Morgunblaðið - 17.12.1947, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. des. 1947
}
Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. •— Sími 1600.
Áskriftargjalú kr. 10,00 á mánuði inrianlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Saga vísitölunnar
1 UPPHAFI síðustu heimsstyrjaldar virtist svo, sem íslend-
ingar væru þess alráðnir að koma í veg fyrir að dýrtíð og
verðbólga skapaðist í landinu. Þegar gengislögin voru sett,
snemma á árinu 1939, var hækkun kaupgjalds og verðlags
settar mjög þröngar skorður. Að löggjöf um þetta stóðu allir
hinir borgaralegu flokkar. Samkvæmt henni voru aðeins
greidd verðlagsuppbót á lægstu laun og hún mjög óveruleg.
En á árinu 1940 og 1941 losnar mjög um allar hömlur á
kaupgjaldi og verðlagi. Erlent herlið kom til landsins og af
dvöl þess leiddi miklar framkvæmdir og stóraukna peninga-
veltu. Um áramótin 1940 og 1941 gera atvinnurekendur og
verkalýðssamtökin með sjer samkomulag um greiðslu 100%
dýrtíðaruppbótar. Var þá svo komið að nær ekkert stóð
eftir af dýrtíðarhömlum gengislaganna.
Samkomulagið um 100% dýrtíðaruppbótina var að ýmsu
leyti ekki óeðlilegt á þeim tíma, sem það var gert, þótt af-
leiðingar þess hafi reynst örlagaríkar fyrir efnahagslíf þjóð-
arinnar. Aðalúflutningsvara þjóðarinnar, sjávarafurðirnar,
fóru mjög hækkandi og útgerðin gaf góðan hagnað. Hið er-
ienda herlið, sem í landinu dvaldi, stóð fyrir margháttuðum
framkvæmdum, sem verkamenn í sumum hinna stærri bæja,
en þó fyrst og fremst í Reykjavík, höfðu mikla atvinnu við.
Á þessu stigi málsins mátti segja að krafan um 100% upp-
bót á dýrtíðinni væri ekki óeðlileg. Útflutningsframleiðsla
þjóðarinnar bar hækkað kaupgjald og að því var a.m.k.
stundarhagnaður, að hið erlenda setulið, greiddi sem hæstar
fúlgur í vinnulaun til íslenskra manna.
En í kjölfar þeirrar ráðstöfunar að bæta dýrtíðina að fullu
'sigldu þó verulegar hættur fyrir fjármálalíf landsins. Með
henni dró mjög úr áhuga almennings fyrir að vinna gegn
hækkandi dýrtíð, enda fór nú svo, að verðbólgan jókst hröð-
um skrefum.
1 árslok 1940 er vísitala framfærslukostnaðar 142 stig, í
árslok 1941 177 stig, í árslok 1942 272 stig, í árslok 1943 259
stig, en þá var niðurgreiðsla vísitölunnar hafin fyrir alvöru,
í árslok 1944 273 stig, í árslok 194% 285 stig, í árslok 1946
306 stig og í árslok 1947 328 stig.
Ef borin eru saman viðhorfin nú og þegar ákveðið var að
greiða 100% dýrtíðaruppbót á öll laun í landinu, kemur í
Ijós, að mikil breyting hefur á orðið. Geigvænleg verðbólga
hefur skapast í landinu. Útflutningsframleiðsla þjóðarinnar
er ekki samkeppnisfær á erlendum mörkuðum og jafnvel
arðgæfustu framleiðslutæki þjóðarinnar bera sig ekki.
Nægir í því sambandi að benda á útgerð hinna nýju og
fullkomnu togara, sem þjóðin hefur eignast. Þrátt fyrir ó-
venjulega háan ísfiskmarkað mikinn hluta þessa árs, hefur
t.d. fyrsti nýsköpunartogarinn, Ingólfur Arnarson, verið
rekinn með tapi, sem nemur um 150 þúsund krónum. Nú
verður þjóðin ennfremur að byggja atvinnu sína éingöngu á
sinum eigin framkvæmdum og framleiðslutækjum. 1 þessu
sambandi má einnig benda á það, að grunnkaup flestra
stjetta hefur stórhækkað frá því að 100% dýrtíðaruppbótin
var ákveðin. Kjarni málsins er sá að hið óeðlilega ástand
styrjaldaráranna, sem látið var rjettlæta þá ráðstöfun, sem
íslendingar, einir þjóða, töldu skynsamlega, þ.e. 100% dýr-
tíðaruppbót, er liðið. Við blasir sú staðreynd, að atvinnu-
vegir þjóðarinnar rísa ekki undir hinni miklu dýrtíð og háa
framleiðslukostnaði.
Með frumvarpi því, sem rikisstjórnin hefur nú lagt fyrir
Alþingi, er gerð tilraun til þess að spyrna við fótum. Festing
vísitölunnar við 300 stig er fyrst og fremst tilraun til þess
að fá allan aimenning til virkrar baráttu gegn raunverulegri
hækkun dýrtíðapnnar, en slík hækkun hlyti að Ieiða til
stöðvunar atvinnutækjanna að meira eða minna leyti. Slík
stöðvun myndi fyrst bitna á framleiðslustjettum þjóðfjelags-
ins, en fljótlega einnig á hverjum einasta borgara þess.
Hrópyrði kommúnista um að þessi tillaga ríkisstjórnar-
innar þýði árás á kjör launþega, er þess vegna herfilegt
öfugmæli. Hún er þvert á móti þýðingarmikill þáttur i nauð-
synlegri viðleitni til þess að treysta hag þeirra og þjóðfje-
lagsins í heiid.
uerfi
ÚR DAGLEGA
Skátarnir koma.
SKÁTARNIR fóru um bæ-
inn í gær og knúðu á dyr hjá
íbúum Vesturbæjarins fyrir
Vetrarhjálpina. Þetta hefir sá
góði fjelagsskapur gert undan-
farin ár og orðið vel ágengt.
Það _er altaf gott að koma til
Reykvíkinga til að leita aðstoð-
ar fyrir þá fátæku og þá sem
bágt eiga og ekki síst á jóla-
föstunni og biðja um framlag
til Vestrarhjálparinnar.
Þe^ar þetta er ritað er ekki
vitað #hvernig söfnunin hefir
genyið í Vesturbænum, en von-
andi hefir hún gengið vel.
Og í kvöld munu Austurbæ-
ingar taka skátunum vel og
leggja eitthvað að mörkum til
Vetrarhjálparinnar.
200 umsóknir.
í FYRRADAG höfðu Vetrar-
hjálpinni borist um 200 um-
sókpir um aðstoð fyrir- jólin.
Það sýnir best þörfina fyrir
þessari starfsemi. Þrátt fyrir
mikla peningaveltu í landinu
eru það margir, sem eiga erfitt
uppdráttar og sem gleðja þarf
um jólin.
Gamla fólkið, sem ekki getur
lengur unnið sjer inn peninga
og á enga að. Einstæðingsmæð-
ur, eða sjúkt fólk, sem ekki
getur dansað með- í kringum
gullkálfinn.
Reykvíkingar munu taka
skátunum vel núna, eins og áð
ur og ef skátarnir hafa farið
fram hjá einhverjum, þá er
ekki annað en að láta Vetrar-
hjálpina vita og verður þá fram
lagið sótt.
Hjálpum hver öðrum til þess
að eignast gleðileg jól.
Falleg Heklukort.
EINHVERNTÍMA í sumar
var að því vikið á þessum
vettvangi, að heppilegt væri eg
skemtilegt að gefa út ’falieg
póstkort af Heklu í eðlilegum
litum.
Og nú eru einmitt slík kort
komin. Þau eru gerð í Svíþjóð
eftir fyrirmyndum sem þeir
Pálmi Hannesson rektor og dr.
Sigurður Þórarinsson ióku í
vor — ljósmyndir í eðliiegum
litum. Kortin eru ' alls fjögur.
Eru tvær myndirnar teknar
daginn, sem Heklugosið hófst,
en hinar tvær síðar.
Ekki er getið hver er útgef-
andi kessara fallegu Heklu-
póstkorta, en það var vel til
fundið að láta gera kortin.
•
Höfðu enga talstöð.
NÚ ER ekki lengur hægt að
draga það, að björgunarsveit-
ir Slysavarnafjelagsins fái tal-
stöðvar til afnota. Hin fræki-
lega björgun við Látrabjarg
sýnir nauðsyn þess að björgun-
arsveitir hafi slík tæki.
Björgunarmenn geta þess
líka, að það hefði komið sjer
vel að hafa slíkt verkfæri í
stað þess að þurfa að senda
hraðboða til bæja í hvert skifti
sem eitthvað vantar frá bygð.
Slysavarnafjelagið hefir hvað
eftir annað farið fram á að fá
talstöðvar, en það hefir strand-
að á Landssímanum. Nú getur
Landssíminn ekki lengur þrjósk
ast.
Hressilegt
útvarpserindi.
ÞJÓÐKUNN gáfukona, frú
Áðalbjörg Sigurðardóttir, *hjelt
skörulegt erindi í þættinum
LÍFINU
,,Um daginn og veginn“ í Rík-
isútvarpinu. Hún mintist rjetti-
lega á þann ósið, að nefna flesta
íslenska framleiðslu erlendum
nöfnum, en frúin komst að þvi
1. desember er hún fór að
kaypa sjer brjef af lyftidufti
í bakstur. Áletrun lyftidufts-
pakkans var á ensku, þótt fram
leitt væri í íslenskri efnagerð.
En lyftiduftið gerði sitt gagn,'
því að minnsta kosti hóf fyrir-
lesarinn sig til flugs til að
segia. þeim er þetta ritar til
' syndanna — og galt iiann þár
kyns síns, að því er virtist.
•
„Kcmplexar“.
ÁSTÆÐAN fyrir ádrepunni
voru nokkur vingjarnleg orð,
sem fjellu í þessum dálkum
s. 1. sunnudag um prýðilega út-
gefið ritsafn, sem nefnist „Rit-
safn kvenna" og er gefið út á
kostnað forlags Guðjóns Ó. Guð
jónsSonar.
Frú Aðalbjörg viðurkenndi,
að falleg orð hefðu verið látin
fylgia ummælunum um rit-
safnið og hefðu þau verið jafn
“rjettmæt og þau, sem sögð voru
um sjálfsagt 'jafnrjetti kvenna
í þessu þjóðfjelagi.
En það var broddur 1 þessu
öllu. eða átti að vera og ein-
ungis af þeirri ástæðu að orð-
aðar voru „kvenrjettindakon-
ur“.
Það skal fúslega viðurkent,
að það orð er orðið úrelt. En
hitt er ástæðulaust með öllu
fyrir konur, sem barist hafa
fyrir málstað kvenna á meðan
þess þurfti við, að fá ,,komp-
lexa“, þótt hvíslað sje um kven
rjettindakonur. Það þarf eng-
in að skammast sín fyrir orðið.
MEDAL ANNARA ORÐA
—— | Eftir G. J. Á. —-—-—-——■■—■ ■* ■
Rússar vilja ekki frtðarsamninga
FUNDUM utanríkisráðherra
fjórveldanna hefur verið „frest
að um óákveðinn tímá“. Ráð-
herrarnir munu að vísu láta
fulltrúa sína halda áfram við-
rgeðum, en mjög líklegt má þó
telja, að þeir sjeu orðnir næsta
vonlausir um samkomulag. Svo
mikið og margt ber á milli, og
svo ákaflega lítið hefur áunn-
ist bann mánuð, sem utanrík-
isráðherrarnir hafa setið á rök-
stólum, að engan bölsýnismann
þarf til að spá því að nýja ár-
ið kunni að hefjast með algeru
ósamkomulagi vesturveldanna
annarsvegar og Rússa hinsveg-
ar. —
Þessi skipting varð augljós
þegar eftir fyrsta fund fjór-
veldanna. Rússar hafa -allt frá
upphafi ráðstefnunnar verið í
algerri andstöðu við Frakka,
Breta og Bandaríkjamenn —
hafa sett fram körfur, sem þess
um bremur ríkjum hefur verið
ómögulegt að ganga að, en hafn
að öllum málamiðlunartillög-
um.
o o
EKKERT KAPPSMÁL
Meginástæðan fyrir þessari
afstöðu Rússa er að líkindum
sú, að þeim er það ekkert kapps
mál, að samkomulag náist um
Austurríki og Þýskaland. Her-
námslið þeirra í þessum löndum
hafa góða aðstöðu til að reka
trúboð Moskvamanna, þau eru
útvörður þeirra í vestri og sá
armyr kommúnistafylkingar-
innar, sem umlykur leppríkin
og kemur í veg fyrir öll „spill-
andi“ áhrif úr vestri.
Nú er að vísu vitað, að sam-
ltomulag er um, að fjórveldin
hafi gæsluheri í Þýskalandi
lön"u eftir að friðarsamningar
hafa verið gerðir. Rússar gætu
því af þeim ástæðum óhrædd-
ir sýnt meiri samvinnuhug við
undifbúning þessara samn-
inga. En þýskir íriðarsamning-
ar mundu þó af ýmsum ástæð-
um yalda þeim óþægindum.
Molotov hefur haft allt á
hornum sjer.
Meginóþægindín yrðu þau, að
samningar hlytu að flýta því,
að Þýskaland yrði á ný ,,opið“
land hvað stjórnmálum og við-
skintum viðvíkur.
o
EKKERT UM
UMHEIMINN
Þetta er þeim rússnesku vit-
anlega ekkert um. Þeir hafa
margreynt það — og reynsluna
þuríýþeir ek'ki að sækja lengra
en til Rússlands sjálfs — að
þeir starfa best, þar sem áhrifa
umheimsins gætir ekki allt of
mikið — þar sem þeir geta
baukað í friði við byltingará-
form sín og ,,bætt“ kjör öreig-
anna, án þess að þurfa að hafa
áhy.ggjur af lýðræðiskreddum
eins og gagnrýnisfrelsi og rjett
inum til að lýsa vantrausti á
stefnu stjórnarvaldanna.
,,Opið“ Þýskaland er þeim
því ekkert kappsmál. Og Þýska
land yrði að nokkru leyti
,,opnað“, ef samkomulag næð-
ist um friðarsamninga við það.
Sú staðreynd er ein af ástæð-
unum fyrir því, að Molotov hef
J ur reynst ófánlegur til sam-
komulags um jafnvel smæstu
atriði væntanlegra íyiðarsamn-
inga, með þeim árangri, að ráð-
herrarnir nú hafa orðið að
fresta fundum sínum um ,,óá-
kveðinn tíma“.
SOUTHAMPTON — í morgun
komu hingað síðustu bresku her-
mennirnir sem dvöldu í ítalíu.
Þeir fóru frá Feneyjum.