Morgunblaðið - 14.12.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.12.1947, Qupperneq 2
MORGV NBLAÐIÐ Sunnudagur 14. des. 1947' '1 r 2 Handknattleikskeppnin í Háioga landi síðastliðinn miðvikudag Brjef: Læknaskorfurinn í nýhverfun- um sfafar af apótekaskortinum Handknattleikskeppnin að Há- logalandi á miðvikudagskvöldið var bæði hörð og skemmtileg, eins og við var að búast, enda ekki við öðru að búast, þegar stillt er upp 20 einna bestu leik- mönnum, sem við eigum. Jafntefli hjá stúlkunum. Keppnin nófst með leik í meistaraflokki kyenna. — Bæði liðin virtust í byrjun álíta sjálfa sig jafn færa um að vinna, en almennt mun þó hafa verið á- litið, að Ármann-KK-liðið bæri sjgur úr býtum. Svo fór nú samt ekki, og í hálfleik hafði Fram- iR-liðið sett 2 mörk, en hitt lið- ið ekkert. En í byrjun seinni hálfleiks hófu Ármann-KR- stúlkurnar all-mikla sókn og „kvittuðu“ á fyrstu 4 mínútun- um. Þegar hálf mínúta var eftir af leiktíma stóðu leikar þannig, að Fram-ÍR-liðið hafði sett 5 mörk, en Ármann-KR-3iðið 4 mörk. Hjeldu því margir aö hinar fyrrnefndu myndu sigra, en þegar eftir voru aðeins tíu tekúndur af leiktímanum settu Ármann-KR-stúlkurnar 5. mark íð og lauk því leiknum með jafn tefli. Óhætt mun vera að segja, að þetta sjeu sanngjörn úrslit, því liðin voru yfirleitt jöfn. Dómari í þessum leik var Sig- urður Sigurjónsson úr FH. Á dómi hans var nokkur viðvan- ingsbragur, þ.e.a.s. hann dæmdi ekki hlutdrægt, heldur dæmdi hann oft og tíðum of lítið. En slíkt er ekki nema eðlilegt, þegar um jafn nýjan dómara er að ræða. ,Jtau3stakkar“ — „Blástakkar“ Seinni leikurinn, sem var í meistaraílokki karla, var ekki síður spennandi og harður en sá fyrri. Það er best í byrjun, að kalla Ármann-KR-Valur-liðið „rauðstakka“, eftir búningnum, en Fram-ÍR-Víkings-liðið „bfá- stakka (Fyrrnefnda liðið var í rauðum peysum, en hið síðara í bláum). Af áhorfendum var almennt búist við sigri „rauðstakka“ og jafnvel ,,bursti“, þar eð þessi fjelög urðu númer 1, 2 og 5. í Reykjavíkurmótinu en lið „blá- stakkanna" númer 3, 4, og 6. En „bálstakkar" höfðu æft nokkr- um sinnum fyrir keppnina og Jxar sem liðin hafa haft sama þjálfarann í sumar, var e.t.v. auðveldara fyrir þau að leika saman, en auk þess ljek hann sjálfur með þeim og átti ekki hvað minnstan þátt í að þeim tókst að sigra. Aftur á móti höfðu „rauðstakkar" ekki æft saman fyrir leikinn, og e.t.v. ekki þurft þess, þ.e. í þeirra liði voru það margir menn úr sama íjelagi. Fyrri hálfleikur Svo virtist í byrjun, sem bæði liðin ætluðu eltki að tefla í neina tvtsýnu, því að mínu áliti stilltu þau bæði upp sínu sterkasta liði strax í byrjun. — Leikurinn í f yrstu 3—4 mínúturnar var all- fálmkendur og ekki laust við að sumir leiltmanria væru dálítið ,nervösir“, en á fimmtu mínútu leiksins tókst vinstri framherja ,blástakkanna“ (Jóhanni, Vík- ing), að leika sig frían alveg upp við markteig „rauðstakka" og setja fyrsta marltið. En „rauð stakkar“ náðu brátt leiknum í sínar hendur, og þegar liðnar voru um 12—15 mín. af fyrri hálfleik stóð markaf jöldi 4 gegn 2 þeim í vil, Skömmu síðar tókst svo Henning að leilta sig frían upp eftir hægra kantin- um og hoppaði upp og ætlaði að skjóta í mark, en vinstri bak- vörður ,,rauðstakkanna“ (Hauk ur, Ármann), kom þannig að honum að hann fjell flatur inn fyrir markteig. — Dómarinn dæmdi þetta fríkast, sem var þó án efa vítakasts vert. Rjett eftir þetta var svo skipt um menn í framlínunum og kom þá greinilega í ljós, hve „rauðstakk arnir“ voru betri í heild og jafn ari, því nú settu þeir 3 mörk en „blástakkar" ekkert. — „Rauð- stakkarnir" höfðu því um tíma 5 mörk yfir hina (7 gegn 2). En skömmu fyrir lok fyrri hálf- leiks, náðu „blástakkar" sjer dá lítið á strik og settu 4 mörk, en rauðstakar eitt. Fyrri hálfleikur endaði því með 8 gegn 6, „rauðstökkum" í vil. 1 fyrri hálfleik sýndu ,rauð ■ stakkar“ betri leik og jafnari en óhætt er að segja að „blástakk- ar“ hafi verið nokkru óheppnari með markskot, t.d. skutu þeir 3 svar í marksúlurnar, og einu sinni var mark dæmt af þeim, en þó var þeirn dæmt fríkast á eftir. Seinni hálfleikur Fyrstu 10—15 mínúturnar í seinni hálfleik skiftust liðin á um að hafa yfirhöndina og þeg- ar eftir voru um 10 mínútur var markafjöldinn 13 gegn 10 „rauð stökkum" í vil. En eftir það virt- ust „blástakkar" taka nokkurs- konar endasprett og þegar eftir voru um 4 mínútur af leiknum var markafjöldinn 14 gegn 13 þeim í vil. Þegar leikar stóðu þannig, gerðu Jblástakkar" það viljandi að tefja tímann með því að leika knettinum á milli sín, reyna ekki að skora mark. SÍíkt er mjög misjafnlega sjeð meðal áhorfenda og einnig leik manna, en er í sjálfu sjer ekki nema eðlilegt þegar um er að ræða harðan og tvísýnan leik. En einmitt meðan leikmenn „blástakka" Ijeku svona tókst einum „rauðstakkanna" að ná boltanum og skora mark. Þegar eins og hálf mínúta var eftir af leiktíma var því jafntefli. En á þessum augnablikum, þegar leikurinn var sem mest ,,spennandi“ fjekk einn af leik- mönnum ,,blástakka“ (Bjarni, Víking), áminningu fyrir ósæmi lega framkomu við dómarann. Það vakti því ekki litla hrifn- ingu meðal áhangenda „blá- stakka“, þegar „blástakkar“ ná knettinum úr dómarakastinu eft ir áminninguna, og senda hann til Bjarna og hann skorar sigur- markið. Dómarinn Dómari í þessum leik var Hall dór Erlendsson, þjálfari KR. — Margir álitu að ekki væri hægt að láta mann dæma, sem ætti ítök í því liði sem væri að keppa. Það er að vísu rjett, að best væri að svo væri ekki, en þegar ekki er um annað að velja þýðir ekki að tala um það. Hann dæmdi yfirleitt vel og sýndi það, að hann er nú orðið okkar besti handknattleiksdóm- ari. Áhorfendur 300—400 Áhorfendur voru um 3—400. Leikir, sem þessir eru mjög skemmtilegir og um leið gagn- legir, því óneitanlega hljóta að koma fram í þessum leikjum okkar bestu leikmenn, og gerir það auðveldara að velja saman menn í úrvalslið. Henning Isachsen. Ekki er hægt fyrir áhorfend- ur annað en að taka eftir einum leikmanna „blástakka“, Henning Isachen. Hann hefur verið þjálf- ari þeirra um nokkurt skeið, eins og áður er getið. Leikur hans var all-frábrugðinn leik hinna leikmannanna, einkum -virðist hann vera leikinn í að leika á mótherja sinn, en gerir það stundum of mikið. Ennfremur virðist hann nota fullkomlega þann tíma, sem hann hefur yfir að ráða (þ.e. 3 sek. í einu með boltann) og ætl- ast þá til að á þeim tíma sjeu samleikmenn hans búnir að leika sig fría, en slíkt kemur ekki að notum nema meðspilar- ar notfæri sjer það og skilji til hvers er verið að leika þannig. Að öðru leyti virðist hann leika jafnvel í sókn sem vörn og er enginn vafi á því að hann átti einna mestan þátt í því að „blástakkar" unnu. S. M. Herra ritstjóri: MARGIR spyrja á þessa leið: Hvers vegna eru allir læknar bæjarins með stofur sínar inni í miðbænum? Hvers vegna er nauðsynlegt, að þvælast með börn um þyeran og endilangan bæinn, ef fara þarf með þau í læknisskoðun, Ijósbað eða til tannlækninga? Bæjar- stjórn hefur reist dýra skóla í nýhverfunum. Kaupmenn setja þar á fót fjölmargar sölubúðir, og á ýmsan annan hátt flytjast almenningsstofnanir þangað. Ilvers vegna koma læknarnir ekki þangað einnig með stofur sínar? Svarið er: Apótekin eru inni í miðbænum og læknarnir eiga ó- hægt ,með að hafa stofur sínar fjarri þeim. Meðan lyfjafræðing- um er ekki leyft að leysa úr apótekaskortinum með stofnun nýrra apóteka í nýhverfunum, er ekki líklegt, að læknar setjist að með laekningastofur sínar þar. Apótekin urðu fjögur árið 1928 og voru byggð fyrir þarfir 25 þús. íbúa. Þau voru og staðsett fyrir það, sem þá var vesturbær, miðbær og austurbær. A þeim 20 árum, sem liðin eru, hefur íbúatala bæjarins aukist úr 25. þús. upp í 51. þús. og bæjar- byggðin aukist svo mjög, að nú standa apótekin inni í miðjum bænum. Þær kröfur, sem gerðar eru til apótekanna, eru svo mikl- ar, að segja má að dagleg störf eða afköst þeirra líkist því, sem mest var í farsóttum, áður fyrr, er fjöldi apótekanna svaraði til eðlilegra þarfa bæjarbúa. Ef þetta ástand er ekki hættulegt að dómi heilbrigðisstjórnarinnar, verð jeg að telja, að hún sje gædd óvenjulegri og óeðlilegri bjartsýni að jeg ekki segi ljettúð hvað varðar heilsufarslegt ör- yggi almennings. Apótekin eru í eðli sínu og eiga að vera nábýlisstofnanir, þ. e. þau eiga að vera staðsett þar, sem íbúarnir eiga auðveldast með að ná til þeirra. Þau eru ekki í eðli sínu viðskiptastofnanir, sem eðlilegast sje að standi í helsta verslunarhverfi bæjarins. Þau eru á sama hátt í þjónustu al- mennings eins og læknarnir og þurfa að vera í svo nánum tengsl um við íbúðahverfin og umferða- æðarnar sem auðið er. Tala lækna hefur góðu heilli aukist jafnt og þjett undanfarin 20 ár, en læknum hefur verið varnað þess að setja upp stofur sínar fjarri miðbænum af þeirri einföldu ástæðu, að í miðbæn- um eru öll apótek bæjarins sam- an komin og þangað verður fólk- ið að fara með lyfseðla sína. Þótt lækningastofur kæmu í nýhverf- in, yrðu menn að fara inn í mið- bæinn með lyfseðla sína eftir sem áður. Og svo lengi sem það óskiljan- lega og heimsfurðulega ástand rikir, að heilbrigðisstjórnin leyf- ir lyf jafræðingum ekki að fjölga apótekunum svo sem eðlilegar þarfir þó krefjast, verða bæjar- búar að taka því sem alvisku- legri ráðstöfun hennar, að þeir þurfi að þjóta inn í miðbæinn á nóttu sem degi í farartækjum, sem til falla, eða fótgangandi nokkra kílómetra leið, verði þeir að vitja læknis eða apóteks og sjeu svo „ólánsamir“ að búa í einhverju nýhvcrfanna svo sem Kleppsholtsbyggðirmi, Laugarnes hverfinu, Miðtúnunum, Norður- mýrinni, Hlíðahverfinu, Mela- byggðinni, Kaplaskjólunum o. s. frv. Til þessa hefur þvílíkt ástand verið talið til einna höfuðann- marka dreifbýlis í sveitum en varla verið talið eiga við í borg- um. Það er mikill kostur, ef lækn- ar geta verið í nánu nágrenni apóteka. Best er, ef hægt er að> koma því við, að læknar hafi stofur sínar í byggingum þeim, sem hýsa apótekin. Einkum á þetta yið um úthverfin eins og Kleppsholtsbyggðina. Ef Klepps- holtið er tekið sem sjálfstæð heild er það annár eða þriðji. stærsti bær á landinu, en þar er hvorki læknir nje apótek. Það væri æskilegast eins og raunar allsstaðar annarsstaðar, að í byggingu apóteks, sem i Kleppsholti væri stofnað, væri stofa eins eða tveggja lækna, ljósþaðstofa og tannlækninga- stofa. Apótekið þjrfti ekki að vera stórt en hins vegar vel út- búið. En seint verður hafist handa, ef landlæknir dregur sí- fellt að stíga fyrsta skrefið, með því að auglýsa apóteksleyfin lyfjafræðingum til umsóknar. Það tekur minnst eitt ár og sennilega þó lengri tíma eins og nú er orðið ástatt að útvega fje l og efni til byggingar, kaupa eða leigu á húsnæði, að útvega áhöld og tæki og annað það, sem þarf til stofnunar nýs apóteks. Heilbrigðisstjórnin hefur látið góðæri undanfarinna ára renna út í sandinn, hvað þetta snertir, og nú tekur allt lengri tíma en verið hefði þá. En enginn lyfja- fræðingur getur gert ráðstafan- ir til undirbúnings stofnunar apóteks, meðan heilbrigðisstjórn- in leyfir ekki að gengið sje til verks í þessu skyni. Fyrsta skrefið til framkvæmda verður heilbrigðisstjórnin að stíga með auglýsingu apóteksleyf anna. Hvað tefur hana ár eftir ár frá því að stíga það skref? Matthías Ingibergsson, lyfjafræðingur. Frli. af bls. 1. hluti liðsins, sem sent var til Arnhem, 8000 lágu eftir fallnir, særðir eða herteknir. Þeir höfðu fært sína fórn, — og ekki til einskis. Af þessari sögulegu viðureign hafa Bretar nú látið gera kvik- mynd. Ari eftir orustuna voru herdeildir sendar til Arnhem í þessu skyni. Borgin var þá auð’ og yfirgefin, eins og þegar þjóð- verjar skildust við hana. Allir þeir, sem sendir voru til mynda- tökunnar, höfðu barist við Arn- hem; þeir voru látnir leika sín eigin afrek, lifa á ný mestu ör- lagastundir sínar. Sumt í mynd- inni, eins og fallbyssugnýrinn og sprengjudunurnar, var tekið meðan orustan sjálf geisaði. Alt annað var leikið eins nákvæm- lega og auðið var eftir sjálfum atburðunum, hvar þeir gerðust og hvernig. Enginn atvinnuleik- ari er í myndinni, aðeins menn- irnir, sem börðust við Arnhem, venjulegir menn, eins og gengur og gerist í þjóðherjum nútímans. Fyrir því er kvikmyndin af or- ustunni við Arnhem talin ein merkilegasta, besta og sannasta mynd úr síðustu styrjöld. Myndin heitir á ensku „Theirs is the Glory“, þeir drýgðu dáð- ir. Hún er komin hingað til lands og verður sýnd bráðlega í Tjarn- arbíó. BAGNAR JÓNSSON I hæstarjettarlögmaður. | Laugavegi 8. Sími 7752. í Lögfræðistörf og eigna- I umsýsla. BEST AÐ AVGLTSA ! MORGLTiBLAÐim j „Komdu og skoðaðu í kistuna mína!“ Rósamáldðir kislar. Skemmíileg jólagjöf. Skiltagerðin SkólavÖrðustíg 8. BEST AÐ AVGLÝSA I MORGVNBLAÐINV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.