Morgunblaðið - 21.11.1947, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.11.1947, Qupperneq 5
; Föstudagur 21. növ. 1947 MORGUNBL4ÐIÐ 5 Úr Skálholli Borgarstjóri skorar ú bæjarbúa að ioro sparlega með rofmagnið. uns Varastöðin verður tilbúin I'essi mynd er úr atriði því í Skálholti, er Brynjólfur biskup (Þorsteinn Ó. Stephensen) les úr Passíusálmunum fyrir hina deyjandi dóttur sína, Ragnheiði (Regína Þórðardóttir). Fénleikar Einars Kridjánssonar EINS og það er eitt aðaltak- mark hvers góðs hljómsveitar- stjóra að flytja t. d. symphoní- ur Beethovens á tónleikum sín- um, eins ætti það að vera æðsta takmark hvers mikilhæfs .ein- BÖngvara að túlka verk eins Qg „Vetrarferðina“ eítir Schubert. Þar gefst söngvara af guðs náð feækifæri til að njóta gáfna sinna og kunnáttu til fulls. En hvernig isem á því sténdur, þá er það oftar, að söngvarar velja sjer heldur verkefni til að sýna raddtækni sína heldur en djúp- jan skilning á veigamiklum tón- gkáldskap. Einar Kristjárnsson er heið- arleg undantekning að þessu leyti, og á hann miklar þakkir skildar fyrir að hafa gefið okk- ur kost á að hlusta á hið dá- samlega tónverk Vetrarferðina tvö kvöld í röð í hinum glæsi- lega sal Austurbæjarbíós. Það mátti og marka á viðtökum hlustenda, að þeir kunnu vel að meta það, sem fram var bor- |ð. Maður getur notið söngs Ein- ars í fullkomnu öryggi. Hon- um bregst aldrei bogalistin: að syngja hreint og af hinni mestu nákvæmni. Verk eins og Vetr- arferðin, sem túlkar bölsýni og undirgefni (resignation) krefst að vísu meira, og því er ekki að leyna, að hinn ljettari og bjartari þátturinn á betur við x’ödd og skapgerð Einars. Fanst mjer t. d. að Einar hefði mátt leggjast dýpra hvað tilfinningu snertir t. d. í upphafsljóðinu og sumstaðar annarsstaðar. En heildaráhrifin voru fögur og áhrifarík hjá þessum framúr- skarandi söngvara, svo að hlust endur lifðu helgaða stund, sem þeim mun seint gleymast. Undirleikurinn við einsöngs- Iög Schuberts er sjálfstæður þáttur, oft engu veigaminni en sjálft sönglagið. Þennan þátt annaðist dr. Urbantschitsch með milflum næmieik og skiln- íngi og var því söngvaranum ómetanleg, stoð. Tónleikar þessir voru á veg- um Tónlistarfjelagsins og ætl- aðir styrktarfjelögum þess. I Framh. á bls. 9 ínnkaupahðimíldir almennings Hægar koíabírgBir \ vefur I SAMBANDI við tilkynning ar um kolaskömmtun, frá skömtunarstjóra er birtist í blaðinu í gær átti Geir Borg formaður fjelags kolaverslana í Reykjavík tal við Morgun- blaðið. Tjáði hann blaðinu að mein- ing skömtunarstjórans væri ekki sú að valda fólki óþæg- inda í sambandi við eðlileg kolakaup, heldur hitt að sjá svo um að einstakir aðiljar birgi sig ekki óeðlilega upp (hamstri) Var það samkomulag milli skömtunarstjórans og kola- verslana í Reykjavík, að kola- neytendur í Reykjavík eigi sjálfir að útvega sjer innkaupa- heimild h.já skömtuna'rstjóra, en gætu snúið sjer beint eins og áður til kolaverslananna og fengið hjá þeim sína eðlilegu þörf heimkeyrða, enda er ætl- ast til að menn fái nægilegt eldsneyti til að hita upp hjá sjer. Fullt eftirlit er haft með að menn birgi sig ekki óeðli- lega upp. Ennfremur upplýsti formað- urinn að auk fyrirliggjandi birgða væri það mikið af kol- um á leiðinni til bæjarins, að menn gætu verið fullkomlega rólegir um að næg kol verði fyrir hendi í vetur. Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var rætt um rafmagnsskort- ihn, sem verið hefur í bænum að undanförnu. Borgarstjóri skýrði svo frá, í því sambandi, að alt rafmagn yrði tekið af þvottahúsum og frystihúsum, meðan álagið væri mest. Ennfr. hvatti hann alla bæjarbúa til þess að fara sparlega með raf- magnið. Þetta mikla vandamál J verður ekki leyst, fyrr en Vara- stöðin við Elliðaár getur tekíð til starfa, sagði borgarstjóri. í ræðu þeirri, er þoorgarstjóri flutti um þetta mál komst hann m. a. svo að orði: Það var gert ráð fyrir, að Varastöðin við Elliðaár (Eim- t'úrbínustöðin) yrði tilbúin nú í haust. Þetta hefur ekki tekist og er það fyrst og fremst vegna járnsmiðaverk-fallsins. Tliraunir sem bærinn hefur gert til þess að fá undanþágu vegna Vara- stöðvarinnar, ‘frá verkfallinu, hafa ekki borið árangur. Talið er að 4 til 5 vikna járn- smíðavinna hafi verið eftir, er verkfallið skall á, til þess að koma stöðinni í gang. Hefði ekki komið til verkfalls, hefði Vara- stöðin verið um þáð bil að taka nú til starfa. Næst vjek ^ borogarstjóri að þeim ádeilum, sem fram hafa komið í blaði komma, um að bygging VarastÖðvarinnar hafi verið dregin á langinn og allri skuldinni skellt á bæjaryfirvölð- in og því slegið fram, að um trassaskap hafi verið að ræða. Sannleikurinn er sá, að sá drátt- ur, sem orðið" hefur á byggingú Varastöðvaririnar, stafar af er- lendum orsökum. Aðalvjelin í siöðina, >sem lofað var að af- henda í júlí 1946, kom ekki fyrr en í mars í ár. Húsgrindinni var lofað í ágúst 1946, en kom ekki fyr en í nóv s.á. ýmislegur annar útbúnaður til stöðvarinn- ar kom ekki fyrr en í okt. s.l. Má því segja að verulegur skrið ur hafi ekki komist á verkið fyrr en í september til okt. Það voru verkföllin í Bandaríkjun- um á s.l. ári, sem töfðu fyrir afhendingu á nauðsynlegum tækjum til stöðvarinnar. Sósíal- istar mega vita það, að bæjar- stjórnin getur engin áhrif haft á verkföll í Bandaríkjunum.. Bæjarstjórnin ræðir rafmagnsskortinn í bænum þeirra. Skyldi svo taka rafmagn ið af hverju kerfí áttunda hvern dag, í eina klst., milli kl. 11 og 12. í byrjun þessa mánaðar, varð álagið mest .20,300 kw., milli kl. 11 og 12. Klukkan 7 á kvöldin var álagið 19.500 kw. Þessi at- hugun leiddi í ljós, að fyrri hug- mynd um að jafna rafmagns- notkunina með því að taka raf- magnið af hverfum, myndi ekki koma að fullum notum. Rafmagnsstjóri hefur nú skrif, að bæjarráði brjef, þar sem hann bendir á tvær hugsanlegar leiðir, er verða megi til úrbóta. Önnur er sú að taka viss hverfi úr sambandi, sem þegar hefur verið skýrt fsá. Hin var að kom- ið skyldi á skömtun rafmagns, þannig,, að er rafmagnsnotkun- in hefur náð ákveðnu marki skal rafmagnsnotandi greiða hærra verð fyrir það rafmagn, er hann notar umfram. Bæjarráð taldi ekki rjett að svo stöddu að fara inn á þessar leiðir. Hinsvegar urðu rafmagnsstjóri og bæjar- ráð sammála um, að taka fyrir rafmagnsnotkun frystihúsa og þvottahúsa hjer í bænum, þeg- ar álagið er mest, en alls munu 1000 kw. fara til starfrækslu þessara fyrirtækja. Ráðamenn þeirra hafa tekið mjög vel í þessar ráðstafanir. Enn cr rifisl um ölfrumvarpið FYRSTU umræðu um ölfrum varpið er enn ekki lokið. Sigfús Sigurhjartarson, sem hjelt margra klukkutíma ræðu um daginn, var fyrsti maður á mæl ertdaskrá í gær. Fór svo að hon- um entist ræða sín út fundar- tímann, þannig sð fleiri tóku ekki til máls. Ræða hans var að mestrn leyti endurtekning á því,: sem hann hafði áður sagt, og 'ékkert nýtt kom fram. Enn munu einhverjir þing- menn vera á mælendaskrá, og verður því umræðum að líkind- um haldið áfram í dag. Áætlanir um rafniagnsálagið. í haust var gerð áætlun um mesta áiag Rafmagnsveitunnar þar til Varastöðin við Elliðaár tæki til starfa. Samkvæmt henni var talið að áiagið myndi verða 22.200 kílówött milli kl. 11 og 12 á hádegi. Ljósafossstöðin og Elliðaárstöðin framleiða sam- tals 17.500 kw. Vantaði því 4.700 kw. til þess að afístöðvum þessum myndi takast að full- nægja eftirspurninni. Hinsvegar var talið að kl. 7 síðd. myndi álagið verða 16.600 kw. og átti 1 því ekki að koma til spennu- lækkunar á þeim tíma. Gagnráðstafanir. Rætt var um þann möguleika, að skifta bænum niður í átta hverfi, 2000—3000 kw. á hvert Sparið rafmagnið, Að lokum bar borgarstjóri þau tilmæli fram, að skora á bæjarbúa, að fara sparlega með rafmagnið, sjerstaklega að setja ekki ofna í samband, er spenn- an væri lág. Ef almenningur verður samtaka um að gera alt sitt til þess, að spara rafmagnið, þá mun ástandið í rafmagnsmál- um bæjarins batna allverulega. Umræður um málið. Margir bæjarfulltrúanna tóku til máls að ræðu .borgarstjóra lokinni. Björn Bjarnason heimt- aði að bærinn semdi upp á eigin spýtur við járnsmiðina, og bar hann fram tillögu þess efnis, að bærinr. semdi einungis Tið járn- smiði. Tillaga hans var feid með 9 atkv. gegn 4. Jón Axel Pjetursson sagði að rafmagnsskorturinn mætti ekki koma mönnum á óvart, því áætl- anir verkfræðinga og sjerfróðra manna hefðu aldrei getað stað- ist. Þá mótmsMti Jón Axel harð- lega að samið yrði eingöngu við járnsmiði, eins og Björn Bjarna- son vildi láta bæinn gera. Hallgrímur Benediktss. 'taldi bæinn ekki geta gengið fram fyrir skjöldu um samninga við járnsmiði og benti á nauðsyn þess, að heppileg lausn þessara mála mætti nást. Hannes Step- hensen tók í sama streng og Björn Bjarnason og heimtaði samninga við járnsmiði. Pálmi Hannesson tók einnig til máls Og bar hann fram svohljóðandi til- lögu, er samþykt var: Að rafmagnsstjóri láti að- vara bæjarbúa gegnum útvarp og blöð hverju sinni, er spennu- fall verður á rafmagnskerfi bæj arins, svo að rafmagnstæki á vinnustöðvum og í heimahúsum hljóti ekki skemdir af. Borgarstjóri tók aftur til máls og svaraði ræðum Jóns Axel»- og Björns. Benti borgarstjóri á að bærinn væri ekki samnings- aðil í járnsmiðadeilunni. Smiðj- urnar hafa tekið að sjer verkið, það liggur því ekki fyrir að bær inn geri kjarasámning beint vhI járnsmiðina. Þó svo færi, ai>- samningar tækjust við járnsm., þá þyrfti einnig að ná samning- um við smiðjurnar, því meiY þeim tækjum, er bærinn á, get- ur hann ekki unnið það, senw- ávantar að Varastöðin geti tek- ið til starfa. Að lokum bar borg- arstjóri fram svohljóðandi til- < lögu: Bæjarstjórn felur borgar- stjóra og rafmagnsstjóra acU halda áfrafh tilraunum sínum til þess að fá sem fyrst tekna uþp járnsniíðavinnu við Vara- stöðina við Elliðaár. Var hún samþykt með samhlj. atkv. Þá benti borgarstjóri, JónY- Axel á, að engan mann hefði ór- að íyrir hinni gífurlegu fólks- fjölgun hjer í bænum, sem orð- ið hefur nú síþustu ár. ÁriiY 1937 mun enginn hafa,látið sjer detta í hug, að 10 árum síðar yrði íbúaf jöldinn orðinn 53 þús. Hinsvegar væri altaf hægt aiY vera vitur eftirá, sagði borgar- stjóri að lokum. Haiidknaftlelksmét Reykjavíkur í HANDKNATTLEIKSMÓTI Reykjavíkur eru úrslit þegar kunn í III. flokki karla, en þar vann KR með 6 stigum. Ár- mann hlaut 4 stig, ÍR 2 og Valur ekkert. Á þriðjudagskvöld fóru leik- ar sem hjer segir, KR vann Val í III. flokki karla. í II. flokkl karla vann Víkingur Fram með Ármann ÍR með 9:2 og í I. flokki gerði ÍR og Fram jafntefli 5:5. Á miðvikudagskvöld vanfl KR ÍR í meistaraflokki kvenna me3 3:1. í meistaraflokki karla vann Ármann Víking með 14:4 og Fram KR með 8:6, en Valur og ÍR gerðu jaíntefli 5:5. Annað kvöld fara fram úrslit í meistaraflokki kvenna 11:4, Valur KR með 6:3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.