Morgunblaðið - 21.11.1947, Síða 9

Morgunblaðið - 21.11.1947, Síða 9
Föstudagur 21. nóv. 1947 MORGliNBLAÐIÐ 9 itjómmálaástandið í Frakklandi N é eftir bæjar og sveitastjórnar- Grein þcssa hefur ritað Rémy Roure, en hann er ritstjóri franska dag- blaðsins „Le IWontle", sem talið er fremst dag- blaða þar í landi. í STÓRUM dráttum má segja, að frönskum stjórnmálum sje nú þannig komið: í bæja- og sveitastjórnakosningunum laust saman tveim stefnum, en síðan hefur komið fram ,,þriðja stefnan“, stefna milliflokka. Þessi stefna kann að bera sig- urorð af hinum. En stjórnmál- in eru reikul og stundum erf- itt að átta sig á þeim. í raun- inni er ástandið miklu flókn- ara en svona. Aðaleinkenni bæja- og sveitfi stjórnakosninganna var sterk andspyrna gegn kommúnisma. Það var einmitt vegna þess, hve fólkið var hrætt við kom- múnismann, að de Gaulle og flokkur hans (R. P. F., Rass- emblement du Peuple Fran- §ais: Sameiningarflokkur frönsku þjóðarinnar), vann svona mikinn kosningasigur. — En það er ekki hægt annað að segja, en kommúnistaflokkur- inn hafi gert allt til þess að . verðskulda kínar ófarir. Hann hefur sannarlega einangrað sig frá þjóðinni með því að taka Upp lýðskrums og ofbeldisstefnu og treyst bönd Sín við alþjóða- sambönd, sem er stjórnað frá Moskvu; einnig með því að taka þátt í samtökum Austur-Ev- rópu gegn Bandaríkjunum og hefja sókn gegn sósíalista- flokknum. í stuttu máli sagt, með því að taka upp afstöðu sina frá því fyrir stríð. En er nú þessi öfluga hreyfing, sem komið hefur fram gegn komm- únismanum, íhaldshreyfing? — Það er vafalaust erfitt að vita og til einskis að bera fram þá spurningu,. hvernig bæja- og sveiastjórnakosningarnar hefðu farið, ef Kommúnistaflokkur- inn hefði ekki fylgt' utanað- komandi skipunum, en haldið sig við lýðræðisvenjur gins og hann gerði fram á s.l. vor, og ef hann hefði ekki tekið upp lýðskrumsstefnu samkvæmt skipunum frá útlöndum, lýð- skrumsstefnu. sem Paul Rama- dier, forsætisráðherra, hikaði ekki við að fletta ofan af á þinginu. En hvað sem þessu líður, þá svaraði Paul Rama- dier bessari afstöðu Kommún- istaflokksins og hinni einhæfu andkommúnisku stefnu Samein ingarflokks frönsku þjóðarinn- ar með því að heita á milli- flokkana til stuðrdngs. Hann fekk þannig meiri hluta í þing- inu, tæpan meiri hluta að vísu, en hann gæti vaxið, ef flokk- arnir, sem að honum standa vilja í raun og veru halda uppi þriðju stefnunni“, sem mundi vera stefna hófsemi, yfirveg- unar og skynsemi á lýðræðis- grundvelli og ein myndi geta forðað frá hættulegum æfintýr- um. Nú er barc. eftir að vitá, Eftir Rémy Roure hvort miiliflokkarnir, Sósíalista flokkurínn, flokkur Bidaults (M.R.P.) og lýðveldisflokkar (républicains) ýmsir bera gæfu til að leggja til hiiðar það, er hjer ber á milli, er. taka hönd- um stman um það, sem þeim er sameiginlegt. Þetta gerðu menn sjer vonir um um í þing- inu, þegar Guy Mollet, sem álit- inn er vera fyrir vinstri armi Sósíalistaflokksins, var hyltur af öllum lýðveldisflokkunum, en ekki af Kommúnistaflokkn- um. gátu þá orðið að kjarna heilsteypts meiri hluta, sem stæði af einbeitni bæði-á móti fyrirætlunum kommúnista og æfintýrum einræðisvalds. En menn hjel'du, að stjórnin mundi sjálf komast á breiðari grund- völl í samræmi við þenna meiri hluta og að þegar þingið kæmi saman 13. nóvernber, mundi koma fram mikil stjórn með Léon Blum eða Paul Rama- dier í forsæti. Svo virðist sern síðan hafi komið babbi í bátinn. Paul Ramadier hefur að vísu bætt nokkrum nýjum ráðherrum í fyrra ráðuneyti sitt, en er það nóg til þess, að þessi ,þriðja stefna“, sem svo mikið hefur verið rætt um, geti komið fram máíamiðlun? Þessari spurningu er ekki hægt að svara'fyrr en þingið kemur saman. Til þess tíma virðist öll ný breyting á stjórninni með öllu útilokuð. — Til þess að Blum og Reynaud myndi stjórn saman, þyrfti eitt hvað alvarlegt, sem ekki verð- ur sjeð fyrir nú, að koma fyr- ir. Þá mundi vera um að ræða samsteypustjórn til bjargar þjóðinni með foringjum allra þingflokka að fráskildum kom- múnistum. En svo langt er nú ekki komið ennþá, og fyrir þingið kemur vafalaust stjórn lítið eitt breytt með Ramádier í forsæti. En kemur stjórnin þá til með að hafa nægan myndugleika til að halda ■ uppi stöðugum og tryggum meirihluta, sem fái staðist árásir Sameiningar-' flokks frönsku þjóðarinnar? — Líklegast er, að Sameiningar- flokkurinn gæti þess reisa sjer ekki hurðarás um öxl og æski þess ekki sem stendur að reyna sig í stjórn landsins. — De Gaulle bíður átekta, böðar nýja fundi. Mun lionum takast að sefa óþreyju liðssveita sinna eða hluta þeirra, sem vilja nú, eftir að hafa tekið á sig „erfið- ið“ njóta „sæmdarinnar“, eða óttast að verða fyrir vonbrigð- um, ef þær bíða? De Gaulle hershöfðingi er of skynsamur stjórnmálamaður ti) þess að láta undan þessum freistingum nokkurra fylgismanna sinna.— Ef til vill álítur hann líka að sem stendur sjeu erfiðleikarnir of miklir og betra sje að láta öðrum eftir stjórnina. í bili. Ef — Brúðkaupið til vill sjer hann líka af hinu mikla raunsæi sínu, að þó að 1 bæja- og sveitastjórnarkosn- Ingarnar hafi fært honum mik- inn sigur, þá stendur hann þó enn langt frá því að hafa þann meirihluta, sem nægja mundi til þess að hrinda stefnuskrá ginni í framkvæmd. Fiokkur Bidaults er enn sterkur, þó að hann hafi tapað. Nógur kraftur er í sósialistaflokknum til þess að hann haldi stjárnartaumun- um. Sumir segja, að ..þriðja stefnan“ standi veikum fótum. Jeg held, að það sje ekki rjett. breytingu á mal- málstfma o. fl. Á FUNDI, er Húsmæðrafjeiag Reykjavíkur hjelt s.l. mánudag, var samþykt eftirfarandi tillaga í sambandi við breytingu á mat- málstímanum: „Fundur í Húsmæðrafjelagi Reykjavíkur haldinn 17. nóv. mótmælir eindregið breytingu á matmálstímanum. Telur hana kostnaðarsamari. og skapi hún húsmæðrum meiri fyrirhöfn og erfiði.“ í sambandi við breytingu á lokunartíma brauð- og mjólkur- búða var eftirfarandi tillaga samþykt: „Fundur í Húsmæðrafjelagi Reykjavíkur haldinn 17. nóv. skorar á bæjarstjórn Reykjavík- ur að láta ekki koma til fram- kvæmda samþykt þá um lokun braUð- og mjólkursölubúða, er nú liggur fyrir bæjarstjórn, þar eð vitað er að rnjólkin t. d. sem er algengasta og viðkvæmasta; fæða heimilanna, þolir litla geymslu, en heimilin fæst hafa j kælitæki. Auk þess er mjólkur- afgreiðslan mjög seintæk, eins og nú hagar til og mjólkurbúðir flestar ófullnægjandi til að af- j greiða þann fjölda er bíður af- greiðslu.“ Þá var samþykt eftirfarandi tillaga varðandi lokun búða kl. 12 á hádc-gi alla laugardaga árs- ins: „Fundur í Húsmæðrafjelagi Reykjavíkur haldinn 17. nóv. 1947 telur sig andvígan sam- þykt Verslunarmannafjel. Rvík- ur er varðar lokun sölubúða. Sú skerðing á afgreiðslutímanum, er þar er farið fram á, verði mjög til óhagræðis fyrir hcimil- in, sem flest eru hjálparlítil, börn og unglingar í 'skólum, en aukakostnaður fellur á það sem heim er sent, svo hÚsmæðurnar sjálfar verða að gera mest inn- kaupin, er sannarlega tekur sinn tíma auk annarra húsverka". Einnig var nokkuð rætt um dreifingu mjólkurinnar, raf- magnsskortinn o. fl. Framh. af bls I anna; og gleðin, sem skein út úr andliti hins unga hertoga, en minstu munaði að hann í öllum ólátunum legði of snemma af stað til kirkjunnar. Hyllt á svölum Buckingham Palac^ Eftir að Elizabeth og Philip höfðu verið gefin saman, óku þau til konungshallarinnar, þar sem brúðurin skar brúðarkök- una með sverði eiginmanns síns. Áður höfðu tugþúsundir manna hyllt brúðhjónin nýgiftu, er þau ásamt George konungi, Eliza- beth drottningu, Margaret prins- essu, Mary ekkjudrottningu og Alexöndru prinsessu af Kent, komu fram á svalir Bucking- ham Palace. ★ HJÚKRUNARFÓLK hafði nóg að gera í sambandi við brúð- kaupið og hátíðahöldin í Lond- on. Sjúkrabifreiðar voru stöð- ugt á ferðinni, en úm klukkan tvö höfðu 2,000 manns fengið aðstoð lækna og hjúkrunar- kvenna. Af fólki þessu voru 37 fluttir á sjúkrahús. Liðið hafði yfir flesta þeirra, sem aðstoðar þörfnuðust, en nokkrir höfðu ýmist fót- eða handleggsbrotnað í þrengslunum. Fjórar lögreglukonur gættu tuttugu týndra barna í námunda við eitt af hliðum Buckingham Palace. - Brúðkaup Elizabeth og Phil- ips var haldið hátíðlegt víðs- vegar um heim. Reutersskeyti hafa borist frá eftirfarandi stöð um: Sidney, Ástralíu: í ÖLLUM borgum og þorpum Ástralíu var brúðkaupsins minst með klukknahringingum, guðs- þjónustum og hátíðahöldum. Cairo: MOHAMED ALI prins, ríkiserf- ingi Egyptalands, kom fram fyr- ir hönd Farouks konungs í veislu sem haldin var hjá breska sendiherranum. — Meðal við- staddra var einnig Nokrashy Pasha forsætisráðherra. Berlín: HERSÝNINGAR voru haldnar í Berlín, Hamborg og Dussel- dorf. Accra, Gullströndinni: AFRÍKUMENN í Acera söfnuð- ust saman kringum gjallarhorn á götum úti, til þess að heyra útvarpað frá giftingarathöfn- inni. Almennur frídagur var í borginni. Johannesburg: FLÖGG og veifur voru við hún á öllum stjórnarbyggingum. Gíbraltar: SKOTIÐ var heiðursskotum úr strandvirkjum og skipum breska flotans. Aþena: SENDIIIERRAR BRETLANDS Kanada og Suður-Afríku hjeldu veislu í breska sendiráðinu. — Gríska stjórnin sendi George konungi og drottningu hans heillaóskir. Lake Success: ÝMSIR af fuiltrúum Samein- uðu þjóðanna drukku minni brúohjónanna. Drukkinn var „Lilibet-cocktail" (kallaður eft- ir nafni Elísabeth, eins og hún bar það fram í barnæsku). Moskva: SIR Maurice Peterson, sendi- herra Breta, og kona hans höfðu boð inni. París: MIKIIi hátíðahöld meðal Breta í borglnni. Vincent Auriol, for- seti Frákklands, sendi brúðhjón- unum heillaóskir. New Delhi: LIAGAT ALI Khan, forsætisráð herra Indlands, sendi kveðjur og gjafir. Lahore: Liagat ALI KHAN, forsætisráð- herra Pakistart, sendi heilla- óskaskeyti fyrir sína hönd og stjórnar sinnar. Washington: TRUMAN forseti og fjölskylda hans hlustuðu á hluta af útvarps lýsingu á giftingarathöfninni, Stokkhólmur: SÆNSK blöð yfirfull af frjett- um af brúðkaupinu. Siglingadómur skípaður Frjettatilkynning frá ríkisstjórninni. HINN 6. þ. m. skipaði dómsmála ráðherra eftirtalda menn í sigl- ingadóm samkvæmt 49. gr. laga nr. 68, 5. júní 1947, •um eftir- lit með skipum: Formaður: Einar Arnalds, borgar dómari. V araf ormaður: Valdimar Stefánsson, sakadóm- ari. Meðdómendur: 1. Hafsteinn Bergþórsson, Jótv Kristófersson, skipstjóri. ——Tií ■vara: Jónas Jónsson, fyrrv. skip stjóri (eru eða hafa verið starf- andi skipstjórar). 2. Þorsteinn Loftsson. Þorst. Árnason. Tjl vara: Ágúst Guð- mundsson (eru eða hafa verið starfandi yfirvjelstjórar á skip- um). 3. Pálmi Vilhjálmsson. Jón Jónsson.frá Litla-Bæ. Til vara: Jón Ármannsson (eru eða hafa verið sjómenn án þess þó að hafa verið skipstjórar, stýri- menn, vjelstjórar eða loftskeyta menn s.l. 5 ár). 4. Ólafur Sigurðsson, verkfr, Viggó Maaek, verkfræðingur. Til vara: Þorsteinn Daníelsson (sjerfróðir um smíði skipa). 5. Benedikt Gröndal, verkfr. Gísli Iíalldórsson, verkfræðing- ur. Til vara: Sveinn Guðmunds- son, vjelfr. (sjerfróðir um smíð'i vjela). 6. Otto B. Arnar. Friðrik Jóns son, utvarpsvirki. Til vara: Sveinbjöm Egilsson, útvarps- virki (sjerfróðir um firðtæki), Dómsmálaráðuneytið 20. nóv. 1947. Framh. af bls. 5 dag mun Einar halda opinbera tónleika í Austurbæjarbíó, þar sem hann syngur lög úr „Vetr- arferðinni", og auk þess verða á söngskráftni íslensk lög og svo óperuaríur. Eru þetta kveð'ju- tónleikar, því næstu daga mun Einar leggja af stað til útlanda, til dválar þar um sinn. P. í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.