orðið nær þrír tugir miljóna króna. Er það hagstæðari útkoma á rekstri ríkis- sjóðs en á nokkru öð.ru ári. Það verður því ekki annað sagt en að viðskilnaður fyrr- verandi ríkisstjórnar við fjárhag ríkissjóðs hafi verið mjög góður. Þurfa Sjálfstæðismenn, sem fóru með þau mál engan kinnroða að bera fyrir stjórn fjármálanna þótt ýmislegt hafi þar gerst, sem þeir hefðu kosið að öðru vísi hefði verið ráðið. En þeir voru ekki einir um að móta stefnuna í fjármálum þjóðarinnar og áttu þessvegna ekki kost að fara allar þær leiðir, sem flokkur þeirra hefði helst kosið. ★ Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra um afkomu þess hluta yfirstandandi árs, sem liðinn er, voru tekjur ríkissjóðs 1. okt. orðnar 147,3 millj. kr. en gjöldin 127 millj. kr. Rekstrarafgangur þannig rúmar 20 millj. kr. Taldi ráðherrann líklegt að tekjurnar myndu á árinu verða um 210—215 millj. kr. og að sennilegt væri að nokk- ur rekstrarafgangur yrði. Á fjárlögum ársins voru tekjurnar áætlaðar 202 millj. kr. en gjöldin rúmlega 197 millj. Að öllum líkindum má þannig vænta að fjárhagsafkoma ríkissjóðs þetta ár verði hin sæmilegasta. ■k Af þessu bráðabirgðayfirliti um fjárhag og afkomu ríkissjóðs árið 1946 og það, sem af er þessu ári er auð- sætt, að ef á það eitt er litið er síður en svo ástæða til svartsýni um efnahag og afkomu hins íslenska ríkis. Því fer svo fjarri. Þrátt fyrir gífurleg útgjöld til opinberra framkvæmda hefur rekstur ríkissjóðs skilað milljónatug- um í hagnað. Árið 1946 er mesta framkvæmdaár, sem um getur í íslenskri sögu. Á engu öðru ári hefur verið unnið að jafn fjölþættum framkvæmdum í landinu, í senn í þágu atvinnulífsins og í margvíslegu öðru skyni. Þetta er staðreynd, sem ekki verður gengið framhjá. Um það má að vísu deila, hvort skynsamlegt hafi verið af i' íkisvaldinu að ráðast í sumar þessar framkvæmdir á þess- um tíma. En það haggar ekki þeirri staðreynd að þessar íramkvæmdir voru flestar nauðsynlegar. ★ En það, sem mestu máli skiptir nú, er að þing og þjóð átti sig á því að róttækra aðgerða er þörf ef rekstur ríkis- sjóðs og þjóðarbúsins í heild á að haldast á rjettum kili. Stóraukin dýrtíð hefur teflt afkomu þess í framtíðinni í bráða hæítu. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga iyrir næsta ár er reiknað með vísitölu 310 þótt hún sje í dag 325 stig og raunverulega yfir 280 stig. Á því að nýjar og virkar leiðir finnist til lækkunar verðbólgunni og efl- ingar útflutningsverslun þjóðarinnar, veltur fjárhagsaf- koma næstu ára. ÚR DAGLEGA LÍFINU Bjór-saga. ÞAÐ ER rætt fram og aftur um ölfrumvarpið, sem nú er fyrir þinginu. Það má búast við, að andstaða góðtemplara harðni með hverjum deginum sem líður og að „rök“ þeirra verði æ langsóttari eftir því sem líður á umræðurnar. I sambandi við þessar bjór- umræður dettur mjer 1 hug saga af hinum kunna danska regluboða, Larsen-Ledet. Hann var einu sinni á ferðalagi um Jótland og hjelt fundi og fyr- irlestra um bindindismál, en honum gekk víða illa, því fylg ismenn Bakkusar átti það til að gera usla á fundum hins mikla regluboða og jafnvel hleypa þpim upp. • Sterki Jótinn. EN L ARSEN-LEDET var svo heþpinn, að ungur og hraustur Jóti hafði snúist á sveif með bindindismönnum og hann bauðst til að fylgja post- ula hins góða málefnis í fyrir- lestraferðinni og hafa hemil á óróaseggjum. Gekk þetta vel um stund og brennivínsberserkir þorðu ekki að gera uppsteit á fundum regluboðans. • Hver þorir? OG SVO var það eitt kvöld, að Larsen-Ledet Ijet mælsku- gamminn geisa og þrumaði yf- ir áheyrendur sína: — Hvað er það, sem við þrá- um er við komum heim að kvöldi eftir langan og erfiðan vinnudag, hrópaði hann yfir salinn. — Og hvað er það, sem við þráum til að gleðja hjörtun og Ijetta áhyggjur daglega lífs ins. Hvað er það, sem knýr brosið fram og fær okkur til að syngja gleðisöngva? Hann þagnaði til þess að láta orðin hrífa, en þá gall við sterki Jótinn og sagði hárri röddu: — Ef einhver vogar sjer að sega bjór, þá fær hann einn á ’ sviðinn!" Hvort þorir nú nokkur að nefna bjór? Dagur Leifs Eiríks- sonar. „CHICAGO-BÚAR af nor- ærnum ættum munu ámorgun halda dag Leifs Eiríkssonar há tíðlegan. „Þessi Norðmaður sigldi ár- ið 1000 til íslands, Grænlands og Nýfundnalands og verður. hans minnst með hátíðahöld- um í Humboldt Park“. ^Fjelagar í Norsk-ameríska fjelaginu í fylkinu Illinois ætla að leggja blómsveig við fótstall styttu Leifs“. „Guðsþjónustur verða haldn ar fyrir foreldralaus börn, hjúkrunarkonuf og gamalt fólk í kirkjum og öðrum samkomu- húsum, sem Bandaríkjamenn af norskum ættum eiga eða standa fyrir“. „Hátíðahöldin munu ná há- marki með hátíðahöldum í sal- arkynnum frímúrara yið Loan torg, 2451 N. Kedzie av., á iaugardagskvöld“. Atök um Leif heppna. Þessi klausa hjer að framan er orðrjett þýðing úr blaðinu „New“ í Chicago og birtist þann 8. október s.L, en 9. okt. hefir um nokkra ára skeið ver- ið helgaður minningu Leifs heppna í skólum í Bandaríkjun- um. í skólum Ameríku er börn um kennt að Leifur hafi verið norskur svo að það er ekki nema eðlilegt að blöðin haldi það líka. En það eru fleiri en dr. Jón Dúason sem munu kunna þessu illa. Hvað á að gera í málinu? Bandaríkjastjórnin gaf okkur styttu af Leifi á Alþingishá- tíðinni og menn skoðuðu það sem viðurkenningu á því að Bandaríkjastjórn liti svo á að Leifur hafi verið íslendingur, því varla hefir styttan verið gefin tilefnislaust. MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. j ---— | Eftir G. J. A. f------— + Nauðlendingin á Atlantihafi Sextíu og níu farþegar biðu dauða síns á miðju Atlantshafi. ÞANN 15. okt. s.l. birti Mbl. fregnir af því, að flugbátur, sem var á leiðinni frá Bret- landi til Bandaríkjanna, hefði deginum áður orðið að nauð- lenda á miðju Atlantshafi. I flugbátnum voru 69 manns, og fregnin um óhappið vakti mikla athygli, enda mjög tví- sýnt í fyrstu, hvort takast mundi að bjarga fólkinu. Degi seinna var þó vitað, að tekist hafði að koma áhöfn og íarþeg um um borð í bandarískt strand varnaskip, en þó eftir geysi- mikla erfiðleika og margar hættur . Nú hefur mjer borist blað, þar sem nokkrir farþegarnir skýra frá því, hvernig þeim var innanbrjósts meðanf þeir flæktust hjálparlausir á haf- inu. • • „Veðurf regnir“. Enginn farþeganna vissi um hættuna fyr en brytinn kom inn til þeirra og tilkynnti þeim, að flugbáturinn yrði að lenda, „til að taka á móti veðurfregn um“. Fæstir trúðu þessu auð- vitað, og jafnskjótt og vjelin var lent og sjóirnir byrjuðu að ganga yfir hana, gat enginn lengur efast um, að hjer var um dauðann að tefla. Frú Albert Ritchie frá Ando ver, New Brunswick, segir frá nokkru af því sem skeði eítir lendinguna. • • Bænir. „Hver einasti brestur í flug- vjelinni“, segir frú Ritchie, boðaði dauða okkar. Jeg, þuldi allar þær bænir, sem jeg I kunni. Jeg vildi ekki deyja. Jeg var dauðhrædd. Jeg sá í huganum, hvernig vjelin mundi sökkva .... og jeg sá börnin drukkna — barnið mitt drukkna. Við biðum eftir því, að dauð inn vitjaði okkar. Jeg trúði því statt og stöðugt allan tímann, að engin von væri um björg- un ...... Sonur okkar — þriggja ára — sat klukkustund eftir klukku stund á hnjám föður síns. Hann hreyfði sig ekki, horfði aðeins á öldurnar, sem gengu yfir flug bátinn. Og hann sagði ekki eitt einasta orð“. • • Faðir og sonur. Frú Ritchie lýsti því næst fyrir frjettamönnum, hvernig ákveðið var, að maður hennar skyldi fara á undan henni á Öllum kom saman um, að Mar tin hefðl sýnt frábæra lcikni. flekanum, sem notaður var við björgunina, yfir til strand- varnarskipsins. Hann og aðrir feður áttu að taka börn sín með sjer, og það var því talið nauð- synlegt, að þeir gengju fyrir öðrum farþegum. Eftir að Ritchie og sonur hans höfðu komist heilu og höldnu yfir til skipsins, frjett- ist yfir í flugbátinn, að tilraun til að setja út einn af björgun- arbátum strandvarnarskipsins hefði mistekist. Frúin segir í þessu sambandi: • • Engin von. „Bátnum hafði hvolft, jafn- skótt og hann snerti sjóinn. Hvaða von höfðum við þá um björgun, þar sem traustbygður björgunarbátur gat ekki hald- ist þarna á rjettum kyli? Enga von, að okkur fannst. Svo við bara sátum þarna. Börnin sváfu, en vöknuðu öðru hvoru, köstuðu upp og grjetu og grjetu. Einn lítill drenghnokki vakn aði hvað eftir annað með hljóð um og hrópaði: „Bjargið mjer hjeðan“. Móðir hans reyndi að hugga hann og hann sofnaði aftur, en altaf vaknaði hann á ný og þá hljóðandi . .. .“ • • Flugvjelin var of- hlaðin. Ollum farþegunum kom sam an um það, eftir að þeim hafði j verið bjargað, að Martin, aðal- j flugmaður flugbátsins, hefði ! sýnt frábæra leikni við nauð- lendinguna. Þá voru þeir einn- ig sammála um, að áhöfn vjel- arinnar hefði verið hin prýði- legasta. En ýmsir voru líka þeirrar skoðunar, að flugvjel- in hefði verið ofhlaðin. Þess má geta, að eftir að far- (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.