Morgunblaðið - 18.01.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur 12 síður og Lesbók 14. tlil. — Sunnudagur 18. janúar 1948 Isafoldarprentsmiðja h.f. KröfurRússa voru Aldrei til einangraðri þjóð engilegar en sú rússneska Marshaii ræðir um friðarsamningana við Þýskaland og Ausiurríki Washington í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í RÆÐU, sem Marshall utanríkisráðherra, flutti fyrir verslunar- ráði Pittsburgh nú í vikunni, sagði hann meðal annars um þann íund utanríkisráðherranna, sem haldinn var í Moskva s.l. vor, að Rússar hefðu þar komið í veg fyrir samkomulag um friðarsamn- inga við Þýskaland og Austurríki, með því að bera fram kröfur á hendur þessum löndum, sem vesturveldin þrjú gátu ómögulega gerst aðilar að. Tveir kostir Marshall bætti því við um fund þennan, að hann hefði fært Bandaríkjunum heim sanninn um, að þau hefðu um tvent að velja: annaðhvort að flytja all- an her sinn frá Evrópu, eða leggja alla áherslu á að ljúka endurreisn álfunnar. Mikilsvert Utanríkisráðherrann fór í éng ar grafgötur með það, hversu endurreisn Evrópu væri heimin- um mikilsvérð. Hann lýsti álf unni sem þungamiðju alls efna- hagskerfis veraldarinnar, enda mundi það hafa voveiflegar af- leiðingar í för með sjer, ef end- urreisnaráformin færu út um þúfur. Nefndi hann það sem dæmi, að Suður-Ameríka og Kan ada grundvölluðu efnahagskerfi sín á marköðum í Evrópu. Mistakist endurreisnin í Ev- rópu, sagði Marshall loks, og svo mun faraj ef við ljáum henni ekki lið, mun heimurinn allur finna fyrir því. Minnisseðill um verðlækkanlr HJER fer á eftir listi yfir nokkrar verðlækkanir þær sem komust hjer á um áramótin fyrir tilverknað ríkisstjórnar- innar. ' Einhver af helstu reiknings- hausum í liði Þjóðviljans hefir komist að þeirri niðurstöðu að verðlækkanir þessar samanlagð ar næmu 10 krónum á mann á ári fyrir hvern mann. Menn greinir á um það, hvort útreikn inga þessa hafi gert Aki eða Sig fús. Sundurliðun hefir ekki birst enn. Lækkun vöruverðs er m. a., sem hjer segir: Kartöflur ......... kr. 0.37 kg Dilka- og geldfjárkjöt — 1.05 — Ærkjöt................ — 0.90 — Mjólk .............. — 0.061. Rjómi ................ — 0.30 — Smjör .............. — 0.80 kg Skyr ................. — 0.10 — Mjólkurostur ......... — 1,25 — Mysuostur ............ — 0.50 — Egg .................. — 1.00 — Hangikjöt ............ — 1.50 — Saltkjöt ............. — 1.05 — Harðfiskur ....... 0.55—0.65 — Fiskfars ............. — 0.75 — Saltfiskur ........... — 0.10 — lýtt fjárlaga- fmmvarp ALÞINGI kemur , saman til framhaldsfundar n.k. þriðju- dag. en fundum þess hefur ver ið frestað eins og kunnugt er síðan fyrir jól. Samkvæmt því sem Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra tjáði blaðinu í gær mun ríkis- stjórnin leggja nýtt fjárlaga- frumvarp fyrir þingið er það er komið saman. Sprettur það af þeim breytingum, sem löggjöf sú, sem samþykkt var fyrir' jólin, hefur í för með sjer á1 tekjur og gjöld ríkissjóðs. Má gera ráð fyrir að í hinu nýja frumvarpi muni tekjur og{ gjöld verða miljónatugum hærri en í fjárlagafrv. sem lagt var fram í haust. Þingstörfum verði hraðað. Það mun ætlun ríkisstjórnar innar að hraða þingstörfum svo sem verða má. Er jafnvel ekki talið ólíklegt að þingi geti verið lokið í lok febrúar eða byrjun mars. Fjárveitinganefnd mun að sjálfsögðu fjalla um hið nýja fjárlagafrv. en að afgreiðslu fjárlaga lokinni munu fá stór- mál liggja fyrir þinginu og því líklegt að þvi geti orðið lokið á fyrgreindum tíma. Tveir af ötulustu foringjum Araba gegn skiftingu Palestínu eru Ried E1 Solh, forsætisráð- herra Lebanon og stórmuftinn af Jerusalem, Raj A min el Ilusseini. Þeir sjást hjer á mynd inni. þar sem þeir eru að leggja á ráðin um baráttuna. Áróðursræðurnar eru lífsblóð leiðtoga hennar New York í gær. FREDERICK OSBORN, varafulltrúi Bandaríkjanna í atomorku- nefnd Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu, sem hann s.l. viku flutti í hádegisboði bandarískra blaðaútgefenda, að aldrei hefðu nokkur stjórnarvöld borið jafn litla virðingu fyrir alheimsálitinu nje einangrað þegna sína eins gjörsamlega og þau rússnesku. VERÐLAGSSTJÓRI tilkynti i gær, verðlækkun á kaffi. Sam- kvæmt hinu nýja verði kostar kg. af kaffi nú kr. 8.40. Nemur lækkunin 40 aurum. 1 hinu nýja verði er innifalinn söluskattur. smiðjunefndar ræ)t í bæjarráði SÍLDARVERKSMIÐJUNEFND Reykjavíkurbæjar, hefur nú lok ið við að semja álit sitt og verð- ur það lagt fyrir fund bæjarráðs á morgun, mánudag. Þá kemur bæjarráð saman til aukafundar. í nefnd þessari áttu sæti: Jó- hann Hafstein og var hann til- nefndur af hálfu bæjarins, en hann var formaður nefndarinn- ar. Sveinn Benediktsson af hálfu Síldarverksmiðja ríkisins, Jakob Hafstein af hálfu Landssam- bands ísl útvegsmanna, Þorvarð- ur Björnsson frá Fiskif jelagi ís- lands, Ingvar Vilhjálmsson frá Sjávarútvegsnefnd Reykjavíkur og Jón Axel Pjetursson tilnefnd- ur af hálfu Sjómannafjelags Reykjavífyur. Verö á rafmagni ækkar VERÐLAGSSTJÓRI tilkynti í gær, lækkun á rafmagnsverði hjer í Reykjavík og utan. Lækk- unin hjer í bænum nemur 1%, en úti um land um 5%. í Reylcjavík Mismunurinn á rafmagnsverð inu hjer í Reykjavík og úti á landi, tvö prósentin, eru til jöfn- unar vegna þess að verð á stræt- isvagnafargjöldum, gasi og vatn inu frá Reykjum, verður óbreytt frá því sem áður var. Lækkun rafmagnsins kemur til framkvæmda við útreikning rafmagnsnotkunar fyrir júní- mánuð. “®Prent- og skoðanafrelsi Osborn sagði þetta í sam- bandi við þá staðhæfingu sína, að friðurinn í heiminum yrði ekki fyr tryggður en prent- og skoðanafrelsið næði til allra þjóða veraldar. Benti hann á það í þessu sambandi, að stjórn- arfarslegar og þjóðfjelágslegar umbætur hefðu aldrei átt neitt skylt við stjórnarklíkur, sem ekk ert hefðu hirt um að kynna sjer stefnur og umbótahreyfingar utan yfirráðasvæða sinna. Góð síidveiði við NORSKA útvarpið skýrði í gær frá því, að afli síldveiðiskip anna væri mjög góður. Þess var getið í þessu sambandi, að til bæjarins Möre, hefðu í gærdag borist 83 þús. hektolítrar. Rek netaskip voru með 40 þúsund en snurpuskip 43 þús. Þá var von á allmörgum skipum með fúllfermi. Montgomery til Þýskalands London í gær. MONTGOMERY, yfirmaður breska herforingjaráðsins, flaug í dag til hernámssvæðis Breta í Þýskalandi til viðræðna við Robertson, yfirmann her- námssvæðisins. — Reuter. Arabar sækja á nýinn í Palestínu frá Sýrlandi Jerúsalem í gærkvöjjli. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ARABAR frá Sýrlandi hafa enn einu sinni ráðist yfir landamæri Palestínu og gert tilraun til að ráðast á Gyðinga þar. Urðu Bret- ar varir við ferðir þeirra í dag, er þeir stefndu í áttina að tveimur afskekktum Gyðinganýlendum, og sendu herlið á vettvang. Er Arabarnir sáu til hersveitanna, hjeldu þeir til baka yfir sýrlensku landamærin. 39 lík. TIL mikils bardaga kom milli Araba og Gyðinga í gær, og eru þeir síðarnefndu taldir eiga upp tökin. Hafái hópur Gyðinga ráðist á Arabaþorp nokkurt, en er þeir sneru frá því, sátu ara- biskar leyniskyttur fyrir þeim í launsátri. Breskir hermenn sem sendir voru á vettvang, fundu lík 35 Gyðinga og fjög- urra Araba, en annars eru frjett ir af bardaga þessum óljósar enn. Áróðursræður Um starfsaðferðir Rússa hafði Osborne það að segja, að í atom- orkunefndinni hefðu þeir hirt minna um málefnið, en hinsveg- ar gert mikið af því að flytja langar áróðursræður, sem löng- um hefðu alls ekki komið vanda málunum við, en snúist að mestu leyti um einstaka menn og stefn - ur. Ræður þessar, hjelt Osborn áfram, hefðu svo verið hraðrit • aðar jafnóðum og rússneski full trúinn flutti þær, og sendar til stjórnarvaldanna í Moskva. — Benti því alt til þess, að einu frjettirnar, sem yfirvöldin þar hefðu fengið um viðræður og framkomnar tillögur í atomorku nefnd, befðu falist í hinum gengdarlausu áróðursræðum rússnesku fulltrúanna. Eru það upplýsingar á borð við þetta, spurði Osborn loks, sem Kremlin byggir- stjórnmálaákvarðanir sínar á? Þar til þessari andlegu einangrun lýkur, virðist lítil von um þá alheimssamvinnu, sem nauðsynleg er, ef hafa á eftirlit með atomorkunni. Ber fasia Gandhis lilætiaóan árangur? New Delhi í gærkveldi. SUMIR fylgismenn Gandhis hjer í New Delhl virtust vera þeirrar skoðunar í dag, að fasta Hindúaleiðtogans kynni að bera tilætlaðan árangur og koma á friði í borginni. Gandhi hefur nú fastað í fimm daga, og verð- ur máttfarnari með degi hverj- um. Óttast læknar hans, að líf hans verði í alvarlegri hættu, ef hann heldur áfram föstu sinni á morgun (sunnudag).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.