Morgunblaðið - 15.11.1947, Side 5
I.augardagur 15. nóv. 1947
MORGUNBL4ÐIÐ
5
Dansíeikur
í tilefni af 25 ára og 35 ára afmæli skátafjelaganna,
verður haldinn að skátaheimilinu næstk. sunnudag kl.
9. Dansleikurinn er fyrir skáta eldri en 15 ára.
SkemtiatriSi: Hörður segir gamansögur. Nýtísku
uppboð. Gamanþættir: Sendiferð til
Parísar o. fl. Leikþátturinn: Afbragðs
kvöld. Dans: Róbert Amfinnsson, spilar^
Aðgöngumiðar verða seldir á laugardaginn frá 5—6.
NEFNDIN
Eftirmiðdagsdansleikur verður haldinn í Nýju Mjólk-
prstöðinni á morgun sunnudag 16. þ.m. frá kl. 3—6 e.h.
K. K.-sextettiim leikur
Kristján Kristjáinsson syngur nýjustu danslögin.
'Aðgöngumiðar við innganginn.
m
ANSLEIKIJR •
% í Tjarnarcafé í kvöld kl. 10, til ágóða fyrir S. f. B. S. 1
w w
% Aðgöngumiðasala í anddyri hússins frá kl. 5 í dag. f
Hafnjiröingar Reykvíki ngar
Takið eftir
í kvöld laugardagskvöld, er dansað frá kl. 9 til 11.30.
^ÁÍótei j^FÖátlAF
Jam Session
í Breiðíirðingabúð í dag laugard. kl. 3,30 e.h.
Kynnir: Jón M. Árnason.
Veitingar frá kl. 3
Breiðfirðingabúð
Frá 9. þingi Bandalags
starfsmanna ríkis ogbæja
EINS og skýrt hefir verið frá
hjer í blaðinu, er ný lokið 9.
singi Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja. Þingið Ijet ýms
mál til sín taka og gerði margar
ályktanir. Hjer fara á eftir á-
lyktanir þær er gerðar voru:
Samþyktir og ályktanir
sem gerðar voru
Dýrtíðarmál.
Þing B.S.R.B. gerir svofellda
ályktun varðandi dýrtíðarmál-
in:
Nauðsynlegar byrðar vegna
dýrtíðarinnar ber fyrst og
fremst að leggja á þá, sem gjald
þolið hafa mest.
Að gefnu tilefni varar þingið
mjög ákveðið við verulegri verð
hjöðnun.
I sambandi við umræður um
niðurfærslu verðlags bendir
þingið á þá staðreynd, að verð-
lagsuppbót á laun hefir frá því
verðbólgan hófst verið reiknuð
ársfjórðungslega eða mánaðar-
lega eftir á með þeirri afleið-
ingu að launþegar hafa um
skemmri eða lengri tima raun-
verulega greitt hækkað afurða-
verð með óbreyttri vísitölu, og
þannig borið skarðan hlut frá
borði, en þó einkum vegna ráð-
stafana um niðurgreiðslur af-»
urðaverðs. Fyrir því telur þing-
ið launþega eiga siðferðilegan
rjett á, að sá halli verði jafn-
aður, þegar dýrtíðin minnkar,
þannig að vísitölulækkun stafi
af lækkuðu afurðaverði, enda
gáfu þingflokkarnir á sínum
tíma fyrirheit um að svo yrði.
Þingið vekur sjerstaklega at-
hygli á því, að flest stjettar-
fjelög með frjálsum samnings-
rjetti um kaup og kjör hafa
fengið verulegar grunnkaups-
hækkanir síðan gildandi launa-
lög voru sett.
Þingið leggur áherslu á að
samtök launþega og framleiðslu
stjetta eigi þess kost að fylgjast
með ráðstöfunum þeim, sem
Alþingi hyggst að gera.
Þingið felur stjórn B.S.R.B.
að kalla saman aukaþing þess,
hvenær sem henni finnst á-
stæða til, vegna aðgerða lög-
gjafans í dýrtíðarmálunum.
Um skattamál.
9. þing B.S.R.B. beinir þeirri
áskorun til milliþinganefndar í
skattamálum, að néfndin taki
eftirfarandi atriði til greina við
endurskoðun skattalaganna:
Að fullnægjandi eftirliti með
kkattaframtölum verði komið
á, svo að tryggt verði að skatta
byrðin komi rjettlátlega niður.
Að persónufrádráttur verði
hækkaður í samræmi við raun
verulegan framfærslukostnað,
en nú þegar til samræmis bóta-
ákvæðum laga um almanna-
tryggingar, enda verði hraðað
rannsókn skv. fyrirmælum í
sömu lögum, sbr. 7. tölulið í
ákvæðum til bráðabirgða.
Að skattskyldar launatekjur
hjóna, sem bæði vinna utan
heimilisins, verði aðgreindar í
framtölum og skal skattleggja
þau hvort um sig ef þau óska,
enda sje tryggt, að það verði
ekki notað tij a‘ð dreifa eigin-
tekjum heimilisföður eða tekj-
um af atvinnurekstri.
Að sameinuð verði álagning
útsvars og tekjuskatts í einn
skatt, er verði innheimtur, hvað
launþega snertir, með jöfnum
afborgunum á 10 roánuðum jafn
óðum og laun eru greidd, en
innheimtu af öðrum skattskyld
um tekjum hagað í samræmi
við það.
Um laimalög.
9. þing B.S.R.B. ítrekar sam-
þykktir síðasta þings varðandi
gildandi launalög og felur vænt
anlegri stjórn þess að beita
sjer fyrir nauðsynlegum aðgerð
um í þá átt að hrinda þeim i
framkvæmd.
Lýðræði í atvinnumálum.
í sambandi við fjárhagsörðug
leika þjóðariiinar vegna vax-
andi verðbólgu, hefir glögglega
komið í ljós, að almennar kröf-
ur eru uppi um hagkvæmari
rekstur bæja og ríkisstofnana.
9. þing B.S.R.B. tehrr kröfur
þessar eðlilegar og rjettmætar
og vill því vekja athygli lög-
gjafans á nauðsyn bess að lýð-
ræði í atvinnumálum verði
aukið, þ. e. að launþegum verði
tryggð hlutdeild í stjórn opin-
berra fyrirtækja, þar sem með
því einu verður unnt að fá þann
skilning um niðurfærslu rekst-
urskostnaðar, sem óhjákvæmi-
legur er, ef vel á að fara.
*
Tryggingamál.
9. þing B.S.R B. skorar á
bæjarstjórnir og aðra aðila að
hlutast til um:
Að föstum starfsmönnum
bæja- og sveitafjelaga, hvar
sem er á landinu, sje fryggður
eftirlaunarjettuf, ekki lakari
en starfsmönnum ríkisins nú.
Að stofnaðir sjeu eftirlauna
sjóðir opinberra starfsmanna,
þar sem nægilega margir starfs
menn eru, til þess að þv> verði
við komið.
Að fullgildir lífeynssjóðir
verði hið fyrsta stofnaðir a Isa-
firði, Hafnarfirði og Vestmanra
eyjum, og felur þingið stjórn
bandalagsins, að veita starís-
mannafjelögum bæjanna alla
nauðsynlega aðstoð á kostnað
bandalagsins. Þingið telur
einnig eðlilegt, að^öðrum starfs
mannafjelögum bæja- og sveita
fjelaga verði veitt aðstoð á
sama hátt, ef þau óska þess,
Að um hvert atriði reglu-
gjörða sjóðanna verði leitað
fyrirmyndar í þeim starfandi
sjóðum’ hjer á landi. sem best
kjör bjóða.
Að veita lífeyrissjóðum bæja
starfsmanna viðurkenningu i
samræmi við ákvæði 133. gr.
laga um almannatryggingar.
Þingið vill og benda hinum
smærri bæjar- og sýslufvdög-
um á ákvæði 2. málsgr. 4. ’gr.
laga nr. 101, frá 30. des. 194’3.
Matmálstíminn.
Þar sem fram hafa komið á-
kveðnar raddir um það, að
breyta matmálstíma starfs-
manna ríkis og bæja, felur
bandalagsþingið stjórn B.S.R.Bn -
að beita sjer fyrir almennri*at-
kvæðagreiðslu innan bandalags
fjelaganna fyrir næstu áramót
um það hvort metm kjósi held-
ur: Stytting matmálstímans' í
hálftíma, eða lenging hans og
þá hve mikið, eða óbreyttan
matmálstírna, enda breytist
vinnustundafjöldi ekki.
Jafnframt fari fram atkvæða
greiðsla um það. hvort Tefja
skuli vinnu klst. fyrr á sumrin
en á veturna.
Áskorun tií þings.
9. þing B.S.R.B vekur nt-
hygli hæstvirts Alþingis og
ríkisstjórnar á þeim óverjandi
drætti, sein orðinn er á setn-
ingu laga um rjettinúi og skyld
ur starfsmanna' ríkisins. Jafn-
framt skorar þingið á stj órn
bandalagsins að ganga ríkt eft-
ir því, að haft verði full sam-
ráð við B.S.R.B. við undirbún-
ing málsins.
Þing bandálagsins felur
stjórn þess að hlutast til um
það við útvarpsráð, að flutt
verði nokkur útvarpserindi um
sögu og rjettarstöðu opinberra.
starfsmanna og til að kynna
þjóðinni starfsháttu. þeirra.
Þing bandalagsins felur
stjórn þess að efna til frekari
kvnninga milli starfsgreina
innan þess með því:
Að sjá um, að samdar verði
stuttar greinar um starfsháttu,
staxfsskilyrði og umbótaóskir
hverrar stjettar um sig og sjeu
þær annaðhvort birtar í Star.fs-
mannablaðinu eða í smáritum.
Að flutt verði erindi á fund-
um einstakra fjelaga til fræðslu
um málefni annarra fjelaga og
starfsgreiná.
9. þing • bandalagsins telur
nauðsvn, að bókasafni þesa
sjeu send blöð og tímarit, sem
einstök fjelög þess gefa út, e.nn
fremur að skrifstofan safni og
varðvéiti í bókasafninu þlaða-
greinar og aðrar úrklippur, sem
varða málefni bandalagsins
eða líiör einstakra stjetta þess.
Þing bándalagsins beinir
þeirri áskorun til sambands-
fjelaganna, að þau vinni að því
hvert í sinni grein:
Að efnt verði til námsskeiða
í þeim tilgangi að, gera starfs-
menn sem hæfasta i starfi sinu.
Að styrkir verði veittir til
utanferða í sama tilgangi.
Þing bandalagsins beinir
því til stjórnar þess, að hún
stuðli að því, að hópar starfs-
manna sameinist um kaup og
lestur erlendra og innlendra
tímarita eða blaða, sem fari um-
ferð milli þeirra á skipulagð-c,
an hátt, og leiti stjórnin samný
inga um það, að Háskólafcoka-^
saín eða Landsbókasafn eðct>
Framh. á bls. 11. é