Morgunblaðið - 10.01.1948, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.01.1948, Qupperneq 2
MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 10. janúar 1918' I 2 Merkileg sendibrfef besf komin á Landsbókasafninu Kassinn sem gteymdist á Borg á Mýrum JEG ÞAKKA fyrir brjefabók- ina síðustu frá Bessastaðafólk- inu, sagði jeg við Finn Sig- mundsson landsbókavörð, er jeg hitti hann á förnum vegi fyrir nokkrum dögum. En sú bók, er hann nefndi „Son gullsmiðsins á Bessastöðum“ er tvímælalaust með þeim eigulegustu og skemti legustu bókum, sem út komu hjer fyrir síðustu jól. Jeg spurði landsbókavörðinn að því, hvort maður mætti ekki eiga von á því, að hann annaðist útgáfu a brjefum ' frá Grími Thomsen en í bók þessari eru til- tölulega fá brjef frá honum. Fínnur tók því dauflega. — Sagði að saga Gríms væri svo lítt rannsökuð enn, að ekki væri hægt að ganga frá brjefum hans að svo rtöddu sem skyldi. Eink- um sagði hann, er lítt rannsakað ur sá kafli í ævi hans, sem hann dvaldi I útlöndum. En þegar jeg las brjefasafnið sem kom út fyrir síðustu jól hugsaði jeg með eftirvæntingu að einmitt Finnur Sigmundsson myndi á næstu árum annast út- gáfu fleiri brjefasafna. Hann hefur sjerstakt lag á því. En tnikið er til af sendibrjefum í Landsbókasafninu, og því hæg heimatökin fyrir hann. Inisundir sendibrjefa. Þar eru margar þúsundir af sendibrjefum sagði hann. En talsvert mikið af þeim er svo ungt ennþá, að þau eru ekki til sýnis fyrir almenning. Jeg vil ekki að hægt sje að vaða í brjef frá mönnum sem kannski eru á lífi ellegar nýdánir. Annars, segir hann, finst mjer að sendibrjef sjeu oft bestu heim ildirnar, sem hægt er að fá bæði um menn og málefni, því þar er samtímaviðburðum lýst og þar koma menn oftast til dyranna eins og þeir eru klæddir. Berst safninu mikið af göml- um sendibrjefum árlega? Það kemur altaf talsvert af brjefum í safnið á hverju ári tíl varðveislu þar, segir landsbóka- vörðurinn. En áreiðanlega er mikið af verðmætum brjefum í yörslum manna sem mikill skaði væri að ef þau glötuðust. Fólk Jítur svo misjöfnum augum á þetta. Sumir geyma gömul brjef : eins og sjáaldur auga síns og vilja ekki setja þau á safn. Svo ifalla þessir ræktarsömu menn frá einn góðan veðurdag. Og þá taka kannski aðrir við, sem hirða ekkert um brjefin og ann- að hvort brenna þeim, eða fleygja, eða þau týnast einhvern veginn út úr höndum þeirra. JBessastaðabrjefin. Hvar funduð þjer þessi Bessa- staðabrjef, sem út komu í vet- ur? Mikið af þeim f jekk safnið frá Borg á Mýrum. Þegar jeg hafði fundið brjefin frá „Húsfreyj- unni á Bessastöðum“, sem út komu í fyrra, er frú Ingibjörg xnóðir Gríms Thomsen hafði skrifað bróður sínum Grímrctmt manni á Möðruvöllum, þá datt mjer í hug að spyrjast fyrir um, hvort sr. Einar Friðgeirsson á : Borg hefoi ekki att nein mark- ’ verð brjef úr búi Gríms Thom- sen. Jeg átti tal um þetta við Þorlák heitinn son, sr. Einars. Hann vissi þetta ekki gjörla. En hann rannsakaði málið. Og þá köm upp úr kafinu, að á Borg var enn til kassi með gömlum brjefum frá dögum sr. Einars. Kassa þenna fjekk jeg til safns- ins. Þar var hjer um bil helm- ingur þeirra brjefa, sem eru í brjefabókinni, sem jeg síðan gaf út, frá ættmennum og vinum Gríms. En þar 'var líka margt annað fjemætt t. d. brjef frá Magnúsi Stephensefl konferens- ráði í Viðey og Stefán amtmanni að Hvítárvöllum. Jeg veit ekki hvort þessi brjef og ýms önnur, sem þarna voru hafa komið frá Grími 'á Bessastöðum ellegar sr. Einar hefur safnað þeim saman. En hann var fródleiksmaður og hafði gaman af að safna ýnasu markverðu. Það væri æskilégt, segir lands bókavörður, að sem flestir at- huguðu, hvað þeir kunna að hafa í fórum sínum af gömlum og merkilegum sendibrjefum og sæju um að brjef þessi komist. á safnið til varðveislu. En gef- endurnir geta ráðið því, hvenær brjefin mega koma fyrir almenn ingssjónir. Áhugasamur áhuga- maður í ÍÞRÖTTASIÐU Morgunblaðs ins fyrir nokkru er fyi'irspurn til ÍSÍ frá „áhugamanni“, þar sem hann I sambandi við Islands- met Ara Guðmundssonar í 200 m. skriðsundi (2.25,9 mín.) full- yrðir að Jónas Halldórsson hafi synt 200 m. skriðsund á 2.26,0 mín. á sundmóti í Bandaríkjun- um, en sá tími ekki staðfestur sem met, þótt þann væri 7/10: sek. betri en Islandsmetið þá. Segist brjefritari hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum og að telja megi afrekið allöruggt, þar sem vegalengdin var í raun og veru 201 metri (220 yards) og mótið að minnsta kosti eins löglegt og bestu mót hjer í höfuð- staðnum. Nú vil jeg spyrja þennan á- hugamann, hvernig standi á því að hann (þar sem hann veit um eða hefir þessar áreiðanlegu heimildir) hefir ekki skrifað ÍSÍ og sótt um staðfestingu á þess- um metum. Hvað því viðvíkur hvað sundr mótið hafi verið löglegt, skal jeg ekki dæma, enda því ekki kunn- ugur. Hitt «r sjer í lagi, hvað mótin hjer í höfuðstaðnum eru lögleg. Þá er því til að svara, að það er ekkert mót löglegra en annað, því að mót fara ekki fram hjer í sundhöllinni nema með öllum löglegum aðbúnaði. Arangri Jónasar Halldórssonar í Bandaríkjunum ætla jeg mjer ekki þá dul að vjefengja, en aft- ur á móti finnst mjer það ein- 'kennilegt, þegar hann nær þess- um árangrum 'í Bandaríkjunum 1945 og 1946 að hann skuli ckki gera svo lítið, þegar hann kcrnur heim 1947 að taka þátt i einu sundmóti og veita þar með okk- ar unga sundmanni Ara Guð- mundssyni harða keppni, en það er einmitt það sem Ara vanlar. Að endingu vil jeg skora á þennan áhugasama „áhugarnanr.'' að skrifa undir fullu nafni. Pjetur Jónsson. Andvígur kommúnislum GUISEPPE Saragat, ítalski sósíalistaforinginn og andtomm únistinn, Álþjóða lijálpar- sfarfsemi fyrir nauð- Fulifrúi írá sfofnuninni sfaddur hjer á landi EINS og áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu hefur verið stofnsett Alþjóða hjálparstofnun fyrir nauðstödd börn (ÚNAC) og er Island aðili að þeirri stofn- un. Fyrir nokkru kom hingað til landsins fulltrúi frá stofnun þessari, ungfrú Ordning, til þess að ræða við ráðsmenn hjer um væntanlega aðstoð okkar. Álti ungfrúin tal við blaðamenn í gær og skýrði þeim frá starf- semi stofnunarinnar. Hugmyndin kom fyrst fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna í desember 1946. Var það Norðmaðurinn Aake Ording, sem var’upphafsmaður hennar, og- skýrði hann í því sambandi frá svipaðri starfsemi, sem hafið væri í föðurlandi hans. Er svo var ákveðið um stofnun þessara samtaka var Ording skipaður forstjóri þeirra. 26 þjóðir, hafa gerst aðilar að stofnuninni. í hverju landi er leitað til ýmissa stofnana, utan ríkisstofnana, til þess að skipu- leggja starfsemina þar, en síðan eru nefndir stofnaðar, sem sjá um framkvæmdir. Þá eru og aðilar að stofnun- inni ýms alþjóðasambönd og kunnir einstaklingar, eins og t. d. frú Roosevelt. Nýja Sjáland var fyrsta land- ið, þar sem nefnd var stofnuð innan UNAC, en Bandaríkin komu rjett á eftir, og ‘nú eru starfandi nefndir fyrir UNAC víðsvegar um heim, þar á meðal í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku, en í dag mun ungfrú Ording halda fund með fulltrú- um frá ýmsum fjelagssamtök- um hjer á landi, og nefnd stofn- uð hjer innan skamms. Ákveðið hefur verið að 29. febrúar n.k. verði sjerstakur söfnunardagur fyrir UNAC um heim allan. Verður bæði tekið á móti peningagjöfum og varn- ingi, sem að gagni má koma klæðlitlum sveltandi börnum, en í Evrópu einni munu nú vera um 40 miljónir barna, sem þarfn ast slíkrar aðstoðar. Sumar þeirra þjóða, sem gerst hafa aöilar að stofnun þessari þarfnast sjálfar mikillar aðstoð- ar í þessum efnum, og rennur þá það, sem í þeim löndum safn ast, til nauðstaddra barna þar í landi. Þetta á t. d. við urn Finn- land og fleiri lönd. Álfadansinn og brennan annað kvöld STJÓRN skátafjelaganna í Rvík hefur því nær lokið öllum nauð synlegum undirbúr.ingi að álfa dansinum og brennunni, sem þau efna til n.k. sunnudags- kvöld á Iþróttavellinum. Skemtunin hefst nieð því, að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir áhorfendur frá kl. 8,15— 8,30. Þá gengur Álfakóngurinn Ólafur Magnússon frá Mosfelli og drottning hans. Lilly Gísla- dóttir, inn á völlínn með fylgd- arliði sínu. í því verða auk hirð ar hans álfar, jólasveinar, púk- ar, árar, hirðfífl, Grýla og Leppalúði. Gengið verður í blys för umhverfis vöilinn, undir söng og hljóðfæraslætti. Aðal- uppistaða söngsinr. verður Jam- boree-kórinn, sem vakti mikla hrifningu á skátamótinu í Par- ís á s.l. sumri. Síðan ganga konungur og drottning til há- sætis síns, en um líkt leyti og þetta gerist, verður hálköstur- inn tendraður. VikLvakar verða dansaðir við hvert horn vallarins, en hirðfíflin, Grýla, álfarnir og jólasveinarnir, verða á ferð og flugi um allan völlinn. Sungnir verða vikivakar og þjóðlög og verður Ólafur Magnússon ein- söngvari kórsins. Reynt verður að koma fyrir hátölurum. Völl- urinn, eða öllu heldur dans'- svæðin, verður lýst upp með ljós kösturum. Skátarnir hafa stillt inngangs eyri mjög í hóf og kostar 2 kr. fyrir börn, en fimm fyrir full- orðna. Vonandi er að veður verði gott þetta kvöld. En fari svo, að fresta verði -brennunni, vegna veðurs, mun hún fara fram næsta góðviðriskvöld á eftir. Fyrsli fundur Pale- stínunelndarinnar New York í gærkvöldi. TRYGVE LIE, aðalritari Sam- eínuðu bjóðanna, var mættur á fyrsta fundi hinnar nýskipuðu Palestínunefndar, sem haldinn var í Lake Success, New York, í dag. Tjáði hann hinum fimm meðlimum nefndarinnar, að þeir mættu vera þess fullvissir, að Öryggisráðið mundi veita þeim fyllsta stuðning og að Samein- uðu þjóðirnar allar stæðu á bak við þá. Lie kvað það hlutverk nefnd- arinnar, að ganga frá skiptingu Palestínu í tvö sjálfstæð ríki Araba og Gyðinga fyrir 21. októ ber í ár. Þetta verkefni væri erf- itt. en hann þættist viss um, að nefndarmenn væru þeim vanda vaxnir. Palestínunefndin mun að lík- indum halda marga fundi í Lakq Success, áður en hún heldur af stað til Jerúsalem. — Reuter. Hafnarverkafall í Singa- pore Singapore í gær. AFGREIÐSLA skipa- hjer á höfninni í Singapore er nú mikl- um erfiðleikum bundin, þar sem um 6.000 hafnarverkamenn hafa lagt niður vinnu. Krefjast þeir hærra kaups fyrir næturvinnu, auk annarra kjarabóta. — Reutef. Blaðið Akranes Blaðið „Akranes“. Af því er nýlega komið út 8.—9. og 10,—12. hefti 1947. Á forsíðu heftisins er mynd af „Gullfoss“. Um fyrsta skip Eimskipafje- lags íslands er í blaðinu löng og ítarleg grein eftir *ritstjór- ann Ólaf B. Björnsson. „Kirkja og kristni“ heitir erindi sem dr. rÁni Árnason flutti á hjer- aðsfundi Borgarfjarðarprófasts dæmis og þarna er birt. Einnig er grein eftir sama höfund „Hqllustuhættir“ og er hin VII. í röðinni um þetta efni. Úr dagþókum Sveins Guðmunds- sonar. Barnasíða. Hversu Akra nes byggðist. Um bækur og margt fleira. í sambandi vi-ð „Gullfoss“-greinina eru marg- ar fallegar myndir. — Á for- síðu jólablaðsins er ljómandi falleg mynd af dómkirkjunni í Niðarósi (utan og innan). Einra ig er löng og ítarleg grein urra þessa frægu dómkirkju eftir sr. Jakob Jónsson, ásamt mörgum fallegum myndum af skreyt- ingu kirkjunnar. Þá er grein eftir Guðbrand Jónsson, er hann nefnir „Nokkur orð um málaralist". „Áhrif jólanna“, eftir Pál Oddgeirsson kaup- mann í Vestmannaeyjum. „Blaðasalinn í Bankastræti11, eftir ritstjórann (með tveimur myndum). V. smásaga „Akra- ness“, eftir frú Sigríði Björns- dóttur. „Þjóðkunnir menn I. Magnús Sigurðsson banka- stjóri". Áframhald þáttarins „Hversu Akranes byggðist". „Utn orkuverið við Andakílsá“, eftir ritstjórann, með mörgum fallegum myndum frá orkuver inu. „Jólin á kaupmannsheim- ili fyrir 50 árum“, eftir Óskar Clausen. „Starfsárin III.“ fram hald ævisögu sr. Friðriks Frið- rikssonar. Blað barnanna. Til fróðleiks og skemtunar o. fl. o. fl. — Að vanda er blaðið prentað á góðan pappír og alt hið vandaðasta að frágangi. 12 siunda bæjar- sljórnarfundur á IsafirSi Isafirði, föstudag. FÝRSTI fundur i bæjarstjórn Isafjarðar á þessu ári var hald- inn í gærkveldi og hófst fund- urinn kl. 8 og stóð til kl. 81/-? í morgun, eða alls 12^2 klukku stund. Fyrir fundinum lá hin ár- lega kosning í trúnaðarstöður bæjarstjórnarinnar, og eru for- setar, bæjarráð og allar helstu nefndir bæjarstjórnar skipaðar sömu mönnum og árið áður. Seint á síðastliðnu ári breytti bæjarstjórn ísafjarðar fundar- sköpum sínum. þannig, að nú byrja fundir kl. 8 að kveldi og má fundur halda áfram svo lengi sem dagskrá endist, nema að bæjarstjórn samþykki að fr'esta fundi, en áður mátti ekki halda fundi nema frá kl. 7 til kl. 12 á miðnætti, og voru dæmi jjess að einn fundur stóð- yfir í fjóra daga. Fyrir bæjarstjórnarfundin- um i gærkveldi láu m.a. reikra ingar bæjarsjóðs og rafveitu bæjarins til samþykktar. Reypdu Alþýðuflokksmenn a5 narta í núverandi meirihluta, eins og þeir eru vanir, en bæjar búar almennt hafa orðið sltómm á þessu narti og bægslat gangi j>eirra, ekki síður en ó - hróðurs-jólasögunum, er þessir Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.