Morgunblaðið - 03.01.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITÍÐ: Faxaflói:
ÁRAMÓTARÆÐA Sveins
Allhvasst eða hvasst austan og
norðaustan. Snjókoma einkum
í nótt.
1. thl. — Laugardagur 3. janúar 1948
Björnssonar forseta íslamls,
bls. 7 og 8.
Islensku þátttakendurnir í Vetrar-
ölympíuíeikunum valdir
SKÍÐASAMBAND ÍSLANBS, sem sjeð hcfur um undirbúning
að þátttöku íslands í Vetrar-Olympíuleikunum gerði í gær til-
lögur sínar til Olympíunefndarinnar um íslensku þátttakendurna,
en þeir eru þessir: Magnús Brynjólfsson og Guðmundur Guð-
mundsson frá Akureyri og Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði. —
Magnús og Guðmundur keppa í svigi og brur.i, en Jónas í stökki.
Fararstjóri verður Einar B. Pálsson, formaður SKÍ, en Hermann
Stefánsson, íþróttakennari, verður einnig með í förinni.
---------------------
Eins og kunnugt er fór und-
irbúningskeppni fram á Akur-
eyri fyrir nýárið fyrir þátttöku
í leikunum, og var farið eftir
úrslitum hennar við val mann-
anna.
í þeirri keppni, svigkeppn-
inni, varð Magnús Brynjólfs-
son hlutskarpastur, en Guð-
mundur Guðmundsson annar.
Þriðji varð Haraldur Pálsson frá
Siglufirði, en fjórði Asgeir Eyj-
ólfsson frá Reykjavík.
Er blaðið átti tal við Einar B.
Pálsson í gær kvað hann fyrst
hafa verið ákveðið að skíða-
mennirnir færu hjeðan loftleiðis
7. þ. m., en af því gæti senni-
lega ekki orðið, þar sem þátt-
takendurnir að norðan eru ekki
komnir hingað til bæjarms. En
farið verður eins fljótt og unt
er.
Þátttakendur í Vetrar-Olym
píuleikunum frá ýmsum lönd-
um eru þegar komnir til Sviss.
Bíl hvolfir
Á GAMLÁRSKVÖLD hvolfdi
jeppabílnum R-1936 á Laugar-
ásvegi. Karl og kona voru í
bílnum og slasaðist konan nokk
uð.
Þetta gerðist um kl. 10,30 um
kvöldið, en Laugarásvegur ligg-
ur milli Sundlaugarvegar og
Langholtsvegar.
Þegar bílnum hvolfdi brotn-
aði yfirbygging hans mjög
mikið. Eigandi bílsins er Ás-
geir Einarsson, Langholtsvegi
106 og ók hann Með honum
var kona hans. Meiddist hún
nokkuð á fótum og varð að
flytja hana í læknavarðstof-
una.
Bí! stolið
__ í FYRRINÓTT um kl. 3 fór
Ólafur F. Ólafsson, Víðimel 32,
að sækja meðul handa sjúku
barni sínu upp í Laugavegs
Apótek. Á meðan hann var að
bíða eftir afgreiðsiu var bíl
hans R-4645 stolið.
Hann hafði skilið bílinn eft-
ir fyrir utan norðurdyr hússins,
en bílnum læsti hann ekki og
þannig er með kveikjuna í bíln
um að ekki er hægt að læsa
henni. Hann var r.jett kominn
inn í apótekið er hann varð
þess var að tveir menn voru
komnir upp í bílinn og reyndu
að setja hann af stað. Ólafur
brá þegar við og tókst honum
að opna hurðina á bílnum, sem
er sendiferðabíll Um leið og
hann opnar hurðina sá hann
tvo unglingspilta í bílnum. Nú
tókst þjófunum að koma bílnum
af stað, en Ólafur hjelt í hurð-
arhúninn og hljóp hann af stað
með bílnum og ætlaði að kom-
ast inn í hann. Þiófarnir óku
í krákustigum og við það missti
Ólafur takið á hurðinni.
í gær fanst bíll hans inn í
Kleppsholti og var óskemdur.
Þrjú innbrof um
áraméfin
Á NÝÁRSNÓTT var brotist
inn í herbergi eitt sem tilheyr-
ir samkomusalnum í Mjólkur-
stöðinni og úr þessu herbergi
var stolið talsverðum birgðum
af víni.
Horfið háfa 15 flöskur af
whisky og 8 fl. of koniaki og
11 til 20 fl. af ákavíti.
Þessa sömu nótt var brotist
inn í kjötbúð Sláturfjelagsins
við Skólavörðustög. Þar var stol
ið um 60 kr. í skiptimynt. Þjóf-
arnir hafa svo tekið öll egg sem
þeir gátu fundið og kastað þeim
um alla veggi kjötbúðarinnar.
Þá var um áramótin farið
inn í mannlausa íbúð í Garða-
stræti 33 og tekið þar æva-
gamalt útvarpstæki 4ra lampa
og hátalaralaust.
Þjófurinn hefur líklega átt í
einhverjum erfiðleikum með út-
varpstækið því hann hefur skil
ið eftir nýjan jakka.
LÍTIL síldveiði var um ára-
mótin og hingað til Reykjavík-
ur hafa borist á hinu nýja ári
1750 mál.
I gær var ekkert hægt að
veiða vegna veðurs.
Skipin sem komið hafa eru
Björgvin með 700 mál, Gunn-
vör 500 og Grindvíkingur með
550 mál.
Hjer eru nú fimm þýskir tog-
arar er taka ísvarða síld til
Þýskalands.
Sigurður Skagfield
kcminn teim
w
Sigurður Skagfield, eins og hann
leit út skömmu eftir að hann
slapp úr fangabúðunum, en þá
vóg hann 108 pund. Myndin er
tekin á fyrstu tónleikunum, sem
hann hjelt fyrir breska hermenn
í Hamborg eftir stríðið.
SIGURÐUR SKAGFIELD söngv
ari kom með Brúarfossi síðast
frá Þýskalandi, en hann hefur
dvalið erlendis s.l. 12 ár, lengst
af í Þýskalandi. Nasistar hand-
tóku hann snemma í styrjöldinni
eða þegar 1940. Hafði Sigurður
látið orð falla um það í leikhús-
inu, þar sem hann vann, ,,að
voldugir guðir, sem vernduðu
Norðurlöndin, myndu hefna fyr-
ir innrás Þjóðverja í Noreg“. —
Gestapo var skýrt frá þessum
ummælum og Sigurði ekki slept
fyr en hann hafði gefið um það
skriflega yfirlýsingu að engir
slíkir guðir væru til.
Var Sigurður handtekinn í Nor-
egi og var um tíma í fangabúð-
unum í Grini og síðar í fanga-
búðunum í Þýskalandi, en slapp
úr þeim í apríl 1945. Eftir styrj-
öldina hefur hann sungið fyrir
enska, ameríska og rússneska
hermenn víðsvegar í Þýskalandi.
Sigurður Skagfield ætlar að
halda hjer kirkjutónleika með
aðstoð Páls ísólfssonar síðar í
þessum mánuði. „Og verða það
einskonar þakkartónleikar, fyrir
að jeg slapp úr þessu víti“, segir
hann.
Bílhappdrætti ÍR
22692
DREGIÐ hefur verið j happ-
drætti íþróttafjelags Reykja-
víkur. Upp kom númerið 22692,
og er handhafi þess eigandi hinn
ar nýju De Soto bifreiðar, sem
í happdrættinu var.
í gærkvöldi hafði eigandi
miðans ekki enn gefið sig fram,
en það er formaður ÍR, Sigur-
páll Jónsson, ísafoldarprent
smiðju, sem veitir honum við-
töku og afhendir bílinn.
Umferð hatnar í New York
NEW YORK — Samgöngur erui
nú að komast í samt lag í borg-
inni, eftir hríðina miklu sem
stöðvaði alla umferð. I útborg-
um er þó ennþá algjört umferð-
arstopp.
Þegar elduriim kom upp í
Kirkjustræti 6
Félfeii bjargali sjsr út á sfðustu stundu
STRAX á gamlársdag hóf rannsóknarlögreglan yfirheyrslur í
sambandi við hinn mikla bruna er varð í Kirkjustræti 4 og 6, 30.
óesember síðastliðinn. — Eldsupptök eru enn ókunn. Aðeins um
; getgátur að ræða í sambandi við eldsupptökin og hallast meun
| helst að þeirri skoðun að þau hafi stafað frá rafmagni.
Sæmdir Fálkaorð-
unni á nýársdag
FORSETI íslands hefur í dag
sæmt eftirtalda málsmetandi
menn og konur heiðursmerkj-
um fálkaorðunnar, svo sem hjer
segir:
Benedikt Sveinsson, fyrver-
andi alþingisforseta, stjörnu
stórriddara,
Sigurð Guðmundsson, fyrV.
skólameistara, stórriddara-
krossi,
Þórð Þórðarson, fyrv. skip-
stjóra og hreppstjóra, Suður-
eyrarhreppi, Súgandafirði,
Theódóru Sveinsdóttur, mat-
reiðslukonu,
Guðmund Einarsson, fyrv.
forstjóra Dvergs, sem er upp-
hafsmaður að stofnun Hellis-
gerðis,
Erling Friðjónsson, forstjóra
Pöntunarfjelags verkamanna,
Akureyri, og
Brynjólf Þorláksson, söng-
kennara, riddarakrossi fálka-
orðunnar.
(Frjettatilkynning frá orðu-
ritara).
Andvari sekkur í
Reykjavíkurtiötn
Á NÝÁRSDAGSMORGUN
sökk vjelskipið Andvari hjeðan
úr Reykjavík við eina verbúð-
arbryggjuna við Grandagarð.
Andvari kom af síldveiðum
á gamlárskvöld og var með um
1200 mál síldar innanborðs. Á
nýársdagsmorgun, vaknaði einn
af fimm skipverjum er sváfu
í lúkar, við að sjór sprengdi
gólfið í lúkarnum Hann vakti
fjelaga sína í snatri og innan
stundar voru þeir allir komnir
upp á þilfar. Skipið var þá mjög
sigið í sjó. Var nú náð í hjálp
til að ljetta skipið. Hjálpin barst
of seint og nokkru síðar sökk
skipið.
Andvari er einn af Svíþjóð-
arbátunum og er eign h.f. Freyr
Reykjavík.
Landssmiðjan hefur tekið að
sjer að reyna að bjarga skipinu
Það er þó all miklum erfiðleik-
um bundið. Um orsök þess að
skipið sökk, er enn ekki vit-
að. _
Skíðafæri að verða
ágæff
ÁGÆTT skíðafæri var upp
við Kolviðarhól um áramótin,
og voru margir þar á skíðum á
nýársdag.
Snjór var að vísu ekki mjög
mikill, en góður. En í gærkveldi
var farið að snjóa aftur, og ef
snjóað hefir í nótt mun þar hvar
vetna nægur snjór til skíða-
ferða.
Eldurinn kom upp í vestasta
herberginu á neðri hæð hússins
Kirkjustræti 6, en fyrir vestan
húsið stendur Kirkjustræti 4»
sem eins og kunnugt er stór-
skemmdist í eldsvoða þessum.
Á þessari hæð bjó Kristófer
Kristófersson, skipverji á bv,
Egill Skallagrímsson og var
hann úti á sjó er þetta gerðist.
Kristófer hafði 4 herbergi á þess
ari hæð. Þá bjuggu í stofu í
austur enda hússins Sigurlina
Högnadóttir og dóttir hennar,
Hafdís Einarsdóttir.
Áður en eldurinn kom upp,
hafði kona Kristófers Ingibjöig
Sigurðardóttir, verið að taka til
í vesturstofunni, sem eldurinn
kom upp í. Hafði hún notað ryk-
sugu og var búin að ganga frá
henni á sinn stað. — Síðan fer
hún út í skúr, sem er áfastur við
suður hlið hússins. Þar ætlaði
hún að ná í bónklúta. Þegar hún
kom fram í forstofuna, heyrði
hún í tveggja ára barni Kristín-
ar Sigurðardóttur, er bjó uppi á
lofti í húsinu. Barnið var í miklu
uppáhaldi hjá frú Ingibjörgu
og brá hún sjer upp á loft til
Kristínar og barnsins. Þar uppi
telur frú Ingibjörg að hún hafi
dvalið 5 til 7 mínútur.
Niðri var Unnur Hafdís. Nú
heyrir Ingibjörg að Unnur kall-
ar upp, að eldur sje kominn upp
í íbúðinni þar niðri. Ingibjörg
brá þegar við og á hæla hennar
kom Kristín með barn sitt. og'
hljóp hún þegar út á götu.
Þegar Ingibjörg kom niður,
fór hún fyrst inn í eldhúsið og
ætlaði þaðan inn í svefnherbergi
þeirra hjóna, en vegna reyks í
herberginu varð hún að hrökkl-
ast út. Náði hún engu af eign-
um sínum og komst út úr hinU
brennandi húsi á morgunslopp
sínum. Þegar Ingibjörg kom út
á götuna, sá hún hvar rúður
sprungu á norður hlið hússins
og eldtungurnar stóðu út yfir
gangstjett Kirkjustrætis.
Víkur nú aftur að Unni Haf-
dísi Einarsdóttur. Hún var að
bursta skó sína í stiga, sem ligg-
ur úr eldhúsinu niður í kjallara
hússins. Hún heyrði er Ingibjörg
fór upp á loft og ber þeim báð-
um saman um að Ingibjörg hafi
verið upp á lofti í um það bil
5 mínútur. Þegar Unnur hætti
að bursta skó sína, ætlaði hún
að fara inn í stofu frú Ingibjarg •
ar til þess að síma út í bæ. Þegar
hún kom inn í svefnherbergið,
sem er áfast við stofuna, var þar
mikill reykur. Hún sá eld í stof-
unni. Virtist henni þá sem stof-
an væri orðin alelda. En svo
mikill var ofsinn í eldinum að
er hún varð að hrökklast út náðu
eldtungurnar að svíða hár henn-
ar og augnabrýr.
Ekki var annað fólk í Kirkju-
stræti 6 er eldurinn kom þar
upp, en konurnar og barnið.
Þýskar brúðir
HANNOVER. — í s.l. mánuði
fóru hjeðan 900 stúlkur til Bret-
lands til þess að gifta sig.