Morgunblaðið - 12.11.1947, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. nóv. 1947
MÁNADALUR
Sí d IL a^a ej^tir J/ach cMondoa
»•
53. dagur
Þegar hún dró af honum bux
urnar sá hún að skinninu var
flett af hnjánum og þau voru
blá og blóðug.
„Skinnið er ekki svo sterkt
að það þoli að annar eins dólg-
ur og jeg detti á knjen“, sagði
hann. „Og glerhörð trjákvoðan
1 dúknum bætti ekki um“.
Saxon táraðist og hana lang-
aði mest af öllu til að hágráta
út af því hvernig farið hafði
verið með hann Billy hennar.
Hún var í þann veginn að
hengja upp buxurnar hans, en
þá heyrði hún hringla í þeim
eins og þar væri peningar.
Hann bað hana að ljá sjer bux-
urnar og dró svo nokkra silf-
urpeninga upp úr vasanum.
„Við þurftum á peningum að
halda“, sagði hann enn. „Við
þurftum á þeim að halda“. Svo
reyndi hann að telja pening-
ana, en Saxon vissi að nú var
aftur komið óráð á hann.
Þetta var svo átakanleg sjón
að hún fjekk sting fyrir hjart-
að. Og hún fór að hugsa um
það, hvað hún hefði gert Billy
rangt til að undanförnu að ef-
ast um drengskap hans. Nú
hafði hann lagt á sig þessar
hræðilegu misþyrmingar henn-
ar vegna og heimilisins. Hann
sagði henni það svo skýrt að
ekki varð um vilst þótt hann
talaði í óráði: „Við þurftum á
peningum að halda“. Hann var
þá altaf að hugsa um hana.
Jafnvel nú þegar hann var nær
dauða en lífi, kom þetta fram.
Við þurftum á þeim að halda.
Við.
Nú gat hún ekki stillt sig
lengur, en hágrjet. Og á þess-
ari stundu fanst henni hún
elska hann heitar en nokkuru
sinni áður.
„Hjerna, teldu aurana“, sagði
hann. „Hvað er þetta mikið?“
„Nítján dollarar og þrjátíu og
fimm cent“, sagði hún.
„Það er rjett — það er hlut-
ur hins sigraða. Það voru tutt-
ugu dollarar, en jeg keypti
drykk og borgaði far með spor
vagninum. Ef jeg hefði sigrað
þá hefði jeg fengið hundrað
dollara. Jeg barðist 'vegna þess-
ara hundrað dollara. Við hefð-
um verið áhyggjulaus um sinn,
ef við hefðum fengið þá. En
taktu við þessu, það er betra
en ekki neitt“.
Hann fór nú í rúmið, en gat
ekki sofnað vegna kvala. Hún
sat yfir honum klukkustundum
saman og reyndi að lina þján-
ingar hans með heitum bökstr-
um og með því að bera cold-
cream í sárin. Hann reyndi að
bylta sjer, stundi þungan og
talaði óráð. Hann var altaf að
segja henni frá bardaganum,
harmaði það að hann skyldi
ekki hafa getað fært henni
meiri peninga ,og barmaði sjer
út af þeirri minkun að hafa
orðið að láta í minni pokann.
Það þótti honum miklu verra
en líkamlegu meiðslin.
„En hann gekk nú sámt sem
áður ekki af mjer dauðum.
Hann hafði altaf betur og barði
mig miskunnarlaust, þegar jeg
gat ekki borið hendur fyrir höf
uð mjer. Áhorfendur ætluðu af
göflunum að ganga. Jeg sýndi
þeim hvað mannsbragur er. Og
hann fjek illa útreið hjá mjer
í fyrstu lotunum. En ekki man
jeg hvað oft hann barði mig
niður — jeg er eitthvað svo
sljór, jeg get ekki munað------
Þegar á leið sýndist mjer að
jeg ætti í höggi við þrjá menn,
og jeg var ekki viss um það
hvern þeirra jeg ætti að berja
og hvern jeg ætti að forðast
— — En samt sem áður Ijek
jeg á hann. Þótt jeg væri hálf
meðvituhdarlaus og fæturnir
væri að bila, þá stóð jeg mig
altaf vel í fangbrögðunum. Jeg
er viss um að dómarinn er slit—
uppgefinn í handleggjunum á
því að slíta okkur sundur. ----
En þau högg — þau ógurlegu
högg. Heyrðu, Saxon, hvar
ertu? Nú, ertu þarna. Mig var
víst að dreyma. En láttu þetta
þjer að kenningu verða. Jeg
sveik loforð mitt um það að
berjast ekki — og nú sjerðu
hvað jeg hefi haft upp úr því.
Líttu bara á hvernig jeg er út-
leikinn. Láttu það verða þjer
til viðvörunar svo að þú farir
ekki að selja saumaskap þinn
— — Jeg Ijek nú samt á hann
— og á þá alla. í byrjun stóð-
um við jafnt að vígi. Eftir
sjöttu lotu veðjuðu menn tveim
ur á móti einum um það að
jeg mundi sleginn í rot. Þá var
þetta vonlaus barátta fyrir mig,
það sáu allir. En samt gekk
hann ekki af mjer dauðum. í
tíundu lotu veðjuðu menn um
það að jeg mundi ekki endast
þá lotu. í elleftu lotu veðjuðu
þeir um það að jeg mundi ekki
endast fram í fimtándu lotu. En
jeg stóð mig allar tuttugu loturn
ar. Það var vond refsing fyrir að
hafa svikið loforð sitt, hræði-
lega vond refsing---------Fjór
ar lotur heyrði jeg hvorki nje
sá — jeg hugsaði ekki um ann-
að en reyna að standa stöðug-
ur, verja mig og berja. Jeg veit
ekki sjálfur hvað jeg gerði, því
að satt að segja vissi jeg ekkert
af mjer. Jeg man ekkert éftir
þrettándu lotu, en þá barði
hann mig í gólfið og í þeirri
átjándu — — — Nei, hvert
var jeg nú kominn? Já„ nú
man jeg það, jeg opnaði þetta
eina auga, sem jeg gat sjeð svo-
lítið með. Og þá var jeg á stól
■ úti í horni. Þeir nudduðu mig
með handklæðum og hjeldu
. salmiak upp að vitunum á
mjer, og Bill Murpy hjelt stór-
um klakamola við hnakkann á
mjer. Og hinum megin á pall-
inum sá jeg hvar Skelfir stóð
og jeg varð að hafa mig allan
við að trúa því að jeg væri að
berjast við hann. Mjer fanst
helst að jeg hefði rjett áður
verið einhvers staðar langt í
burtu og borist hingað á ein-
hvern óskiljanlegan hátt.
„Hvaða lota á nú hefjast?“
spurði jeg Bill. „Sú átjánda“,
sagði hann. „Það getur ekki
verið. Hvað er orðið af öllum
hinum lotunum? Jeg var sein-
ast í þeirri þrettándu“, sagði
jeg. „Þú ert ágætur“, sagði Bill.
„Þú hefir ekki haft neina rænu
í seinustu fjórum lotunum, en
um það veit enginn nema jeg.
Jeg hefi altaf verið að reyna
að fá þig til að hætta“. í sama'
bili er merki gcfið og jeg sje
Skelfi búa sig undir að ráðast
á mig. „Hættu nú“, sagði Bill
og veifaði handklæðinu. „Kem-
ekki til mála og jeg ráðlegg
þjer að minnast ekki á þetta“,
sagði jeg. En hann hjelt áfram
að nauða á mjer um að gefast
upp. Skelfir var kominn til okk
ar og stóð þar viðbúinn. Hann
horfði á okkur og dómarinn
horfði líka á okkur, og það var
svo hljótt í húsinu að heyra
hefði mátt hár detta. Jeg var
nú að jafna mig, en ekki var
jeg góður. „Þú getur ekki unn-
ið“, hvíslaði Bill. „Bíddu róleg-
ur“, sagði jeg. Og í sama bili
rjeðist jeg á Skelfi og hann
varaði sig ekki á því. Jeg var
svo máttlaus í fótunum að jeg
gat varla staðið, en samt hrakti
jeg hann aftur á bak út í sitt
horn. Þar fjell hann og jeg datt
ofan á hann. Þú getur ímyndað
þjer hvernig fólkið ljet. Það
var að verða vitlaust — —- —
Bíðum við, hvert var jeg nú
kominn? Jeg man ekkert. Það
er eins og hausinn á mjer =ie
fullur af býflugum-------. —“.
„Þú varst að segja að þú hefð
ir dottið ofan á hann“, sagði
Saxon.
„Já, það er rjett. Við kom-
umst á fætur, það er segja, jeg
gat ekki staðið á löppunum, en
jeg tók utan um hann og svo
hentust við út í mitt horn og
þar duttum við aftur og jeg
ofan á hann. Það var nú hrein-
asta heppni. Aftur bröltum við
á fætur, en jeg gat ekki staðið
svo að jeg spenti hann hrygg-
spennu og hjelt mjer þannig
uppi. „Nú á jeg alls kosta við
þig óg nú bít jeg þig á bark-
ann“, sagði jeg. Mjer var ekki
alvara, en þegar dómarinn
hafði slitið okkur í sundur, þá
rjeðist jeg á hann og kom góðu
höggi á bringspalirnar á hon-
um. Við það gerðist hann var-
kárari, alt of varkár. Eftir það
forðaðist hann að koma svo
nærri að jeg gæti náð í sig.
Hann hjelt að jeg væri ekki
jafn úttaugaður og jeg var.
Þarna ljek jeg því á hann. Og
hann gat ekki yfirbugað mig.
í tuttugustu lotu stóðum við á
miðju sviði og gáfum hvor öðr
um kjaftshögg. Jeg hafði staðið
mig vel, þegar tillit er tekið til
þess hvað jeg var illa útleik-
inn. En honum var dæmdur
sigur og það var rjett. Samt
sem áður ljek jeg á hann. Hann
vann engan úrslitasigur. Og jeg
ljek á þá heimskingja sem veðj-
uðu um það að hann mundi
gjörsigra mig á' svipstundu“.
Farið var að birta af degi,
þegar Billy gat loksins sofnað.
En hann velti sjer og bylti,
kveinkaði sjer og stundi í svefn
inum, því að hann hafði engan
frið fyrir kvölum.
Þannig er það þá að keppa
í hnefaleik, hugsaði Saxon. Það
var helmingi verra en hún
hafði gert sjer í hugarlund.
Henni hafði aldrei hugkvæmst
að hægt væri að valda svo mikl
um meiðlum með hönskum.
Aldrei framan mátti Billy gera
þetta. Aldrei. Þá var betra að
taka þátt í upphlaupum á götu.
Þegar hún var að hugsa um
þetta, opnaði hann skárra aug-
að og muldraði eitthvað.
„Hvað vantar þig?“ spurði
hún, en varð þess í sömu svip-
an vör að hann sá ekkert og að
hann var með óráði.
„Saxon-------Saxon“, stundi
hann.
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefavið-
skiftanna. Sími 1710.
130.
stundina í Lovehöfn. Áhöfn þess munaði ekkert um að
handtaka Tingcomb. Innan þriggja daga ættum við að
hafa komið honum fyrir í fangelsinu í Launceston, þar
sem þjer getið haft ánægjuna af því að yfirheyra hann
og dæma.“
Sir Bevill fjellst á þetta og tíu mínútum seinna var jeg
húinn að fá handtökuheimildina. Jeg skýrði Delíu og
Pottery frá ákvörðun minni, og eftir að skipstjórinn hafði
íýst því yfir, að hann væri reiðubúinn að hjálpa mjer, voru
hestar okkar söðlaðir og við lögðum öll þrjú af stað, því
Ðelía krafðist þess að fá að fara með okkur. •
Pottery gekk við hliðina á okkur, en Delía sagði mjer,
hvernig Settle og bófar hans hefðu farið með hana til
Bristol, þar sem hún var sett í fangelsi. í fangelsinu var
hún í fjóra mánuði, en þá var hún flutt um borð í skút-
una, sem halda átti til Virginíu. Hvernig hún fjekk um-
flúið þetta, vissi jeg best sjálfur.
„En hefurðu aldrei,“ spurði jeg, „reiðst mjer fyrir að
yfirgefa þig, þegar Settle og menn hans rjeðust á okkur?“
„Nei, það hefi jeg ekki, Jack, því þar fannst mjer þú
gera rjett.“
„En þú hugsaðir þó öðru hvoru til mín, er það ekki?“
„Ætlarðu að byrja aftur?“ Hún stöðvaði hest sinn og
leit á mig. „Jeg man nú, að jeg kyssti þig í gærkveldi,
en þá var jeg líka svo hamingjusöm, að jeg hefði getað
' kysst sjálfan böðulinn. — En nú skulum við tala um eitt-
r.vað annað.
Pottery skipstjóri, skildi við okkur í Launceston. Ætl-
aði hann að halda þaðan til Love og sækja skip sitt, en
áður en hann fór, lofaði hann því, að hann mundi vera
kominn til Gleys með alla áhöfn sína innan 48 klukku-
stunda. Delía og jeg riðum nú hratt í suð-vesturátt, og
jeg var einmitt að hugsa um flótta minn eftir þessari
sömu leið, þegar jeg heyrði hljóð, sem kom mjer mjög
á óvart.
— Maðurinn minn sem sagði
að þið hefðuð það alltaf svo
ánægjulegt hjer í klúbbnum.
★
Það var á því herrans ári
1970. Faðir og sonur áítu tal
í saman.
— Segðu mjer, pabbi, sagði
sonurinn, hvað varð eiginlega
af þessum hræðilega manni
Adolf Hitler?
— Ja, það var hulin ráðgáta
í fjölda ár. Hann átti að, hafa
framði sjálfsmorð, leynst á
Spáni, í Japan, í Argentínu o.
s. frv. En svo skeði það 1960
að smásali einn í Moskva,
Donnerblitz að nafni, ljest af
illkynjuðum magasjúkdóm. Það
var Hitler. Hann hafði átt þar
heima í 15 ár.
— En hvernig stóð á því, að
enginn hafði þekkt hann fyr?
— O, hann skifti um nafn og
rakaði af sjer skeggið, en hag-
aði sjer að öðru leyti alveg eins
og hann hafði gert áður. Bölv-
aði Ameríkönum, Bretum og
yfirleitt öllum lýðveldunum.
Þessvegna hjeldu nágrannarnir
að hann væri bara ósköp venju
legur og skikkanlegur Rússi.
★
— Geturðu sagt mjer, hvað
er sameiginlegt með Amaríku
og Svíþjóð?
— Já, þau liggja jafnlangt
hvort frá öðru.
★
Hansen var með bundið um
'ennið og leit sannast að segja
hálf-aumingjalega út.
— Hvað, hefirðu meitt þig?
spurði vinur hans.
' — Já, jeg beit mig, svaraði
Hansen.
' — Beistu þig? Hvernig í ó-
sköpunum geturðu bitið sjálf-
an þig í ennið.
— Það eF alls ekki svo erfitt,
bara ef maður klifrar upp á
stþl.
itiimiiimiiiiiiiiiiiiiimiitimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiittjn
IMorffi 101
| Jlissllii 101
I Vil kaupa nýja eða ný- |
| lega Morris 10 eða Austin |
f 10 fólksbifreið. Uppl. í |
| síma 3728 frá kl. 11—2 í |
I clag- |
irminiim iii iii ii iii iii iimiiimiiiiiiiiiiimiiiimiiimim afl