Morgunblaðið - 17.12.1947, Side 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
Allhvass sunnan, — Þykt loft.
Kigning með köflum.
Húmlega 16 þús.
söfnuðust
1 GÆRKVÖLDI frá klukkan 7
til klukkan 11 söfnuðu skátar,
stúlkur og piltar, kr. 16,564,43
til Vetrarhjálparmnar. — Þeir,
sem gáfu þessa upp'næð eiga
heima í Vesturbænum og Mið-
bænum.
Síðan Vetrarhjálpin tók til
starfa, hefur ekki jafn mikið
safnast inn í þessum hverfum.
Þetta sýnir að fólk hjer í bæn-
um skilur það nauðsynlega starf,
sem Vetrarhjálpin rekur hjer í
bænum.
Stefán A. Pálsson, forstjóri,
bað Morgunblaðið, að færa öll-
um þeim er lögðu sinn skerf,
þakkir Vetrarhjálparinnar.
í kvöld á sama tíma, fara
skátarnir um Austurbæ og út-
hverfi bæjarir.s, Laugarnes-
hverfið og Langholt. Þar hafa
mest safnast 28 þúsund krónur
á þessum fjáröflunarkvöldum.
Það var árið 1944. Ekki er að
efa, að Austurbæingar taki vel
á móti skátunum og með fjár-
framlögum sínum til Vetrar-
hjálparinnar er fátækum sam-
borgurum veitt gleðileg jól.
IM vann í hand-
knattleikskeppni
á Akureyri
DESEMBERMÓT íþrótta-
bandalags Akureyrar í hand-
knattleik karla fór fram í
íþróttahúsinu á Akureyri í s. 1.
viku.
Níu'sveitir kepptu í mótinu
frá þremur fjelögum, ÍMA
(íþróttafjelagi Mermtaskólans á
Akureyri), KA og Þór.
Úrslit urðu þessi: — I. ÍMA
(A-lið) 7% stig, 2. KA (A-lið)
6V2 stig, Þór (A-rið) 6 stig, 4.
ÍMA (B-Iiði 5% stig og 5.JZA
(B-lið) 43/> stig.
I kvenflokki kepptu þrjú lið.
Urðu þau öll jöfn að stigum, og
verður kepþnin því endurtekin.
Knattspyrnufjelag Akureyrar
sá urn mótið. Dómarar voru
Haraldur Sigurðsson, Hafsteinn
Baldvinsson og Sverrir Magnús-
son. — H. Vald
Orðrómur um Irúlofun
ORÐRÓMUE gengur um það í heimsbíöðunum um þessar irtundir,
að Michael Kúmenakonungur 03 Anna prinsessa af Bourborn Parma
sjeu í þann veginn að gífta sig, en prinsessan er dótíir Margrrjetar
Danaprinsessu os Réne prins af Bourbon Parma. Myndin hjer að
ofan var tekin af Michael 03 Ónnu prinsessu í London fyrir skömmu.
a 13 þús. mál
sólarliriíis
Milii 50 og 60 skip voru
hjer í gærkvöldi
MIKILL FJÖLDI SKIPA var að veioum í gær, bæöi í Hval-
íiroi og á sundunum, milli Laugarness og Viðeyjar, svo og
á Kleppsvíkinni, utanverðri. Veiðin mun yfirleitt hafa verið
meiri á Kleppsvík, en á Hvalfirði. Síðastliðinn sólarhring
bárust hineaö 13,600 mál síldar.
Hvalfjörður.
Síldin mun haf-j staðið held-
ur djúpt á Hvalfírði í gær og
afli yfirleitt heldur lítill þar.
Sum skipanna náðu þó góðurn
lcöstum. . '
Laugarnessundið.
Af Faxagarði mátti í gær
telja nær 30 síldveiðiskiþ að
veiðum, enda mun afli þar yfir-
leitt hafa verið heldur góður.
Menn frá mörgum skipum voru
í bátum en frá öðrum' stóðu
mcnn að hávun. Þegar dimma
tók var þar sem borg væri upp-
lýst, svo þjett lágu skipin. Flest
þeirra skipa sem komu í gær,
höfðu verið að vexðum á Laug-
arnessundi eða inni á Klepps-
vík, utanverðri.
I höfninni.
I gærkvöldi voru milli 50 og
60 skip hjer í höfninni. Þar af
komu s.l. sólarhring 19 skip.
Fjallfoss kom hingað í gær og
var byrjað að lesta hann
nokkru fyrir miðnætti.
Eins og skýrt hefir verið frá
hjer i blaðinu, hefir staðið til,
að taka síld til geymslu í hús-
um SÍF við Elliðaárvog. í gær
var byrjað að flytja þangað síld.
Talið er'að þessi hús geti tekið
ein 14000 mál.
Skipin sem komu í gær voru
þessi: Einar Þveræingur með
200 mál, Richard 1000, Garðar
EA 450, Sidon VE 400. Fell
1300, Sleipnir NK 600, Nanna
RE 1000, Vonin II VE 850, Gylfi
EA 450. Kristján EA 1300, Fylk
ir 600, Víkingur 100, Hannes
Hafstein 600, Huginn III 650,
Anglia 450. Innugi GK 1000,
Álsey 900, Kári Sölmundarson
600, Svanur RE 1000 og Reynir
550.
AMERÍSKA vöruflutninga-
skipið Knob Knot, sem kemur
hingað í dag frá New York,
verður tekið í síldarflutninga
norður til Siglufjarðar.
Svo sem kunnugt er, er þetta
skip af hinrii svcnefndu Knot
gerð, en þáú bera um 35 þús.
mál síldar. Eimskipafjclag ís-
lands hefur skipið á leigu, en
fyrir milligöngu þess tókst að
fá það leigt til síldarflutning-
anna.
Talið er að ekki verði hægt
að byrja að taka ó móti síld í
skipið fyrr en um vikulokin eða
í byrjun næstu viku.
í GÆR ntrandaði eitt síld-
veiði skipanna inni á Klepps-
vík.
Skipið var þar sennilega að
-veiðum og var það á sundinu
rnilli Viðeyjar og Gufuness, er
það strandaði. Þar eru grynn-
ingpy.
Er fjara var áTiallaðist skip-
ið mjög mikið, sem von var. En
einkennilegast* við strand þetta
var, að enginn vissi hvaða skip
þetta var. Var bæði leitáð til
Slysavarnafjelagsins og hafn-
sögumanna og vissi hvorugt
nokkur deili á þessu skipi.
r
JARÐARFÖR hjónanna frá
Hálsi í Kjós, Gests G. Andrjes-
sonar hreppstjóra og konu hans
Ólafíu Þorvaldsdóttur fór fram
í gær frá Reynivallakirkju.
Athöfnin hófst með hús-
kveðju að heimili þeirra kl. 12
á hádegi. Sóknai prestur sjera
Halldór Jónsson flutti hús-
kveðju. Söng annaðist söngfólk
úr Reykjavík flest úr Dóm-
kirkjukórnum, með undirleik
organleikara Hallgrímskirkju í
Reykjavík.
Ættingjar og frændur hinna
látnu báru kistur þeirra hjóna
frá heimilinu, að bíl þeim er
flutli þær til kirkju. Stjórnar-
meðlimir ungmennafjelagsins
Drengur, bæði eldri og yngri
báru kisturnar í kirkju, en úr
kirkju sveitungar þeirra og
stjórn og fcrráðamenn Mjólkur
fjelags Reykjavíkur. En í
kirkjugarð ættingjar.
Yfir útförinni hvíldi mikil
alvara, en öll athöfnin hin virðu
legasta. Mikill mannfjöldi var
samankominn og hefur eigi ann
að eins fjölmenni sjest þar í
sveit. Segja má, að hvert heimili
í Kjósinni ætti har sína full-
-trúa. Fjöldi manns var einnig
af Kjalarnesi, Mosfellsdal, Akra
nesi og Reykjavík. Taldií voru
yfir 60 bílar, þ. a m. nokkrir
stórir. Óhætt er að fullyrða að
mannfjöldinn hafi verið nokk-
uð á fimmta hundrað.
Kirkjan að Reynivöllum gat
ekki rúmað þann mikla mann-
fjölda er þarna var saman kom-
inn. Hafði því hátölurum verið
komi(5 fyrir utan við kirkjuna,
svo allir gætu heyrt ræðu sókn-
arprestsins.
Að lokinni athöfninni hafði
móðir hreppstjórans og skyld-
pjenni þeirra hjóna, boð inni
fyrir allan mannfjöldann í hinu
myndarlega ungmennafjelags-
húsi og var þar veitt af raTJsn.
Tiilaga um hreinsun
Kvaifjarðsr
GÍSLI JÓNSSON flytur í S. þ.
tillögu til þingsályktunar um
hreinsun Hvalfjarðar.
„Alþingi skorar á ríkisstjórn-
ina að gera nú þegar nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess, að
hreinsað verði í burtu úr Hval-
firði alt það, sem eftir hefur ver-
ið skilið þar af setuliðinu, svo
sem keðjur, akkeri, víra og ann-
að, er timflun veldur við veiðar
á firðinum."
í greinargerð segir:
Eins og kunnugt er, hafa um
100 skip og bátar síundað síld-
veiði á Hvalfirði á yfirstandandi
síldqrvertíð. Hafa skip þessi orð-
ið fyrir margvíslegú og miklu
tjóni á veiðarfærum vegna alls
konar drasls, sem liggur í botni
f jarðarins frá þeim tíma, er setu
liðið háfði þar bækistöðvar, svo
sem akkeri, keðjur, vírar o. fl.
Hafa svo mikil brögð verið að
þessu, að sumir bátar hafa flett
í sundur veiðarfærunum við að
festa þau í þessu drasli, sem
kostað hefur hvort tveggja í
senn, veiðitöp og viðgerðir, svo
að tugþúsundum hefur numið
fyrir viðkomandi aðila. Ber því
brýna nauösyn til, að hafist sje
handa nú þegar af þeim aðilum,
sem tekið hafa á sig þær kvað-
ir að hreinsa til leifar setuliðs-
eigna og 'oæta skemmdir.
ÞINGHXEYKSLI Einars Ol-
geirssonar. — Sjá grein á
bls. 2.
liðursuða á
síld hafin
FYRIR nokkrum dögum síð-
an tók niðursuðuveiksmiðja
Fiskiðjuvers ríkisins við Granda
garð, til starfa. Hún vinnur nú
að niðursuðu síldarflaka, sem
ætlunin er eð opm markað fyr-
ir í útlöndum. Verksmiðjan er
betur búin að tækjum, en hjer
hefur áður þekkst og afköst
þeirra miðuð við fjöldafram-
leiðslu.
Jakob Sigurðsson forstjóri
Fiskiðjuversins, skýrði blaða-
mönnum frá þessu, á fundi er
hann átti með þeim í gær.
Neitað um lán.
Jakob sagði, að miklir erfið-
leikar steðjuðu að xekstri nið-
ursuðuverlcsmiðjunnar og sagði
Landsbankann eiga sinn þátt í
því. Kvaðst hann á s. 1. vori
hafa farið fram á það við Lands
bankann, að hann ljeði Fisk-
iðjuverinu eina miljón króna
rekstrarlán. Þessu harðneitaði
bankinn. Var því borið við, að
ekki væri hægt að lána fje út
á vöru, sem ekki væri fyrir-
fram seld, og myndi ef til vill
aldrei seljast.
Erlcndis.
Niðursuðuverksmiðjan á nú
300 þúsund dósir til þess að íylla
á. Enn sem komið er hefur ekk-
ert af síldinni verið selt til út-
landa. Það stafar m.a. af því, að
engin sýnishorn hafa verio send
til þeirra landa, er rætt heíur
verið við um væntanleg kaup.
Jakob kvaðst hinsvegar vera
vongóður um að það myndi tak-
ast. Eins. og nú stendur vilja
Frakkar ekki kaupa neina vöru
af okkur. Þeir segja að íslend-
ingar eigi orðið of mikið í
frönskum bönkum. Hinsvegar
kvaðst Jakob þess fulviss, að
Tjekkar myndu vilja kaupa af
okkur síld. En um sölu á lienni
myndi ekki vera að ræða fyrr en
viðskiptásamningar verði teknir
upp við Tjekka í janúarmánúði
n.k. Gagnslaust er að bjóða
Bretum síid. 'Þeir eru að undir-
búa vinnslu á síld til manneldis,
Eins og nú stendur, vantar
okkur peninga, til þess að
standa í skilum við greiðslu a
dósunum, sem við notum til
niðursuðunnar, en þær vorú
keyptar vestur í Bandaríkjun-
um og fje til greiðslu á kaupi
starfsfólks niðursuðuverksmiðj-
unnar, sagði Jakoh Sigurösson,
Fyrsfa veislan
London í gær.
ELISABETH prinsessa og
Mountbatten lávarður hjeldu
fyrstu veisju sína í Buckinham
höll í dag. Voru hjá þeim alls
um 300 manns, sem komu fram
fyrir hönd þeirra breskra bæj-
arfjelaga og stofnana, sem
sendu brúðhjónunum giafir.
—Reuter.