Morgunblaðið - 03.01.1948, Blaðsíða 2
2
MORGUJSBLAÐIÐ
Laugardagur 3. janúar 1948
Óvenjuieg slyí 1 § 18Bt i
gamlárskveld
ÓVENJULEG skrílslæíi voru
höfð í frammi hjer í bænum á
. gamlárskvöld og það svo, að
ejaldan munu hafa verið gerðar
fleiri tilraunir til skemdar-
verka. Lögreglunni tókst hins-
vegar vel, að halda fólkinu í
skefjum og stöðva skemdar-
verkatilraunir. Eitt alvarlegasta
ekemdarverkið vai er tilraun
var gerð til að kveikja í skúr,
þar sem sprengiefni var geymt
og olíur. Sprengju var varpað
að Hótel Eorg og sprungu marg
,ar rúður í veitingasalnum.
Einnig slösuðust nokkrir menn
af völdum sprengja. Einn mað-
ur fjekk sprengju framan í sig,
og sprakk hún við munn hans
svo að vörin rifnaði. Var það all
mikið sár. — Bílum var velt og
tilraunir gerðar til að stöðva
umferð á götunum með því að
bera tunnur og rusl á umferð-
aPgötur. Hópar manna fóru með
öskrum og óhljóðum um göturn
ar og jafnvel guðsþjónusta í
'Dómkirkjunni var trufluð af
hávaðaseggjum og ein rúða
sprakk í kirkjunnu, en smá-
sprengja (,,kínverja“) var kast
að að glugganum.
Untlirbúningur lögreghmnar.
I viðtali, sem Morgunblaðið
átti við Sigurjón Sigurðsson lög-
reglustjóra í gær, sagði hann, að
óeirðir hefðu verið venju frem-
ur miklar á gamlárskvöid, en
hann fullyrti, að lögreglan hefði
átt í fúllu trje við mannfjöld-
ann og jafnan verið fljót á staði
«|>arsem til öláta eða skemda-
verkatilrauna kom. Tókst lögregl
unni oft að bjarga bílum, sem
velt hafði verið og einum bíl,
sem kviknaði í eftir að sprengja
hafði sprungið undir honum,
tókst lögreglunni að bjarga. Þá
var með aðstoð slökkviliðsins
kæfðir eldar, sem kveiktir höfðu
verið.
Fyrir gamlárskvöld Ijet lög-
reglustjón gera ýmsar ráðstafan-
ir T. d. hafði hann heilan flokk
hæjarstarfsmanna, sem hreinsuðu
til í portum og húsagörðum, þar
eeœ rusl var, er eldshætta gat
stafaö af. Einnig voru sorptunnur
tæmdar. Þá voru verðir utan lög-
reglunnar fegnir til að vera á
riokkrum stöðum, þar sein talið
var líklegt að gerð yrði tilraun
til að kveikja í eða vinna önnur
ukemdarverk.
Telur lögreglustjóri víst, að
þessar ráðstafanir hafi forðað
jmiklurr, óþægindum og tjóni.
Ólætin byrja,
Það var laust eftir klukkan 8,
að fólk fór að hópast saman á
götunum í miðbænum og þó eink
um í Austurstræti, kringum
Austurvöll og við lögreglustöð-
tna. Mest bar á strákum um og
■ ínnan við tvítugt, en einnig voru
í margir forvitnir vegfarendur á
ferli.
Strákar voru með sprengjur,
fcæði kinverja og bombur og
eprengdu óspart. Nokkuð bar á
óþljóðum og var það segin saga,
að ekki þurfti nema að einn strák
ur ræki upp öskur, til þess að
• fc<-gar safnaðist að honum stór
■ hópur til að sjá hvað um væri að
yera.
fcætin við Borgina.
Lögreglustjóri hafði gert þær
varúðarráðstafanir, að hann lok-
aði Pósthússtræti, frá Kirkju-
stræti að Hafnarstræti fyrir allri
umferð, því það er gömul venja,
að rnúgur safnast saman við lög-
reglustöðina og Hótel Borg til að
horfa á og reyna að erta dans-
leiksgesti, sem þangað fara.
j Um 11 leytið liafði mikill fjöldi
manns safnast saman við Borg,
fiunnanverða, Lögreglan hjelt
mannfjöldanum þó í fjarlægð frá
inngangi veitingasalanna, en þá
Húður sprengdar í Hótei Borg —
Bifreiðum velt — Ikveikjur og
slys af völdum sprenginga
var það, að einhver úr hópnum
kastaði sprengju að inngangin-
um. Varð af mikill hvellur og
blossi og loftþrýstingurinn svo
mikill, að rúður brotnuðu í næstu
gluggum. Var þetta að sjálfsögðu
til mikiilra óþæginda fyrir þá
gesti er næstir sátu gluggunum,
en brátt var neglt fyrir glugg-
ana og dansleikurinn hjelt áfram,
eins og ekkert hefði ískorist.
Hættuleg íkveikja.
Skömmu eftir atburðinn við
Borgina varð lögreglan þess vör,
að kominn var upp eldur í
geymsluskúr, sem er sunnan við
Borg og við olíuport Shell. Var
slökkviliðið kallað á vettvang og
kom það fijótt, Tókst að kæfa
eldinn tiltölulega fljótt. En í þess
um skúr var geymt sprengiefni,
sem er einkaeign manns, olíur
og annað eldfimt efni. Hefði
þarna getað ægiieg sprenging og
mikill eldsvoði, ef ekki hefði tek-
ist svo giftusamlega til, að eld-
urinn var kæfður áður en hann
náði að magnast verulega.
Fyr um kvöldið hafði verið
gerð tilraun til að kveikja í á
þessum slóðum. Þá var leikinn
sá hættulegi leikur, að rakettum
var skotið eftir götunni á hópa af
fólki.
Bifreiðum velt.
Strákahópar fóru um bæinn og
rjéðust á bifreiðar og veltu þeim,
þar sem þeir gátu komið því við
og tókst það á nokkrum stöð-
um. Ekki mun alvarlegt tjón hafa
hlotist af þessu.
Þá ljeku ólátabelgir það, að
tína til tómar öskutunnur, kassa
og annað brak og fylla göturnar
af þessu til þess að reyna að fá
bifreiðar til að staðnæmast. Tókst
það á nokkrum stöðum, en lög-
reglan skarst jafnan í leikinn.
Lögreglustjóri hagaði starfi
lögreglunnar þannig, að hann
hafði jafnan íil taks fámennar
sveitir með míla, einskonar „út-
rásarlið“ og gafst það vel.
Lögregluþjónar særast.
Þrír lögregluþjónar urðu fyrir
meiðslum, en enginn slasaðist þó
alvarlega. Einn lögregluþjónn
meiddist þannig að „bobbingur11
fjell á hann. Ráðist var að öðr-
um lögregluþjóni og hann barinn
í höfuðið með einhverju barefli,
en sá þriðji lenti í þvögu og var
keyrður undir af mannfjöldan-
um.
Talsvért var um minni háttar
meiðsl á mönnum, sumir höfðu
lent í ryskingum, en aðrir særst
vegna sprenginga. Var gert að
sárum þeirra flestra á Slysavarð-
stofunni, en lögreglan veitti
nokkrum slösuðum mönnum
fyrstu hjálp.
Margir teknir úr umferð.
Lögreglustjóri segir, að þótt
talsvert hafi verið um ölvun, eins
og ávalt á gamlárskvöld, þá hafi
það ekki verið óvenjulega mikið.
Þó voru mjög rnargir ölvaðir
menn teknir úr umferð. Einnig
voru teknir til geymslu strákl-
ingar og ólátabelgir. Voru þeir
geymdir í dómsalnum á efstu
hæð lögreglustöðvarinnar.
Foreldrar komu að sækja
nokkra þeirra og var þeirn þá að
sjálfsögðu slept undir foreldra-
vernd.
Nýstárlegt varnartæki.
Lögregian á vatnsbíl einn mik-
inn, sem kom að góðu haldi, þótt
erfitt væri að nota hann sökum
mikils frosts. Var sprautað vatni
á göturnar, þar sem fóllt hafði
safnast saman til óspekta og forð
uðu sjer flestir undan vatnselgn-
um. Einmg kom bíllinn að góð-
um notum við að kæfa minni-
háttar bál.
Óþarfi að nota táragas.
Að lokúm spurði jeg lögreglu-
stjóra að því, hversvegna lögregl
an hefði ekki dreift mannfjöld-
anum með táragasi.
Hann sagði, að þess hefði ekki
þurft með, þar sem lögreglan
hefði algjörlega haft yfirhönd-
ina. Það hefði heldur ekki kom-
ið til að það þyrfti að nota það
nema við Austurvöll er lætin
voru sem mest, en þá hefði verið
hætta á að gasið hefði komist inn
í Dómkirkjuna, Hótel Borg og
Sjálfstæðishúsið og alsaklaust
fólk orðið fyrir óþægindum af
því.
Hinsvegar sagði lögreglustjóri,
að hann myndi gera tillögur, sem
miða að því að koma í \eg fyr-
ir skrílslæti hjer á götum bæj-
arins framvegis á gamlárskvöld.
Sfarfsemi Sjómanna-
siofunnar lokið í
Lísiamannaskál-
anum
EINS og áður hefir verið skýrt
frá fjekk Sjómannastofan Lista
mannaskálann á leigu á Þor-
láksmessu, en hefir nú hætt
þar starfrækslu.
Á aðfangadag bauð stofan að-
komusjómönnum, er þess ósk-
uðu til máltíðar í veitingastofu
Helgu Marteinsdóttur, og voru
þar um 140 gestir. Voru það
allt íslendingar, auk 30 Þjóð-
verja. Síðan hefir á hverju
kvöldi venð í Listamannaskál-
anum kvikmyndasýningar og
fyrirlestrar. Aðsókn var mjög
góð á jóladag, en eftir að kóln-
aði í veðri og erfiðleikar voru
á að hita skálann upp sem
skyldi, minnkaði aðsóknin.
Venjulegast voru frá 30—50
sjómenn á kvöldi Á nýársdag
var aðsókn aftur á móti sjer-
staklega góð.
Á sunnudaginn 28. des. var
sjerstök samkoma fyrir erlenda
sjómenn, og voru þar mættir
um 140—150 sjómenn. Heklu-
kvikmynd var sýnd þar og Jó-
hann Hannesson flutti ræðu á
þremur tungumálum, þýsku,
ensku og norsku.
Helga Marteinsdóttir sá um
allar veitingar í Listamanna-
skálanum.
Þó sjómannastofunni í Lista-
mannaskálanum verði lokað er
Sjómannastofan í Tryggvagötu
enn starfandi. Hefði starfsem-
inni einnig verið haldið áfram
í Listamannaskálanum ef veð-
ur hefði verið hlvrra.
Tilraunaflug við pólinn
WASHINGTON — Þrýstilofts-
flugvjel er nú farin í sex mán-
aða tilraunaflug við Norðurpól-
Gildi skömmtunarreita á
fyrsta ársfjórðungi þ. L
SKÖMMTUNARSKRIFSTOFA
ríkisins hefur nú tilkynnt gildi
þeirra skömmtunarseðla, sem
gefnir hafa verið út.
Sem kunnugt er af fyrri frjett
um blaðsins, eru þeir seðlar,
sem skömmtunarbókin hefur að
geyma miðaðir við 6 mánuði. En
skömmtunin hefur þó ekki verið
ákveðin nema til 1. apríl. Fólk
verður því að athuga það vand-
lega, að það eru aðeins ákveðnir
reitir með ákveðnum númerum,
sem eru lögleg innkaupaheimild
á þessu fyrsta skömmtunartíma-
bili ársins 1948, eða frá 1. jan.
til 1. apríl næstkomandi. Reitir,
sem hafa aðra tölusetningu, en
þá, sem nú hefur verið gefið
gildi ber að láta vera í bókinni.
Elís Ó. Guðmundsson, skömmt
unarstjóri, gerði grein fyrir
gildi þeirra skömmtunarreita,
sem skömmtunarskrifstofan hef
ur ákveðið að í gildi skulu vera
til 1. apríl n.k., í viðtali við Mbl.
í gær.
Kornvörur.
Kornvöruskammturinn er á
miðum merktir kornvörur- og er
skipt niður í þrennt. Skömmtun-
arreitir 16 til 25 gilda hver fyrir
500 grömmum af kornvöru. —
Næst koma skömmtunarreitir
36 til 45. Þeir gilda hver um sig
fyrir 250 gr. af kornvöru og svo
reitirnir 56 til 65 er gilda hver
fyrir 200 gr. af kornvöru.
Við kaup á skömmtuðum
rúgbrauðum og hveitibrauðum
ber að skila 100 gr. fyrir rúg-
brauð, en 200 gr. vegna hveiti-
brauðsins.
Kaffi.
í skömmtunarbókinni eru
kaffiseðlarnir merktir kaffi og
númerin frá 9 til 14. Á þessum
skömmtunartímabili gilda kaffi-
miðarnir 9 til 11. Hver þeirra
gildir fyrir 250 grömmum af
brenndu kaffi eða 300 gr. af
óbrenndu.
Vefnaðarvara og búsáhöld.
í skömmtunarbókinni eru teö
blöð með 50 reitum hvert, sem
á er prentað vefnaðarvara. —
Fyrra blaðið ber reitina vefn-
aðarvara 51 til 100. Þessir reitir
eru í gildi við það skömmtunar-
tímabil er nú hefst. Jafnframt
eru þeir innkaupaheimild fyrir
búsáhöldum. Þá stendur á hverj-
um þessara reita ein eining. --
Verðgildi hvers þessara 50 miða
eru tvær krónur, miðað við smá-
söluverð. Um notkun þessara
vefnaðar- og búsáhaldareita,
sagði skömmtunarstjóri þetta:
Næstu daga verða gefnar út til-
kynningar um notkun þessara
reita til kaupa á tilbúnum fatn-
aði, skyrtum, nærfötum og
öðru, sem ekki er selt gegn stofn
auka nr. 13. Er því rjett að
fresta, ef hægt er, kaupum gegn
afhendingu þessara reita, uns1
þær reglur hafa verið kunngerð*
ar.
Hreinlætisvörur.
M-reitir skömmtunarbókarimt
ar gilda fyrir hreinlætisvöru.
— Fyrra skömmtunartímabilið
gilda reitirnir M 5 til 8, að báð-
um meðtöldum, fyrir y2 kg. af
blautsápu, eða 2 pk. af þvotta*
efni, eða einu stykki af hand»
sápu eða stangarsápu.
Sykur.
Sykurreitir skömmtunarbókar
innar eru merktir sykur og bera
númerin 10 til 27.. — Á þessut
skömmtunartímabili gilda miö-
arnir 10 til 18 fyrir 500 gr. af
sykri hver.
Hætt að skammta.
Hætt verður nú að skammtá
eftirtaldar vörutegundir: iíf-
stykki, korselett og brjósthald-
ara, belti, axlabönd, teyjúbönd,
hitaflöskur, kjöt og kaffihvarn-
ir, rafmagnsofna og rafhellur,,
vatnsfötur og straujárn.
Tekin upp skömmtun.
Nú verður tekin upp skömmt-
un á erlendu prjóna- og vefja-
garni.
Gamlir stofnaukar, sem gilda.
Af eldri stofnaukum, sem enn
eru í gildi eru: fyrir skófatnað
stofnauki nr. 11 af skömmtunar-
seðli frá því í fyrrasumar. Hann
gildir til 1. maí n.k.
Fyrir ytrifatnaði stofnauki
nr. 13, af síðasta skömmtunar
seðli og gildir hann til næstu
áramóta.
Fyrir erlendu smjöri gildir
stofnauki nr. 14 til febrúarloka.
Þá hefur verið ákveðið að úr nú-
gildandi skömmtunarbók skuli
reiturinn, sem merktur ep
skammtur 1, skuli vera inn-
kaupaheimild fyrir 1 kg. af er*
lendu smjöri frá 1. janúar til 1.
apríl n.k. Þá eru enn í gildl
vinnufatamiðar, sem gefnir hafa
verið út eftir sjerstakri umsókrs
og gilda til loka þ. m.
Um endurnýjun á skömmtun-
armiðum verður alls ekki að
ræða, nema á B-miðum til
þeirra, sem fengið hafa auka-
skammt vegna nýrra heimila
og barnshafandi kvenna.
Loks geta þeir fengið endur-
nýjaða bensínmiða, sem lagt
hafa inn númer bifreiða sinna
og tekið þær úr umferð og fá
þeir hlutfallslega endurnýjun
eftir því hve bifreiðin hefur
lengi verið númerslaus.
Geymið bækurnar vel.
Fólk verður að gæta skömmt-
unarbókanna eins vel og frekast
er hægt. Það fær enginn nýja
skömmtunarbók, nema að færði
sjeu óhrekjandi rök fyrir því að>
skömmtunarbókin hafi glatast
eða eyðilagst, t.d. í húsbrunuirs
eða undir svipuðum kringum-
stæðum.
Bifreiðastjórafjelagið Hreyfill
^óíci trjeáólzemm tun
fyrir börn fjelagsmanna og gesti þeirra verður mánud-
5. jan. í Tjarnarcafé og hefst kl. 4 e.h. Kl. lö hefst
dansleikur fyrir fullorðna. Aðgöngumiðar verða seldir
í Bifreiðastöðinni Hreyfill og Litlu bílastöðinni.
NEFNDIN.
<$*$><$>3><$><í><$*$X$K$><$>3>4>^$A<?><S><t>4<SA<Í><$v$A$4''3xS><ÍA4''.j>'$>''ý4'<S><í>'$><3><S'<S>4>4><í><S><$}