Morgunblaðið - 03.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur
1. tbl. — Laugarilagur 3. janúar 1948
Isafoldarprentsmiðja h.f,
Söiuskatturinn tiækkar ekki
vöruverð
Frepir at mlklu tjóni
LONDON í gærkvöldi.
Einkaskeyti til MBL. frá Reuter.
FÁRVIÐRI og flóð hafa valdið stórtjóni víðsvegar í heiminum
undanfarna daga, og er svo að sjá, sem ekkert lát sje á þessum
hamförum ennþá. New York berst enn við kuldann og snjóinn,
og fregnir um að ár flæði yfir bakka sína hafa meðal annars
borist frá Svisslandi, Ungverjalandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Frakkland.
Frjettaritari Reuters í París
símar, að Signa sje í sífelldum
vexti. — Hefur fljótslögreglan
unnið að því að hlaða sandpoka
stýflur á hættulegustu stöðun-
um, og bátar eru hafðir til taks
ef ske kynni að flóð yrðu í París
og umhverfi. Signa hefur undan
farna daga vaxið um þrjá metra
en í Austur- Frakklandi hefur
ástandið enn versnað vegna aul.-
inna rigninga.
Tjón af völdum flóðanna í
Metz og Nancy er nú metið á
um 42 millj. sterlingspund.
Bandaríkin.
Frá New York berast þær
fregnir, að þar hafi nú rignt í
24 klukkustundir, og hefur regn-
ið þvínær valdið jafnmiklu tjóni
og snjókoman mikla fyrir viku
síðan. Auk þess brunnu sex hús
við Columbus Circle í nótt sem
leið, en slökkviliðið fjekk lítið
aðgert sökum snjós og kulda.
Rafmagnslaust var í mörgum
úthverfum New York, og öllu
flugi frá Newark og La Guardla
flugvöllunum hefur verið frest-
að.
Sviss.
Útvarpið í Sviss tilkynnti í
dag, að Rín væri í miklum vexti
Fárviðri í Norður Svisslandi hef
ur auk þess víða rofið rafmagns
og símalínur.
Þýskaland.
í Bern hefur orðið geysimikil
eyðilegging af völdum flóða.
Hafa fjöldi bygginga, sem gert
hafði verið við að mestu eftir
sprengjuárásirnar, nú eyðilagst
með öllu.
Ungverjaland.
Skeyti frá Budapest herma,
að fljótið Tissa hafi flætt yfir
bakka sína og stór landsvæði
sjeu nú undir vatni.
Eitt þorp var algjerlega horf-
ið, en sambandslaust var við
mörg önnur.
Michael sækir um
borgárarjeltindi
MICHAEL fyrverandi konungur
Rúmeníu hefur sótt um sviss-
riesk borgararjettindi ásamt
móður sinni og nánustu ættingj-
um. Búist er við að svar sviss-
nesku stjórnarinnar komi ekki
fyr en á mánudaginn. — Reuter.
»■
Verðlækkun
á mjólkuraf-
urðum
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins
hefur verð á innlendum afurð-
um lækkað, sem hjer segir:
Dilka- og gjeldfjárkjöt, súpu-
kjöt um 1,05 pr. kg. Ærkjöt um
90 aura. Aðrir flokkar kjöts
hafa yfirleitt lækkað um 90
aura í 1,05 pr. kg.
Nýmjólk hefur lækkað úr kr.
1,94 pr. lít. í kr. 1,88. Rjómi
hefur lækkað um 30 aura. —
Smjör hefur lækkað um 80 aura,
skyr um 10 aura. Ostur, 45%
lækkar um kr. 1,25 pr. kg.,
mysuostur um 50 aura. Egg
hafa lækkað um 1 krónu kg.
Stimpluð egg kosta 18 kr. og
óstimpluð 16 krónur. Hangikjöt
hefur lækkað um 1.50 og kostar
nú 14 kr.
Þá hafa og kartöflur lækkað
talsvert í verði.
Bílslys á Suðurlands-
brauf
Á GAMLÁRSKVÖLD vildi
það slys til á Suðurlandsbraut,
að maður ók bíl sínum út af
veginum. Maðurinn var einn í
bílnum og' slapp hann merki-
lega vel við meiðsl. Bíllinn er
talinn vera eyðilagður með
öllu.
Þetta gerðist klukkan langt
gengin 11 um kvöldið á móts
við Hálogaland. Maðurinn sem
ók bílnum heitir Guðjón Ólafs-
son til heimilis í Rafstöðinni við
Elliðaár.
Hann mun hafa ekið mjög
hratt, því bíllinn kastaðist langt
út í móa og fór nokkrar velt-
ur þar. Menn komu að og var
maðurinn þá sem látinn væri.
Var hann skorðaður milli sætis
síns og hliðar bílsins. Þeim tókst
eftir nokkurn tíma að ná hon-
um og kom lögreglan skömmu
síðar með sjúkfabörur og tók
manninn.
6 miljénir franka
boðnar í Alberf
knaffspymumann
Ýmsar vörur lækka í verði og
einnig margskonar þjónusta
HINN frægi knattspyrnumaður
Albert Guðmundsson, sem hefur
frá því í júlímánuði s.l. leikið
með franska atvinnuliðinu Nan-
cy, kom hingað til landsins í
fyrramorgun. Albert fór fyrst
með járnbraut frá Nancy til
Parísar, en þaðan flugleiðis til
Prestwick og hingað til lands.
Albert Guðmundsson er að
þessu sinni aðeins á snöggri
ferð, og mun eigi dvelja hjer
nema til 7. þ. m., þar er hann á
að keppa í Marsailles þ. 11. þ.
m.
Frakkar telja Albert Guð-
mundsson einhvern besta leik-
mann meðal atvinnumanna á
meginlandi Evrópu, og er hann
dáður svo mjög í Frakklandi að
líkja má við hina frægustu leik-
ara í Bandaríkjunum.
Franska atvinnuliðið Stade
France hefur boðið Nancy 4
millj. franka og auk þess tvo
leikmenn, er báðir hafa leikið í
milliríkjaleikum, fyrir Albert
Guðmundsson einan. Og enn ann
að atvinnulið hefur boðið 6
milljón franka (330 þúsund
kr.) fyrir Albert, en Nancy hef-
ur hafnað báðum þessum tilboð-
um.
í frönsku meistarakeppninni
er Albert Guðmundsson næst
hæstur að markatölu, hefur
hann sett 16 mörk, en sá, sem
hæstur er, hefur sett 18 mörk.
Viðskiplahorfur
Dana alvarlegar
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter.
KRAG, verslunarmálaráðherra
Danmerkur, gaf nýlega skýrslu
um fjárhagástand Jandsins. —
Verslunarhallinn mun nema um
660 milljónum króna. 1948 verð-
ur því eitt alvarlegasta viðskipta
ár Danmerkur og þó ástandið
sje að ýmsu leyti ekki sem verst
þá er heildarútkoman hin alvar-
legasta. Verður mjög að spara
alla innanlandsneytslu og allan
innflutning, en auka útflutning-
inn að miklum mun.
SÖLUSKATTURINN, sem gekk í gildi núna um áramótin, veldur
ekki verðhækkun á vörum til almennings, því með ráðstöfunum
Viðskiptanefndar hefur álagning og hámarksverð nauðsynjavara
verið lækkað, þannig að það kemur á kaupmenn að greiða þaö,
sem söluskattinum nemur. — Hinsvegar lækka ýmsar vöruteg-
undir í verði frá áramótum og einnig margskonar þjónusta. t
lögunum um ráðstafanir gegn dýrtíðinni, sem samþykktar voru
á Alþingi fyrir jólin og samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar,
var gert ráð fyrir að verðlagsyfirvöldin gerðu slíkar ráðstafanir
til þess að kauplækkun, sem verður vegna vísitölu lækkunar komi
ekki niður á almenningi og einnig til þess að stíga fyrsta sporið
í að lækka dýrtíðina almennt.
Einkennilegur elds-
voði í vjelbéf
í GÆRMORGUN kom upp
eldur í vjelbátnum GK-410, þar
sem hann lá mannlaus við ver-
búðabryggjurnar við Granda-
garð. Báturinn skemdist ekki
mikið, en skipverjar urðu fyr-
ir tjóni.
Skipshöfn bátsins eru 3 menn
Höfðu þeir farið í land á gaml-
árskvöld og enginn var í bátn-
um eftir þann tíma. I gærmorg-
un sáu menn af næstu bátum,
að eldur var kominn upp í vist-
arverum skipverja. Slökkvilið-
inu var þegar gert aðvart og
tókst því fljótlega að slökkva
eldinn. Skemdir urðu ekki mikl
ar á bátnum en rúmföt og fatn-
aður skipverja brann.
Við rannsókn eldsupptaka
kom í Ijós kð kviknað hefir í út
frá olíuofni sem skipverjar hafa
talið ónothæfan um langan
tímá. — Þetta bótti mönnum
kynlegt, en þá kom í ljós, að
einhver flækingur hefur farið
um borð í bátinn, búið um sig
í skipstjóra rúminu og mun
hann hafa kveikt upp í olíu-
ofninum.
Uppreisnarmenn
flýja hlíðarnar
kringum Konifza
Aþenu í gærkveldi.
UPPREISNARMENN virðast
nú alveg hafa tapað allri von
um að ná borginni Konitza á
sitt vald. Segir í tilkynningu
stjórnarinnar að þeir sjeu nú á
hröðum flótta úr hlíðunum um-
hverfis borgina og er mikið
manrifall í liði þeirra.
Flýja uppreisnarmenn áleiðis
til landamæra Albaníu og eru
sumir þeirra þegar komnir yfir
þau en eins og kunnugt er hef-
ur Albanía og önnur leppríki
Rússa stutt uppreisnarmennina
þrátt fyrir mótmæli grísku
stjórnarinnar.
Hafa flest lönd mótmælt af-
skiptum þessara ríkja af mál-
efnum Grikklands
Auglýsingar viðskiftanefndar.
Á gamlársdag gaf verðlags-
stjóri út margar auglýsingar
varðandi lækkun álagningar á
ýmsar vörutegundir og fyrir-
mæli um að söluskatturinn
kæmi á herðar kaupmanna, en
ekki almennings. Verða aug-
lýsingar þessar birtar í Lögbirt
ingab.laðinu, sem nú er verið
að prenta.
Flutningsgjöld lækka.
í fyrstu tilkynningunni er
sagt frá því að ákveðið hefir
verið að lækka flutningsgjöld
til landsins um 5% og nær
lækkunin til allra vara, sem
koma til landsins eftir 31.
desember. Ennfremur er ákveð
ið að lækka uppskipunar- og
útskipunartaxta um 8%.
Margskonar þjónusta lækkar.
Þá er ákveðið að lækka
margskonar þjónustu svo sem
rafmagnsverð, sem lækkar eft-
ir næsta álesíur, skemtanir,
leigubifreiðaakstur, þvottur,
fataþressun, snyrting og fleira
slíkt.
Fiskur lækkar í verði.
Þá hefir verið ákveðið nýtt
hámarksverð á fiski og lækkar
allur fiskur í verði frá áramót-
um, bæði nýr, saltaður, frosinn
og hertur.
Yfirleitt munu engar vorur
hækka í verði, þrátt fyrir
söluskattinn.
Fæði og veitingar óbreytt.
Lækkað hefir verið há-
marksverð á veitingum, sem
söluskattinum nemur, þannig
að verðskrár veitingahúsanna
haldast óbreyttar.
4 menn voru á
m.b. Björg
MENN eru nú orðnir von-
daufir um, að m.b. Björg frá
Djúpavogi, sje enn ofansjávar.
Eins og skýrt hefur verið frá,
hafa skip og flugvjelar leitað
bátsins á stóru svæði, en án ár-
angurs.
Á bátnum voru fjórir menn:
Sigurður Jónsson skipstjóri,
Ásgeir Guðmundsson, Arnór
Karlsson og Sveinn Þórðarson.