Morgunblaðið - 11.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. janúar 1948 Útff.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson t Auglýsingar: Árx.. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsiigar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. x ■ Arangur í baráttunni gegn dýrtíðinni „VARÐANDI STEFNU væntanlegrar ríkisstjórnar þori jeg að staðhæfa þrent. — 1 fyrsta lagi, að nýsköpuninni verður haldið áfram með öllum þeim hraða, sem auðið þykir. I öðru lagi, að leitast verður við að hafa meiri hemil en verið hefur á fjárfestingu og framkvæmdum í landinu. Og í þriðja lagi, að reynt verður að gera sjer sem gleggsta grein fyrir því hvar og fyrir hvað þjóðin getur selt afurðir sínar, en innflutn- ingi síðan hagað í samræmi við það, eftir því, sem föng standa til. — Enn er eitt ,sem jeg tel að reynt verði að tryggja um leið og stjórn verður mynduð, en það er stöðvun dýrtíðarinnar.“ Þetta voru orð fyrverandi forsætisráðherra, Ólafs Thors, um næstsíðustu áramót. Síðan fór fram sú stjórnarmyndun, er þá stóð fyrir dyrum og hefur núverandi ríkisstjórn setið að völdum í nærri ár. Mjög hefur farið eftir orðum fyrverandi forsætisráðherra um stefnu og verkefni þeirrar stjórnar, sem við tók af ráðu- neyti hans. Ríkisstjórnin hefur, á þessum stutta starfstíma, átt við ýmsa erfiðleika að etja. Gjaldeyrisskorturinn hefur ef til viU valdið þar einna mestu um, en hann varð mjög áberandi er leið á árið og sú staðreynd lá fyrir að þriðja síldarvertíðin í röð brást herfilega. Ætla má, að almenningi hafi yfirleitt verið ljóst, að okkur væri höfuðnauðsyn eins og komið var að stemma stigu við vaxandi dýrtíð og verðbólgu til þess að koma í veg fyrir að atvinnuvegirnir sliguðust undan ofurþunga verðbólgunnar. Það þurfti ekki aðeins að halda nýsköpuninni áfram, eftir því sem geta leyfði, heldur einnig að skapa þau starfsskilyrði i landinu að ávextir nýsköpunarstefnunnar kæmu að fullu gagni, hin nýju skip, vjelar, verksmiðjur og tæki yrðu starf- rækt á arðbærum grundvelli." Hitt er jafn víst að stjórnarandstöðuflokkurinn, kommún- istar, hafa litið öðrum augum á málið. Hafa þeir frá því fyrsta ekkert til sparað í því skyni að torvelda starfsemi ríkisstjórnarinnar og stuðla að vinnudeilum og misklíð milli stjettanna. Hið pólitíska verkfall Dagsbrúnar í sumar sem leið var eitt helsta og fyrsta herbragð kommúnista, en for- kólfar þeirra höfðu ekki dregið dul á, að tilgangur þess væri sá að bregða fæti fyrir stjórnina og koma henni frá. Sumum hefur ef til vill fundist stjórnin sein í vöfum á liðna árinu með úrræði sín gegn verðbólgunni. Á hitt verður að fallast, að mikils þurfti við, ef lánast ætti að skapa þau straumhvörf í efnahagsmálunum að stöðva vöxt dýrtíðarinn- ar og byrja á því að færa niður verðþensluna i landinu. Dýrtíðarlög stjómarinnar gengu í gildi nú um áramótin. Eins og vænta mátti hófu kommúnistar þegar sinn gaura- gang og töldu öllu að því stefnt að níðast á almenningi, skapa atvinnuleysi og hrun! Það er þeirra saga. Áhrif laganna munu smám saman koma fram í sinni rjettu mynd og gefst þá fólki kostur þess að vega og meta gildi þeirra. Eitt veigamesta atriði dýrtíðarlaganna var að binda kaup- vísitöluna við 300 stig á sama tima sem verðlagsvísitalan var 328 stig. Nú er búið að reikna út verðlagsvisitoluna, eftir að fram koma fyrstu áhrif dýrtíðarlaganna og reynist hún þf 319 stig. Hún hefur sem sje lækkað um 9 stig. Bilið á mill verðlagsvísitölunnar og þeirrar vísitölu, 300, sem kaup er greitt eftir, hefur þannig minkað um % hluta frá því í des- ember, þegar lögin voru sett. Hjer stofnir í rjetta átt og að sjálfsögðu er auðveldara fyrii almenning að taka á sig fórnirnar við það að binda kaup vísitöluna við 300 stig eftir því sem bilið er minna milli henn ar og verðlagsvísitölunnar. Þeir, sem líta heilbrigðum augum á þær tilraunir, sej íelast í dýrtíðarlögum ríkisstjórnarinnar, vilja unna heni vipnufriðar, þannig að sjeð verði um áhrif laganna í frar. íkvæmd. Kommúnistar vilja ófrið. Baráttan mun á næstuni standa milli þessara ólíku og andstæðu sjónarmiða. ÚR DAGLEGA LÍFINU Börnunum þykir gaman. ÞAÐ ER OFT kvartað yfir því, að lítið sje gert til að skemta . börnunum. Þeim sje vísað út á götuna og hætturn- ar til að leika sjer. Nokkurar ósanngirni gætir oft 1 þessum málum, en hitt er rjett, að það væri vel til fallið, að haldnar væru oftar barnasýningar í kvikmyndahúsunum og leiksýn ingar fyrir börn í leikhúsinu. Eji unj þessar mundir þurfa yngstu borgararnir ekki að kva.rta yfir því, að ekki sje hugsað til þeirra, því hvert fje- lagið á fætur öðru keppist um að halda jólatrjesskemtanir og það er veruleg unun að því að líta inn á jólatrjesskemtun og horfa á gleði barnanna yfir þessum þó svo éinföldu skemti- atriðum. Oft er þröngt. EN ÞAÐ ER oft þröngt á jólatrjesskemtunum barnanna og það svo, að hinir fullorðnu hafa áhyggjur af. Það er hafð- ur ?amli siðurinn, að troða inn í samkomuhúsin á meðan hægt er að troða. Slysahættan er alvarlegust í þessu sambandi og þyrfti ekki mikið að koma fyrir til þess, að ógn væri á ferðum sökum troðnings. En fjelögin. sem skemtanirnar halda telja sig eiga bágt með að girða fyrir þessi þrengsli. Húsrúm er tak- markað, en fjelögin f.jölmenn. En þá mætti benda á það ráð, að hafa t. d. tvískift á kvöldi Byrja þess fyr, t. d. um 4 leytið fyrir yngstu börnin og hætta fyrri skemtuninni kl. 7, en halda svo áfram frá kl. 7—10 fyrir hin eldri. Verða einhver útundan? EN ÆTLI ÞAÐ verði ckki einhver börn útundan hjer í bænum með jólatrjesskemtan- ir? Hætt er við því. Það erú ekki allir foreldrar, sem eru í fjelögum og aðrir hafa ekki efni á því, að kaupa aðgang fyrir börn sín, ef til vill stór- an barnahóp á jólatrjesskemt- anir. Til þessara barna ætti ein- hver góður fjelagsskapur að hugsa og halda eina eða tvær jólatrjesskemtanir fyrir börn- in, sem orðið hafa útundan í þessum efnum. Það væri fall- ega gert. Hvar er kvcn- lögreglan? EINHVERNTÍMA var af því státað, að konur hefðu verið teknar í lögreglulið bæjarins. Þetta þóttu miklar framfarir og eru vafalaust. En aldrei hafa þær sjest þessar blessaðar lög- regludúfur, að minsta kosti ekki í björtu og í einkennis- búningi. En nú virðist vera þörf fyrir slíka lögreglu. Það hefir sýnt sig að kveníólkið stendur sig mun betur í viðúreigninni við bera manninn, en karlar og þó einkum lögregluþjónarnir. Væri nú ekki heillaráð, að hervæða kvenlögregluna og setja hana á vörð á þeim stöð- um, sem sá fáklæddi hefir helst haldið sig? Það ætti að gefa von um góðan árangur. • Gáta. HJER á dögunum varð til ný gáta. Hún er á þessa leið: ,,Hvað er það. sem lögreglu- þjónar þora ekki að koma við, en konurnar elta?“ Eryin verðlaun verða veitt fyrir rjett svör! Á skömtunartímum. ÞAÐ HAFA MÖRG vanda- mál heimsins og breska heims- yeldisins verið rædd í dálkn- um ,,Brjef til ritstjórans“ í Lundúnablaðinu ,,The Times“. Þar hafa hertogar og lávarðar, mentamenn og óbreyttir borg- arar sagt meiningu sína um vandamál lífsins. Erfiðleikar Breta um þessar mundir lýsa sjer glögt í brjefi, sem ,,The Times“ birti á dög- unum írá hinum kunna sagn- fræðingi, Arthur Bryant. Hann skrifar m. a. á þessa leið: „ . . . maðurinn getur ekki farið hraðar en buxurnar. sem hann er í. Fjórum sinnum á hinu liðna ári vonarinnar hefi jeg neyðst til að kaupa mjer brækur og í hvert skifti hafa þær verið orðnar ónýtar eftir þriggja mánaða notkun. Jeg hefi reynt þær úr plasti og jeg hefi reynt þær plastlausar. Getur Sir Stafford Cripps, sem við nú setjum alla okkar von á, sagt mjer hvað jeg á að gera?“ • Ilosenselbstandigkeitsgefiihl. EKKI ER vitað til þess, að Sir Stafford hafi svarað, en rit- stióri „The Times“ gerði þessa athugasemd vð brjefið: „Hugarró er nærri óhugsan- leg nema að maður hafi það sem sálfræðingarnir kalla Ho- senselbstándigkeitsgefúhl, eða .brókartraust. Hið fjórfalda frelsi er einskisnýtt ef við eig- um á. hættu að buxur okkar rifni þá og þegar. Það er vandi að lifa á erfið- um skömunartímum. | MEDAL ANNARA ORÐA . . . + »—■■—■>—■*—■•—■— | Eflir G. J. Á. L"—■"—*•—""—■■—"■—■■ "" "" "" ** "" "" "" "" "* Maður ársins 1947 ÝMS erlend blöð og tímarit spyrja lesendur sína að því í lok hvers árs, hver þeir áliti að verið hafi „maður ársins“. Sum gan_ga feti lengra og velja um áramótin sjálf þann manninn, sem þeim þykir hafa afrekað mest á árinu. Val lesendanna á „manni árs ins“ er þó jafnan athyglisverð- ara en kaldrifjaðra ritstjóra og frjettamanna ef ekki sökum þess hversu misjafnar skoðanir koma fram, þá vegna hins, hversu mælikvarði mannfólks- ins er margbreytilegur, þegar það á að meta hæfileika og af- rek samborgara sinna. Einn af brjefriturum banda- ríska tímaritsins Time vill þannig veita eiginmanni Eliza- beth prinsessu titilinn „Maður | ársins 1947“, þar sem hann hafi unnið sig upp í þá tignarstöðu að verða maki tilvonandi Eng- landsdrottningar. — En hjer eru nokkur önnur svör við spurningunni: Hver er maðpr ársins? i Friðarboðberinn. Frú nokkur ritar: „Val mitt r Mohandas Gandhi. í þessum eimi byltinga og styrjalda. jmur hjer fram boðberi frið- rins, maður. ' 'm náð hefir 'ík.um tökum í sál sinni, 'að i iann_ hefir lagt undir sig • breska heimsveldið, án þess að hle;;-a af einu einasta skoti“. • • Rauða hættan. Maður frá Brooklyn, New York, segist velja .... „Henry A. Wallace .... sem hefir orð- ið þess valdandi, að við erum farin að sjá rauðu hættuna. Hann dró með hinum sífeldu hrcyum sínum óafvitandi at- hygli að málinu“. Boöberi friðarins Nýtt stórveldi. Harry nokkur Gove frá Cam- brigde kýs W. L. Mackenzie, forsætisráðherra Kanada. Cove skýrir val sitt, á þessa leið: „Undir öruggri stjórn hans, hef ir veldi Kanada farið vaxandi, þar til nú er svo komið, að það hefir tekið sjer stöðu meðal stórþjóða veraldarinnar". • • N. N. Ojf Elias Bull frá Cordesville, South Carolina velur skrifstofu manninum N. N. tignarheitið „Maður ársins 1947“ .... „vegna áhuga hans, ósjer- plægni og, síðast en ekki síst, þolinmæði!“ • • * Á íslandi. En. hver skyldi hafa orðið fyrir valinu hjerna á íslandi, ef einhver hefði tekið sig til og látið fara fram skoðanakönn- un? Hefði það orðið atorku- samasti stjórnmálamaðurinn eða aflahæsti skipstjórinn, vin- sælasti rithöfundurinn eða frægasti íþróttamaðurinn, á- kveðnasti verkfallsleiðtoginn eða framsýnasti vinnuveitahd- inn? / Ef til vill vilja einhverjir lesendur gera grein fyrir skoð- unum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.