Morgunblaðið - 13.11.1947, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 13. nóv. 1947
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSann.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda.
kr. 12,00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Letbók.
„Fast lágmarksverð“
ALÞÝÐUSAMBANDSÞNG hefur nú lagt fyrir þjóðina
lillögur sínar um það, hvernig bátaútveginum verði rjett
hjálparhönd í erfiðleikum þeim, sem hann á nú við að
stríða.
Bendir það fyrst og fremst á þrjár leiðir er farnar skuli.
Sú fyrsta og mikilvægasta er ,,að bátáútveginum verði
tryggt fast lágmarksverð fyrir fiskinn, sem tryggi hluta-
sjómönnum rjettlát kjör í samræmi við aðrar atvinnu-
stjettir“.
í öðru lagi ,,að útveginum verði sjeð fyrir hagstæðari
iánakjörum“ og í þriðja lagi, „að skattalögin verði end-
urbætt“.
Athugum hvernig þessar leiðir verða farnar. Hvað er
það, sem fyrst og fremst ræður verði íslenskra útflutn-
ingsafurða?
Um það þarf enginn að fara í grafgötur. Það er fyrst
og fremst verðlag samskonar vöru almennt á heims-
markaðinum. Þetta vita allir óbrjálaðir menn. Hið „fasta
lágmarksverð“ sem sett yrði á sjávarafurðir okkar yrði
þessvegna að vera í samræmi við það verð, sem við gæt-
um fengið fyrir þær á erlendmu mörkuðum í samkeppni
við aðrar þjóðir. Ákvörðun verðlagsins, sem miðuð væri
við annað en þetta væri gjörsamleg markleysa.
En lausnarorð kommúnista er samt sem áður „fast lág-
marksverð“. Þá spöku menn varðar ekkert um, hvort
íslenskar framleiðsluvörur eru samkeppnishæfar við
iramleiðslu annara þjóða, sem við okkur keppa um fisk-
markaði. Þeir vita ekkert um þá staðreynd að stöðvun
bátaútvegsins íslenska nú, sprettur fyrst og fremst af
því, að kostnaðurinn við útgerðina er orðinn of hár. Halda
kommúnistar að „fast lágmarksverð“ myndi breyta þeirri
staðreynd?
En á sama tíma, sem kommúnistar samþykkja
slíkar tillögur um bjargráð við útveginn, vinna þeir
ötullega að því að auka enn framleiðslukostnað hans.
Ákveðin fjelög iðnaðarmanna eru hvött til að gera
kröfur um hækkað kaupgjald, kröfur, sem hljóta að
þýða aukinn kostnað fyrir útgerðina ef þær ná fram að
ganga.
Finnst sjómönnum og útvegsmönnum ekki að komm-
únistar sjeu sjálfum sjer samkvæmir í framkomu sinni
gagnvart útgerðinni?
Nei, skrípaieikurinn er of auðsær til þess að ekki verði
sjeð í gegn um þann svika vef, sem kommúnistar eru að
spinna. Krafan um „fast lágmarksverð fyrir fiskinn, sem
Iryggi hlutasjómönnum rjettlát kjör —“ er einhver
heimskulegasta blekkingatilraun, sem íslenskur stjórn-
málaflokkur hefur leyft sjer að gera. Setning ábyrgðar-
iaganna á síoasta Alþingi breytir þar engu um. Sú lög-
gjöf var sett í trausti þess að afurðaverðið yrði svo hátt
á heimsmarkaðinum að til ábyrgðar ríkissjóðs þyrfti
aldrei að koma. Sú von brást. Samkvæmt upplýsingum
fjármálaráðherra mun ríkissjóður að öllum líkindum
þurfa að greiða yfir 20 miljónir króna vegna þeirrar laga-
setningar.
En hvað um hinar tvær leiðirnar?
Ef til vill bjarga þær öllu við?
Að „útveginum verði sjeð fyrir hagstæðari lánakjör-
um“. Er ekki líklegt að það verði auðvelt þegar láns-
stofnanir þjoðarinnar eru komnar á heljarþröm vegna
lömunar útf 1 u tningsframleiðslunnar ?
En leið kommúnista er samt þessi: Lánsstofnanirnar
eiga að veita útvegnum hagstæðari lán en nokkru sinni
íyrr þegar hann er hættur að geta framleitt vegna of hás
íramleiðslukostnaðar!!
En þá eru „endurbæturnar“ á skattalöggjöfinni eftir.
Halda útvegsmenn og sjómenn ekki að þær „endurbæt-
ur“, sem kommúnistar gerðu á þeirri löggjöf yrði þeim
til mikils ljettis?
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Allt að fara í
hundana.
„ÞETTA er ljóta ástandið, alt
að fara í hundana. Nú verður
ekki lengur hægt að fá jólatrje
til að gleðja börnin. Það hefir
ekki skeð í 30 ár. Oft hefir
mjer gengið illa að ná í trje
fyrir jólin, en í þrjátíu ára bú-
skap hefir mjer einhvernveg-
inn tekist það. „Ekki veit jeg
hvar þetta endar alt saman.
Það er ekkert að hafa nema
höft og skömtun“.
A þessa leið mælti góður og
gegn borgari, sem jeg hitti í
gær og stundi svo $ungan. Það
var helst á honum að heyra að
allar syndir þessa vonda heims
hvíldu á honum.
•
„Erfiðir tímar í hönd“.
ÞAÐ LEGGJAST stundum
að mönnsm áhyggjur í skamm
deginu og mjer datt í hug, að
segja þessum kunningja mínum
gamla franska sögu, sem jeg
hafði einhversstaðar lesið fyrir
löngu, en hún er á þessa .leið:
Listamaður sat í veitingahúsi
og drakk glas af víni. Honum
var litið á dagblað á borðinu
hjá sjer og þar stóð með feitu
letri: „Erfiðir tímar fara í
hönd“. Listamaðurinn hætti við
að kaupa sjer annað vínglas og
sagði við veitingamanninn:
„Erfiðir tímar fara í hönd“.
„Erfiðir tímar!“ sagði veit-
ingamaðurinn. „Þá getur kon-
an mín ekki keypt sjer silki-
kjólinn, sem hún ætlaði að fá
sjer“.
•
Og flýgur fiski-
sagan.
„ERFIÐIR TÍMAR!“ sagði
dömuklæðskerinn. „Þá get jeg
ekki ráðist í að láta endur-
byggja verslunina mína“.
„Erfiðir tímar“, stundi bygg-
ingameistarinn. „Þá kemur
ekki til, að jeg láti mála mynd-
ina af konunni minni“.
Þegar listamaðurinn fjekk
brjef frá byggingameistaranum
um að hann neyddist til að
hætta að láta mála mynd af
konunni sinni, eins og hann
hefði ákveðið fór listamaðurinn
aftur í veitingahúsið og settist
þar við borð í þungu skapi. Þar
rakst hann á sama dagblaðið
sem fyr og tók þá eftir að það
var tveggja ára gamalt!
•
Enn um þvoítahús.
ÚT AF GREINARSTÚF frá
lausamanni og einstæðing, sem
á í erfiðleikum og basli með að
fá festa á sig tölu og tekið í
gat á sokk, sem birtist hjer í
blaðinu í gær, skrifar Gísli Sig-
urbjörnsson:
„Út af smáklausu um þvotta-
hús o. f 1., sem birtist í Mbl. í
dag eftir Ol. Gunn. þætti mjer
vænt um að fá rúm fyrir eftir-
farandi.
Ol. Gunn. segir m. a.:
„Þegar Þvottamiðstöðin tók
til starfa greiddist mjög úr
vandræðum þeim, sem menn
höfðu með að fá þvegna spjör
'umtölulítið og hæfilega fljótt
afgreitt. Mesti gleðihreimurinn
hvarf úr rödd afgreiðslukvenna
hinna þvottahúsa borgarinnar,
en sá hreimur var all áberandi
er neitað var um alla úrlausn
áður og fyrr“.
Enda þótt starfræksla Þvotta
miðstöðvarinnar hafi að sjálf-
sögðu bætt að nokkru úr hinni
brýnu þörf fyrir fleiri þvotta-
hús, þá er það enn svo, að
þvottahúsin verða ennþá að
neita fjölda manns um að þvo
fyrir þá.
Omakleg ásökun.
„ÞAÐ ER með öllu ómakleg
og ósæmileg ásökun að af-
greiðslukonur þvottahúsanna
hafi verið einhver gleði í því
að verða að neita viðskiftum
og geta ekki gert mönnum
greiða með því að þvo fyrir þá.
Eiga þær heldur þakkir skilið
fyrir ágæt störf, og forstöðu-
konur þvottahúsanna einnig,
fyrir þann dugnað og alúð sem
þær hafa lagt i starf sitt á þeim
tímum, þegar erfitt var að fá
starfsfólk og vjelar víðast hvar
ónógar og sumar úr sjer gegn-
ar vegna ofnotkunar.
Ol Gunn. segir að afgreiðsl-
an hafi gengið seint. Það getur
verið að það sje svo sumstaðar,
en jeg þekki þvottahús þar sem
allur þvottur er afgreiddur í
sömu viku og honum er veitt
móttaka.
Gísli Sigurbjörnsson“.
•
Smylguðu nylon-
sokkarnir.
ÞÁ ER BÚIÐ að dæma nylon
sokka-smyglarana — að minsta
kosti þá, sem náðst hefir í. —
„Lögin í gildi!“ sagði maðurinn
um árið í mikla slagnum.
En þessi nylondómur minnir
mig á uppástungu, sem jeg kast
aði fram hjer á dögunum um,
að rjett væri að halda uppboð á
hinum smygluðu nylonsokkum
og láta barnaspítalasjóð Hrings
ins njóta góðs af. Ríkissjóður
gæti látið sjer nægja 10 þúsund
kallinn. En barnaspítalasjóðinn
munar um það sem inn kæmi
á uppboðinu.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . !
, —, 1
j Eftir G. ]. Á. J———»——■——■■—■■—■■—"—- ■■ -—-♦
Hvað eru stríðsolæplr!
Sigurvegarinn semur
,,lögin“ um styrjaldar-
rekstur — og er stund-
um jafnsekur sakbom-
ingnum.
ÞEGAR deilur Indonesa og
Hollendinga stóðu sem hæst síð
astliðið ár, skýrðu blöðin frá
því, að Bretar, sem þá enn
höfðu nokkurn her í Indónesíu,
hefðu brent eitt þorp fólksins
þarna til grunna, í hegningar-
skyni fyrir „morð á breskum
borgurum“. Ekki þori jeg alveg
að fara með það, en þó er eins
og mig minni, að atburður þessi
hafi átt sjer stað nokkru áður
en Tjekkar dæmdu til dauða
mennina, sem stóðu fyrir eyð-
ingu bæjarins Lidice, sem nú er
frægur orðinn.
Þessi hefndarráðsstöfun Bret
anna sýnir jafn vel og margt
annað, hversu lítils virði hin
svokölluðu „óskráðu lög“ styrj
aldanna í raun og veru. Sann-
leikurinn er sá, að það eru að-
eins ein „lög“ til í þessum efn-
um — „lagaákvæði“ sigurveg-
.arans, sem er alt í senn: dóm-
ari, ákærandi og verjandi.
Dæmin eru óteljandi.
• •
Skaut fanga.
Jeg kyntist einu sinni banda-
rískum hermanni -— tvítugum
pilti, sem barist hafði og særst
í Ítalíu. Hann hafði verið kvadd
ur úr skóla og sendur á vígvell
ina, og þar hafði hann barist
og drepið og verið góður her-
maður. Jeg veit ekki hver sjón
armið hans voru, áður en hann
lifði þetta alt, en eftir að jeg
hafði kynst honum nokkuð,
sagði hann mjer — og mjer
fanst hann hálfvegis hróðugur
— að hann hefði eitt sinn að
nýlokinni orustu, tekið þátt í
fjöldadrápi þýskra stríðsfanga.
Við bara stilltum þeim -upp,
sagði hann, og svo skutum við
þá.
Hvað skyldu margir af her-
mönnum möndulveldanna hafa
verið skotnir fyrir að drepa
Ribbentrop var hengdur
vopnlausa stríðsfanga banda-
manna.
• •
Rússinn hreinsar til.
Um það leyti er stríðinu lauk
í Evrópu, las jeg í bandarísku
blaði frásögn af því, er Banda-
ríkjamaður fór í heimsókn til
þýsks þorps, sem rússnesk her-
deild var nýbúin að taka. Þeg-
ar Bandaríkjamaðurinn kom á
staðinn, var liðsforingi her-
deildarinnar að leita sjer að
dvalarstað, og sá bandaríski
slóst í för með Rússanum með-
an hann gekk hús úr húsi og
svipaðist eftir sem vistlegust-
um húsakynnum. Bandaríkja-
maðurinn lýsir því eins og hálf
hlæjandi, hvernig liðsforinginn
hreinsaði til í húsinu, sem hon-
um leist best á. — Hann „kom
berandi með emjandi krakka
undir handleggnum“ og íleygði
honum út úr húsinu, en á und-
an sjer hrakti hann gamlan
mann, sem svo var kominn til
ára, að hann „átti bágt með að
flýta sjer“.
Einhversstaðar hefði þetta
verið talið til misþyrminga.
• •
Loftárásirnar.
Nokkrir af flugforingjum
Þjóðverja hafa verið dæmdir
fyrir það, að hafa staðið fyrir
loftárásum á borgir, þar sem
tugþúsundir borgaranna hafa
látið lífið. Þeir höfðu brotið
„styrjaldarlögin“.
(Framhald á bls. 8)