Morgunblaðið - 15.11.1947, Page 14

Morgunblaðið - 15.11.1947, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. nóv. 1947, MÁNADALUR Sháldóaqa eftir J/ach cjCondo n »■ * T* ^ n ■ r 56. dagui Þegar Saxon var háttuð um k völdið fann hún fyrst hvað þ'áð var að vera einstæðingur. Og hún svaf illa þessa nótt. Hún vaknaði hvað eftir annað við það að hún var að leita að Billy í rúninu, en fann hann ckki. Hún þoldi þetta ekki til lengdar, svo ^ð hún kveikti og starði svo upp í loftið og var að hugsa um þá ógæfu, sem yf- ir sig hafði dunið. Hún gat fyrirgefið Billy sumt, en sumt fanst henni óíyrirgefanlegt. Hann hafði sært viðkvæmasta strenginn í sál hennar, og þess vegna fanst henni að aldrei mundi gróa um heilt milli þeirra. Þar sem áfengið er þar feggur vitið á flótta, endurtók hún'hvað eftir annað með sjálfri sjer. En það var engin afsökun fyrir Billy. Hún grjet sárt og aðra stundina reyndi hún að béra í bætifláka fyrir hann. Nei, hann hafði breytt svo skammarlega við hana, að hún hlaut að bera þess sár alla ævi. Hún gat aldrei litið glaðan dag framar. Hvers vegna? Hvers vegna? Hún fann ekkert svar við þeirri ráðgátu lífsins, hvers vegna ógæfan hafði steypst yf- ir hana. Morguninn eftir kom Sara. Petta var í annað skifti að hún heimsótti Saxon. Hún vissi svo sem í hvaða erindagerðum Sara kom. Hún ásetti sjer að láta hana ekki ná neinum tökum á sjer. Þess vegna gerði hún enga tilraun að afsaka Billy. Hún sagði að ekkert væri að afsaka nje úlskýra. Alt hefði farið eins og það átti að fara og það kæmi heldur engum neitt við. Þetta espaði Söru um allan helming. „Jeg varaði þig við honum, og láttu þjer ekki detta 1 hug að bera á móti því“, sagði hún hátíðlega. „Jeg vissi það frá upphafi áð hann var þorpari, áflogahundur og tukthúsmatur. Jeg segi þjer það satt, að jeg varð skelfingu lostin þegar jeg frjetti það að þú lagðir lag þitt við hnefaleikara, og jeg varaði þig við undir eins. En þú vildir ekki hlusta á mig, þú þóttist svo sem vita betur og reigðir þig af því að þú áttir fleiri skó heldur en siðugri stúlku sæmir að eiga. Þá ságði jeg við Tom: „Heyrðu Tom, nú er Saxon að fara í hundana“. Jeg sagði það einmitt með þessum orðum. Og sá sem káfar á skítnum klínir sjálfan sig. Þjer hafði verið nær að giftast Charley Long. Þá hefðirðu ekki leitt þessa smán yfir þig og þína. En þetta er nú bara byrjunin. Taktu vel eftir því hvað jeg segi — þetta er bara byrjunin. Guð má vita hvar hann lendir. Ju, það endar náttúrlega á því að maðurinn þinn verður hengdur fyrir morð. Bíddu róleg, þú sannar til að jeg hefi rjett fyrir mjer. Það verður hver að súpa seiðið af sínum gerðum, og sá sem á tugthúslim-----“. „Þeir hafa nú fleiri fengið að lcynnast tugthúsinu núnji upp á síðkastið“, sagði Saxon. „Jeg veist ekki betur en að Tom hafi verið handtekinn á jafnaðar- mannafundi og settur í svart- holið. Þeir fara margir þangað núna“. Hún sá þegar að skeytið hafði liæft. 1„Tom var sýknaður“, sagði Sara. „Hann sat nú samt heila nótt í svartholinu“. , Sara gat ekki borið á móti þessu og því breytti hún um efni eins og hún var vön og rjeðist á Saxon úr annari átt. Það er fallega komið fyrir þjer, eða hitt þó heldur“, sagði hún. „Það sjer ekki á að þú haf ir fengið gott uppeldi, þegar þú getur látið þjer sæma að halda við leigjanda þinn“. I „Hver segir það?“ spurði Sax on byrst. ] „Það væri blindur maður, sem ekki gæti lesið það á milli línanna í blaðinu", sagði Sara. „Hjer er ung kona, sem ekki hefir haft meiri sómatilfinn- ingu en svo að hún giftist hnefa leikara. Og svo hefir hún leigj- anda. Út af hverju skyldi þeim ‘ hafa lent sáman?“ „Þetta var aðeins eins og hver önnur fjölskyldudeila“, sagði Saxon og þetta kom Söru svo á óvænt, að hún varð orð- laus í bili. j I „Þú ættir að vita það að hver kona má vera stolt af því að maðurinn hennar berst út af henni. Og jeg er stolt af því“, sagði Saxon. „Heyrirðu það? Jeg er stolt af því. Þetta máttu J segja hverjum sem heyra vill — öllum nágrönnum þínum og öllum öðrum. Jeg er engin belja. Karmönnunum líst á mig og þeir berjast út af mjer og fara í fangelsi mín vegna. Hvers óskar konan fremur hjer í heimi en að karlmönnum lítist á sig? Og nú er best að bú farir* Sara, það er best að þú farir undir eins og svo geturðu sagt öllum hvað þú getur lesið á milli línanna. Úthrópaðp það að Billy sje tugthúslimur og jeg sje vond kona og haldi við alla menn. Jeg vona aff bú hafir mikla ánægju af þvi. Og farðu' nú og stígðu aldrei framar fæti inn fyrir mínar dyr. Þú ert alt of heiðvirð kona til þess að koma hingað. Þú gætir stofnað mannorði þínu í voða með því. Mundu eftir börnunum þínum. Farðu nú — undir eins“. J Þetta gekk algerlega fram af Söru. En þegar hún var farin I fleygði Saxon sjer upp í rúm og grjet sárt og lengi. Nú var i nýtt viðhorf komið til sögunn- [ ar. Nú var ekki aðeins um það að ræða að Billy hafði verið ó- svífinn og hrottalegur. Nú vissi hún hvernig aðrir litu á þetta, og það hafði henni aldrei flogið í hug. Hún var líka sannfærð úm að Billy hafði aldrei flogið það í hug, svo vel þekti hún hann. Hann hafði aðeins verið á móti því að taka leigjanda í húsið vegna þess að hann vissi að það jók henni fyrirhöfn, og hann vildi ekki taka fje fyrir það. Hann hefði aldrei fallist á það, ef þau hefðu ekki verið í þessum kröggum. I En þetta breytti engu um það hvert álit nágrannarnir og all- ir, sem þektu hana, höfðu nú á | henni. Það var sök Billy. Og það var hræðilegra en nokkuð annað, sem hann hafði gert. Aldrei framar gat hún litið framan í nokkurn mann. Mag- gie Donahue og frú Olson höfðu báðar verið mjög vingjarnleg- ar, en hvað ætli þær hafi verið að hugsa um á meðan þær töl- uðu við hana? Og hvað skyldi þær svo hafa talað um á eftir? Já, um hvað voru konurnar að tala við girðingarnar og á hús- tröppunum? Og um hvað töl- uðu karlmennirnir þegar þeir hittust á strætum og gatnamót- um eða í knæpunum? Þegar hún var orðin alveg úrvinda af gráti, fór hún að hugsa um hvað ýmsar aðrar konur ætti bágt — konan hans Otto Frank, ekkjan hans Hend- ersons. Kittie Brady og allar konur þeirra, sem nú sátu inni byrgðir í San Quentin fangels- inu. Þær áttu bágt. En engin þeirra hafði þó goldið annað eins afhroð og hún, þv íað hún ein hafði mist mannorð sitt. Hújj lá í rúminu þennan dag. Hún svaf ekki. Umhugsunin um þetta skelfilega ólán hjelt fyrir henni vöku. Hún miklaði alt fyrir sjer, að hún væri brenni- merkt alla ævi, og svo var hún alt í einu farin að hugsa um æsku sína, um öll þau störf, sem hún hafði unnið um ævina, um öll handtökin við þau — niðursuðu ávaxta, límingu pappakassa, vefnað í hampiðj- unni ,og línsljettun í þvotta- húsinu. Hún hugsaði um það, þegar hún var í barnaskólan- um og rifjaði upp fyrir sjer hvaða börn hefði verið þar með sjer og mundi eftir því hvernig flest þeirra voru í hátt. Hún minstist þess þegar hún var í barnaheimilinu þar sem henni leið illa. Hún mintist móður sinnar og reyndi að rifja upp hvert smáatvik frá því að þær voru saman. Og hún hugsaði um alla þá dansleika, sem hún hafði verið á. Og því næst fór hún að hugsa um giftingu sína og Billy og sambúð þeirra. Og þá var hún aftur komin að því hvernig ólánið hafði dunið yf- ir þau og nú náð hámarki sínu, svo að henni var engin viðreisn arvon. XV. KAFLI. Næstu nótt kom henni ckki heldur dúr á brá og hún lá alla nóttina í fötunum. Um morg- uninn fór hún á fætur, þvoði sjer og greiddi hár sitt. Hún gerði það í hálfgerðri Jeiðslu, því að henni fanst eins og járn- hring væri spent um höfuð sjer svo fast, að það lamaði alla húgsun. Var hún veik? Ekki hafði hún hita. Og ekki hafði hún ofkælst. Líkaminn var hraustur. Sálin hafði beðið hnekki. Það var undarlegt að henni fanst hún vera önnur — ein- hver önnur kona. Og heimurinn var ekki heldur eins og hann áti að sjer. Hann var skugga- legur og litlaus. Hún var rænu- lítil og tók sjer ýmislegt fyrir hendur, sem hún ætlaði alls ekki að gera. Það var íil dæmis engu líkara en að hún hefði gengið í svefni er hún áttaði sig úti í garði, þar sem hún var að hengja upp þvott. Hún mundi alls ekki eftir því að hún hefði þvegið þvottinn, og þó var hann þveginn. Hún komst líka að því seinna, áð hún hafði borðað kjötbita, sem til var, en mundi ekkert eftir því. Hún gekk inn í svefnherbergið til þess að for- vitnast um hvernig þar væri umhorfs. Rúmið var upp búið og alt í reglu, og mundi hún ekkert' eftir því að hún hefði gert það. iGggBssais GULLNI SPORINN 133. Jeg hljóp að kofadyrunum og hrynti þeim upp. Svo stóð jeg eins og bjáni og starði. Jóhanna stóð fyrir framan mig og var nú komin í fötin, sem jeg hafði verið í, þegar fundum okkar fyrst bar sam- an. Er hún sá mig, rak hún upp hátt gleðióp, fleygði sjer í fangið á mjer og bæði hló og grjet í einu. „Æ, kæri tryggi Jack,“ hrópaði hún, „þú veist ekki hvað þú hefur glatt mig“. Um leið gekk Delía að dyrunum, stoppaði þar og horfði á okkur. „Kæri Jack, í allan gærdag sór jeg og sárt við lagði að jeg skyldi bíða eftir þjer, — já, um alla eilífð. Og þó gat jeg ekkert gert nema hugsað um þig — og nú ertu kom- inn af frjálsum vilja til baka.“ „Jóhanna“, svaraði jeg og roðnaði, „hlustaðu á mig. Jeg kem hingað af því, að óvinir mínir eru enn einu sinni á hælunum á mjer. Þeir eru aðeins örskammt á eftir mjer. Þú verður að lána mjer hest, og það strax.“ „Nei“, heyrðist rödd frá dyrunum, „ef einhver á að íá hest lánaðan, þá er það jeg.“ Jóhanna sneri sjer snöggt við, og stúlkurnar horfðust í augu — önnur undrandi og hin hæðnislega — og jeg stóð mitt á milli þeirra og þorði á hvoruga að líta. Jóhanna tók fyrst til máis. „Jack, er hesturinn þinn fyrir utan?“ Jeg kinkaði kolli. „Láttu mig fá byssurnar þínar og skikkjuna.“ Hún gekk að glugganum og leit út. „Við höfum ennþá nægan tíma,“ sagði hún svo og benti á stigann, sem lá upp á loft —■ „farið þið upp þarna bæði tvö, og dragið stigann upp á eftir ykkur. Hvort er það þú eða hún, sem þeir eru að elta?“ Hún benti á Delíu. „Það er sjáifsagt jeg, sem þeir helst vildu ná í, því jeg er jú karlmaður,“ svaraði jeg. Jeg skal fyllilega viður- kcnna að það getur orkað tví- I mælis hvort líkamsfegurð þeirra, sem æfa knattspyrnu eða kringlukast, verður meiri. i ★ Stúlka nokkur lagði bílnum sínum á ólöglegan stað og skildi hann þar eftir. Nokkrum tímum seinna kom hún til þess að sækja hann, en sjer til skelf- ingar sá hún að lögregluþjónn sat í honum. Hún var fljót að átta sig á hlutunum, náði í leigubíl og ók heim í honum. Þaðan hringdi hún til lögreglunnar og tilkynti að bílnum sínum hefði verið stolið. Áður en klukkustund var lið- in kom lögregluþjónninn, sem hún hafði sjeð í bílnum með hann og var alldrjúgur með, hve fljótt honum hefði tekist að hafa upp á hinum stolna bíl. Sex ára gamall snáði datt of- an úr allháu trje og hljóðaði af sársauka. Móðir hans, sem var nærstödd, flýtti sjer með hann til læknis. — Þetta var ljóta gamanið, sagði læknirinn, meiddirðu þig í fallinu? — Nei, nei, svaraði strákur. — Hversvegna fórstu þá að skæla? spurði móðir hans ávít- andi. — Jeg meiddi mig ekki í fall- inu, bað var ekki fyr en jeg kom niður, svaraði stráksi. ★ Mæju litlu, sem var þriggja ára, hafði verið kent að fara með tvær bænir, annað var borðbæn, en hitt var kvöldbæn. Foreldrar hennar veittu því at- hygli, að eitt sinn, er hún var settst við borðið, byrjaði hún: „Nú legg jeg augun aftur . . .“, en stansaði alt í einu og sagði: „Fyrirgefðu Guð, jeg byrjaði á vitlausum enda“. Mlllllllllllllllllllff|f|||||||||||(|||||||||||||||||||,|||g||l|||||| | Ungur maður með minna | | bílprófi og vanur öllum | = algengum störfum, óskar | I eftir | atvinnu | : nú þegar. Öll algeng vinna 1 | kemur til greina. Tilboð- | i um sje skilað á afgr. Mbl. 1 I fyrir þriðjud. merkt: „Nr. I i 213 — 177“. 11111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiii.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.