Morgunblaðið - 14.12.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. des. 1947 Jóhannes Snorrason flugmaður: FLUGIÐ OG ÖRYGGISMÁLIN ÞAÐ hefir orðið mikill vængja sláttur á skrifstofu flugmálastjór ans, utaf greinarkorni því, er birtist fyrir skemmstu í tímarit- inu ,,Flug“ og Morgunblaðið endurprentaði litlu síðar. Tvær heilar Morgunblaðssíður fóru í það, þegar Sigurður Jónsson skrifstofustjóri flugmálastjóra tók sjer fyrir hendur að gera lítið úr aðfinnslum mínum og telja fólki trú um að þær væru gerðar af „ofstæki“ og „heift“. Mig furðaði á orðbragðinu á þess ari löngu ritsmíð og svo mun hafa farið um fleiri. Augsýnilega hefir eitthvað nagað undirvitund skrifstofustjórans óþægilega, með an hann samdi ritsmíðina og skal jeg, fyrst tilefni er gefið, leiða rök að því, hvort heldur það hafi verið rjettlát reiði yfir órjettmæt um aðfinnslum, eða óþægileg samviska fyrir drýgðar syndir. Það má vel vera að S. J. finn- ist jeg forhertur fyrir að leyfa mjer að gera nokkrar athuga- semdir við skýrslu þá, sem send var til blaða og útvarps á s. 1. vori og átti að leiða þjóðina í sannleikann um ástandið í flug- málum hennar. Það hefði sjálf- sagt fallið betur í það „kram“, sem hann er kunnastur, að jeg hefði tekið undir allt það, er í skýrslunni stóð, og hælt flug- málastjórninni fyrir merkingar á flugvöllum, uppsetningu miðun- arstöðva o. s. frv., sem jeg sýndi fram á að mjög skorti. Hefði það þá e. t. v. gefið S. J. tilefni til þess að semja tveggja síðu lang- hund um „ást“ mína á flugmála- stjórninni, og hefði það þó ver- ið nær lagi en fullyrðingar hans um heift og ofstæki. 1 grein minni sagði jeg kost og löst, eins og mjer virtist ástæða til, og benti á nokkur atriði, sem sýna ótvírætt, að öryggismálin hafa verið vanrækt. Þegar um slíka hluti er að ræða, og vakið er máls á þeim á opinberum vett- vangi í því augnamiði, að bætt verði fyrir mistökin fyrr en seinna, þá verður ekki að því gert ef þeim, sem málin eru skyld, finst það forherðing og anda köldu í sinn garð. Víst mundi þó hafa andað kaldara í garð flugmálanna á íslandi og framtíðarörygg::; þeirra, frá mjer, ef jeg hefði lagt- höndina á brjóstið og sagt við Sigurð Jónsson: Allt það sem þið hafið gjört er gott og allt það, sem hægt var að krefjast að þið gerð- uð flugmálunum til framdráttar, hafið þið gert. Til slíkra halle- lújajátninga er jeg ófáanlegur, heldur hefi jeg leyft mjer að benda á nokkrar staðreyndir og skal ítreka þær lítillega hjer. Má svo almenningur dæma hvoru megin garðs • „ofstækið" liggur. Stríðið og flugmálin. I upphafi greinar sinnar reynir S. J. að hártoga þau ummæli mín að „heimsstyrjöldin hafi breytt viðhorfinu mikið“ til flug málanna hjer á landi. Jeg held að eltki þuifi að deila um það, og allra síst.ætti að vera þörf á því við skrifstofustjóra flugmála stjórans, að sú staðreynd, að her- inn byggði flugvelli og merkti þá, að hann skildi eftir legu- færi fyrir allar okkar sjóflug- vjelar og margvísleg öryggis- tæki, hafi einmitt orðið þess vald andi að möguleikar til þess að kaupa og starfrækja stórar flug- vjelar opnuðust hjer. An þessara hluta hefði það vissulega ekki verið hægt. Vel má vera að það falli betur í „kram“ gömlu flug- málastjórnarinnar að halda því fram að þetta hafi verið 'starf- semi hennar að þakka, en slíkt erisvo fjarri öllum sanni að ekki þarf orðum um það að eyða. Þessi hártogun S. J. var því út í hött. Styrjöldin breytti viðhorfinu fyr ir fugmálin á íslandi og vita það allir landsmenn. Svar til Stóra báknið á Reykjavíkur- flugvellinum. Sigurður Jónsson talar mikið um skipulagningu og kostnað við rekstur Reykjavíkurflugvallar- ins, svo að ekki sie nefndur sá hinn mikli starfstími gömlu flug- málastjórnarinnar, sem í allt það umstang fór. Satt er það dýrt mun það hafa verið, en hitt gegn- ir þó meiri furðu, hvað lítið sjest nú af allri skipulagningunni eða ávöxtunum af erfiði alls þess fjölda, sem þarna var á launum. Mikið þurfti að selja af gömlu Bretagóssi og liggur svarið kann- ske í því. Það er öllum ljóst sem lesa grein S. J. að sú fullyrðing hans, að fje hafi ekki verið nægilegt til þess að gera ýmsar nauðsyn- legar öryggisráðstafanir, er grip- in í örþrifum og mætti nefna sem dæmi, upp á hversu lítil tak- mörk fjáreyðslunni voru sett, að flugmálastjórinn greiddi 207 þús. kr., segi og skrifa tvö hundruð og sjö þúsund krónur fyrir máln- ingu á skrifstofubáknum sínum ásamt málningu á Hótel Wins- ton? Hve marga vindpoka var nú hægt að setja upp fyrir allar þessar krónur? Hversu margar flugbrautir mætti ekki merkja fyrir þær? Það er táknrænt, að á meðan málaðar voru skrifstofur og hótel fyrir hundruðir þúsunda króna, var ekki einu pensilstriki eytt á eitt einasta flugskýli á flugvellin um og hefir ekki verið gert enn- þá, þótt öll liggi undir skemmd- um af riði. Hvort mat nú flug- málastjóri og Sigurður meir, fín- ar skrifstofur fyrir sig eða skýli fyrir þau verkfæri sem öll flug- mál snúast um? Þessu geta raun- ar allir svarað. Það var óheppilegt fyrir mál- stað S. J. að um svipað leyti og hann samdi ritsmíð sína, skyldi flugmálaráðherrann upplýsa það á Alþingi, að Flugráð væri búið a? segja upp 27 mönnum af hinu skipuleggjandi vinnuafli gömlu flugmálastjórnarinnar. Og svo upplýsist það um sama leyti að r rirtæki hennar, Winston hóteli, hefði verið lokað og 25 manns sagt upp um leið, sökum þess að það var fjárhagslegur baggi á flugmálum landsíns, fyr- ir utan annað. Nú skyldu menn ætla að flugmálin hefðu beðið stórtjón við það, að þessum fjölda var sagt upp En einhvern- veginn halda flugsamgöngur á- fram eftir sem áður, þrátt fyrir það, og jafnframt, hlýtur sú spurning að vakna hvort þessi ráðstöfun hafi ekki komið full seint, og hvort einhverju af því fje, sem í þessi fyrirtæki fór, hefði ekki verið varið betur á annan hátt. Þeirri spurningu kann S. J. líklega best að svara. Ymsum finst e. t. v. flugmál- in ekkert vera of góð til þess að greiða nokkur hundruð þúsund kr. halla árlega með Winston hóteli. Jeg hefi hinsvegar verið þeirrar skoðunar að því fje hefði verið betur varið til þess að merkja og lagfæra flugbrautir, koma upp miðunarstöðvum og nauðsynlegum öryggisútbúnaði. Fyrst skrifstofubvggingar svo öryggi. Það er ekki ómerkileg yfir- lýsing um þetta deilumál, þegar skrifstofustjóri flugmálastjórans upplýsir það, að þeirri góðu stjórn hafi þegar verið það ljóst, að öryggismálin hafi átt að koma næst á EFTIR skipulagningu á rekstri Reykj avíkurflugvallarins. Mjer þykir el^ki ósennilegt að sumum flugfarþegum hafi runn- ið kalt vatn milli skinns og hör- unds, er þeir lásu þetta, og það Sigurðar Jc ekki frá ómerkari embættis- manni. „Öryggið fyrst“ er við- kvæði, sem allir kannast við, ekki síst á það við í flugmálunum, en mann rekur blátt áfram í rogastans að sjá svona yfirlýs- ingu frá skrifstofu þeirrar stofn- unar, sem öryggismálin heyra undir. S. J. nefnir oft að ekki hafi unnist tími til þess að gera þetta eða hitt ennþá. En það er líka til að tíminn hafi ekki verið notað- ur eins vel og skyldi og skrítið er það, að tíminn skyldi leyfa að reka Winston lengi með tapi, ásamt öllu öðru umstangi hjer, á meðan aldrei vannst tími til þess að setja upp einn vind- poka úti á landi. Hitt er svo sjálfsagt rjett, að mikið hefir verið að gera á skrifstofu flugmálastjórans, en það afsakar þó ekki að ekki skyldi verið hafist handa um það strax, að gera flugvellina yfir- leitt þannig úr garði, að það gæti talist forsvaranlegt að lenda á þeim með farþega. En yfirlýsingin um það, að öryggismálin komi „næst á eftir skipulagningu á rekstri Reykja- víkurflugvállarins" svo notuð sjeu eigin orð S. J. virðast benda til þess að fleyra hafi ráðið fram- vindu málanna en tímaskortur, svo sem það, að ekki hafi verið nægur áhugi ríkjandi fyrir ásig- komulagi flugvallanna og öryggis útbúnaði þeirra, og því farið sem fór að flugvellirnir úti á landi hafa grotnað niður í hirðuleysi. Jeg hafði vænst þess að einmitt innan flugmálastjórnarinnar mundi sú skoðun vera ríkjandi, að því aðeins gætu flugmálin átt gæfuríka framtíð, að öryggið væri fyrst og fremst borið fyrir brjósti. Þeir, sem ekki stýra flug- málunum eftir þeim leiðarsteini, ættu, held jeg, að taka sjer eitt- hvað annað fyrir hendur. Talstöðin í Æðey. S. J. upplýsir nú í grein sinni að ýmislegt eigi að fara að gera, og er það þakkarvert, í því sam- bandi nefnir hann talstöðvar og stefnuvita hjer og þar, en ekki er þess getið, sem þó hefði mátt, að Fugráð er nú tekið til starfa fyrir alllöngu og hefir það ýms öryggismál til meðferðar. S. J. nefnir talstöðina í Æðey, og hefði einhver raunar mátt nefna hana fyrr, því að hún er sýnis- horn af því hvernig stundum hef. ir verið starfað að öryggismáun- um. í um þryggja mánaða skeið, eftir að búið var að koma þessari talstöð upp, vissi enginn íslensk- ur flugmaður að þarna var kom- in talstöð. Enginn gat ætlast til þess að flugmenn færu að kalla Æðey svona upp ú'- þurru. Síðan þetta gerðist, þykir okkur viss- ara, sem austur fljúgum, að kalla annað slagið á Skrúð og Tvísker, svona til vonar og vara, ef gleymst hefði að kunhgera tal- stöðvar þar!! Einkennilegt er það þegar em- bættismenn flugmálastjórnarinn- ar fara að eigna sjer heiðurinn af verkum annara, fyrst af svo miklu er að státa, sem S. J. seg- ir. Það var að frumkvæði Bergs Gíslasonar, sem radíó-beacon var sett upp á Akureyri. Aður en haf- ist var handa um það verk, hafði Bergur náið samband við flug- menn um það hvernig bests ár- angurs mætti vænta af stöðinni. V eðurath uganir. S. J. upplýsir að flugmálastjórn in gamla hafi mjög látið fjölga veðurathugunum. 1 því sambandi má minna á, að í stríðinu var veðurþjónustan aukin mjög fyrir flugheri bandamar.na, og að því búum við enn. Það voru fleiri nssonar veðurathugunarstöðvar í stríð- inu heldur en nú er. I stríðslok voru athuganir átta á hverjum sólarhring og nú eru þær átta. Veðurfræðingur, sem starfað hef ur fjölda ára á veðurstofunni, sagði mjer nýlega að engar veru- legar breytingar hefðu verið gerð ar síðan í stríðslok, að vísu hefði tveim stöðvum verið bætt við Æðey og Flatey á Breiðafirði en hvorug hefði loftvog og því síð- ur vindmæli, svo ekki væri mik- ið á þeim að byggja. En svo hefðu a. m. k. þrjár helst úr lestinni. Þetta er reynsla allra flugmanna á Islandi en meðal þeirra ríkir mikill áhugi fyrir bættri veður- þjónustu. Nú er Flugráð, Veður- stofan og flugmenn að athuga möguleika á því að endurskipu- eggja þessi mál. Vart myndi það nauðsyn ef orð S. J. hefðu við einhver rök að styðjast. Miðunarstöðin á Skaga. Þá telur skrifstofustjóri að flugmálastjórnin hafi sýnt mik- inn áhuga fyrir því að koma upp miðunarstöð á Skagatá. I þessu sambandi birtir hann kafla úr brjefi sem flugmálastjórinn skrif aði Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu hinn 11. mars 1947. Þessi kafli er ekki rjett birtur, og færi betur að þar væri um prentvillu að ræða. Meiningu málsins er nefnilega snúið við, því að inn í er skotið orði, sem aldrei stóð í brjefinu, og þetta orð getur stundum gert dálítinn meiningarmun, því að það nefn- ist „ekki“. í brjefi flugmálastj. segir: „Að endingu skal það aft- ur tekið fram, að ef hið háa Al- þingi sjer sjer fært (leturbr. mín) sbr. áðurnefnt brjef mitt til fjár- veitinganefndar, að veita meira fje á fjárlögum en umræddar 350 þús. kr., þá álít jeg að megin áherslu beri að leggja á stefnu- og radíóvita til leiðsögu flug- vjela“. I kafla þeim, er skrif- stofustjórinn vitnar til í Morgun- blaðinu, stendur: „Ef hið háa Al- þingi sjer sjer EKKI fært (letur- br. mín) o. s. frv Eftir að þessi breyting hefur verið framkvæmd á kafla brjefsins, lítur svo út, að flugmálastjórnin hafi viljað leggja megin áherslu á stefnu- vita, þótt ekki fengjust nema um ræddar 350 þús. kr. veittar. Hið rjettara er aftur á móti sam- kvæmt brjefi þessu, að ef fjár- veitingin fengist hækkuð, þá fyrst mundi flugmálastjórnin leggja áherslu á stefnuvita. Þetta er vissulega villandi fyrir þá, sem lásu Morgunblaðsgreinina og hefði verið sæmst af skrifstofu stjóranum að leiðrjetta þetta strax á eftir, en það er ógert enn, hvað sem kann að valda. Hin glataða miðunarstöð. Þá er það miðunarstöðin, sem jeg taldi flugmálastjórnina hafa í fórum sínum, en S. J. kannast ekki við. Verður þá að kalla til vitni, sem skrifstofustjórinn mun tæplega vjefengja, en það er sjálf ur flugmálastjórinn. Nefnd úr Fjelagi islenskra atvinnuflug- manna (F.I.A.), sem um það mól ræddi við hann, segir í þessu sam bandi: Yfirlvsing. Við undirritaðav flugmenn, kosnir í nefnd af F. I. A. í byrj- un febrúarmán. 1947 til þess að ræða við flugmálastiórnina um niðursetningu radíóstefnuvita á Skagatá, staðfestum hjermeð að flugmálastjóri, hr. Erling Elling- sen, sagði í viðtali við nefndina að flugmálastjórnin hefði i fór- um sínum „radíó-range“ f jögurra leggja miðunahstöð, og hringdi, meðan á viðtalinu stóð, til eins fulltrúa sinna til þess að fá frek- ari upplýsingar um stöðina. Eftir að hafa lokið því samtali gaf flug málastjóri nefndinni þær upplýs- ingar að stöðin væri með ótil- færanlegum leggjum, þ. e. legg- irnir yrðu að vera í beinu fram- haldi hver af öðrum. Einnig mælt ist flugmálastjóri til þess við nefndina, að F, I. A. ritaði flug- málastjórninni brjef þar sem þess væ’ú óskað að miðunarstöðin yrði sett upp á Skagatá“. Reykjavík, 25. nóv. 1947. Smári Karlsson, flugm. E. K. Olsen, flugm. Undirritaður var einnig i þess- ari nefnd og sat þennan fund með flugmálastjóra. Það er ekki að furða þótt S. .1. spyrji hvaðan jeg hafi þessar upplýsingar. Gáfulegra hefði nú verið að athuga málið betur áður en orð sjálfs flugmálastjórans voru sögð „óábyggilegar sögu- sagnir“, svo að tekið sje orðrjett upp úr grein Sigurðar. Samkvæmt ósk flugmálastjora ritaði FÍA brjef, og segir þar m. a.: Fundur i Fjelagi íslenskra at- vinnuflugmanna, haldinn þ. 17. febr. 1947, samþykkti einróma þá áskorun til flugmálastjórnarinn- ar, að miðunarstöð, sem er í eigu hennar (leturbr. mín), verði sett niður á Skagatá, og að nefnd úr FÍA verði leyft að vera með í ráðum um niðursetningu hennar. Síðan eru nefndarmenn taldir upp og að endingu beðið um svar fyrir væntanlegan fund í lok febrúar. Það er því ekki rjett hjá S. J., að ekkert hafi heyrst frá FÍA um öryggismálin, en hvað brjefi þessu viðvíkur, hefur alveg gleymst að svara því, og má það þó merkilegt heita, þar sem marg ir vaskir menn unnu á skrifstof- um flugmálastjórans og áhuginn þar að auki brennandi fyrir því að koma upp miðunarstöðinni á Skaga! Strax og Flugráð tók til starfa, var þetta nauðsynjamál tekið til athugunar og það urðu meir en orðin tóm, því nú er miðunarstöð komin upp á Skaga. Þeim heiðurinn, sem heiðurinn ber, hinum ekki. S. J. er gramur mjög, svo ekki sje meira sagt, yfir því að flug- menn hafi ekki viljað hafa hann í fjelagi sínu. Þetta er á misskiln- ingi byggt, eins og svo margt annað hiá honum. Samkvæmt lögum FÍA er öllum þeim, sem eru handhafar að íslensku skýr- teini, sem veitir' rjettindi til at- vinnuflugs, heimilt að ganga í fjelagið og hefur svo verið frá stofnun þess. Allir fjelagar hafa tillögurjett, en atkvæðarjetturinn er bundinn því skilyrði, að við- komandi hafi unnið sem atvinnu- flugmeður næstu fjóra mánuði á undan. Jeg held að þeim, sem sömdu lög fjelagsins, hafi ekki komið S. J. í hug á meðan. Stjórnarsandur og Melatangi Um Stjórnarsand skrifar S. J. mjög villandi fyrir ókunnuga. Ef minnið er í sæmilegu lagi, þá veit hann það vel, að flugvjelar Flugfjelags íslands voru búnar að lenda á Stjórnarsandi oftar en einu sinni, áður en Anson Loft- leiða kom þar. Meira að segja var FÍ búið að ráða sjer þar af- greiðslumann. Þessi ósmekklegi tónn S. J. til FÍ er varla viðeig- andi af manni í hans stöðu. Um Melatanga við Hornafjörð skrifar Sigurður hina furðuleg- ustu klausu. Það er eins og hann álíti, að ekkert sje hægt að gera fyrir flugvöllinn þar, nema byrj- að verði með því að fylla 'upp Lónið og hann talar meira að segja um uppfyllingu Atlants- hafsins líka!! Ekki veit jeg hvort það eru vinnubrógðin á flug- völlunum undanfarin ár, sem gefið h afa Sigurði þessa íhugmynd, því að frá mjer er hún ekki komin, þótt hann vilji láta Frh. á bis. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.