Morgunblaðið - 03.01.1948, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. janúar 1948
MORGUNBLAÐIÐ
(11
Fjelagslíf
SkíðaferS
að Kolviðarhóli í dag kl. 2
og 6 og á morgun kl. 9 f.h.
Farseðlar seldir í Pfaff í
dag.
Ath. Nægur snjór er nú í nágrenní
Kolviðarhóls.
SkÍSadeildin.
Jólatrjesskemtun
WMffisSJ Glímufjelagsins Ármann
Wfijy verður haldin í Sjálfstæðis
húsinu mánudaginn 5. jan.
kl. 4,30 síðd. Til skemtunar verður
ennfremur: J ólasveinakvartettinn
syngur, Kvikmyndasýning og dans-
sýning (Finnskir gríndarftar). Kl.
9,30 siðd. hefst
Jólatrjesskemmtifundurinn.
Aðgöngumiðar að báðum skemtun
unum verða seldir i skrifstofu Ár
manns, Iþróttahúsinu, í dag og á
morgun frá kl. 5—7 síðd.
GlímufjelagiS Ármann.
ÁRMENNINGAR
Skiðaferð i Jósepsdal á morgun laug
ardag kl. 6. Farmiðar í Hellas.
Skíðafjelag Reykja
víkur fer skiðaför á
morgun kl. 9, ef veð
ur og færi leyfir.
Farmiðar hjá L. H.
Miiller.
Fyrir meðlimi til kl. 3, en fyrir aðra
kl. 3—4.
SkíSaferS
í kvöld. — Lagt af
stað kl. 7.
Nefndin.
Tilkynning
<=Z')a.abóli
3. dagur ársins.
Næturlæknir í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavík-
ur Apóteki. sími 1760.
Næturakstur annast Hreyf-
ill, sími 6633.
JVfessur á morgun:
Dómkirkjan. Messa kl. 11, sr.
Sigurbjörn Einarsson, dósent.
Engin síðdegismessa.
Hallgrímssókn. Messa kl. 2 e.
h. Sr. Jakob Jónsson. Engin
barnaguðsþjónusta.
Laugarnesprestakall. Barna
guðsþjónusta kl. 10 f. h. Sr.
Garðar Svavarsson.
Sunnudagaskóli Guðfræði-
deildar Háskólans, hefst á ný
sun.nudaginn 11. janúar kl. 10
f. h.
Fríkirkjan. Barnaguðsþjón’-
usta kl. 11 f. f. Sr. Árni Sig-
urðsson.
IISVttRlNN
MJflkPftCE£)I5VttRlW
t<«CT>cimrKctT'«
Laugardag 3. jan. kl.
8,30 Jólatrjeshátíð fyr
ir almenning. — Aðg.
kr. 2,00. Kaptein
Ununger stjórnar.
Tapað
Sl. sunnud. tapaðist tvöföld bláleit
hálsfesti. Vinsamlega skilist í Ingólfs
stræti 21, sími 2298.
Kaup-Sala
NotuZ húsgögn
log lítið slitin jakkaföt keypt hæst
verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Sími
B691. Fornverslunin, Grettisgötu 45.
•iiiiiiiiiiiiiiiilHUiiiiuiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiniiiiniit***
1 Asbjömsons ævintýrin. —• |
Ógleymanlegar sögur |
| Sígildar bókmentaperlur. I
bamanna.
•iiiiiiiiiiiiniiiiiuuHuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii
• iiiiiiiiimiiiiimiiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiimiiimn
^túlha
| óskast á lítið heimili. Gott i
| kaup. Uppl. í síma 2119. é
niniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiik
65 ára verður í dag Bern-
hard Schmith vjelstjóri, Njáls-
götu 30 hjer í bæ. Barnhard
Schmith er einn af hinum góðu
gömlu í sjómannastjettinni,
byrjaði á tímabili er sjómenn
átti við ýmsa örðugleika að
stríða, hann kom til íslands
1909 með björgunarskipinu
Geir, en gerðist síðar 1. vjel-
stjóri á togaranum Ymir í Hafn
arfirði, þar sem hann var um
15 ára skeið, eftir það á ýms-
um öðrum íslenskum skipum.
B. S. hefir nú síðastliðin 7 ár
átt við erfiðan sjúkdóm að
stríða, og' síðastliðin 6 ár rúm-
fastur. V.
Hjónaband. Síðastliðinn laug
ardag voru gefin saman í hjóna
band af sjera Bjarna Jónssyni
ungfrú Helga Hinriksdóttir og
Sveinn Bjarnason, bifreiðar-
stjóri. Heimili þeirra verður
fyrst um sinn í Brautarholti 26.
Hjónaband. Á gamlársdag
voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Sólborg Sveinsdóttir,
Hábæ, Vogum og Viðar Þor-
láksson frá Gautlandi í Fljót-
um. Sr. Kristinn Stefánsson gaf
brúðhjónin saman. — Heimili
þeirra er í Hvoli, Vogum.
Hjónaband. Á gamlársdag
voru gefin saman í hjónaband
að Mosfelli í Mosfellssveit ung
frú Ragnhildur Bergþórsdóttir
frá Viðey og Atli Elíasson, mál
aranemi, Sólvallagötu 56
Reykjavík. Síra Hálfdán Helga
son prófastur gaf brúðhjónin
saman.
Hjónaband. Á gamlárskvöld
voru gefin saman í hjónaband
í Lágafellskirkju ungfrú María
Sigríður Oskarsdóttir, Shellveg
2, Reykjavík og Jóhannes Júlí-
usson matsveitt frá Úlfarsfelli,
Mosfellssveit. Síra Hálfdán
Helgason, prófastur gaf brúð-
hjónin samnn.
Hjónaband. Á gamlársdag
voru gefin saman í hjónaband
af sr. Halldóri Kolbeins í Vest-
mannaeyjum ungfrú Guðleif
Vigfúsdóttir, Holti og Andrjes
Hannesson, vjelstjóri frá Eyr-
arbukka.
Hjónaband. Á nýársdag voru
gefin saman í hjónaband af sr.
Garðari Þorsteinssyni, ungfrú
Auður Guðmundsdóttir og
Magnús Randrup, hljóðfæra-
leikari. Heimili ungu hjónanna
verður að Vitastíg 7, Hafnar-
firði.
Hjónaefni. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína ungfrú
Svava Júlíusdóttir, skrifstofu-
stúlka. Hörpugötu 4 og Oskar
A. Sigurðsson, bifreiðarstjóri,
Miðtúni 50.
Hjónaefni. Á gamlársdag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Valdís R. Blöndal (Ragnars
heitins Blöndals kaupm.) og
stud. polyt. Birgir Frímannsson
(Ófeigssonar forstjóra).
Hjónaefni. Á aðfangadag op-
inberuðu trúlofun sina ungfrú
Gyða Strange, Njálsgötu 98 og
Axel Nielsen, Meðalholti 11.
Hjónaefni. Á gamlársdag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Ása Guðmundsdóttir, Bolla-
götu 3 og Ingi R. Helgason,
stud. jur., Hverfisötu 100B.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Anna Gunnlaugsdóttir,
Vesturgötu 22 og Hörður Krist
insson, Hringbraut 145.
Hjónaefni. Á gamlársdag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Sigurveig Ástgeirsdóttir frá
Syðri-Hömrum, Ásahreppi,
Rangárvallasýslu. og Þorsteinn
Finnbogason frá Skálmarnes
múla, Barðastrandarsýslu. lög
regluþjónn í Hafnarfirði.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung
frú Bjarney Sigurðardóttir,
Grenimel 14 og Ásbjörn Björns
son. heildsali, Bakkastíg 4.
Hjónaetni. Á aðfangadag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Svava Árnadóttir, Bala,
Þykkvabæ, Rang., og Jón Árna
son, Óðinsgötu 25, Reykjavík
— Sama dag opinberuðu trú-
lofun sína Guðrún Guðnadóttir
Háarima. Þykkvabæ, Rang., og
Guðlaugur Árnason, Bala, sömu
sveit.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Edda Þórz, verslunarmær
og Magnús Valdimarsson, versl
unarmaður.
í trúlofunarfrjett í blaðinu
30. des. stóð Pálína Guðjóns-
dóttir en átti að vera Guðlaugs
dóttir.
Höfðingleg gjöf til Thorvald
sensfjelagsins. Þann 30. f. m.
afhenti herra klæðskerameist-
ari Andrjes Andrjesson, for-
stöðukonu barnauppeldissjóðs
Thorvaldsensfjelagsins 5000
krónur að gjöf til minningar
um konu sína, frú Halldóru
Þorsteinsdóttur, sem um
nokkra skeið var ágætur starfs
maður fjelagsins og mikill vel-
unnari barnauppeldissjóðsins.
Fyrir þessa höfðinglegu gjöf
færuqj við gefandanum inni-
legt þakklæti. — Sjóðsstjórnin.
Innilegar þakkir færi jeg öllum þeim vinum og frænd
um, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla
skeytum á 85 ára afmæh mínu-
ögmundur Sveinbjörnsson.
AHUGASAIV1IJR
og áreiðanlegur piltur 16—18 ára óskast í eina sjer-
verslun bæjarins.
Umsóknir ásamt meðmælum (ef til eru) sendist afgr.
blaðsins merktar: „Viðskipti“.
AUGLÍSING E R GULLS lGILDI
Kvöldnámskeið
Kenni að taka mál og sníða, allan kven- og barnafatn-
að, einnig amerískar tískuteikningar og kjólaskreytingar.
IIERDlS BRYNJÓLFSDÖTTIR
Laugaveg 68 — Sími 2460.
Elsku litla dóttir okkar andaðist þann 30. desember.
Sigríður Þorbjörnsdóttir, Kristján G. H■ Jónsson.
Lokastíg 28.
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
verslunarmaður, Ljósvallagötu 22, andaðist í sjúkra-
húsinu Sólheimum 31. des. sl.
Börn hins látna.
Móðir min og dóttir,
HALLDÖRA HELGADÓTTIR
andaðist 1- þ.m. að heimili sínu Grundarstíg 2.
Bragi Sigurósson, GuSrún Benediktsdóttir.
Móðir okkar elskuleg,
ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Borðeyri, andaðist að Laugarbóli á nýársnótt.
Ásta Jónsdóttir, Ragna Jónsdóttir,
Torfi Jónsson, Karl Á. Torfason.
ÚTVARPIÐ í DAG:
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
15.30—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
19.25 Tónleikar: Samsöngur.
20.00 Frjettir.
20.30 Útvarpstríóið: Einleikur
og tríó.
20.45 Upplestur og tónleikar:
a) „Gras“, úr Fornum ást-
um eftir Sigurð Nordal (Lár
us Pálsson og Ólöf Nordal
lesa).
b) 21.20 Þættir úr nýjum
bókum.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum að
GRÓA JÓNSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Norðurbraut 27 B., Hafnarfirði
1. janúar síðastliðinn.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabama.
Jón Bjarnason.
Jarðarför litlu dóttur okkar
GUNNLAUGAR,
fer fram frá beimili okkar Hjallaveg 32 í dag kl. 1 e.h.
SigriSur Hannesdóttir, Gunnlaugur Jónsson og systur.
Móðir okkar tengdamóðir og amma
GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR,
frá Búðardal, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
mánud. 5. þ.m. Athöfnin hefst með bæn á heimili
dóttur hennar, Skarphjeðinsgötu 12 kl. 1 e.h. Athöfninni
i kirkjunni verður útvarpað.
Vandamenn.
Innilegt þakklæti vil jeg færa öllum þeim er sýndu
hluttekningu og samúð við fráfall og jarðarför konunnar
minnar
HELGU KRISTlNAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Fyrir mína hönd og barna minna
SigurSur Sigur'ðsson.