Morgunblaðið - 12.11.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1947, Blaðsíða 1
34, árgangur 258. — tbl. Miðvikudagur 12. nóvember 1947 Isafoldarprentsmiðja h.f. Fulilrúar Islands á þingi SÞ koma heim ÞESSI MYND var lekin er fulltrúar íslands á þingi Sam- einuðu þjóðanna stigu úr flugvjelinni á Keflavíkurflugvelli. Fremst er Asgeir Ásgeirsson og frú, þá Hermann Jónasson og frú og Olafur Thors og frú (Ljósm. AOA). Skiptar skoðanir á þingi S. þ, um refsiaðgerðir gegn Franco LAKE SUCCESS í gœr. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. OTTO LANGE, fulltrúi Póllands á þingi Sameinuðu þjóðanna hefur borið fram tillögu þess efnis, að meðlimir Sameinuðu þjóðanna verði skyldaðir til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn stjórn Francos á Spáni, með því að hætta öllum viðskiftum við Spán á meðan Franco ræður þar ríkjum. Kom þessi tillaga til nmræðu í gær, og voru fulltrúarnir ekki á einu máli um hana. Gæti riðið Franco að fullu. Fulltrúi Tjekkóslóvakíu, Jan Masaryk, utanríkisráðherra var einn þeirra, sem studdi tillögu Lange.Hann taldi, að ef allar þjóðir tækju sig saman um að flytja ekki inn bensín, baðmull og' gúmmí til Spánar, þá myndi það ríða ' Francostjórninni að fullu og hún neyðast til að fara frá. 'Gromyko fulltrúi Rússa, studdi tillögu Pólverjans. Iíkki vettvangur pólitískra hefnda. Meðal fulltrúa, sem voru á móti tillögunni, voru fulltrúar Perú og Belgíu. Fulltrúi Perú sagði meðal annars, að Samein- uðu þjóðirnar æt.tu ekki að gefa sig í það, að verða vett- vangur fyrir pólitískar hefndir. Annar fulltrúi mælti á þá leið að innan Sameinuðu þjóðanna ættu sæti fulltrúar frá þjóðum, „sem vissulega hjeldu ekki í heiðri það frelsi, sem verið væri að reyna að þrengja inn á Spán verja“. Kesselring sendur tíl Þýskalands HAMBORC: •— Kesseiring mar- skálkur, sem á sínum tíma var dæmdur til dauða í Italíu, hefur nú verið fluttur til Þýskalands og situr í fangelsi á breska hernáms- svæðinu. Dauðadómi Kesselrings var brejdt í æfilangt fangelsi. Maníu (74 ára) dæmdur í ævilanga þrælkun Fransisco í gær. Einkaskeyti frá Reuter. MARK CLARK hershöfð- ingi, yfirmaður 6. hers Banda- ríkjamanna og áður fyrirliði hernámsliðsins í Austurríki, sagði í ræðu, sem hánn hjelt í dag í tileíni af afvopnunardeg inum, að kommúnistar legðu sig nú alla fram og neyttu allra bragða til þess að hneppa þjóð- ir heims í þrældómsfjötra. ,,Nú, aðeins tveimuv árum eftir okkar hörðu baráttu til að útrýma nasistum og fasist- um lauk, eigum við í höggi við svívirðilegan áróður og undir- hyggju frá annari öfgastefn- unni — kommúnistum. Heimurinn þráir varanlegan frið og lítur til Sameinuðu þjóð anna í von, en mönnum má vera ljóst, að eina vonin til þess að Sameinuðu þjóðirnar verði sterkar og starfi sínu vaxnar, er að Bandaríkin sjeu sterk“. Tengdamóðir Hiflers sýfcnuð Múnchén í gær. FRANZISKA BRAUN, móðir Evu Braun og tengdamóðir Adolfs Hitlers, var sýlíhuð í dag af dómstóli, sem rannsakar á- kærur á hendur nasistum. Dóm- stóllinn gat ekki funcliS neinar sannanir fyrir því, að hún hafi tekið þátt í störfum nasista, nje verið meðlimur í fiokknum. — Hinsvegar kom það í ljós við rjettarhöldin að hún hafði hælt sjer af því að vera móðir Evu Braun. — Reuter. Hedtoff myndar stjórn í Danmörku Kaupmannahöfn í gær. Frá frjettaritara vorum. KONUN GURINN hefur falið Hans Hedtoft, formanni Jafnað- armannaflokksins danska, að mynda nýja ríkisstjórn, þar sem allar aðrar tilraunir til stjórn- armyndunar hafa farið út um þúfur. Ríkisstjórn Hedtofts verður eingöngu skipuð jafnaðarmönn- um og verður minnihlutastjórn. Radikalir hafa neitað að taka þátt í stjórn með jafnaðarmönn- um. — Páll. „Þið hafið ákært mig, en jeg bið um sannanir“ Bukarest í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. DR. JULIUS MANIU, rúmenski bændaforinginn, sem kærður var fyrir landráð, var í dag dæmdur í æfilanga þrælkunarvinnu. Hann er 74 ára. Maniu var andstæðingur kommúnista og hefur fengið lík örlög og aðrir bændaforingjar í Austur-Evrópuríkjun- um, þar sem kommúnistar hafa komist til valda. Petkov var hengdur, aðrir hafa verið dæmdir í fangelsi æfilangt, en örfáum hefur tekist að flýja land, eins og t. d. Mikolajczyk. London í gær. CHURCHILL, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar bresku, rjeðist í dag í neðri málstofunni harð- lega á frumvarp stjoinarinnar um að stytta frestunarvald lá- Varðadeildarinnar niður í eitt ár. Sagði Churchill mvðal ann- ars, að þetta væri hætlulegt for- dæmi fyrir Bretland þar sem landið hefði enga skráða stjórn- arskrá. Churchill sagði um Herbert Morrison, sem flytur frumvarp- ið, að vitað væri, að honum væri ekkert sjerlega illa við „vægt einræðisvald", og bætti því við, að engin bresk stjórn hefði á friðartímum tekið sjer jafnmik- ið vald og núverandi stjórn. — Hann hjelt því og fram, að engri stjórn hefði til þessa mistekist jafn hrapalega að leysa vanda- mál þjóðarinnar. Neðri deildin samþykti frumvarp stjórnarinn- ar. — Reuter. Ilalir vilja íerndar- gæslu Erifreu ,ic«öMSSSira»»á(lS?»- — Rómaborg í gær. ÍTALIR hafa nú farið fram á það, að fá að hafa með höndum verndargæslu Eritreu, sem áð- ur var nýlenda þeirra. Fjöruiíu og fimm manna rannsóknar- nefndin er um þessar mundir á ferð í nýlendunni, og eiga nefnd- armenn — þar á meðal þrjár konur — að kynna sjer óskir íbúanna þar um framtiðarstöðu sína. Nefnd þessi á að gefa utan- ríkisráðherrum fjórveldanna skýrslu, þegar þeir koma saman til fundar. — Reuter. Þið hafiö ákært mig. Hinn aldraði bændaleiðtogi sagði m. a. í síðustu ræðu sinni fyrir rjettinum: „Þið hafið ákært mig, en jeg bið um sann anir“. Rjettur kommúnista leit svo á, að hann hefði sannanir, því allir dómararnir voru sam mála um dóminn. Eins og kunnugt er af fyrri frjettum, var Maniu dæmdur fyrir landráð og fyrir að hafa haft samband við erlendar sendisveítir, þar á meðal sendi- sveit Bandaríkjanna, en utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna mótmælti þessari ásökun og lýsti því yfir að hún væri röng. Aðrir andstæðingar kommúnista fangelsaðir. Margir leiðtogar Bænda- flokksins rúmenska voru á- kærðir með Maniu og voru þeir allir dæmdir til fangelsisvist- ar og þrælkunar, allt frá einu ári upp í lífstið. Meðal þeirra sem fengu lífs- tíðar þrælkunardóm var Ion Mihalache, varaformaður rúm enska bændaflokksins. Margir fjarverandi. Allmargir hinna ákærðu voru fjarverandi. Hafði þeim tekist að flýja úr landi er þeir sáu hvað kommúnistar ætluðust fyrir. Meðal þeirra er Cafenu, fyrverandi utanríkisráðhe'rra. og Alexander Cretzeanu. fyr- verandi sendiherra Rúmena í Ankara. Greiddi fvær hálfa !tiilj. o! miklð NEW YORK. SKATTSTOFA Bandaríkjanna tilkynnti nýlega, að kvikmynda- framleiðandinn Sam Goldwyn hefði fyrir árið 1945 greitt um 2,480.000 krónum of mikið i eignaskatt. Upphæð þessi verð- ur dregin frá næstu greiðslu Goldwyns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.