Morgunblaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. janúar 1948 MORLrUNBLAÐIÐ 5 Fjelðgssamlök SUS siyrkari en nokkru sinni fyrr Fjelagasamtök ungra Sjálf- stæðismanna hafa stöðugt eflst á undanförnum árum. Vöxtur Jjeirra og viðgangur hefur orðið meiri með hverju ár-inu sem liðið hefur. Við kosningarnar 1946 Ijetu ungir Sjálfstæðis- menn mcira til sín taka heldur en nokkru sinni fyrr og má tví- mælalaust þakka samtökum þcirra marga stærstu sigrana, er Sjálfstæðisflokkurinn vann í jþeim kosningum, er fram fóru á því ári. Andstöðuflokkarnir reyndu cftirxmegni að gera sem allra minst úr þessari sókn unga fólksins undir merkjum Sjálf- stæðisflokksins. En þeir fengu ekki umflúið þá staðreynd að æskulýðsfjelög þcirra vesluð- ust upp af þeirri einföldu á- stæðu, að vart fanst sá æsku- maður, er vildi herjast fyrir stefnu þeirra. Andstæðingarnir reyndu þá að hugga sig við þá von, að þessi alda mundi brátt hjaðna. Þetta væri stundar hrifning, er Sjálfstæðisflokkn- um hefði tekist að skapa með áróðri sínum. Þeir gættu þess ekki að æskan var að sjá bet- ur og betur hversu geisimikla yfirburði sjálfstæðisstefnan og Sjálfstæðisflokkurinn hafði yfir aðrar stefnur og flokka. — Unga fólkið fann, að það bygði traustastan grunn undir frarp- tíð sína með því, að fylkja sjer þar fastast í flokk. Og þessi von andstæðinganna hrundi sem spilaborg. Ungir Sjálfstæðismenn hjeldu áfram að efla fjelög sín og heildar- samtök og nú á Sjálfstæðis- flokkurinn meira æskufylgi að fagna heldur en nokkru sinni áður. A s.l. ári voru stofnuð fleiri fjelög ungra Sjálfstæðismanna heldur en nokkru sinnni áður, auk þess sem fjelagatala ann- ara eldri fjelaga óx. Þann 7. júní s.l. hjeldu ungir Sjálfstæð- ismenn landsþing sitt á Akur- eyri. Sátu það á annað hundrað fulltrúar A þessu þingi markaði sjálf- stæðisæskan stefnu sina skýrt og skorinort. Ályktanir þær, er þar voru samþyktar báru það með sjer, að þær voru gerðar af framsæknri æsku, er af ein- hug vill berjast fyrir þjóð sína og fósturjörð. Þar var tekin ákveðin afstaða gegn byltingar starfsemi kommúnista og var- að við þeirri þióðhættulegu starfsemi, er þeir reka. — Og heitið á allan æskulýð að sam- einast um nýsköpun atvinnu- veganna og tryggja sem best atvinnuöryggi og lífskjör al- mennings. Ungir Sjálfstæðisme'nn' hafa sýnt vilja sinn í verki og mátt- ur þeirra mun koma enn betvr í ljós síðar. Ungir Sjálfstæðis- menn, strengjum þess heit, að unna landi okkar og þjóð allt það gao-n sem við megum á hinu nýbyrjaða ári. með því vinnum við stefnu okkar mest gagn. — Gleðilegt ár! töðugt vaxandi starfsemi Heimdallar Hátt á fjórða hundrað nýir með- í fjelagið á s.l. ári STARFSEMI Heimdallar fjel ags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík var mjög mikil og fjölþætt á síðastliðnu ári. Hátt á fjórða hundrað nýir meðlim- ir bættust í fjelagið á árinu og er Heimdallur nú ekki einungis lang stærsta pólitíska æskulýðs fjelag landsins, heldur tvímæla laust stærsta stjórnmálafjelag sem nokkru sitmi hefur verið á Islandi. Fjelagatala Heimdallar hefir aukist jafnt ög þjett á undan- förnum árum, Hin stór aukría fjelagatala hefur haft það í fnr með sjer, að starfsemi Heim- daijar hefir orðið umsvifa- meiri og víðtækarí með hverjú árinu sem liðið hefir og rpá nú svo heita að varla líði svo dag- ur að ekki sjeu haldnir fundir smærri eða stærri eða þá skemm-tanir innan vjebanda Keimdallar. i Það eirtkennir fjelagslífið,! hvað raunverulega margir fjel-* aganna taka virkan þátt i allri starfseminni. Heimdallur held- ur tæpast nokkurntíma svo fund eða fjelagsskemmtim, að ekki sjeu þar fleiri hundruð af ungu fólki samankomið Fundir. Heimdallur hjelt marga fundi á árinu aðallega fjelagsfundi. Auk þess e'fndi fieiagið til al- mennra æskulýðsfunda um stjórnmál þar sem öllu ungu fólki var heimill aðgangur. Á þeim fundum voru margar ræo ur fiuttar bæði af stúlkum og piltum. Þessir fundir er 700 — 800 manns sóttu sýndu vel hversu traustu fylgi Heimdáll- ur á að fagna hjá unga fólkinu í Reykjavík. Stjórnmálanámskeið. Heimdallur hefir allt frá stofnun fjelagsins lagt kapp á það, að fræða fjelagana um stjórnmál og atvinnumál og j jafnframt að þjálfa menn í 1 ræðumcímsku. Hefur fjelagið imir gengu Heimdellingar í skemtiferð^á Þingvöllum. í þeim tilgangi oft gengist fyrir stjórnmálanámskeiðum, þar sem fluttir hafa verið fvrir- lestrar um þau efni er þessi mál varða. í haust var haldið eitt slíkt námskeið, en ekki varð imt að ljúka því að fuilu fyrir jói og verður haldið áfram með það i þessum mánuði og verður það þá sjerstaklega auglýst Þess skal jafnframt getið, að fjelag- ið hjelt slikt stjórnmálanám- skeið í fyrra og stóð það fram í febrúar var árangur af því á- gætur og eins má segja. um námskeiðið í vetur, enda vel til þeirra béggja vandað. ! Kynnis- og skemmti- ferðir. Heimdallur efndi til fleiri og lengri kynnis- og skemmtiferða ! taka þátt í hollum og skemmti- í sumar heldur en nokkru ’ewum ferðalegum. Sum örnur sinni áður. Farið var m. a. í sex daga íerð til Akureyrar og um Norðurland. Fjögra daga ferð til ísafjarðar og um ísa-' fjarðardjúp. Tveggja^ daga ferð til Snæfellsness og Árnessýslu. Þátttaka í ferðum þessum var yfirleitt mjög mikil. Voru þær sjerstaklega við það miðaðar að hægt væri’að heimsækja önn ur fjelög' og fjelágssamtök ungra Sjálfstæðismanna. Var þá jafnan efnt til mannfagnað- ar og má m. a. nefna það, að í Isafjarðarferðinnj voru Heim- dellingar á tveimur hjeraðsmét um Sjálfstæðismanna vestm þar. Slíkar fcrðir sem þessar auka kynningu og trevsta samstarf hinna einstöku fjel. um leið og meðlimunum gefst kostur á að Núverandi stjórn Heimdallar. fjelög ungra SjálfHæðismanna hafa tekið þetta upp ’.íka og ættu ungir Sjálfstæðismenn að auka þessa starfsemi sem mest. Kvöidvökur. Heimdallur hefur haldið margar kvöldvökur á árinu. Kvöldvökurnar eru ' fvrst og fremst f jelagsskemmtanir, er aðgangur að þeim seldur hóf- legu værði og vel til „programs- ins“ vandaS og reynt á allan hátt að gera þessar skemmtan- ir sem bestar, enda heíur að- sókn að þeirn verið mjög mikil. Þess skal jafnframt geta að Heimdallur efndi til fullveldis- fagnaðar 1. des. s. 1. var sú há- tíð með sjerstaklega virðuleg- um blæ og fjelaginu til hins mesta sóma. Dansleikir. Dansleik heldur fjelagið allt af öðru hvoru. Mjög mikil að- sókn hefir verið að laugardags- dansleikjum fjelagsins og hefir því verið tekinn upp sá háttur að afgreiða aðeins tvo aðgöngu- miða út á hvert fjelagsskírteini. Þetta hefur, haft þau áhrif, að á þessum dansleikjum hafa.fyrst og fremst verið Heimdellingar og hafa þeir yfirleitt fa"ið vel fram og verjð með öðrum blæ en margir aðrir dansleikir. Afmælisritið. Eins og kunnugt er var Heim- dallur 20 ára á s. 1. ári. Efndi fjelagið til margskonar hátíða- halda í tilefni þess. Var m. a. haldinn sjerstakur afmælisfund ur og afmælishóf Auk bess gaf Heimdallur út afmælisrit, sem er mjög fjölbreytt og vandað. En vegna ýmissa erfiðleika varð ■kki unt að gefa það út fyr en. s. 1. mánuði. I ritinu er m. a. kráð saga fjelagsins frá byrj- m. Auk þess sem þar eru marg •r greinar og ávörp eftir ýmsa iálfstæðismenn. Ritið er um 1 50 bls. að stærð. Heimdellingar fá ritið ókeypís •g verður það sent heim til jeirra í þessum mánuði. i ' ★ Hjer hefir aðeins verið drep-- ð lauslega á nokkuð af því er Teimdallur starfaði að á árinu, >n i fáum línum er ekki hægi ð stikla á nema því alíra tærsta. Það er vist að Sjálr- tæðisæskan hefir unnið stór- úrki þar sem 'Heimdailur er, en ó mun árangur þessarar stárf- emi koma betur í ijós síðar. Tljaföst æska, er starfar af ein æitni að hugsjona og baráttu- nálum sínum i jafn storum hóp' em Heimdellmgar eru, er o- igrandi. Meðan á meðal þjóð- trinnar eru slikar sveitir þjóð- æknar og lýðræðissmnaðax- nsku þarf þjóðin ekki að kvíða ‘ framtíðinni fái hún sjálf nokkru *um ráðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.