Morgunblaðið - 14.12.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. des. 1947 MORGUTSBLAÐIÐ 7 Sfels Jóhannesar Snorrasonar Frh. af bls. 6. líta svo út, en jeg mintist aldrei á lengingu brautanna í grein minni. Hitt benti jeg á, að það er fen rjett norðan við miðju N-S braut arinnar og það er mjög varasamt. Einnig minntist jeg á það að langa brautin sje ósljett í báða enda, og^svo sje flugvöllurinn ó- merkturr Nú segist skrifstofu- stjórinn vera búinn að bæta úr merkingunni og betra er seint en aldrei, þótt vafasamt sje í þessu tilfelli, en hann verður þó að kannast við að vindpokann vanti. S. J. segir ennfremur í grein sinni, að allir flugmenn, sem hann hafi talað við, og fljúgi til Hornafjarðar, sjeu harðánasgðir með völlinn. Jeg held að þarna misminni skrifstofustjórann hrapalega, svo að ekki sje dýpra í árinni fekið, því að allir flug- menn með tölu, sem til Horna- fjarðar fljúga, segja: Yfirlýsing Við undirritaðir, starfandi flug menn, viljum hjer með staðfesta ummæli Jóhannesar Snorrasonar, flugmanns, í grein hans í tíma- ritinu „Flug“, um flugvöllinn á Melatanga við Hornafjörð. Álít- um við flugbrautirnar í því ásig- komulagi að nauðsynlegt sje að laga þær og jafna þurfi úr ósljett um á báðum endum flugbrautar- innar. Einnig, að fer það, á N-S braut, er talað er um í grein Jó- hannesar, er varasamt og jafnvel hættulegt þegar jörð er blaut. Álítum við brýna nauðsyn að lag færa það svo brautin sje nothæf, enda oft nauðsynlegt að nota hana, einkanlega í norðlægum vindum, sem eru algengir. Vilj- um við einnig taka það fram að hin nýja merking á flugbrautum á Melatanga er alveg ófullnægj- andi, merkin ósýnileg með öllu, ef föl er á jörðu og einnig ósýni- leg að mestu úr flugvjelum i lendingu og flugtaki. Álítum við að nauðsynlegt sje að mérkja allar brautirnar að nýju og með öðrum hætti. Reykjavík, 25. nóv., 1947. H-örður Sigurjónsson, flugm. Skúli Petersen, flugm. Anton G. Axelsson, flugm. Sigurður Ólafsson, flugm. Hjalti Tórhasson, flugm. Smári Karlsson, fluvm. Magnús Guðmund soi, flugm. Gunnar Frede. n. r, fiugm. Þorsteinn Jónsson, fíugm. Ólafur Jóhannsso , ilugm Þetta er álit '’1’" þeirra manna, sem hafa flogio til Horna fjarðar í farþegaflugi undanfarin ár, og gera það enn. Hyggilegra hefði verið fyrir skrifstofustjór- ann að treysta ekki minni sínu, því að það ér augsýnilega farið að bila. Prammarnir Hvað viðvíkur ljósaprömmun- um, þá veit skrifstofustjórinn rniklu méir en hann lætur. Til eru þeir, sem sjeð hafa hann á gangi í kring um þessa pramma. Ekki voru þeir í neinum skúr, eins og S. J. segir, og er vonandi að með þessu orðfæri hafi ekki átt að gefa í skyn, að Flugfjelag íslands hafi falið prammana. — Væri þá drengilegra fyrir mál- stað skrifstofustjórans, að í 1 jós kæmi, að hann hefði ekki áttað sig á því að þetta voru Ijósa- prammar en haldið þá listi- * snekkjur til þess að spóka sig í austur á Þingvallavatni um helg- ar. En vart getur það farið á milli mála, að prammar margir voru í flugskýli því, sem flugmálastj. vildi leigja fyrir 100,000 kr. á ári og S. J. kallar „skúr“ í grein sinni, og var fast eftir því leitað að þeir væru teknir vegnu þrengsla þar, en flugmálastjórn- in daufheyrðist. — Við þessa pramma átti jeg, og víst hefðu þeir verið betur komnir á floti en inni í skýli þ. 15. ágúst í sumar, þegar „Sikorski“-flugbáturinn stóri lenti hjer , myrkri og regn- súld. Hefði þá e.t.v. þurft að gera færri tilraunir til lendingar. Flugvallarstjóri ríkisins ljet strax í haust- athuga þessa pramma og nú eru þeir tilbúnir til notkunar hvenær sem á þarf að halda. Sýnir það best hversu fráleit sú afsökun S. J. var, að prammarnir væru einskis nýtir. Mun annað hafa ráðið þar, sem oftar. Það er leitt að skrifstofustjóri flugmálastjóra skuli ekki muna eftir nema einni sjóflugvjel á Ts- landi. Jeg man eftir miklu fleir- um. Hjer eru þrjár Catalínur og fimm Grumman flugbátar, auk einnar Seabee flugvjelar. Þetta eru allt sjóflugvjelar þótt flestar sjeu með hjólaútbúnaði líka. — Hver vill bera ábyrgð á því að þær þurfi ekki að setjast á sjó hjer í myrkri og það í þröngum firði, sem er íullur af rekaldi, legufærum og skerjum. — Ekki vildi jeg gera slíkt og þótt einn ljóskastari sje á einhverjum bát- kuðungi, þá er það engin lausn, jafnvel þött slíkt geti slampast * af nokkrum sinnum. Þá snýr skrifstofustjórinn sjer að flugvjelaskiptunum og segir að nú ætli flugmálastjórinn að leigja þessa „geysi verðmætu“ flugvjel, flugmönnum til æfinga í blindflugi. Þvílík umhyggja, sem allt í einu hefur gripið flug- málastjórann, þetta hefur aldrei heyrst fyr. Hvers vegna notaði ekki flugmálastjórinn litlu flug- vjelina til þess að kenna byrjend um fyrstu vængjatökin? Ætlar ,skrifstofustjórinn kannske að taka að sjer kennsluna sjálfur? Nei, þetta var ekki tilgangur- inn með þessum furðulegu skipt- um, það er öllum flugmönnum Ijóst. Okkur er einnig öllum kunnugt* að þessi „geysi verð- mæta“ flugvjel befur ekkert gagn gert flugmálunum ennþá, nema ef húr. hefur gert skrifstofustjór- anum sjálfum það mögulegt að halda við flugrjettindum sínum, og ef það er þá flugmálunum nauðsynlegt. Jeg álít rjettast fyrir flugmálastj. að láta flugfje- lögin um æfingu sinna manna, en snúa sjer frelcar að því, sem varðar öryggi þeirra manna, sern þegar kunna að fljúga, og þeirra farþega, sem þeir taka að sjer að flytja. Þeir munu ekki margir, sem trúa á framkvæmd þessarar blindflugskóla hugmyndar. — Sú var heldur ekki upphaflega hug- myndin, heldur fordild þeirra sem rjeðu. Um menntun flug- manna segir S. J. margt, og má samkv.. því álít.a að flugmála stjórnin sje eitthvert ölmusufyr irtæki, se meigi að sjá farborða öllum þeim, sem lagt hafa út í dýrt flugnám, á kostnað flugfar- þega og tryggingaríjelaga. Mjer er nær að halda að öllum sje greiði gerður, með því að þess sje krafist að flugmenn þekktu flugvellina og rötuðu flugleið irnar áður en þeim er heimilt að flytja farþega fyrir borgun. því sambandi vildi jeg benda S. J. og öðrum, á grein, í síðasta „Flugi“, og nefnist „Það kenndi mjer“. Frásögn flugmannsins skýrir nægilega rjettmæti þess, er jeg hjelt fram, að ekki væru allir, sem skýrteini hafa upp vasann, færir til þess að fljúga með farþega um landið. rekstri Reykjavíkurflugvallar- ins“. Flugráð og flugvallastjórí rík- isins hafa nú tekið öryggismálin fýstum tökum í samráði við alla flugmenn. Flugmenn bera fullt traust til þessara nýskipuðu for- ystumanna flugmálanna, og vænta mikils af þeim í framtíð- inni. Við treystum því, að þeir megi innan tíðar lagfæra ailt það, sem nauðsyn krefur, og hef- ur verið vanrækt, til öryggis á flugleiðum og flugvöllum lands- ins. Á því byggist framtíð flug- mála okkar að verulegu leyti, en ekki á skýrslum í útvarpi og blöð um um hluti, sem ekki hafa verið framkvæmdir. Læt jeg nú útrætt við S. J., nema sjerstakt tilefni sje gefið. Jóhannes R. Snorrason. d?óí mentir: Bókasaín harnanna Sögur ísafoldar Vonlaus málstaður Sigurður Jónson hefur tekið sjer fyrir hendur að verja von- lausann málstað. — Honum er manna kunnugast hvernig flug- málastjóri varði almannafje á beim tíma, sem hann einn rjeði mólum. Til sliks munu fá dæmi á ís- landi, og því fer betur. Skrifstofubákn flugmálastjóra með tilheyrandi hátt launuðum embættismannahóp, leigubíla akstri, sem nam 27,700,00 kr. á 1 ári, málningu á skrifstofum og Winston að upphæð 207,000,00 kr o. s. frv., var aðalatriðið. Öryggi farþega og flughafna og þar með trú þjóðarinnar á gildi flugs- ins, laut lægrahaldi, og ber S. J sjálfur vitni um það þar sem hann segir að „einmitt öryggis málin væru þýðingarmestu málin næst á éftir skipulagningu á FYRIR skömmu kom í bókabúðir bók sem margir veittu eftirtekt, en það voru „Sögur ísafoldar" I“, sem ísafoldarprentsmiðja gefur út. Bókin er 370 b!s. auk eftir- mála sem próíesscr Sigurður Nor dal heíur ritrA ÍL"ur hann og sjeð um valið á sögunum í bók- inni, og gerir meðal annars grein fyrir efni og tilgangi bókyiinraj-, og þess bókof’okks, sem nún er upphaf að. Asgeir Blöndal Magn ússon cand. m&g nefur biúð sög- urnar til prentunar og annast próíarkalestur að öllu leyti. Fyrri hluti bókarinnar eru þýddar sögur, sem birtust fyrst neðanmáls í ísafold á áraunum 1889—90, en seinna gaf hann þær út sjerstaklega. Seinni hluti bók- arinnar eru sögur og sagmr ís- lenskar sem Bji'rn hafði v:ðað að sjer í söfnum, og frá einstökum mönnum víðsvegar af landinu, og kennir þar margra grasa, en alt er það efni rammíslenskt og með snildarbragði. Má þar til nefna söguna. „Nafnarnir í Fag- urey“ eftir Pjetur Fr. Eggerz. sem er ágæt lýsing af hrakningi þeirra nafna, Stefáns Eggertsson- ar og Stefáns Björnssonar bænda í Akureyjum, og bregður um leið skýru Ijósi yfir aldarfarið, dultrú og hjátrú, sem fólkið var beygt af og trúði ekki sínum eigin eyrum ei^ieyðarkall þeirra nafna barst til eyrna fólksins í Fagradal. — Hjelt fólkið að hljóðið væri í út- burði, er þar hafði heyrst í, þar í grendinni undan illum veðrum. Fleiri þætti á Pjetur Fr. Eggerz þarna með snilldarhandbragði, svo er og fjöldi af þáttunum hin- ir merkustu. Björn ritstjóri Jóns^on var að allra dómi ágætlega ritfær mað ur, og stíll hans þróttmikill, og fjölbreyttur, en um leið alþýð- legur. Það er bví mikill fengur að því að hann hefur farið hönd um um sagnaþætti þessa, þótt hann hafi ekki ritað þá sjálfur, þvú hann hefur fágað þessar perl- ur, svo nú glitra þær í skrúði fagurs máls, því vitað er að hann 1 var vandur að öllu því er blað hans Ilutti um mál og stíl. Sögur Isafoldar voru mjer eink ar hugþekkar í æsku, þegar blöð in komu á bæinn var strax farið að líta eftir hvort nokkuð væri neðanmáls. Við unglingarnir vor- um þá ekki spentir fyrir pólitík- inni. En það var framhaldið neðanmálssögunni, sem tók hug manns allan og altaf var beðið með óþreyju eftir framhaldinu að lestri loknum hverju sinni, og enn varð að bíða í það minsta, tvær vikur, þangað til blöðin kæmu næst með póstinum. Svona gekk það til í fásinninu á seinni hluta aldarinnar sem leið; en sí felt þyrsti mann i meira af þessu tagi, og manni fanst óþarfi að vera að draga sig á þessu hnoss gæti, eins og blaðið gerði hverju sinni, í miðju kafi, er atburðirnir risu sem hæst í sögunni, með því að segja: Framhald. En hafi ísafoldarprentsmiðja bestu þökk fyrir bókina. Guðjón frá Brekku Systkinin í Glaumbæ, eftir Ethel S. Turner. Leyndardómar fjallanna, eftir Jón Björnsson. Pjetur Pan og Van.da, eftir J. M. Barrie. Útg.: Draupnisút.gáfan. UTGAFA barna- og unglinga- bóka hefur sennilega aldrei verið eins mikil að vöxtum og nú fyr- ir þessi jól, og líklega aldrei eins misjöfn að gæðum. Margt þess- ara bóka er mjög ljettvægt lestr- arefni, en meðal þeirra má þó að sjálfsögðu finna margt góðra bóka og hollra. Nokkuð hefur brytt á því, að hafin hafi verið útgáfa barnabókaflokka, en lítið hefur að því kveðið til þessa. Bókasafn barnanna er einn þess- ara flokká, og virðist hafa verið sjerstaklega vel vandað til þeirra rriggja bóka, sem nú eru komn- ar. Fyrsta bókin í flokknum heitir Systkinin í Glaumbæ og er eftir enska skáldkonu, sem hefur get- ið sjer mikinn orðstír fyrir ágæt- ar barnabækur. Þetta er saga fjölmenns systkinahóps á ástr- ölsku heimili. Það cr einkar hug- ljúf saga, skemmtileg og alvar- leg í senn, rituð af næmum skiln- ingi á börnum. Jeg hef heyrt ýmsa láta í ljós andúð sína á þessari bók. síðan hún kom út hjer, jafnt börn sem fullorðna. Móðir sagði við mig fyrir nokkr- um dögum: „Já, við erum búin að lesa hana öll, og okkur þykir hún svo skemmtileg“. Það er eitt óbrigðulasta einkennið, sem til er um góðar barnabækur, þegar fullorðna fólkið les þær með engu minni ánægju en börnin. — Axel Guðmundsson hefur íslenskað pessa bók af alúð og skilningi. Mál hennar er einkar lipurt og hreint. Onnur bókin i þessum flokki heitir Leyndardómar fjallanna, og er eftir Jón Björnsson, rithöf- und. Hún var fyrst rituð á dönsku en fjallar þó um íslenskt efni. Þetta er fjörleg og viðburðarík drengjabók, sem gerist að mestu í sveit á Suðurlandi. Hún er heil- brigð og skemmtileg í senn, og drengjum finnst hún „spenn- andi“. Hún ber þess þó nokkur merki, að hún er rituð fyrir er- lenda drengi, og er það fremur til baga frá sjónarmiði íslenskra drengja. Þessi bók hefur hlotið miklar vinsældir erlendis, verið þýdd á mörg tungumál og valin í úrvalsflokka af kennurum og uppeldisfræðingum. Þriðja bókin í þessum flokki er Pjetur Pan og Vanda eftir skoska skáldið J. M. Barrie, sem frægur varð fyrir skáldsögur sín- ar og leikrit um síðustu aidamót. Þessi barnabók mun þó vera frægasta bók hans, enda hefur hún :aáð geysilegum. vinsæidum Bretlandi, svo miklum, að Lundúnabúar hafa reist sögu- hetjn bókarinnar, Pjetri Pan, veglegt minnismerki í einum stærsta og glæsilegasta skemmti- garði borgarinnar. Þegar Walt Disney gerði Ævintýrabók sína, þar sem harín endursagði og myndskreytti nokkur frægustu ævintýri heims, valdi hann þar á meðal söguna af Pjetri Pan. Þetta er líka afburða góð barna- bók og snilldarlega rituð. Höf- undurinn gefur glögga sýn í hug- myndaheim barnanna á því þroskaskeiðj, er þau geta lifað sig inn i heim ævintýranna, þar sem ótrúlegir hlutir geta gerst vegna þess, að þau eru ekki enn þá farin að lúta þvi lögmáli or- saka og afleiðinga hins ytra heims, sem leggur cvo víða stein í götu þeirra, sem eldri eru. í þessum heimi getur allt gerst, enginn hlutur er ómögulegur, alltaf til ráð í öllum vanda. Það er hinn gullni heimur æskunn- ar. Höfundurinn sýnir börnun- um ekki aðeins inn í þennan ævintýraheim, heldur laiðir þau sjálf inn í hann. Lætur þau ekki aðeins vera áhorfendur, heldur einrtig þátttakendur. Hann lætur börnin lifa einföldu og venjulegu lífi, en losar þau þó við allar hömlur, sem hefta flug óska þeirra og hugmynda. Þetta er bók, sem er alveg sjerstaklega vel fallin til þess að þroska hug- myndaflug barnanna, og hæfir öllum bornum 8—12 ára, jafnt drengjum sem stúlkum. — Sigríð ur Thorlacíus hefur íslenskað bókina og tekist það mjög vel. Þessar þijár fyrstu bækur í Bókasafni barnanna eru ágæt byrjun, og má vænta góðs af bví, ef áframhaldið verður þar eftir. Þær eru allar vel valdar og frá- gangur þeirra smekklegur og vandaður. Þær eru bundnar í samstætt band, og eí næstu bæk- ur verða í sams konar búningi, er þarna kominn vísir að vönd- uðu Qg snotru bókasafni fyrir barn. Það er mikilsvert að gefa börnum góðar bækur í góðum búningi, sem geta farið vel í litlum bókaskáp og orðið vísir að bókasafni, sem barnið hirðir og annast af umhyggju. A. K. Géðar bamabækur FRAM til skamms tíma var hjer ekki völ á öðrum barnabókum en þeim, sem þýddar voru af erlend- um málum. Var þá ýmislegt kall- að barnabækur, þótt það væri alls ekki hæf lesning fyrir börn. Einu sinni fór jeg eftir auglýsing- um og kevpti tvær bækur, sem mikið hafði verið gumað af hve góðar væri iianda börnum, og ætlaði að gefa þær á jólunum.. Til allrar hamingiu varð mjer samt litið í þær, áður og afleið- ingin varð sú, að hvoruga bókina þóttist jeg ge.ta barni gefið. Ekki á nú þetta við um allar þýddar barnabækur, en um hitt eiga þær flestar sammerkt, að í þeim er framandi hugsunarhátt- ur, sem oft oe tíðum er ekki rjett að bera á borð fvrir íslensk börn, enda þótt ekki verði sagt að hann geti haft snillandi áhrif á þau. Gróður heimahaganna verður altaf farsælastur. Þrð er því g’eðilegt að nú á soinni árum eru farnar að koma fram alíslenskar barnabækur, og þessar línur eru ritaðar til að benda fólki á þrjár slíkar bækur, sem eru nýkomnar. Fyrst má nefna ..Sögurnar bennar mömrnu" eftir Hannes J. Magnússon skólastjóra á Akur- pvri. Áður komu út eftir sama höfund „Sögurnar hans pabba“ og bestu meðmælin með þeim eru þau, sem höf. getur um í formála þessara bóka. Hcmn hitti fjögra ára dreng og höfðu sögurnar ver- ið lesnar fvrir hann um jólin. Þegar drengurinn vissi að þarna var höfundurinn kominn, sagði hann: „Þá ætla jeg að kyssa þig fyrir sögurnar“. Önnur bókin heitir „Adda og litli bróðir.‘* Þessi saga er samin í smábarnaskóla á Akureyri og hún er með mörgum myndum eftir listamann, sem kallast Jó- hannes Geir. Myndirnar eru við- vaningslegar, en það gerir ekkert til. Þær eru í eðli sínu svo skemti lega sannar. að þær munu falla í geð barna. því að þau skilja slíkt tfetur heldur en listareglur nú- tímans. Þriðja bókin er eftir Ragnheiði Jónsdóttur og heitir „Dóra og Kári“. Þetta er bók handa ungum stúlkum og er þriðja „Dórubók- irt“, sem út kemur. Hinar fyrri hafa náð beim vinsældum og feng ið svo góða dóma, að ekki þarf.J annað en benda á þessa. riBfJ Allar þessar bækur er fólki: óhætt að kaupa og gefa börnujn sínum, án þess að hafa lesið þær. áður. — Á. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.