Morgunblaðið - 13.11.1947, Side 7
Fimtudagur 13. nóv. 1947
MORGVNBL4ÐIÐ
7
ÞINGKOSNINGARNAR í DANMÖRKU
Þingkosningarnar dönsku þ.
28. október áttu ekki miklum
vinsældum að fagna meðal
borgaralegu flokkanna. Krepp-
an í Danmörku harðnar stöð-
ugt. Þurkarnir í sumar hafa
valdið stórkostlegu tjóni. Við-
skiptahallinn við útlönd fer sí-
vaxandi og samningarnir við
England hafa farið út um þúf-
ur.
Þegar svona er ástatt, er at-
hafnasöm stjórn og samvinna
milii flokkanna nauðsynleg. En
þingkosningar lama athafnir
stjórnarinnar um tveggja til
þriggja mánaða tíma og auka
sundrungina milii flokkanna,
segja blöð borgaraflokkanna,
einnig blöð Radakala flokksins,
sem þrátt fyrir þetta alt feldi
stjórnina.
Eins og kunnugt er, varð deil
an um Suður-Sljesvík stjórn-
inni að falli. Radikali flokkur-
inn lagði fyrir Þjóðþingið til-
lögu, þar sem stefna forsætis-
ráðherra í Suður-SIjesvíkur
málinu var gagnrýnd, og var
tillagan samþykt með atkvæð-
um allra flokka gegn atkvæð-
um Vinstri og íhaldsmanna.
Forsætisráðherra stofnaði því
til nýrra kosninga til Þjóðþings
ins.
Suður-Sljesvík ruglaði
flokkslínuna.
Með þessari vantraustsyfir-
lýsingu hefir Radikali flokkur-
inn tafið tilfinnanlega fyrir
efnahagslegu viðreisnarstarfi,
slitið samvinnu við hina borg-
araflokkana og knúið fram
kosningar, sem að líkindum
leiða til þess, að Jafnaðarmenn
mynda stjórn, sögðu talsmenn
íhaldsflokksins.
Talsmenn Radikalaflokksins
segja aftur á móti: Knud
Kristensen forsætisráðherra hef
ir margsinnis lofað að fylgja
þeirri stefnu, sem lýst er í hinni
svonefndu október-orðsendingu
til Englendinga. Þar segir, að
Danir fari ekki fram á það að
fá Suður-Sljesvík. Þrátt fyrir
þetta hefir forsætisráðherrann
hvað eftir annað borið fram
kröfur, sem miða að því, að
tryggja íbúunum í Suður-Sljes-
vík möguleika á því að samein-
ast Danmörku. Stórveldin geta
ekki áttað sig á stefnu Dana í
Suður-Sljesvíkur málinu, þegar
eitt er sagt í opinberum orð-
sendingum og forsætisráðherr-
ann segir annað.
Knud Kristensen gat ekki
verið í neinum vafa um það,
að honum yrði steypt í þinginu,
ef hann hjeldi þessu áfram.
Samt sem áður gerði hann það.
Líklega hefir Knud Kristensen
litið svo á, að stjóm hans yrði
að gefast upp við úrlausn efna-
hagsvandræðanna og að kosn-
ingar væru því óhjákvæmileg-
ar. Hann hefir um leið gert ráð
fyrir, að heppilegra væri fyrir
Vinstriflokkinn, að stofnað yrði
til kosninga vegna Suður-Sljes
vígska málsins og ekki vegna
fjárhagsvandamálanna.
Þrátt fyrir þessa röksemda-
leiðslu virðist fylgistap Radi-
kala flokksins við kosningarn-
ar að miklu leyti vera því að
kenna, að flokkurinn sleit sam-
vinnu við hina borgaraflokkana
og skapaði þanníg jafnaðar-
Eftlr Pál Jónsson
Eftir kosninganóttina: Knud Kristensen fyrverandi forsæíis-
ráðherra Dana og frú hans vöktu aíla nóttina á mcðan verið
var að teíja atkvæðin í dönsku kosningunum og var þessi
mynd tekin af þeim er þau voru að fara heim um morguninn
mönnum möguleika til þess að
komast til valda.
Ekki danskt land.
Þótt stofnað væri til kosn-
inga vegna deilunnar um Suð-
ur-Sljesvík, snjerust kosning-
arnar bæði um Sljesvík og efna
hagsmálin. Um Sljesvíkurmál-
ið var vitanlega mikið rætt.
Vinstri og íhaldsflokkurinn eru
einu aðalflokkarnir, sem
tryggja vilja Suðui -Sljesvíkur-
búum sjáifsákvörðunarrjett eða
með öðrum orðum rjett til þess
að sameinast Danmörku. Aðal-
atriðið í þessu sambandi er það,
hvort danska hrevfingin í Suð-
ur-Sljesvík byggist á varanleg-
um þjóðlegum sinnaskiftum,
eða hvort eingöngú vakir fyrir
Suður-Sljesvíkbúum að vilja
fyrir hvern mun sleppa burt
úr eymdinni i Þýskalandi.
Þeir sem andvígir eru stefnu
Knud Kristensens í þessu máli,
eru sannfærðir um, að þarna
sje ekki um varanleg sinna-
skifti að v-æða. Benda beir á,
að á tímabilinu 1920—1939 tald
ist mönnum svo til, að aðeins
15.000 af rúmlega 300.000 íbú-
um í Suður-Sljesvík væru
danskir að þjóðerni. Danir
fengu aldrei meira en 5% af
atkvæðunum við kosningar.
Meira en 5,4 miijón Þjóðverja
yrðu því innlimaðir í Danmörku
ef Danir fengju Suður-Sljesvík.
Chrisímas Möller.
Christmas Möller stenur
fremstur í fiokki þeirra, sem
eru andvígir suðursljesvíksku
hreyfingunní. Hann sagði sig
úr þingflokki íhaidsmanna,
bauð sig fram utan flokka, en
fjell við kosningarnar. Kosninga
baráttan kostaði hann 10.000
kr., sem hann greiddi úr eigin
vasa. Christmas Möller iítur svo
að framtíð Danmerkur verði
stofnað í hinn mesta voða, ef
suðursljesvíska. hreyfingin
verði ofan á. Hann er því reiðu-
búinn íil að leggja alt i sölurn-
ar ti) þess að koma í veg fyrir,
að svo fari. Yfirgnæfandi meiri
hluti þeirra Suður-Sljesvíkbúa,
sem kalla sig Dani, geta hvorki
talað nje skrifað dönsku. Christ
mas Möller segir: Það er ósæmi
legt fyrir Dani að færa okkur
ósigur og eymd Þjóðverja i nyt,
til þess að svifta þé landssvæð-
um, sem eru þýsk Finst hon-
um eins ®g mörgum öðrum, að
þarna sje um að ræða leifar af
gamalli danskri yúirgangs-
stefnu.
Fjárliagurinn versnar.
Eftir því sem leið á kosninga-
baráttuna. lögðu leiðandi menn
allra flokka meivi áherslu á
efnahagsmálin. Stjórnin hefir
átt við mikla erfiðleika að
stríða. Ailir flokkar, nema
Kommúnistar, viðurkenna, að
frumorsakir erfiðieikanna, fvrst
og fremst fóðurskortur bænda,
eru ekki stjórninni að kenna. En
hún var seinlát og ráðlaus, beg-
ar vandræðin báru að höndum.
Varð það tií þess að auka erfið-
ieikana. sögðu Jafnaðarmenn og
bentu á, að Danir áttu 250
miljónir kr. í erlendum gjald-
eyri, þegar Knud Kristensen
tók við völdum. en skulda ni\
h. u. b. 1000 milj
Frjáis viðikifti.
Fyrir kosningarnar 1945 voru
frjáls viðskif.i eitt aðalatriðið
á steínuskrá Vinstrímanna.
Töldu þeir mörgum trú um, að
þeir væru betri verndarar þess-
arar stefnu en Ihaldsmenn. Var
þetta ein af ástæðunum til þess,
að fylgi Vinstriflokksins jckst
þá að miklum mun, ekki hvað
sist á kostnað Ihaldsmanna. En
þrátt fyrir þessi kosningaiöíorð,
hefir Vinstrimannastjórn Knud
Kristensens aukið viðskiftahöml
urnar. Gleymdu andstæðingar'
hennar ekki, að minna hana á
þetta nú fyrir kosningarnar.
Annars hafa íhaldsmenn sjer-
staklega fundið að stefnu stjórn
arinnar í peningamálunum.
Segja þeir, að aðgerðir hennar
gegn verðbólguvoðanum sjeu
algerlega ófullnæjandi, stjórn-
in hafi ekki gert nægilegt til
þess að draga úr peningaflóð-
inu. Leggja íhaldsmenn aðal-
áherslu á það, að peningaflóðið
verði minkað með ríkislántök-
um í stórum stíl.
Þjóðnýting lögð á hilluna.
Þegar urn efnahagsmálin var
að ræða, lögðu allir borgara-
flokkarnir aðaláherslun.i á það,
að frjálst atvinnulíf og einstakl
ingsframtakið yrði varðveitt og
að kjósendur greiödu atkvæði
á móti áætlunarbúskap, rót-
tækri ríkisíhlutun og þjóðnýt-
ingu. Þetta var þungamiðja
kosningabaráttunnar.
Fyrir kosningarnar 1945 settu
Jafnaðarmenn róttækar þjóð-
nýtingartillögur á stefnuskrá
sína. Af ótta við Kommúnista
sneru þeir þannig bakinu við
hinni hógværú stefnu, sem
Stauning fylgdi á árunum fyrir
styrjöldina. Þessi stefnubreyt-
ing leiddi meðal annars til þess,
að Radikali flokkurinn sleit
allri samvinnu við Jafnaðar-
menn.
En nú fyrir hinar nýafstöðnu
kosningar lögðu Jefnaðarmenn
þjóðnýtingarstefnuna á hill-
una, minnast alls ekki á hana
í stefnuskrá sinni. Alt bendir
til þess, að Hedtoft ætii sjer
nú að feta í fótspor Staunings.
Beigur af kommúnistum er nú
horfinn.
Þirsgmeirihluti gegn
Suður-Sljesvík.
Deilan ora Suður-Sljesvík
gerði mörgum erfitt að átta sig
á því, hvernig þeir ættu að
greiða atkvæði. Hvað átti t. d.
Vinstrimaður að géra, ef hann
var andvígur Suðursljesvísku
hreyfingunni? Átli hann að
bregðast flokki sínum vegna
Suður-Sljesvíkur og greiða
pólitískum andstæðingum at-
kvæði? Eða átti hann að styðja
flokk sinn, þótt sannfæring
hans viðvíkjandi Sljesvík biði
honum að gera ennað? Lang
flestir munu hafa greitt at-
kvæði eftir flokkslinum án til-
lits til Suður-Sljesvíkur.
Kosningarnar gefa því ekki
ljósa hugmynd um afstöðu kjós
endanna til sljesvíksku hreyf-
ingarinnar. Hins vegar verður
ekki um það deilt að töluverð-
ur meiri hluti þingmanna í ný-
kosna þinginu er henni and-
vígur og hafa þessir þingmenn
til samans fengið næstum 300
þús. fleiri atkvæði en hinir.
Hiakfarir kommúiiista.
Mesta eftirtekt hafa hrakfar-
ir kommúnista við þessar kosn-
ingar vakið. Eins og kunnugt
er. töpuðu þeir helming þing-
sæta. Þegar heimsstyrjöldin
hófst, höfðu kommúnistar ekki
nema 3 sæti í danska þinginu.
Við þingkosningarnar 1943 gátu
beir ekki boðið sig fram. Komm
únistaflokkurinn var þá bann-
aður í Danmörku. En við kosn-
ingarnar 1945 fengu þeir 18
þingsæti, aðallega vegna þess,
að þeir stóðu íramarlega í
frelsishreyfingunni dönsku á
síðustu stýrjaldarárunum. En‘
nú fengu þeir ekki nema 9 þing
sæti og aðeins 6,8% af greidoÞ
um atkvæðum. En samt sem
áður sögðu Kommúnistar, að
kosningaúrslitin sýna, að stefna
þeirra sje í samræmi við -vilja
meiri hluta þjóðarinnari(!)
Framkoma Rússa í Austur-
Evrópu, Petkovmálið og nýju
kommúnistasamtökin (,,komin-
forrn") virðist hafa valdið
mestu um kosningaósigur
kommúnistanna. Þeir höfðu
annars verið óvenjulega hógvær
ir fyrir kosningarnar. Þótt
mörgum einkennilegt að lesa í
stefnuskrá þeirra, að fólk ætti
að greiða Kommúmstum at-
kvæði, ef óskað væri, að Da:n-
mörk yrði óháð stórvelchm-
um(!) Jafnaðarmenn unnu
þessi 9 sæti, sem Kommúnistar
töpuðu, enda var hörð kosninga-
barátta háð milli þessara
tveggja verkamannaflokka.
Jafnaðarmenn kölluðu Kemm-
únista hinn fjarstýrða flokk,
5 herdeild og erindreka alþjóða
samsærisins.
Sigurvegararnir.
Það vakti mikla eftirtekt, að
Vinstri flokkurinn vann 11 þing
sæti og Ihaldsmenn töpuðu 9.
Og þó höfðu Vinstrimenn 'sfetið
við völd í 2 ár og orðið að
leggja margar og óvinsælar
byrðar á herðar kjósendanna.
Sljesvíkurmálið skaðaði íhalds-
menn og jók fylgi Vinstri-
manna. 20 til 30 þús. íhalds-
menn í Kaupmannahöfu
greiddu ekki atkvæði vegna
Sljesvíkurmálsins. Margir aðrir
Ihaldsmenn sem andstæðir eru
Sljesvíkurhreyfingunni greiddu.
Vinstri ílokknum atkvæði,
vegna þess að Knud Kristen-
sen er einn aðaltalsmaður þess-
arar hreyfingar og allmargir
íhaldsmenn lita svo á, að áhuga
málum þeirra sje sist ver kom-
ið í höndum Vinstrimanna en
íhaldsmanna sjálfra. Þar við
bætist, að kosningalögin dönsku
eru ekki að öllu leyti rjettlát,
þótt um hlutfallskosningar sje
að ræða. Vinstrim.enn fengu 3
þingsætum meira en þeir hefðu
átt að fá í samanburði við at-
kvæðamagnið.
Vinstrimenn og Jafnaðar-
roenn voru sigurvegararnir við
kosningarnar. Hver um sig
krefst því að fá stjórnartaum-
ana í sínar hendur. Jafnaðar-
menn vitna til þess, að beir sjeu
stærsti þingflokkurinn. Vinstri
menn benda aftur á móti á það,
að borgaraflokkarnir fengu
meiri hluta í þinginu, 82 af
148 þíngsætum. Vinstrimenn
iíta því svo á, að stjórnin eigi
að vera í höndum b.orgaraflokk
anna og það undir stjórn Vinstri
manna, sem er stærsti borgara-
flokkurinn og hefir staðið
fremstur í baráttunni á móti
Jafnaðarmönnum. Vinstrimenn
vilja því ekki sleppa stjórnar-
taumunum í hendur Jafnaðar-
manna, nema allar tilraunir
misheppnist til þess að myndn
borgarastjórn eða þá samsteypu
stjórn með þátttöku borgara-
flokka og Jafnaðarmanna undir
stjórn Vinstrimanna.
K.höfn, í okt. 1947.
Páll Jónsson.