Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 ' fcx>ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo k> I l> m W' Leyndardomar Indlands eftir Paul Brunton Höfundur bókarimiar, liinn merki dulspekingur PauJ Brunton, segir meðal annars: „1 hinni gulnuðu bók ind* verskra fræða koma fyrir myrkir staðir, sem ég hef geil tilraun til að skýra, vestrænum lesendum til hægðarauka. Langferðamenn, sem komu til Evrópu frá Indlandi í gamla daga, liöfðu oft kynlegar sögur að segja af ind- verskum fakírum. Og enn í dag berast okkur svipaðar sögur. Yið hvað styðjast þessar sögur, sem skýra frá dular- fullum flokki manna, sem nefndir eru yokar af sumum, en fakírar af öðrum? Hver er sannleikurinn í því kvisi, sem er á vörurn manna, og gefur í skyn, að á Indlandi aé geymd forn og djúp speki, sem hafi geysilega þroskandi áhrif áfþá, sem verða hennar aðnjótandi?“ Langt frá bústöðum almennings, inni í frunlskógunum, eða í Himalayafjöllum, dvelja að jafnaði hinir helgu menn Indlands. Og þar fann Paul Brunton það, sem Indland á helgast: Maharishiann-— hinii mikla vitring. Þetta er jólabók bókamanna. Frú Bovary eftir Gustave Flaubert ' Gustave Flaubert er einhve? víðlesnasti og* viðurkenndasti snillingur franskra bókmennta. Varð tvennt til þess að afla honum frægðar: Óviðjafnanleg ritsnilld og sérstakt val á viðfangsefnum. Flaubert er frumkvöðull og -glæsilegasti full- trvii raunsæisstefnunnar á Frakklandi. Hann ruddi þar hrautina heimskunnum arftökum, þeim Emile Zola og Guy de Maupassant. . Gustave Flaubert var uppi á árunum 1821—1880. Frú Bovary er frægasta og sígildasta verk hans. Sagan sameinar alla höfuðkosti Flauberts sem rithöfundar, hún olli straumhvörfum í frönskum bókmenntum og hefur haft stórfelld áhrif á fjölmarga kunnustu ritliöfunda hins menntaða heims. Frú Bovary lýsir á ógleymanlegan hátt mannlegu eðli: heitum ástríðum, scrn vakna skjótt, en slævast fljótt, baráttu ills og góðs í mannssálinni — og launum syndarinnar. Frii Bovary hefur sama’gildi í dag og þegar hún var skrifuð, fvrir nærri hundrað árum. Ástin og konan breytast ekki. Þriðja nýja bókin er ELDSPYTUR OG TITUPRJÓIMAR smásögur cftir INGÓLF ERISTJÁNSSON. — Þessi bók hefur Idotið viðurkenningu í öllum þeim blöðum, sem liafa getið liennar. Lesiö hana um jólin. Bókaverslnn ísafoldar Austurstræti 8 . Laugaveg 12 . Leifsgötu 4. <>0000000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.