Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 14
14 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. des. 19471 M Á N A D A L U R Si áldóaqa, ej-tir dja cL cjCondon 83. dagur. Og svo þekkja þeir hvert ein- asta ^epli, og þeir lesa eplin aí trjánum með slíkri nær- gætni og alúð, og þegar þau koma á markaðinn þá eru þau hvorki marin nje skemd, og eru því seld hæsta verði. Já, það er ekki nóg að kunna tökin á jörðinni. Þessir labbakútar frá Adriahafinu- kunna líka góð skil á viðskiftum. Það er ekki aðeins og þeir kunni að rækta epli öllum mönnum betur, held ur hafa þeir líka vit á því að selja epli. En þegar enginn markaður er fyrir þau? segið þjer. Hvað gera þeir þá? Já, þá búa þeir til markað fyrir þau, en á meðan látum við, hin ir framtakssömu Ameríkumenn, okkar epli rotna undir trján- um. Hvernig fer Peter Mengol að? Hann fer á hverju ári til Englahds og flytur með sjer hundrað eimvagnafarma af gulum Newton eplum. Og nú eru þeir að vinna markað fyrir eplin sín í Suður-Afríku og græða stórfje á því“. ,,Hvað gera þeir svo við all- an ,gróðann?“ spurði Saxon. „Þeir nota hann til þeás að kaupa lönd undan Ameríku- mönnum og hrekja þá út úr Pajaro dalnum“. „Og hvað gera þeir svo?“ Benson leit á hana. „Svo kaupa þeir lönd undan Ameríkumönnum í öðrum döl- um og hrekja þá þaðan. Arner- íkumenn eyða peningunum og eftir lítinn tíma fara þeir og afkomendur þeirra að grotna niður í borgunum, eins og þjer og maðurinn yðar munduð hafa grotnað niður, ef þið hefðuð ekki flúið borgina".' Það fór hrollur um Saxon. Hún mintist Mary. Hún er að grotna niður, hugsaði hún, og Bert og allir hinir grotnuðu nið ur, og Tom er að grotna niður og allir sem í borginni eru. „Þetta er voldugt land“, sagði Benson. „En við erum ekki voldug- þjóð. Það er rjett sem Kipling segir — aðskotadýr hafa flæmt okkur út úr hús- um okkar og nú sitjum við sjálfir á dyraþrepinu. Verst er að Jietta er okkur sjálfum að kenna. Nú er verið að reyna að sýna mönnum fram á þetta í landbúnaðarskólunum og á tilraunabúurium. En við viljum ekki læra. Og innflytjendurnir sem. hafa alist upp í hörðum reynsluskóla, snúa á okkur. Þeg ar jeg var laus úr skólanum langaði mig til að sjá mig um. Faðir minn var þá lifandi og hann hló að þessari vitleysu í mjer, En jeg fór nú samt til Evrópu til þess að kynna mp landbúnað þar og jeg lærði margt í þeirri för. Fyrst fór jeg til Japan. Þar sá jeg fjalla- hlíðar, sem höggnar voru í stalla. Þær voru svo brattar, að hvergi var hægt að koma hesti við. Japönum stóð á sama um bað. Þeir hjuggu sex feta breiða stalla í hlíðarnar, hvern upp af öðrum, og hlóðu upp brúnina á hverjum með sex feta háum grjótvegg. Þannig var öll fjallshlíðin — grjót- veggir og þrep alveg upp í eggj ar. Og svo báru þeir mold á bakinu í öll þessi þrep, til þess að geta ræktað þar korn og grænmeti. Þannig var það víðar, þar sem jeg kom. Þannig var það í Grikklandi, Iran og Dalmatíu. Menn söfnuðu moldinni sam- an, stálu henni jafnvel, einni og einni reku eða einni og einni handfylli. Og svo báru þeir moldina á bakinu upp í fjöll- in og bygðu þar bæ á berri. klöppinni. I Frakkalndi sá jeg I bæridur vera að grafa eftir mold í gömlum lækjafarveg- ! um, alveg eins og forfeður okk j ar grófu eftir gulli 1 gömlum j lækjafarvegum. Munurinn er j aðeins sá, að gullið er horfið, en moldin er til enri og bænd- ur rækta hana og hún veitir þeim altaf eirihvern arð. Nú e uð þjer víst orðin leið á þessu rausi“. • „Aldrei hefi jeg nú heyrt annað eins“, sagði Billy. „Ekki skal mig kynja þótt við getum ekki staðið samkeppni við slíka menn“. „Hjer kemur nú dalurinn“, sagði Benson. „Lítið á trjen þarna. Lítið á hlíðarnar. Þetta er alveg eins og í Dalmatíu. Lítið á það: Þetta er einn aldin- garður. Og sjá hvernig þeir notg jörðina11. Dalurinn var ekki stór, en eftir öllum dalbotninum og í öllum brekkum mátti líta ár angur iðju þeirra Dalmatíu- manna. Saxon horfði hugfangin á þetta en hlustaði þó jafn- framt á Benson. „Hvernig haldið þið að fyrstu landnemarnir hafi farið með þennan dal?“ sagði hann. „Þeir ræktuðu korn í dalbotninum en höfðu hlíðarnar fyrir beitiland. En nú er hjer tólf þúsund ekra eplalundur. Það er sjón að sjá þegar trjen eru í blóma og þegar þau eru þakin fullþrosk uðum eplum. Þá streymir fólk i hingað til þess að skoða þetta. 1 Matteo Lettunich var einn af þeim fyrstu sem ræktuðu hjer eplatrje. Hann kom hingað frá Casle Garden og byrjaði á því að bvo diska. En í fyrsta skifti ( sem hann leit dalinn vissi hann að hjer var-hans þráða land. Nú hefir hann sjö hundruð ekr ! ur á leigu og á sjálfur hundr- að og þrjátíu, og það er feg- ursti eplagarðurinn í dalnum, og hann fær fjörutíu eða fimtíu þúsund dollara upp úr honum á ári. En hann lætur engan snerta á eplunum nema Dalmatíu- menn.Einu sinni spurði jeg hann að því 1 gamni hvað hann mundi vilja selja þessar hundrað og þrjátíu ekrur fyrir. Hann svar aði mjer í fullri alvörij. Hann sagði mjer hvað hann hefði haft upp úr þeim á hverju ári og tók svo meðaltal af því. Svo sagði hann að jeg gæti sjálfur reikTjnð hvers virði landið væri með því að gera ráð fyrir að þetta væri sex af hundraði. Jeg gerði það og niðurstaðan varð sú, að hver ekra var rúmlega þriggja þúsunda dala virði“. ,.En hvað gera allir þessir Kínverjar, sem hjer eru?“ spurði Billy. „Rækta þeir líka epli?“ Benson hristi höfuðið. „Það er nú eitt dæmi um það hvernig aðrir skjóta okkur Am eríkumönnum aftur fyrir sig“. sagði hann. „Hjér fer ekki neitt til spillis, ekki svo mikið sem eitt eplahýði eða einn kjarni. Og ekki eru það Ameríkumenn, sem hafa verið frumkvöðlar að þeirri nýtni. Hjer eru fimtíu og sjö ofnar, þar sem epli eru þurkuð og svo eru ótal brugg- hús bar sem menn vinna mjöð og edik úr eplum. Það eru vin- ir vorir Kínverjarnir, sem hafa þá atvinnu. Þeir framleiða hjer fimtán þúsund tunnur af miði og ediki -á hverju ári“. ,,Þ?ð voru feður okkar, sem námu þetta land“, sagði Billy eins og við sjálfan sig. „Þeir börðust fyrir það og þeir opn- uðu það fyrir öðrum þjóðum og gerðu allt •— — —“ „Já. Þeir gerðu allt nema hagnýta sjer kosti þess“, sagði Benson. „Við eyðilögðum jörð- ina í Nýja Englandi og við vorum á góðum vegi með að gera hið sama hjer“. Hann j benti fram úr dalnum. „Þarna j handan við hæðirnar er Sali- nas. Sá sem kemur þangað gæti , ímyndað sjer að hann væri kom inn til Japan. Japanar hafa nú sölsað undir sig nokkra frjóv- sama dali í Kaliforníu. Þeir hafa aðra aðferð en Dalmatíu- menn. Fyrst komu þeir gang- andi og unnu í daglaunavinnu við uppskeru ávaxtanna. Þeir voru miklu slyngari við það en aðrir og Ameríkumenn þótt ust góðu bættir að hafa náð í þá. En þegar þeim fjölgaði, þá stofnuðu þeir með sjer fje- lög til þess að heimta hærra kaup. Bændur ljetu sjer þetta enn vel líka. En svo kom að því ‘áð þessi fjelög vildu ekki láta meðlimi sína vinna að á- vaxtauppskeru. Þá voru amer- ísku verkamennirnir farnir og bændur stóðu upp ráðþrota. Á vextirnir rotnuðu á trjánum. Nú voru það Japanar sem höfðu tökin á bændum. Og nú buð- ustTþeir til þess að kaupa upp- skeruna á trjánum. Hinir neydd ust til að ganga að því. Og brátt verða Japanar alls ráð- andi í dalnum. Bændur þurfa nú ekki lengur að hugsa um jarðir sínar. Þeir fara til borg- anna og lifa þar í vellystingum eða fara í skemtiferðir til Ev- rópu. Þá er skammt til sein- asta stigsins. Japanar kaupa jarðirnar af þeim. Þeir eru neyddir til að selja því að Jap- anar hafa vald á vinnukraft- inum og geta gert þá öreiga hvenær sem þeim sýnist“. „Hvernig fer þá að lokum ef þessu heldur áfram?“ spurði Saxon. „Við sjáum dæmin fyrir okk- ur“. sagði Benson. „Þeir sem ekkert eiga grotna niður í borg unum. Við, sem eigum jarðir, seljum þær, og flytjumst til borganna. Sumir verða við- skiftarekendur, aðrir hand- verksmenn, en sumir eyða öllu sínu og grotna svo niður. En hafi beir átt svo mikið fje að það nægi þeim þeirra, þá eru það börn þeirra sem grotna niður“. Samvistum þeirra var nú lok ið. En áður en þau skildu minti Benson Billy á það að hjá sjer gæti hann altaf fengið vinnu, hvenær sem hann vildi. „J^g ætlá nú fyrst að líta á þessar jarðir, sem ríkið hefir upp á að bjóða“, svaraði Billý. „Við vitum enn ekki hvað við munum taka fyrir, en eitt er þó alveg víst“. „Hvað er það?“ SILFURDEPILLINN Eftir ANNETTE BARLEE 2. Þarna var ^rgagrúi af örsmáum ljósálfum, sem ljeku sjer á blómunum og sveifluðu sjer á milli háu puntstráanna. — Einkennilegur kliður barst í gegnum gluggann minn, og vel getur verið að þetta hafi verið söngur eða hjal álfanna, nú, eða þá bara eitthvað af þessum dularfullu hljóðum, sem við stundum heyrum á nóttinni. Rjett undir trjegirðingu, sem þarna var, sást ljósbjarmi. Nú getur vel verið, að þetta hafi stafað af tunglskininu c^ða einhyerju öðru, en bjarminn virtist koma undan runnunum þarna og trjárótunum og út úr smáholum í jörðinni. Og alt i einu mundi jeg eftir silfurdeplinum á landakortinu. Þetta hlaut að vera ljósálfaborg — og það rjett í námunda við bústaði venjulegs, dauðlegs fólks. Og það var engin mishfeyrn hjá mjer þetta með kliðinn. Hann barst frá einhverjum sæg af örsmáu fólki, sem var að dansa og skemta sjer í kringum stærsta eikartrjeð. Það var eiginlega engu líkara en trjeð væri lifandi, því hátt uppi í því var dúfuhreiður og á huldum stöðum innan um laufskrýddar greinarnar var fjöldi annara hreiðra. Og við þetta bættist svo það, að þúsundir og aftur þúsundir farfugla hvíldu sig oft í trjenu og fengu sjer jafnvel matar- bita í hænsnabúinu, sem var rjett við húsið mitt. Hænurnar sváfu þarna á nóttinni í fínum húsum, og þær höfðu meir en nóg að borða. .... Ljósálfarnir hjeldu áfram að dansa, og jeg gat ekki betur sjeð, en þetta væri sjálfur Regnbogadansinn. í kringum eikartrjeð var um áttatíu álfa hringur." Þeir hjeldust í hendur og fötin þeirra voru ljósblá, en fyrir aftan þá var svo annar álfahringur, og ljósálfarnir í honum voru í bleiklitum fötum. Fyrir utan þann hring voru svo enn fleiri álfar, og sumir þeirra voru í rauðum silkipilsum og enn aðrir í grænum fötum eða gulum. Þetta var því til að sjá alveg eins og regnboginn, og þú getur rjett gert þjer í hugarlund, hvað þetta var fögur sjón! Og þeir dönsuðu og dörtsuðu og dönsuðu, en á einni grein eikarinnar sat örlítill ljósálfur og ljek á lúður. — Þjel• neyðist til þess að flytia. Það á að leggja nýju járn brautina hjerna í gegn. ★ Eldri maður, dálítið drukk- in, var að streitast við að finna skráargatið. Vingjarnlegur lögregluþjónn, sem átti leið fram hjá, sá vand ræði mannsins, og spurði: — „Get jeg ekki hjálpað yður við að finna skráargatið?“ „Það er ekki nauðsynlegt“, svaraði maðurinn, „ef þú bara heldur húsinu kyrru eitt augna blik“. ★ — Hvað myndirðu gera, ef jeg kyssti þig? — Kalla á ömmu, blessaða ömmu, sem er heyrnarlaus. ★ — Gaman þætti mjer að vita, hvað þetta tígrisdýr myndi segja, ef það gæti talað. — Sennilega myndi það segia: Afsakið ungfrú, en jeg er hljebarði. ★ Öld.ungur: — Hvað ertu gam all, drengur minn? — 12 ára. — Þá verður ekki langt þang að til þú verður fermdur. — Nei, en hvað ertu gamall? — 79 ára. — Þá verður ekki langt þang að til þú verður grafinn. ★ Snánverji, Ameríkani og Skoti ræddu um það, hvað þeir myndu gera, ef þeir kæmust að því einn morguninn, þegar þeir vöknuðu, að þeir væru orðnir miljónerar. Spánverjinn sagðist myndi koma upp nautaatssvæði í Madrid. Ameríkaninn kvaðst myndi fara til Parisar og skemmta sjer þar. Skotinn sagði að hann myndi strax fara að sofa aftur til þess að vita, hvort honum áskotn- aðist ekki önnur million í við- bót, þegar hann vaknaði. ★ Alkohol: — Vökvi, sem fær menn til þess að gleyma öllu, nema leyndarmálum. ★ Hún: — Drottinn skapaði okkur konurnar fagrar og heimskar. Hann: — Hversvegna? Hún — Fagrar til þess að þið karlmennirnir elskuðuð okkur, og heimskar til þess að við elskuðum ykkur. ★ — Þjónn, hvað á þetta að þýða, það flaut dauð fluga of- an á súpunni minni. — Hvernig ætti jeg að vita um það, jeg er engin spákerl- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.