Morgunblaðið - 11.01.1948, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. janúar 1948
MÁNADALUR
st áldiaija e^tir J}ach cJLond.on
101. dagur
Bud gerði ráð fyrir því að
Billy vissi hvernig verkfallinu
Iauk. Hann sagði því ekkert um
það, en ljet sjer nægja að skýra
frá ýmsu öðru, svo sem hverjir
af verkfallsmönnum hefði feng
ið vinnu aftur og hverjir hefði
verið bannfærðir. Þótt undar-
legt væri hefði hann sjálfur
fengið vinnu aftur og ók nú
með _ hestum þeim, er Billy
hafði áður haft. Yfirmaður
hesthússins var dauður og tveir
aðrir höfðu komið í hans stað,
en báðum mistekist hrapallega.
Og þá hafði húsbóndinn sagt að
það væri mikið mein að Billy
skyldi vera farinn.
„Þú mátt ekki misskilja
þetta“, skrifaði Bud. „Hann
veit vel hvernig þú hagaðir
þjer í verkfallinu og jeg held
að hann viti nöfnin á öllum
þeim verkfallsbrjótum, sem þú
lumbraðir á. En samt sagði
hann við mig: Struthers, ef þú
mátt ekki segja mjer heimilis-
fang hans, þá skrifaðu honum
fyrir mig og biddu hann að
koma aftur. Hann skal fá
hundrað tuttugu og fimm doll-
ara í kaup á mánuði fyrir það
að hafa yfirumsjón með hest-
húsinu“.
Saxon las þetta rólega þótt
henni væri ekki rótt innan
brjósts. Billy hlustaði á og
bljes frá sjer reykjarströkum.
Hann leit í kringum sig — á
svefnvoðir þeirra og annað dót.
á snarkandi bálið og kaffikönn
una og seinast varð honum lit-
ið á Saxon.
,,Þú skalt skrifa Bud aftur
og biðja hann að skila frá mjer
til húsbóndans að hann megi
fara til fjandans með tilboð
sitt. Og vel á minst — það er
best að jeg sendi Bud peninga
svo að hann geti leyst út úrið
mitt. Þú gétur reiknað hve mik
ið það er með vöxtum. En yfir-
frakkann látum við eiga sig,
jeg hefi ekkert við hann að
gera“.
Þau þoldu illa hinn mikla
hita þarna inni í landinu. Þau
lögðu af og þau urðu máttlaus.
Billy leist ekki á — hann hjelt
að bau mundu missa heilsuna.
Þau lögðu því hala á bak sjer
og brömmuðu vestur á bóginn
yfir fjöll og firnindi. í Berry-
eosa dalnum varð þeim bæði ilt
í augunum og óglatt-af hinum
steikjandi hita. Þau kusu því
að veras á ferð annaðhvort
snemma á morgnana eða seint
á kvöldin. Þaðan fóru þau vest
ur yfir fjöllin til hins. fagra
Napa dals. En næsti dalur þar
við var Sonoma, þar sem Hast-
ings átti heima. Þar beið þeirra
heimboð og þess vegna ætluðu
þau að fara þangað. En þá
rakst Billy á frjett í blaði um
það að Hastings væri ekki
heima. Hann hefði farið í
skyndi suður til Mexiko, vegna
þess að uppreisn hafði brotist
þar út.
„Við getum heimsótt hann
einhvern tíma seinna“, sagði
Billy. „Okkur eru allir vegir
færir — en best er þó að fara í
vestu,rátt“.
Og svo hjeldu þau til norð-
vesturs eftir Napa dalnum, sem
er ekki annað en vínekrur og
aldingarðar. Þrisvar sinnum
var Billy boðin atvinna þar og
í öll skifti hafnaði hann henni.
En bað fór að hýrna yfir Saxon
þegar hún sá að rauðaviðartrje
spruttu í giljunum vestanverðu
í dalnum. í Calistoga endaði
járnbrautin og þar tóku hest-
vagnar við. Með þeim var far-
ið til Middletown eða Lower
Lake. Þau bollalögðu úm það
hvora leiðina þau ætti að fara,
en svo varð það úr að þau
hjeldu til Russian River og alla
leið til Healdsburg. Þar voru
víðlendar humlaekrur og þar
var Billy boðin atvinna, en
hann vildi ekki vinna með Ind-
verjum, Japönum og Kínverj-
um.
Jeg er viss um að ef jég ætti
að vinna með þeim, þá mundi
ekki líða á löngu áður en jeg
hefði barið einhvern þeirra til
óbóta“. sagði hann. „En mjer
finst yndislegt hjerna niður
við ána. Við skulum fá okkur
bað“.
Þannig hjeldu þau áfram
norður á bóginn eftir hinum
breiða og frjóvsama dal. Þau
voru svo ánægð að þau hugs-
uðu ekkert um vinnu, en voru
altaf að hugsa um hinn ímynd
aða Mánadal og að þau hlyti
að rekast á hann. í Cloverdale
fjekk Billy þó ágæta vinnu.
Þar gekk einhver farsótt og
hörgull var á ökumönnum, en á
hverjum degi komu hundruð
manna með járnbrautarlestinni
til þess að ferðast til heitu laug
anna, sem þar eru í fjöllunum.
Billy ók því á hverjum degi og
hafði nú sex hesta fyrir vagn-
inum og ljet eins og hann hefði
aldrei ekið með færri hestum.
í annari ferðinni lofaði hann
Saxon að sitja hjá sjer í fram-
sætinu. Eftir hálfan mánuð
kom ökumaðurinn, sem Billy
hafði ekið fyrir og var nú al-
bata. Billy var þá boðin föst
atvinna, en hann vildi ekki
taka því boði. Hann tók við
kaupi sínu og svo hjeldu þau
Saxon áfram norður á bóginn.
Þarna hafði Saxon eignast
hvolp og kallaði hann Possum
í höfuðið á hundi þeirra Hast-
ingshjónanna. Hann var svo
lítill að hún varð að bera hann.
Billy líkaði það ekki og sagði
henni að setja hann ofan á
baggann, sem hann var með á
bakinu. Þetta gekk vel fyrst,
en þá fór Billy að kvarta um
það að hvolpurinn væri að
sleikjaá sjer hnakkann og toga
í hárið á sjer og kvaðst vera
hræddur um að fá geitur af
þessu.
Þau fóru í gegnum hinar
miklu vínekrur hjá Asti í þann
mund er uppskerunni var að
verða lokið. Og á .leiðinni til
Ukiah fengu þau á sig fyrstu
haustrigninguna og komu þang
að holdvot.
„Manstu hvað „Veiðihaukur-
inn“ rann áfram ljett og
hratt“, saði Billy við Saxon.
„Eins hefir farið með þetta
blessað sumar. Það hefir runn-
ið svo hratt áfram að maður
veit ekki fyr en því er lokið.
Nú verðum við að finna ein-
hvem stað þar sem við getum
verið í vetur. Mjer líst ekki illa
á þetta þorp.jFyrst verðum við
nú að fá okkur herbergi í nótt
svo að við getum þurkað föt
okkar. í fyrramálið ætla jeg
svo að fara og vita hvort jeg
get ekki fengið atvinnu við
akstur. Svo leigjum við okkur
einhvern skúr og höfum allan
veturinn fyrir okkur til að kom
ast að niðurstöðu um það, hvert
við eigum að ferðast næsta
sumar“.
XIII. KAFLI.
Þessi vetur varð ekki jafn
skemtilegur og fyrri veturinn.
Oft hafði Saxon saknað vin-
anna í Carmel en aldrei eins
og nú. Hjer í Ukiah kyntist hún
varla neinum. Hjer var fólk
svipað því, sem það er í Oak-
land — fólk sem varð að vinna
frá morgni til kvölds, eða þá
ríkt fólk, sem var alveg út af
fyrir sig í hinum skrautlegu
bílum sínum og húsum. Hjer
var ekkert samkvæmislíf, þar
sem állir voru jafnir, eins og í
Carmel.
Þó var betra að vera hjer
heldur en í Oakland. Billy
hafði ekki getað fengið fasta
atvinnu svo að hann var mik-
ið heima. Þau höfðu fengið
leigt lítið og snoturt hús og
þarna voru þau út af fyrir sig
og leið vel. Vegna þess hvað
Billy hafði lítið aðf gera tók
hann að fást við hrossaprang.
Það var áhættusamt og stund-
um var hann í fjárhagsklípu,
en samt sem áður höfðu þau alt
af nóg að bíta og brenna og
höfðu altaf góðan og mikinn
mat á borðum og föt eins og þau
þurftu.
Einu sinni var leikið á Billy
r hestasprangi.
„Þessir djeskotans bændur
— ekki get jeg sjeð við þeim“,
sagði hann hlæjandi, þegar
hann kom heim. „En jeg hefi
lært ýmisleg^ af þeim. Jeg er
að komast upp á lagið og þeir
skulu ekki leika á mig altaf —
því skal jeg lofa þjer. Og nú
hefi jeg fundið atvinnuveg, sem
jeg get stundað hvar sem jeg er
niður kominn — að versla með
hesta“.
,Billy bauð Saxon oft með
sjer þegar hann var í hesta-
braski sínu. því að þá þurfti
hann stundum að fara langar
leiðir. Þá fóru þau ríðandi. En
hún fór einnig oft með honum
þegar hann var að sýna vænt-
anlegum kaupendum vagnhesta
og þá fóru þau akandi. Ut af
þessu kom báðum hið sama í
hug_, en Billy varð fyrri til að
hafa orð á því.
Jeg rakst á vagn hjerna um
daginn og jeg hefi verið að
hugsa um hann síðan. Þetta er
ágætur ferðavagn og svo fall
egur að jeg hefi aldrei sjeð
hans líka. Og svo er hann þræl
sterkur. Hann er smíðaður hjá
Puget Sound og honum hefir
verið ekið alla hina erfiðu og
löngu leið þaðan og hingað og
ekkert sjer á honum. Það er
hægt að fara á honum bæði
vegi_og vegleysur og flytja á
honum hvað sem er. Sá, sem
ljet smíða hann, var með tær-
ingu. Hann ók hingað og hafði
með sjer bæði lækni og mat-
reiðslumann. En samt dó hann
nú hjer og vagninn varð eftir
og hefir staðir hjer- í tvö ár.
Mig langar til þess að þú Ijtir
á ha »n. Hann er með allskonar
þægindi — þetta er nokkurs
konar heimili á hjólum. Ef við
gætum náð kaupum á honum
og tveimur drógum, þá gætum
við ferðast eins og kóngar og
kært okkur kollótt um það þótt
veðrið sje vont“.
j
SILFURDEPILLINN
Eftir ANNETTE BARLEE
Mi
15
„Jeg hef ekki sjeð lóðina“, svaraði Ugla, „en mjer skilst
að hún sje á prýðilegum stað og ætlunin sje að reisa þama
glæsilegt hús. Þetta er einstakt tækifæri fyrir duglegan
mann. Þú ættir að setjast að við stóra vatnið — þar er lóðin
— og auglýsa vel, og þá er jeg handviss um, að þú færð
meir en nóg að starfa“.
Ugla og Otur komu sjer saman um að hittast næsta dag
og líta á lóðina. Póstfálkinn sýndi þeim á landabrjefinu hvar
hún var, og þar hittust þeir svo, Ugla og Otur. Þarna reynd-
ist vera heljarstór borg, og Otri fannst hann"hljóta hafa nóg
að gera það sem eftir væri æfinnar.
Otur tók svo til óspiltra málanna og byggði þarna geysi-
fallegt hús, en synir hans hjálpuðu honum. Og næst þegar
herra Ugla kom þarna í heimsókn, sá hann, að Otur hafði
komið sjer upp vinnustofu, en fyrir utan hana hjekk skylti,
sem á var letrað: „Otur & Co. — Bvggjum hús og sumar-
bústaði í ákvæðisvinnu“.
V. Jcafli.
. SUMARLEIKARNIR.
Litla fólkið.í álfaborginni hjelt söngleika tvisvar sinnum
á ári hverju. Aðgangur var ókeypis og allir gátu komið, sem
vildu.
Vetrarleikarnir voru ekki nálægt því eins umfangsmiklii'
og þeir, sem voru á sumrin, en þeir voru haldnir í íbúð, sem
var á þriðju hæð í eikartrjenu, meðan herra og frú Dúfa
voru fjarverandi í skemmtiferðalagi.
Það tók margar vikur að undirbúa sumarleikana. I einu
horni engisins æfði Crocus nokkur álfabörn í listdans, en
skammt frá þeim kenndi Lilja álfakór að syngja bráð-
skemmtilegan söng, sem herra Ugla hafði samið og kallað
Hanagalssönginn. Lilja var eiginlega hálf geðvond meðan á
þessu stóð, því henni fannst lífsins ómögulegt að kenna álf-
unum að gala nógu hátt og skrækt.
Ugla æfði sig í að herma eftir öllu því fólki, sem hann
þekkti, og það var í rauninni meginástæðan fyrir því, að
álfar og fuglar og öll dýr reyndu að láta hann ekki reiðast
sjer. Ef hann reiddist einhverjum, brosti hann að vísu og ljest
alls ekki vera illur, en svo gekk hann líka rakleitt heim til
— Það er ekki einasta, að jeg
þurfi að þeytast með jólagjafir
um allar jarðir, heldur verður
maður að fá aftur skift öllum
gjöfunum til kvenfólksins.
★
Læknirinn: — Dóttir yðar
þjáist af blóðleysi. Það verður
að gefa henni járn.
Auðkýfingurinn: —" Hvers-
vegna járn. Jeg hefi efni á því
að gefa henni gull.
★
Kennarinn: — Hvernig stend
ur á því að dagarnir eru lengri
að sumrinu en vetrinum?
— Þeir þenjast líklega út við
hitann, eins og alt annað.
★
— Fyrirgefið, lögreglustjóri,
jeg kærði hjerna í gær stuld á
skjalatösku, en nú hefi jeg fund
ið hana.
— Þjer komið of seint. Við
höfum fundið þjófinn.
★
í gistihúsinu.
Þjónustustúlkan: — Hvenær
viljig þjer láta vekja yður?
— Klukkan 8, og með kossi,.
ljósið mitt.
— Jeg skal segja burðarkarl-
inum f-rá því.
★
Kennarinn: — Ogurlegt mál-
æði er í þjer Pjetur. Jeg verð
víst að spyrja þig að einhverju
svo að þú þagnir.
★
Prófessorsfrúin: ■— Veistu
það vinur minn að þú hefir
ekki kyst mig í heilan mánuð?
Prófessorinn: — Hamingján
göða, hver er það þá, sem jeg
er alltaf að kyssa.
★
I rigningunni.
— Þetta er meira synda-
flóðið.
— Hvað segirðu?
— Syndaflóð.^
— Hvað er nú það?
— Hefirðu ekki lesið um
syndaflóðið og örkina hans
Nóa?
— Nei, jeg hefi ekki sjeð blað
í þrjá daga.
Alt til íþróttaiðkana
og ferðalaga
Hellas, Hafnarstr. 22