Morgunblaðið - 13.11.1947, Side 1

Morgunblaðið - 13.11.1947, Side 1
34. árgangur 259. tbl. Fimtudagur 13. nóvember 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. Afstaða íslendinga til Grænlands rædd í Danmörku Rasmussen ræðir máiið Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. í SKEYTI frá Norsk Telegrambureau til Ritzau-frjettastof- 'innar, þar sem rætt er um áhuga íslendinga fyrir fiskimiðun- um við Grænland, er þess getið, að íslensku kröfurnar nái til íleira en fiskveiðirjeltindanna. Numið frá íslandi. Segir í skeytinu, að íslend- ingar leggi áherslu á það, að Grænland hafi verið numið frá Islandi og að sterkar raddir sjeu nú uppi um, að kröfur ís- lendinga til landsins verði lagð ar fram meðan á núverandi samningaumleitunum stendur við Dani. Rasmussen er ,,fyndinn“. Gustav Rasmussén hefur í sambandi við ofangreint frjetta skeyti sagt í viðtali við „Ber- | linske Tidende“, að kröfur ís- i lendinga byggist að öllum lík- ; indum á þeirri skoðun Jóns Dúsasonar, að Norðmenn þeir, sem fóru til Grænlands, hafi komið frá Islandi. Enginn vafi er á því, segir Rasmussen, að þeir lögðu upp frá Islandi. — Þessar upplýsingar hafi mikið sögulegt gildi, en þær sjeu þýð ingarlausar í umræðum um Grænland vorra daga. Gvmveifl herveldi Bandaríbjamaður ræðir um olíulindirnar við Miðjarðarhaf New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. í RÆÐU, sem Loy W. Henderson, yfirmaður Asíu og Afríku- deildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, flutti í New York í dag, komst hann meðal annars svo að orði, að örlög þriggja heimsálfa grundvölluðust á því, að takast mætti að koma í veg íyrir, að olíusvæðin fyrir botni Miðjarðarhafs og við Rauðahaf fjellu í hendur „óvinveittu stórveldi". Dró Henderson enga dul ó, að hann ætti hjer við Rússland. Heimsfriðurinn. ^ Enginn vafi er á því, sagði Henderson, að okkar eigið ör- yggi og heimsfriðurinn byggist á bví, að engum ofbeldisaðferð- um verði beitt á þessum land- svæðum. Þau eru undirstaða framleiðslu og flutninga — ekki aðeins fyrir Suður-Asíu og Afríku, heldur einnig fyrir Ev- rópu framtíðarinnar. Mundi tefja endurreisnina. Óvinveitt herveldi mundi geta tafið endurreisn Vestur- Evrópu og komið 1 veg fyrir framleiðsluþróun bæði Afríku og Suður-Asíu, tækist því, að komast höndum yfir hráefnin þarna. Ef það einu sinni næði tangarhaldi á þessum auðlind- um, nlundi það ekki aðeins ráða örlögum að minsta kosti þriggja heimsálfa, heldur og varpa dimmum skugga yfir heim all- an. Aukafjáriögin bresku FJÁRAUKALAGAFRUM- VARP bresku stjórnarinnar var lagt fram í neðri málstofu breska þingsins í dag, og fylgdi Hugh Dalton fjármálaráðherra því úr hlaði. í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir nýj- um sköttum, sem nema munu um 208 miljón sterlingspund- um á ári, auk þess sem tollur á áfengi verður töluvert aukinn, gróðaskattur tvöfaldaður og sjerstakur skattur lagður á veð- banka. Hans Hedtoft myndaði stjórn í Danmörku í gær Ehenhower fær Fílorðuna Þegar Gustav Rasmussen utanríkisráðherra Dana var í Banda- ríkjunum á dögunum hafði hann mcðíerðis æðstu orðu, sem Danakpnungur veitir, en það er Fílorðan, handa Eisenhovver hershöfðingia. Myndin hjer að ofan er af Eisenhower með Fílinn um hálsinn, en kona hans horfir hrifin á. „Við flýðum til að bjarga lífi okkar“ Einkaritari Mikolajczyk kominn fi! SvíþjóSar Stokkhólmi í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. STEFAN KARBONSKI, einkaritari Mikolayczyk, pólska bænda- leiðtogans, sagði í viðtali við frjettamenn hjer í Stokkhólmj í dag, að bæði hann og þeir aðrir Stjórnmálamenn pólskir, sem neyddust til að flýja heimaland sitt, hefðu gert það til að bjarga lífi sínu. <s>----------------------- Kom fyrir viku. Það var fyrst í dag, að skýrt var frá því, að Karbonski hefði tekist að komast undan til Sví- þjóðar. Hann kom þangað fyrir um viku síðan, en líklegt er tal- ið, að hann haldi til Bretlands innan fárra daga. Átti að svifta hann þinghelgi. Karbonski sagði frjettamönn- unum sænsku, að hann hefði leynilega fengið vitneskju um það, að stjórnarvöldin hefðu í hyggju að svifta hann þing- i helgi sinni. Var svo í ráði að saka hann um landráð, en það er uppáhaldsákæra kommúnista leiðtoganna í Austur-Evrópu. Kona Karbonski komst undan með honum. Berjast viS hvern sem er BEIRUT: — Muftinn af Jerúsal- em, scm nú er í heimsókn í Leban- on, hefur látið hafa eftir sjer, að Arabar muni berjast við hvern sem er, til þess að hindra skiptingu Palestínu. Rasmussen áfram utanríkis- ráðherra Kaupm.höfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HANS HEDTOFT, formaður danska alþýðuflokksins mynd aði í dag nýja stjórn, eftir að tilraunir fjögurra aðalflokka Danmerkur til að mynda sam- steypustjórn, höfðu farið út um þúfur. Hedtoft lagði ráð- herralista sinn fyrir Friðrik konung í kvöld, en búist er.við því, að hxn nýja stjórn muni á morgun (fimmtudag) taka formlega við störfum. Hinir nýju ráðherrar eru 17 — þar á meðal einn kvenmaður — og fara nöfn þeirra hjer á eftir: Rá&herralistinn Hans Hedtoft veiður forsætis- ráðherra, Gustav Rasmussen utanríkisráðherra, Hans Hansen f jármálaráðherra, Wilhelm Buhl ráðherra án sjerstaks ráðuneyt- is, en mun eiga að starfa aðal- lega að efnahagsmálum, K. Bor- cling landbúnaðarráðherra, Al- sing Andersen innanríkisráð- herra, Johannes Kjærboel bygg- inga- og heilbrigðisráðherra, Carl Petersen ráðherra ríkis- framkvæmda, Nieis Busch-Jen- sen dómsmálaráðherra, Hartvig Frisch menntamálaráðherra, Christion Christiansen sjávar- útvegsráðherra, J. Stroem fje- lagsmálaráðherra, Rasmus Han- sen landvarnarráðherra, Frede Nielsen kirkjumálaráðh. Manus Sörensen atvinnumálaráðherra, Fanny Jensen ráðherra án ráðu- neytis, en mun hafa yfirumsjón barnafræðslu o. fl„ og Jens Krag verslunar og birgðamálaráð- herra. Allir ráðherrar hinnar nýju stjórnar eru jafnaðarmenn nema Gustav Rasmussen, sem er utan- flokka. Fulltrói Indlands efeki í kjöri Lake Success í gærkvöldi. TILKYNT var hjer í Lake Succ- ess í dag, að Indland hefði ákveð ið að hætta við að gera kröfu til sætis í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, en atkvæða- greiðsla um sætið hefur hvað eftir annað reynst árangurslaus,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.