Morgunblaðið - 16.01.1948, Síða 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói:
Vaxandi SA-átt, aiihvass síð-
degi?, — Rigning eða slydda.
AFURÐASALAN vel undir-
búin. — Sjá grein á bls. 2.
12. tbl.--Föstudagur 16. janúar 1948
E6 skip með 26
{lúsunii mál
GÍFURLEG veiði var í Hval-
firði s.l. sólarhring og var það
almennt svo að skipin fylltu sig
á miög skömmum tíma. Hingað
til Reykjavíkur hafa komið s.l.
sólarhring 26 síldveiðiskip og
voru þau með samtals 26.260
mál. Eða rúmlega 1000 mál á
skip. Hjer í höfninni voru í gær
kvöldi 42 skip með milli 56 og
58 búsund mál innanborðs.
í gær var lokið við að lesta
Knob Knot og lagði skipið af
stað til Siglufjarðar um kl. 5.
I gærkvöldi var verið að lesta
Banan og annað minna skip.
Skinin sem komu.
Steinunn gamla með 300 mál,
Jón Valgeir 1250, Víkingur ÍS
800, Gylfi EA 450, Njörður EA
950, Hafdís IS 1000, Aðalbjörg
680, Vilborg RE 1200, Edda 2000
Frevja RE 900, Skíði 550, Auður
700, Súlan 1650, Blakknes 1200,
Víðir AK 1250, Bjarnarey 1250,
Ægir 500, Fagriklettur 1600,
Andey 1200, Hannes Hafstein
630, Helga RE 1450, Huginn III.
760, Siglunes 1650. Haukur 1.
250, Þorsteinn RE 900 og Síldin
GK með 1200 mál.
Hafnarfjarðarbílamir nýju
8 veiiingaleyfi veiff
Á FUNDI er heilbrigðisnefnd
bæjarins hjelt nokkru fyrir jól,
voru samþykkt átta veitinga-
leyfi til einstaklinga og stofn-
ana hjer í bænum. Veitingaleyfi
voru veitt til þessara aðila: Til
Helgu Marteinsdóttur til veit-
inga.sölu í húsinu nr. 166 við
Laugarveg. Til firmans Slíd &
Fiskur til að selja smurt brauð,
álegj og ýmsa smárjetti í hús-
inu Lækjargata 6 B. Veitt var
leyfi til Jónínu Þorkelsdóttur,
til að reka veitingasölu í húsinu
Vitasííg 14 og til firmans Silli
& Valdi til að reka veitingasölu
í húsinu Laugarveg 126 og enn
fremur var Freisteini Jónssyni
leyft að reka veitingar í húsinu
Skólavörðustíg 3 A. Loks var
svo Sósialistaflokkmim leyft að
reka veitingar í húsinu nr. 1 við
Lórsgötu og Regínu S. Guð
mundsdóttur veitt leyfi til veit
ingasölu í húsinu nr. 86 við
Laugarveg.
Hjer sjest einn hinna átta Skoda-almenningsvagna, sem, póstmála-
stjórnin hefur keypt til að halda uppi ferðum milii Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur.
Nýu almenningsvagnarn-
ir sem aka milii Rvíkur og
Hafnarfjarðar
PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN hefur nú tekið til notkunar
fimm hinna stóru og fullkomnu almenningsvagna, sem halda uppi
ferðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Alls verða 8 slíkir
vagnar á þessari leið, auk þriggja tengivagna.
Fljótandi síldarverksmiðja
í 6 — 8 þús. smál. skipi
Síldarverksmiðjunefnd skilar álltl
næsfudaga
ÞAÐ upplýstist á fundi bæjarstjórnar í gær í sambandi við um-
ræður og staðsetning síldarverksmiðjunnar hjer í Reykjavík eða
í nágrenni hennar, að nefndin, sem fjallað hefur um þetta mál,
muni telja þá lausn heppilegasta að þessi verksmiðja skuli vera
fljótandi.
Hagnýiing gufuork-
unnar í Hengllnuir
í gær bauð Póst- og síma-<$-
málastjórnin samgöngumálaráð-
herra og atvinnumálaráðherra,
nefndamönnum í viðskiptanefnd
og meðlimum f járhagsráðs, auk
ýmissa annara, að aka í einum
þessara vagna. Voru gestirnir
sammála um að vagnar þessir
væru hinir ákjósanlegustu í alla
staði.
1947
Snemma á umliðnu ári (1947)
varð hið opinbera að taka við
rekstri áætlunarvagnanna á
leiðinni milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar. Var þá strax
horfið að því að útvega nýja og
hentugá vagna fyrir þessa mann
flutninga og voru þeir pantaðir
frá Skoda-verksmiðjunum í
Tjekkóslóvakíu. Nokkrir af þess
um vögnum eru nú komnir og er
verið að taka þá í notkun.
Lýsing á vögnunum
Vagnar þessir eru af gerðinni
Skoda 706—RO og eru byggðii
fyrir 42 farþegar í sæti og auk
þess eru stæði fyrir 20 farþega
í hverjum þeirra. — Auk þess
verða tengivagnar fyrir 35 far-
þega hver, sem tengja má aftan
í aðalvagnana þegar umferðin
er mikil.
Burðarmagn hvers vaghs er 8
tonn og orka vjelarinnar, sem er
diesel-vjel, er 145 hestöfl. Vagn-
arnir eru tæpir 11 metrar ú
lengd og 2,50 metrar á breidd.
Vega þeir tómir 8J/2 tonn. — Á-
klæði á sætum er úr leðri. Sjer-
stakt öryggisgler er í öllum
rúðum, svonefnt perlugelr. Er
það þannig, að ef rúða brotnar
fer hún öll í smá korn, sem ekk;
er hægt að skera sig á. Loft-
ræsting er mjög fullkomin i
vögnunum. Er óhreina loftið sog
að út úr þeim og hreinu lofti
dælt inn í staðinn. Bifreiðarstj.
situr í sjerstökum klefa og geta
farþegar ekki haft truflandi á-
hrif á hann við starf hans. Hurð
ir eru opnaðar og^ þeim lokaö
með þrýstilofti og stjórnar bif-
reiðarstjóri því. 1 þaki vagnanna
eru sjerstök öryggisop. Sárabún
aður til slysaaðgerða er í sjer-
stöku hófi í hverjum vagni. —
Slökkvitæki fylgir einnig hverj-
um vagni. Póst- og farangurs-
geymsla er fram í klefa bifreið
arstjórans og auk þess eru hill-
ur í vögnunum fyrir smá pakka
eða töskur.
Smíði vagnanna hefur gengið
mjög greiðlega og hafa umboðs-
menn verksmiðjanna, Tjekk-
neska bifreiðaumboðið h.f., sýnt
bæði áhuga og dugnað við að
flýta sem mest smíði þeirra og
flutningi til landsins.
Skjaldaglíma Ár-
manns
SKJALBARGLÍMA Ármanns
fer fram 1. febrúar n.k. og eru
þá 40 ár liðin síðan hún fór fram
í fyrsta sinn, eða árið 1908.
Öllum fjelögum innan ISt, ei
heimil þátttaka í móti þessu, og
eiga þátttökutilkynningar að
hafa borist minst viku fyrir mót
ið. —
I SAMBANDI við umræðurn
ar um Hitaveituna í bæjafrstjórn
í gær, vakti Gísli Halldórsson
máls á því hvað liði þeim rann
sóknum sem bæjarstjórnin á-
kvað að gerðar skyldu á hag-
nýtingu gufuorkunnar í Hengl
inum. Bar hann síðan fram á-
lyktun í málinu svohljóðandi
Bæjarstjórn felur borgarstjóra
að afla uppl. um það fyrir næsta
bæjarstjórnarfund hvað líði
þeim rannsóknum sem bæjar
stjórnin ákvað fyrir um það bil
2 árum, að gerðar skyldu með
það fyrir augum að hagnýta
gufuorkuna úr Henglinum til
upphitunar og raforkufram-
leiðslu fyrir Reykjavík.
Borgarstjóri svaraði Gísla
Halldórssyni og gat þess að
nefnd manna skipuð fulltrúum
frá ríki og bæ hefði unnið að
þessum málum. Kvaðst borgar-
stjóri skulu afla upplýsinga um
málið, en ekki myndi hann geta
það fyrir næsta bæjarstjórnar-
fund. Var ályktun Gísla Hall-
dórssonar síðan borgin upp og
samþykkt.
Ármann vann Sund-
knaltleiksmótið
SUNDKNATTLEIKSMÓTI
Reykjavíkur lauk s.l. miðviku-
dagskvöld með sigri Ármanns,
en eins og mönnum er kunnugt
urðu fjelögin þrjú Ármann, Æg-
ir og KR jöfn að stigatölu, er
mótið fór fyrst fram og urðu að
keppa aftur.
Ármann vann Ægi með 5:0,
og KR með 4:1. Ármann hlaut
því 4 stig. KR fjekk 2, en Ægir
ekkert.
"^Liberty-skip.
Það var Gísli Halldórsson
verkfræðingur, er vakti fyrst
máls á þessu umræðuefni á fund
inum. Skýrði hann frá því, að
hann heíði að undanförnu
kynnt sjer þann möguleika, að
hinni fyrirhuguðu síldarverk-
smiðju yrði komið fyrir í skipi.
í því sambandi benti hann á
emerísku skipin af Liberty-
gerð, sem hann kvað vera afar
hentug til þess að koma upp í
þeim um 10.000 mála verk-
smiðju. Gerði hann ráð fyrir að
kostnaður við skipakaupin og
niðursetning vjelanna í skipið
myndi verða um 5 milj. kr. Gísl?
skýrði að lokum frá því að
hann hefði tekið saman grein-
argerð um þetta mál og myndi
afhenda hana borgarstjóra og
og ætlaðist til að hún yrði send
nefnd þeirri, er fjallar um málið
Ennfremur hefur hann sent út-
vegsmálaráðherra greinargerð
þessa.
20 bátar munu standa uppi í
Eyjum í vetur vegna manneklu
Einkaskeyti frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum.
UNDIRBÚNINGUR undir vetrarvertíðina hófst á venjulegum
tíma, en heldur er dauft yfir öllu, sem að útgerð lýtur. Er það
fyrst, að mjög er óvíst hvort nægur mannskapur fæst á báta þá,
sem fyrirhugað er að gera út.
Útlit er þó fyrir að um 50^“
bátar muni verða gerðir út hjeð
an í vetur. í fyrra voru þeir 55.
Vertíðin hefst með seinna móti
Róðrar eru ekki byrjaðir enn-
þá, en fyrstu bátarnir mun i
fara um 25. þ. m., en almennt
er ekki gert ráð fyrir að útgerð-
in verði komin í fullan gang fyr
en í febrúarmánuði, eða byrjun
mars.
Um 20 bátar munu standa
uppi í vetur sökum manneklu. —
Bj. Guðm.
Alit nefndarinnar.
Jón Axel Pjetursson upplýstí
í þessu samband’, að nefndirx
sem að undanförnu hefði unnið
að rannsókn þessa verksmiðju-
máls, hefði orðið sammála um,
að heppilegasta leiðin og jafn-
framt sú kostnaðarminsta, væri
sú, að kaupa skip er falt væri
í Bandaríkjunum Þetta skip er
milli 6 og 8 þús. smálestir að
stærð. Jón Axel bætti því við,
að innan fárra daga myndi
nefndin skila áliti sínu.
Á Rauðarárvík.
Gísli Halldórsson sagði í ræðu
sinni, að hann hefði hugsað sjer,
að Liberty skipinu yrði lagt
nokkur hundruð metra austur
af gömlu Kveldúlfsbryggjunni,
á Rauðarárvíkinni. Þessi skip
rista fullhlaðin um 35 fet. Þá
gat hann nokkurra þeirra staða
bæði við Norðurland og Aust-
urland, sem heppilegir væru
fyrir skipið að athafna sig á.
Óheppileg skip.
Jón Axel taldi þessi Liberty
skip mjög óheppileg. Sagði hann
t. d., að skipið myndi ekki geta
lagst að bryggju hjer í höfn-
inni nema um flóð, þegar það
væri lestað sökum dýptar þess.
Og ennfremur taldi hann það
ógerning að hafa skipið á Rauð-
arárvíkinni. Þegar slæm veður
eru, þá em þessi skip mjög erfið
viðfangs, einkum þegar þau eru
tóm og þá er nauðsynlegt að
halda uppi stöðugum ,,dampi“,
en slíkt yrði gífurlega kostnað-
arsamt.
Kommúnistar hef ja bókaútgáfu
PRAG: — Upplýsingamálaráðu-
neytið hjer í Prag hefur tilkynt,
að það ætli sjer að hafa eftirlit
með bókamarkaðinum, svo að að-
eins „fræðanui" bækur verði gefn
ar út.