Morgunblaðið - 03.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNADALUR a e 94. dagur „Þetta er alveg rjett“, sagði Hall og hló. „Það er um að gera að hafa eins lítið fyrir lífinu og unnt er — að vera svona mitt á millijífsins og Nirvana. Að forðast allt viðnám, að forð ast áreynslu — það er hin eft- irsóknarverða tilvera, alveg eins og hjá marglyttunum, sem berast ósjálfrátt með straumn- um“. „Þjer gleymið alveg betri hliðum lífsins“, sagði Billy. „Hverjar eru þær? Getið þjer sagt mjer það?“ Billy sat nokkra stund þög- ull. í hans augum var lífið dá- samlegt og fagurt. En honum fannst hann ekki geta komið orðum að því. „Ef þjer hafið einhvern tíma barist við hnefaleikara, sem er jafnoki yðar, og hafið staðist tuttugu lotur, þá munuð þjer máske skilja hvað jeg á við. Við Jim Hazard skiljum þetta þegar við syndum út á hafið og leikum á stærstu holskefl- urnar. Og þó skiljum við það enn betur þegar við erum komn ir heim höfum fengið steypu- bað og erum komnir í hlý og þur föt og líður yndislega vel bæði á sál og líkama-----“ Hann þagnaði því að hann fann að hann gat ekki kom- ið orðum að hugsunum sínum og tilfinningum, svo að öðrum væri skiljanlegt. „Þessi vellíðan — er nokkuð betra til?“ sagði hann svo og þóttist nú hafa komið orðum að því sem hann vildi segja. „Við þekkjum öll blekking- ar líkamans“, sagði Hall. „Á eftir þessu kemur gigt og syk- ursýki. Veigar lífsins eru á- fengar en þær breytast fljótt , __ __ll „— — í þvagsýru“, skaut írski leikritahöfundurinn inn í. „Það eru til mörg önnur lífs- ins gæði í þessum heimi“, sagði Billy og var honum nú farið að hitna í skapi. „Nefnum til dæmis góðan bauta og kaffi, eins og frú Hall kann að búa það til. En æðsta gjöf lífsins er góð kona, sem maður elskar \ og elskar mann. Lítið þið á: hana Saxon þarna. Vegna henn ar þykist jeg hátt hafinn yfir marglyttuna og alisvínið, það segi jeg satt“. Konurnar klöppuðu honum lof í lófa og hrópuðu :Heyr, svo hann fór allur hjá sjer. „En setjum nú svo að heilsa yðar bili og skrokkurinn á yð- ur verði eins og ryðgaðar grindalamir, sem brakar og ýskrar í við hverja hreyfingu“. savði Hall. „Og setjum nú svo að Saxon verði leið á yður og hlaupist á brott með einhverj- um öðrum. Hvað segið þjer um það?“ Billy hugsaði sig um stund arkorn. „Þá væri jeg lítið betur far- inn en marglyttan“, sagði hann. Svo strauk hann á sjer hand- leggina og leit á Saxon: „En guði. sje lof fyrir það að jeg hefi enn nóga krafta í köglum tii þess að berja frá mjer og til þess að vernda konuna sem jeg elska“. Aftur tóku konurnar undir með fögnuði og lófataki og frú Hall sagði: „Lítið þið á Saxon hvað hún roðnar. Hvað segið þjer um þetta frá yðar sjónarmiði Sax- on?“ „Jeg segi aðeins það, að eng in kona getur verið hamingju- samari en jeg er“, svaraði hún. „Og engin drottning verið stoltari en jeg er“. „Nú gefst jeg upp“, sagði Hall hlæjandi við Billy. „Þjer hafið samt sjálfsagt betra vit á þessu heldur en jeg“. sagði Billy. „Þjer hafið lesið svo mikið að þjer vitið alt betur en jeg“. „Svikari“, kölluðu konurnar. „Takið þjer þetta aftur“. Billy brosti og svaraði með mestu hægð: „En samt sem áður vil jeg ekki skifta við yður. Jeg kæri mig ekki um að ganga með andlegt harðlífi af of miklum bókalestri. Og jeg segi yður það satt, að einn koss hjá Saxon er mjer meira virði heldur en öll bókasöfn heimsins“. „Þar eiga að vera hálsar og dalir, frjóvsöm jörð. fjallalæk ur og góðir vegir og járnbraut- arstöð skamt í burtu. Þar á að vera nóg sólskin, en samt svo svalt að maður verði feginn að sofa í rúmi. Þar eiga ekki að- eins að vera furutrje, heldur alls konar önnur trje. Þar eiga að vera grassljettur, þar sem kýrnar og hestarnir hans Billy geta verið á beit. Þar eiga að vera veiðidýr og hjerar svo að Billy geti farið á veiðar. Sjerstaklega þarf að vera mik ið af rauðaviðartrjám þar, og þar má ekki vera þoka“. Þaiin ig lýsti Sa^on landinu, sem þau Billy voru að leita að. Mark Hall skellihló. „Og þar eiga að vera nátt- galar í öllum trjám“, sagði hann. „Blóm, sem aldrei fölna. býflugur, sem stinga ekki, lífs ins lindir þar sem menn geta kastað ellibelgnum, manna- regn af himni með hæfilegu millibili og stór náma af visku- steininum. Jú, jeg þekki ein- mitt slíkan stað. Jeg skal sýna yður hann“. Hann athugaði gaumgæfilega járnbrautarkort Bandaríkjanna en begar hann fann ekki það sem hann leitaði að þá náði hann í stórt kort af öllum hnettinum. En þótt þar værí kort af öllum löndum heims, fann hann ekki það, sem hann leitaði að. „Þetta gerir ekkert til í bili“, sagði hann. „Komið aftur í kvöld og þá skal jeg reyna að sýna yður staðinn“. Hún kom um kvöldið. Hann leiddi hana út á veröndina. Þar var stór sjónauki og hann skipaði henni að horfa á tungl ið í gegn um sjónaukann. „I einhverjum dalnum þarna uppi munuð þjer finna það land. sem þjer leitið að“, sagði hann ertnislega. Frú Hall leit spyrjandi á þau þegar þau komu inn. „Jeg var að sýna henni dal í mánanum. þar sem hún ætlar að reisa bú“, sagði Hall og hló. „Við gerðum ráð fyrir því í upphafi að við þyrftum að ganga langt áður en við fynd- um ákjósanlegan stað“, sagði Saxon. „Og sje hann í mánan- um, þá er ekki um annað að gera fyrir okkur en að ganga þangað“. „Blessað barn“, sagði Hall. „Þjer getið alls ekki búist við því að finna hjer á jörðu slíka paradís. sem þjer hafið lýst. Þjer viljið að þar sje rauða- viðartrje en engin þoka. En þetta tvennt fylgist að. Rauða viðartrje spretta ekki nema þar sem eru miklar þokur“. Saxen hugsaði sig um stund- arkorn. „Jæja, það gerir ekkert til þó að þar sje dálítil þoka“, sagði hún svo. „Jeg vil alt til vinna að þar sje rauðaviðar- trje. Jeg veit ekki hvað þjer eigið við með viskusteinsnám- unni. En ef hún er eitthvað svipuð marmaranámu Haflers og þar er járnbrautarstöð í nán_d, þá sje jeg ekkert því til fyrirstöðu að maður hagnýti sjer hana. Og ekki þarf maður að fara upp í mánann til þess að leita að hunangi. Þeir í Ne- vada skafa það af trjánum. Jeg veit að það er satt, því að pabbi sagði mömmu frá því og mamma sagði mjer“. Ut frá þessu fóru þau að tala um landbúnað og varð skrafdrjúgt um hann. „Engum mönnum í heimi hefir boðist annað eins tæki- færi og landnemunum hjer“, sagði Hall. ,,Þeir komu hjer að ónumdu landi, sem er á bestu breiddargráðum heims. Hafið er til beggja handa, og þar á milli öll hugsanleg jarð- nesk gæði 1 ríkum mæli. Og hingað koma menn, sem hafa flúið þrældómsokið heima og eru ’cinráðnir í því að skapa hjer jafnrjetti og lýðræði. Þeim var það í lófa lagið, en þeim tókst það ekki vegna óstjórn- legrpr græðgi. Þeir vildu gapa yíir öllu í einu og fyrir það fór lýðræðið út um þúfur. •— Græðgi þeirra varð að spila- ástríðu. Þjóðin varð að eintóm um spilafíflum. í hvert skifti sem einhver varð gjaldþrota þurfti hann ekki annað en færa sig lengra vestur á bóginn og græða þar fje að nýju til að spila um. Þannig breiddust þeir vestur á bóginn eins og | engisprettuhópur. Þeir eyði- 5 lögðu allt, sem varð á leið þeirra — Indíánana. jörðina, skógana, vísundana og alt ann- að. Þeir voru haldnir af græðgi spilarans. Lög þeirra voru nokk urs konar spilareglur, og það var um að gera að spila rjett. Allir tóku þátt í þessu, enginn hrevfði mótmælum, því að all- ir voru fastir í sömu keldunni. Eins og jeg sagði áðan þurftu þeir ekki annað en færa sig vestur á bóginn og nema nýtt land. Sá, sem græddi einn dag- inn varð gjaldþrota næsca dag og þriðja daginn var hann með öll hátrompin á hendinni. Þann ig g.leyptu þeir alt landið milli Atlantshafs og Kyrrahafs og spiluðu um það. Þegar þeir höfðu tapað jörðunum, skógun- um og námunum, sneru þeir aftur og fóru að spila um aðra vinninga, sem þeim hafði yfir sjest. Nú var byrjað að spila um kosningarjett og einkaleyfi. Og þeir notuðu stjórnmálin til þess að skara eld að sinni eig in köku. En lýðræðið fór til fjandans. Og þá kom hið allra kátlegasta. Þeir, sem tapað höfðu gátu nú ekki náð í meiri Laugardagur 3. janúar 1948 SILFURDEPILLINN Eftir ANNETTE BARLEE 9. Þegar máfurinn kom til baka, voru tveir fjelagar hans með honum, og brátt voru bökin á þeim orðin þjettskipuð álfum, og svo var flogið af stað. Þetta var nú meira æfintýrið. Margir álfanna höfðu aldrei komið út fyrir engið, en látið sjer nægja að fljúga yfir því og leika sjer innan um blöð eikartrjánna. Nú sáu þeir borgir cg vötn og garða, og þeir gátu sjeð fólk, sem sýndist jafn lítið og sjálfir álfarnir, á gangi á götunum og við vinnu á ökrunum. Máfarnir settust á hvíta ströndina rjett hjá stóra stein- inum, og allir litlu álfarnir klöngruðust niður á jörðina. Lilja og Adda tóku að sjer að gæta álfabamanna, og þau hlupu í allar áttir og fóru í eltingarleik í fjöruborðinu. Hinir fóru með máfinum vini sínum, sem sýndi þeim hvar hann hefði látið farangurinn þeirra. Svo flaug hann burtu ásamt vinum sínum, en þeir lofuðu að koma aftur, þegar tími væri til kominn að halda heim. Hann sagði, að þeir fjelagar ætl- u.ðu að eyða deginum í garði einum rjett hjá álfaborginni, þar sem finna mátti einhverja sjerstaka fæðutegund, sem þeim þótti sjerlega góð. „Eintómur fiskur er svo tilbreyting- arlítill", bætti hann við. Álfabörnin skemtu sjer ákaflega vel og gerðu alla þá hluti, sem mannleg börn gera -— byggðu meðal annars kastala og grófu holur í mjúkan sandinn. Þau voru næstum öll með skóflur og fötur, þar sem álf- arnir höfðu smíðað skóflur úr notuðum eldspýtum, sem gamli, þreytti álfurinn hafði dröslað heim til sín. En ekki líkaði þeim gamla þetta nú vel í alla staði, því hann hafði ætlað að nota eldspýturnar til upphitunar um veturinn. Það tók álfabörnin langan tíma að búa til sandkastalana sína, og þó voru þeir svo litlir, að þú hefðir getað hvolft venjulegum bolla yfir þá. Lilja fann eldspýtu í fjörunni og bjó til flagg úr örlítilli rauðri pjötlu, sem hún líka rakst á. (Álfar geta eiginlega notað alla skapaða hluti). Flaggstönginni og flagginu stakk hún svo í turninn á einum kastalanum, og allir litlu álfa- krakkarnir tókust í hendur og dönsuðu í kringum kastalann. Þegar álfabörnin voru orðin duglega þreytt, stakk Adda upp á því, að þau færu að synda, og svo völdu þau sjer und- urfagran stað efst uppi á nokkrum smásteinum, en þar var örlítill, tær pollur, sem vart hefur verið stærri en venjulegur ■ Wi| — Nei, en fyndið frú, við notum nákvæmlega sömu stærð af skóm. ★ — Hversvegna skælirðu ekki, þegar mamma þín fleng- ir þig? — Jeg finn ekkert til. — Það er alveg sama, þú átt að vera kurteis við gömlu konuna. ★ — Kannastu við málsháttinn „Sælla er að gefa en þiggja?“ — Já, það var kjörorð föð- ur míns. — Hvað gerði hann? — Hann var hnefaleikari. ir — Mamma, þykir þjer vænt um mig? •— Já, elskan mín, en af hverju spyrðu? — Því skilurðu þá ekki við pabba og giftist sælgætiskaup- maninum hjerna á horninu. ★ — Lánaðu mjer 100 kall. — Ekki fyrr en jeg kem frá Ítalíu. — Hvað, ertu að fara til ítalj'u. — Nei. ★ — Pabbi, getur jörðin far- ist? — Jú, ekki er það ómögu- legt. — En hvar eiga þá flug- vjelarnar að lenda? ★ Gestur í fangelsi spurði einn fanganna, hversvegna hann væri þangað kominn. — jVegna samkeppni við rík- ið, svaraði hann. — Samkeppni við ríkið, það skil jeg ekki. — Jú, jeg framleiddi annars- konar peningaseðla en ríkið. ★ Leikarinn kom til leikhús- stjórans og sagði: — Jeg verð að fá góðan mat og gott kampa vín til þess að geta leikið eðli- lega við borðhaldið. — Já, og gott eitur til þess að .geta drepist almennilega í síðasta þætti, bætti leikstjórinu við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.