Morgunblaðið - 14.12.1947, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1947, Blaðsíða 4
4 MORG VN If L A ÐIÐ Simrlr.dagur 14. des. 1947' Is iáUrelsi, ritfrelsi eg atlmfna- ilsi er undirstaða allror sonnr- ar menningar og frumfnra í s.l. liðnum mánuði var stofn- að Samband ungra Sjálfstæð- ismanna í Vestur-Skaftafells- sýslu. Stofnendur voru marg- ir úr öllum hreppum sýslunn- ar. 22. fyrra mánaðar hjelt Sambandið mjög fjölmennan skemmti- og útbreiðslufund í Vík og var ræða sú er hjer birtist' flutt þar af Siggeir Björnssyni, Holti, sem er for- maður Sambandsins. í NAFNI SAMBANDS UNGRA Sjálfstæðismanna býð jeg ykkur öll velkomin á þessa skemmti- tamkomu okkar í dag. Tilgangur og markmið þess- exa f jelagssamtaka okkar, Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna í . Vestur-Skaftafellssýslu, er sá, að sameina krafta þess æsku- lýðs í þessu hjeraði, er fylgir grundvallarstefnu Sjáfstæðis- ílokksins. Stefnu frelsis, fram- taks og frjálsrar hugsunar. Sambandið á að vera tæki ungra Sjálfstæðismanna til þess að berjast fyrir sínum áhuga- málum og hugsjónum og bera þær fram til sigurs. Við viljum með þessum sam- tökum leggja hverju því máli lið er við teijum horfa til heilla og framfara fyrir okkar hjerað og landið í heild. Við viljum efla Sjálfstæðisfiokkinn og út- breiða stefnu okkar og berjast fyrir sigri hennar. Því að það er sannfæring okkar, að þess meira fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn á með þjóðinni þeim mun betra. Engin stjórnmálastefna er betur í samræmi við lífsþrótt, lífsgleði og athafnaþrá heil- brygðs æSkulýðs eins og stefna Sjálfstæðisflokksins. Sameigin- legt einkenni æskulýðsins er frelsishýggja og athafnaþrá. — Æskan er framgjörn og setur merkið hátt. Hefur brennandi áhuga á að koma fram sínum áhugamálum. Hún hlýtur því að kref jast olbogarúms og athafna- frelsis til þess að gera hugsjónir sínar að veruleika. — Æskan treystir fyrst og fremst á sjálfa sig. Sínum eigin dugnaði og framtaki. Engum fær heldur dulist, að straumur unga fólksins liggur til Sjálfstæðisflokksins. Ungir Sjálfstæðismenn hafa með sjer öflug samtök um land allt og Heimdallur, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík, er eitt öflugasta stjórnmálafjelagið í landinu. Þó að ýmsir erfiðleikar steðji nú að, þá hefur aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar verið jafn bjart framundan eins og nú. Að- eins ef þjóðin stendur saman og mætir með einhug og festu þeim erfiðleikum er að steðja. Hverjum vanda á að mæta með heill og velferð íslands og ís- lensku þjóðarinnar fyrir augum. Og ef svo er gert þá mun vel Eftir Siggeir Björnsson, Hoifi. fara. Engin annarleg sjónarmið mega þar til greina koma. íslendingar mega ekki gerast peð á skákborði stórveldanna um yfirráðin vfir auðlindum heimsins. Þess vegna þarf að gjalda varhug við hverjum þeim einstaklingum og flokkum, er virðast eiga sjer nokkurskonar annað föðurland. Við eigum meira en nóg af breskUm, þýsk- um, amerískum eða rússneskum íslendingum, en það er alltaf nóg pláss í okkar stóra og lítt numda landi fyrir íslendinga er unna ættjörð sinni og þjóð af alhug og vilja výnna að heill og farsæld lands og lýðs. En þeir, sem það gera, mega minnast þess að það er oft nauðsynlegt að „hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöld- um“. Hin nýju framleiðslutæki er aflað hefur verið undanfarin ár, og sem nú eru sem óðast að koma til landsins, eru sýnilega tákn þess að meginhluta stríðs- gróðans hefur verið vel varið. Það er margt talað um gjald- eyrisgreiðslu og margir áfellis- dómar felldir yfir Sjálfstæðis- flokknum í því sambandi. En hvort heldur þú áheyrandi góð- ur, að sje betra að hafa nýtísku togara eða 2ja milljóna króna innstæðu erlendis. Hvort heldur þú að sje betra til lífsbjargar í framtíðinni. Hvort heldur þú að við sjeum betur eða vör á vegi stödd méð hinar stórvirku ný- tísku vjelar, sem undanfarin ár hafa verið fluttar inn í landið, eða þá við ættum nokkra tugi milljóna innstæðu í erlendum bönkum? Nei. Peningarnir eru því að- eins nokkurs virði, að þeim sje varið til þess að skapa betri lífs- skilyrði og bésta tryggingin eru góð og miklvirk framleiðslutæki til þess að hægt sje að afla sem mestra verðmæta til sjávar og sveita og skapa þannig erlendan gjaldeyri. Engum fær dulist að vegna hinna nýju tækja er þjóðin bet- ur búin í lífsbaráttunni og hefur margfalt meiri möguleika en nokkru sinni fyr. Þó að nú um sinn þyngist fyrir fæti, vegna gjaldeyrisörð- ugleika, er engin ástæða til ann- ars en að horfa björtum augum fram á veginn. Órökstuddir spá- dómar um hrun, eymd og vandræði eru aðeins til ills eins. Gjaldeyrisforði sá er skapast vegna ófriðarins er á þrotum. Það út af fyrir sig þarf ekki að sýna það að nein hætta sje á ferðum. Öllu heldur vil jeg segja það — að þá væri alvarleg hætta á ferðum, algert hrun og tortím- ing íslensku þjóðarinnar fram- undan — ef við getum ekki lifað í landinu án gjaldeyristekna er skapast af hernámi íslands. Þeir, sem nú horfa sem nátt- tröll á horfnar gjaldeyrisinnstæð ur af slíku tagi, virðast ekki hafa mikla trú á land og þjóð. Hófleg bjartsýni er nauðsyn- leg, en enginn sigur vinnst þó án baráttu. íslendingar eru nú bet- ur búnir til baráttunnar en nokkru sinni fyr. Við þurfum því ekki að láta erfiðleikana vaxa oss í augum. En minnumst orða skáldsins er svo kvað: „Að sá sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr fær aldrei leyst þá gátu er hinum megin býr, en þeim sem eina lífið er bjarta brúðarmyndin þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæðsta tindinn“. Hinn nýi tími er framfarahug- ur, bjartsýni og hin nýja tækni hafa skapað mun ljetta hverj- um einstakling og þjóðinni allri gönguna fram á veginn. Stöðugt í áttina til nýs, betra og bjart- ara lífs. Unga fólk! Skipið ykkur í fylkingar ungra Sjálfstæðis- manna og takið þátt í starfi okkar. Ungir Sjálfstæðismenn! Eflum samtök okkar og gerum þau að virku, starfandi afli, er taka verður tillit til. Tökum virkan þátt í því að vinna að hagsmunamálum hjeraðsins. Og þá ekki síst hagsmuna- og áhuga málum æskulýðsins. Fjelags- skap okkar er ekkert gott mál- efni óviðkomandi. Andstæðingar okkar Sjálf- stæðismanna bregða oft upp einskonar glartsmyndum af því fyrirheitna landi er þéir telja sig tefna að. Þeir reyna að telja fólki trú um, að fái þeir aðstöðu til þess, þá muni þeir skapa það sælunnar ríki, er fullnægi öllum kröfum og óskum. En þróunin heldur stöðugt á- fram. Einræðisbrölt einstakra manna og flokka geta aðeins stöðvað straum tímans um stund ar sakir, en ekki að eilífu. Málfrelsi, ritírelsi og athafna- frelsi er dýrasta hnossið, sem til er, og undirstaða allra sannra framfara. Með nýjum tímum og nýjum mönnum, koma nýjar kröfur og hugsjónir. Sjálfstæðisflokkurinn á ekk- ert lokatakmark. Hann vill að- eins og ætíð vinna að því að á öllum sviðum þjóðlífs íslend- inga, jafnt til sveita og sjávar, megi verða gróandi þjóðlíf með þverrandi tár. ALDREI hefur komið fyrir augu íslenskra lesenda jafn sví virðilegur áróður og sá, er um langt skeið birtist í „Þjóðvilj- anúm“ undir nafrinu „Barna- saga“. Margt er hægt sð ætla þeim flokki, sem að útgáfu þessa blaðs stendur, en enginn hefði þó að óreyndu getað látið sjer detta í hug, að slíkar áróðurs- aðferðir sem hjer um ræðir, yrðu notaðar í íslenskum blöð- um. Öll er sagan svívirðilegur á- róður og blekkingar, ætluð til að ala ungbörn upp í taum- lausri aðdáun á kommúnisman- um og ofstækisfuilu hatri á nú- verandi stjórnskipulag. — Ef þetta tækist, gera þeir sjer von- ir um, að áhrif þau, er börnin þannig yrðu fyrir, lokuðu al- gerlega augum þeirra fyrir skyn samlegum rökum og hugsun um þjóðfjelagsvandamál. Þessi áform þeirra hafa víð- ar komið fram. Meðan komm- únistar fóru með mentamál landsins, reyndu þeir með öll- um ráðum, jafnt óheiðarlegum sem heiðarlegum, að koma á- róðri sínum á framfæri í menta stofnunum þjóðarinnar, og þeir sem hlustuðu á barnatímann í útvarpinu 1. maí, hljóta að hafa fylst undrunar á ofdirfsku kommúnista í áróðri sínum. — Mönnum til athu.gunar skulu hjer birtir kaflar úr fyrnefndri ,,barnasögu“. Einn kaflinn byrjar svo: "" „Fimm konur báru innan klæða sinni, sjer við hjartastað, hvítan klút, sem var litaður rauður af blóði fimm ungra manna af fimm þjóðflokkum og konunum fannst, að rauði klút- urinn væri hinn sanni fáni, sem þær æltu að fylgja, en ekki þessi mislita dula, sem blakti þarna við hún“. Hjer er verið að lauma inn hjá börnunum á lúalegan hátt, lítilsvirðingu á íslenska fánan- um, en aðdátrn á einhverjum „rauðum fána“. Þessi áróður verður ekki misskilinn. Getur nokkur maður trúað blekkingum kommúnista um föðurlandsást, eftir að þeir hafa látið í ljós jafn ótvíræða lítils- virðingu 'á þjóðfána Islend- inga? Á öðrum stað er sagt frá öll- um þeim hörmungum, sem auð valdið leiði yfir mannkynið Er því lýst með átaksnlegum orð- um „hvernig alþýðan svelti, meðan hinir ríku sitji í dýrð- legum höllum og aðhafist ekk- ert“. En hvernig enda svo þess- ar hörmungar? Jú, „það eru góðir og vitrir menn, sem vilja breyta þessu og þessir góðu og vitru menn heiía sósíalistar, mundu það“. Þá er og sagt frá örvænting- ar- og reiðihrópum hinna hungr andi, og síðan segii: „Á hverj- um degi renna nýjar raddir inn í samhljóminn, og þegar þessar þúsundir radda cru orðnar miljónir og aftur miljónir, þá mun verða fundið svarið við spurningunni og þc mun verða lokið fátæktinní og neyðinni, sem suma þjáir, og hinum sví- virðilega sníkjulifnaði hinna!“ Þó að ekki sjeu birtar fleiri tilvitnanir úr sögu þessari, þarf enginn að halda, að ekki sje fleira athúgavert við hana, en það, sem hjer er birt, nægir til að sýna hug kommúnistr. Þeir vilja koma inn hjá ’.örn- unum lítilsvirðingu á fárr ium og því, sem þjóðlegt er, íeíja í þau byltingarhug og kynna sig sem frelsendur mannkynsins. Allir sannir Islendingar verða að vera á verði gegn því, að kommúnistum haldist uppi slík ar áróðursherferðii'. „TUNGUNNI er tamast það, sem hjaríanu er kærast“, segir máltækið. Engum er tamara orðið afturhald en kommúnist- um. Stefna kommúnisía er ríg- bundin cldgömlum kennisetn- ingum eða formúlum settum fram af þýska gyðingnum Marx fyrir rúmri öld síðan. Frá þeim kenningum er aldrei kvikað og ,,Das Kapital“ og „Kommún- istaávarpið“, aðalrit Marx, eru kommúnistum það sem Kóran- in er áhangendum Múhameðs. í áróðri sínum til unga fólks- ins hamra kommúnistar þó á- valt á þeirri firru, að þeir sjeu boðberar þess, sem koma skal, en aðrir flokkar þessa Iands sjeu afturhaldsflokkar, sem engar umbætur nje framfarir vilji. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt og sannað að hann er frjálslyndur framfaraflokkur þjóðinni til heilla. Hann er ekki rígbundinn við 100 ára gamlar kenniformúlur, eins og komm- únistaflokkurinn er við kenn- ingar þýska gyðingsins Marx, frumkvöðuls kommúismans. Hann er hinn síungi flokkur, enda sá flokkurinn, sem mestu fylgi á að fagna meðal þjóðar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.