Morgunblaðið - 10.01.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.01.1948, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. janúar 1948 ÚtF-: H.f. Ái-yakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Framsókn og Reykjavík í TlMANUM hefur um skeið verið skammadálkur um bæjar- stjórn Reykjavíkur, prentaður með breyttu letri til áherslu. Greinar þessar hafa ekki verið frábrugðnar öðrum greinum i Tímanum um þetta efni, sem blaðið hefur birt undanfarinn aldarf jórðung. Nema þetta. Að letrið er með feitara móti. 1 síðustu greininni af þessfT tagi er því lýst, með þeim .orðaforða, sem viðkomandi höfundur hefur yfir að ráða, hve Reykjavíkurbæ hafi verið illa stjórnað, að dómi höfundar. Telur hann að bæjarbúar verði við fyrsta tækifæri að breyta til, og fela Framsóknarflokknum að meira eða minna leyti stjóm höfuðstaðarins. Þetta hefur heyrst áður í Tímanum og lítinn árangur borið. Fyrir nálega 20 árum ætlaði Framsóknarflokkurinn að taka við völdunum hjer í Reykjavík. Þóttist geta það, bjóst við að ekkert væri því til fyrirstöðu. En kjósendurnir í bæn- um voru, er til kom, á öðru máli. Og Framsóknarflokkurinn hefur ekkert nálgast þetta tak- mark sitt síðan. Árið 1930 hafði flokkurinn helmingi fleiri bæjarfulltrúa en hann hefur hjer nú. Þegar Framsóknarflokkurinn eða málgagn hans, talar um slæma stjórn á Reykjavíkurbæ, þá hefur mönnum dottið í hug að beina þeirri fyrirspurn til Framsóknarmanna, hvar þeir geti bent á stað á landinu, þar sem fólk streymir að, og Framsóknarflokkurinn hefur sveitar- eða bæjarstjórnina með höndum? Enn hefur þeirri spurningu ekki verið svarað. Það virð- ist ekki hingað til hafa haft nein áhrif á fólksstrauminn til Reykjavíkur, þó Tíminn hafi í flest öllum tölublöðum sínum í 20—25 ár, reynt að telja menn af því, að koma hingað undir stjóm Sjálfstæðismanna. Þá hafa Framsóknarmenn nokkrum sinnum verið að því spurðir, hvar þeir gætu bent á bæ, eða borg, þar sem jafn- miklar framfarir hafi orðið á 2—3 áratugum, eins og hjer í Reykjavík. Hvar hefur'á jafnskömmum tíma og hjer verið bygð 'höfn, rafveita, steinlagðar götur, bygðir skólar fyrir þúsundir nemenda o. s. frv. að ógleymdri Hitaveitunni, sem hefur borið hróður Reykjavíkur um gervallan heim. Það skal fúslega játað, að Reykvíkingum hefur ekki tekist að koma upp á fáeinum árum öllum þeim skólum, sem þörf er á, og ýmsar byggingar eru hjer óreistar, af því fjölgun fólksins í bænum hefur verið svo ör. En það liggur nærri Framsóknarflokknum að minnast þess, hversvegna margt er óunnið fyrir 50 þúsund manns, sem hjer er nú. Að fólksfjölgunin hefur orðið svona skjót, sem raun er á, er af þeirri einföldu, en fyrir Framsóknarmenn ekki sjerlega skemtilegu, ástæ:ðu, að fólkið hefur flúið með svo miklum hraða frá þeim landshlutum, þar sem Framsókn hefur farið með völdin í sveitarstjómamálum. Og komið hingað til Reykjavíkur. Enn mætti leggja þá spurningu fyrir Framsóknarmenn, hvar þeir gætu bent á þá sveit á íslandi, þar sem stjórn á sveitarmálum færi þeim svo vel úr hendi, að fólk þyrptist þangað. Hvar er sá staður eða sú sveit á Islandi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur komið þvi til leiðar, að risið þafi svo blómlegt atvinnulíf, að fólksstraumurinn, sem beinst hefur til Reykjavikur, geti flust að verulegu leyti þangað? Á meöan þessum spurningum er ósvarað af hendi Tíma- manna, þá ættu þeir að finna til þess, að þeir hafi annað þarfara að vinna, en hnoða saman rógi og niði um bæjar- stjórn Reykjavíkur. Að vísu skal það tekið fram að sú iðja mun ekki, hjer á eftir, frekar en hingað til hafa áhrif á hugi reykvískra kjósenda. Málandi sá snýst til háðungar fyrir Framsókn á meðan sá flokkur stendur ekki betur að vígi og stenst ekki belu ’ samanburð en hann gerir og hefur gert. Nudd Tímans uni bæjarstjórn Reykjavíkur, og nart í garð Sjálfstæðismanna i því sambandi, er nú sem fyrr meinlaust íyrir Ljálfstæðismenn,' en Framsókn til minkunar. Þetta ættu Thv. ier.n að geta lært, ef þeír vönduðu sig, á styttri tima en tvcim áratugum. ver/i i áhripar: UR DAGLEGA íslendingar fara á veitinga- og gisti- húsasýninguna. í FYRRADAG var birt hjer skevti frá íslending í London, sem hvatti til þess, að íslenskur fulltrúi eða fulltrúar kæmu á veitinga- og gistihúsasýningu, sem haldin verður í London í þessum mánuði. Til viðbótar þessu skeyti má geta þess, að það er þegar af- ráðið, að alt að þrír veitinga- menn fari til London á þessa sýningu. Þeir eru Pjetur Dan- íelsson gistihúsforstjóri, Skjald breið, Jónas Lárusson forstjóri KEA-gistihússins á Akureyri og Edvard Frederiksen veit- ingamaður. Er það vel, að þessir menn skuli fara á sýninguna. Póstkrafan í Keflavík. PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR- INN í Keflavík hefir óskað eft- ir að fá að gefa skýringu á sex mánaða dvöl póstkröfunn- ar þar syðra, sem drepið var á hjer í dálkunum á dögunum. Er bað ekki nema sjálfsagt og þar sem leiðrjetting hans er komin mjer í hendur tveimur dögum eftir að pistillinn birt- ist sannar það, að brjef geta verið fLjót á leiðinni sunnan af nesium. Enda mun það hafa verið sent „exprés“. Brjefið er á þessa leið: , • Ætlaði að gera greiða. „BRJEF ÞAÐ, sem um getur, er póstlagt í Reykjavík 2. júní og endursent frá Keflavík 18. des. í pistlinum var gefið í skyn, að hjer hafi vQrið um að ræða póstkröfusendibrjef, enda samanburðurinn gerður við al- ment sendibrjef. Sannleikur- inn er. að þetta var sljett og snayð póstkrafa — auglýsing- arinnheimta. Að vísu rjettlætirl þetta ekki póstafgreiðsluna. En það mun kunnugt, ekki heimsk ari mönnum en að póstkröfunni stóðu, að legutími póstkrafna er stundum lengri en góðu hófi gegnir. Þetta byggist þó ekki á því, að póstafgreiðslum þyki sjerlega mikið varið í að íþyngja sínu mjög takmarkaða geymslurúmi með slíkum. rukk unum, heldur hinu, að höggva ekki á þann streng, sem tengir skuldunaut og kröfuhafa, svo að ekki þurfi að koma til lög- sóknar, aukins kostnaðar og fyrirhafnar". • Sumir vilja geyma. „ALLMARGIR sem nota póst kröfur, sem innheimtuaðferð, óska eftir (sumir skriflega) að kröfur þeirra liggi lengur en tilskilinn tíma, ef þörf krefur, einkum ef þeir eru vongóðir um árangur. í umræddu íilfelli, hefj jeg ekki skriflega ósk um að krafan lægi lengur .— en hitt er staðreynd, að jeg taldi mjög miklar líkur fyrir því, að krafa þessi yrði greidd. Það voru ekki aðeins tilskild ar tilkynningar, sem sendar voru hlutaðeigandi skuldunaut, heldur líka símtöl, eins og að jafnaði er venja mín áður en jeg endursendi póstkröfur, og loks persónuleg samtöl — þar af tvö í desember — alltaf með loforðum um greiðslu. Tel jeg vafalaust að póstkrafan hefði verið greidd, ef farið hefði ver- ið með hana til mannsins. En eins og þjer vitið, ber að greiða póstkröfur á póstafgreiðslustað, en póstafgreiðslum ekki ætlað að hafa innheimtumann til þeirra hluta“. LÍFINU Það ér ólag á póstinum, VIÐ ÞETTA BRJEF póstaf- greiðslumannsins er því einu að bæta, að starfsmenn póstsins me"a vita það að það er ekki af illgirni nje rætni að bent er á misfellurnar. Póstþjónustan er bjónusta ríkisins við almenn ing, sem hann á kröfu á að geta treyst, en því miður verða mörg mistök, sem lítt eru afsakanleg og aðfinslurnar eru bornar fram í þeirri von, að reynt verði að bæta úr. Það er langt því frá að alt sje tínt til, sem til fellur í þess- um efnum. Hjá mjer liggja mörg brjef um ólag á póstin- um. Sendingar tap.ast,, brjef fara á flakk, MAÐUR nokkur, sem leggyr við fult nafn og heimilisfang, og sem engin ástæða er til að rengja, að fari með slúður, seg- ir frá því að bókarsending, sem lögð var hjer inn í pósthúsið í ágúst hafi aldrei komið fram. Sami maður segir frá brjefi til manns í Bessastaðahreppi að austan. Það brjef brá sjer í skemtiferð upp að Brúarlandi. í póstafgreiðsluna í Bessastaða hrenpi var Vatnsleysustrandar pósturinn sendur tvisvar. Hvaða erindi átti hann þangað? Og svona mætti lengi telja. Póstur og sími verða að vera ábvggilegar stofnanir, sem hægt er að treýsta eins og nýju neti, eða nýjum hundraðkróna- seðli. Póstmenn og yfirmenn í póst- þjónustunni þurfa ekki að taka þessijm aðfinnslum, sem persónulegri móðgun, eða skömmum — nema, að þeir finni að þeir eigi einhverja sök á sj.álfir. MEÐAL ANNARA ORÐA .... i ’ -■■■•» » ■ | Eftir G. J. A. —■■ ■ " - Okkur vanfar meiri kýmni Háðfuglar og myndastyttur. Einhvernveginn er það svo að okkur Islendinga virðist vanta þá kýmni, sem með þarf, til þess að skapa persónur á borð við háðfuglana hans P. G. Wodehouse, eða hana Baggage, myndastyttuna í einni af bók- ,um Thorne Smiths, sem verður leið á því að standa upp á fót- stalli sínum allar stundir. Is- lenskir lesendur verða sannast að segja hálf móðgaðir, sje þeim boðið upp á dutlungafullar grínpersónur, enda eru þeir rit höfup.dar sárafáir, sem eru syo Bandaríkjamenn hafa reist Mark Tvvain minnismerki. ÞEGAR íslenskir íesendur fylgiast með ævintýrum aðal- persónanna í Toppersögum Thorne Smiths, skemta sjer yf- ir skýrslu gjaldkerans hans Benchleys, eða rölta um götur New'York í fylgd með brjóst- góðu bandíttunum hans Damon Runyons, er ekki laust við, að þeir margir hverjir syrgi það, hversu íslenskar bókmentir eru snauðar af ,,ekta“ og langlífum skonpersónum. Sannast að segia eru þær vart til hjer á landi, að minsta kosti ekki, ef gerð er sú krafa til þeirra, að þær skjóti upp kollinum í fleiri en einni sögu og eigi ótalmörg ævintýri rrieð aðdáendum sín- um. djarfir að víkja út af hinni gráu götu raunveruleikans. Þetta er raunalegt. Hvers- dagsleikinn er svo mikill hjerna, að vart er á hann bæt- andi, og við hefðum sannarlega gott af því að bregða örlítið út af venju okkar öðru'hvoru og fylgiast með ævintýrum hálf- brjálaðra söguhetja á borð við Ukridge og Fred frænda í Wode house-bókunum. Mundi vel tekið. Nú er ekki svo að skilja, að nokkur maður vilji halda því fram, að skopsögur allar sjeu einhverjar bókmentaperlur, sem halda beri á lofti um ald- ur og æfi. Sannast að segja eru þær það sjaldnast. En góðar skopsögur — jafnvel miðlungs- góðar skopsögur — eru þó í margra augum þvílíkt hnoss- gæti að stórfurðulegt má telj- ast, ef ekki er hægt að grafa upp hjerna allstóran hóp les- enda, sem taka mundi fegins hendi við jafnvel smæstu perl- unuro. á þessu sviði bókment- anr\a. • • Þýðingar. Nokkrar þýðingar, og surnar hverjar góðar, hafa komið fram hjer á verkum vinsælla erlendra skopsagnahöfunda. Wodehousebækurnar hafa sum ar hyerjar verið þýddar, eitt- hvað er til af bókum Mark Twains á íslensku, og mikið er ef einhverjar af smásögum Damons Rynyons hafa ekki einnig verið þýddar. En þetta ekki nóg — islenskan er oft og tíðum of hátíðleg eða stirð til að erlendu skopsögurnar njóti sín til fúlls, auk þess sem sögusviðið er ósjaldán svo ólíkt því, sem við eigum að venjast hjerna heima, að atburðarásin Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.