Morgunblaðið - 20.01.1948, Side 1
Vikum saman á hafsboini
HINGAÐ TIL hefur það þótt ógerningur að halda kafbát í kafi með
fullri skipshöfn, nema í hæsta lagi í tvo sólarhringa, eða svo. En nú
hafa Bretar bætt þýska aðferð til þess að skipverjar kafbáta geíi
dvalið vikum saman í undirdjúpunum, eða á meðan vistir þeirra
endast. Var nýlega gerð tilraun með enskan kafbát við Afríku-
strendur. Var kafbáturinn og 67 manna áhófn hans í kafi í macgar
vikur. Mestu erfiðleikarnir voru leiðindi, sem sóttu að kafbátsmönn
um, en reynt var að bæta úr því með því að sýna kvikmyndir, halda
fyrirlestra, spila á spil. Hjer sjest mynd af áhöfninni í kafbátnum.
Maðurinn, sem er lengst til hægri var nýgiftur er hann fór í förina
með kafbátnum. Ilann ritaði konu sinni 120 brjef í undirdjúpunum.
lndland viJl ekki sam-
einast Pakistan
Faifa Gandhis mikill sspr.
New Delhi í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
VIÐ ÆSKJIJM ekki eftir styrjöld við Pakistan. Við viljum fá
tíma til viðreisnarstaría í landi voru, sagði Nehru, forsætisráð-
herra Indlands, í ræðu, sem hann í dág flutti í tilefni af því, að
Gandhi hefur hætt föstu sinni. En, hjelt Nehru áfram, við mur-
um veita öfluga mótspyrnu, ef á okkur verður ráðist. Land okk-
ar ætti að vera það öflugt, að við þyrftum aldrei að grípa til vopna.
Vill ekki sameiningn.
Nehru gat þess í ræðu sinni,
að Indland mundi ekki að svo
stöddu sameinast Pakistan á
ný, jafnvel þótt stjórnarvöldin
þar færu fram á það. Kvað
hann Indland hafa nóg af eig-
in vandamálum til úrlausnar,
þótt vandamál Pakistan bættust
ekki við,
Mikill sigur.
Gandhi líður nú vel, en lækn
ar hans segja, að nokkur tími
muni líða þar til hann verði
búinn að ná sjer að fullu eftir
föstuna. Er yfirleitt litið á frið
arloforð Hindúa, Múhameðstrú
armanna og Sikha sem mikinn
persónulegan sigur fyrir hann',
en árangurinn er þegar byrj-
aður að koma í Ijós. Friðar-
nefnd sú, sem sett var á lagg-
irnar meðan Gandhi fastaði,
hjelt þannig fund í dag, og
skoraði að honum loknum á
Hindúa þá og Sikha í New
Delhi, sem sest hafa að í bæna
húsum Múhameðstrúarmanna
að flytja sem fyrst úr þeim.
Malvælaúlfluin-
ingur Bandaríkja
Washington í gærkvöldi.
SKÝRT hefur verið frá því, að
Bandaríkin hafi flutt út 19 milj.
tonn af matvælum á tólf mán-
uðúm til júníloka síðastliðið ár.
Er þetta meiri matvælaútflutn-
ingur eins lands á einu ári en
nokkru sinni hefur att sjer stað.
Megnið af hinum útfluttu mat-
vælum fór til landanna, þar sem
skorturinn hefur verið hvað
mestur. — Reuter.
LiE ! PARÍS
París í gærkvöldi.
TRYGVE LIE, aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, sem nú er á
ferð um ^lvrópu í leit að næsta
íundarstað allsherjarþings S. þ.,
er nú kominn til Parísar. Lie
heimsótti í dag Vincent Auriol,
forseta Frakklands, — Reuter.
Æðstaráð Araba staðráðið í að
hafa skiptingu Palesfínu að engu
j----------------------------®
Skriða verður 21
manni að bana
London í gærkvöldi.
TUTTUGU og einn maður ljet
lífið í gær, er geysimikiLskriða
fjell yfir fjölfarinn veg i Tangan
ika. Að minnsta kosti fimmtán
manns særðust hættulega.
Mikil rigning hefur verið
þarna að undanförnu, og mun
hún hafa orsakað skriðuna, en
yfirvöldin í Tanganika segja, að
þetta sje eitt versta slysið, sem
orðiö hafi í landinu í mörg ár.
— Reuter.
Neitar að láta fulltrúa
mæta fyrir Palestínunefnd
New York í gærkvöldi.
ÆÐSTARÁÐ Araba hefur tilkynt Palestínunefnd Sameinuðu .
þjóðanna, að það geti ekki orðið við þeim tilmælum að senda full-
trúa til að skýra afstöðu Arabaríkjanna fyrir nefndinni. Barst
svar þetta í dag, og er orðrjett á þessa leið: Æðstaráð Araba er
ákveðið í að halda til streitu þeirri ákvörðun sinni að vísa á bug
ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu. Af þess-
um ástæðum, telur ráðið sig ekki geta þegið boð nefndarinnar
um að mæta fyrir henni.
Egyptsk llugvjel
ræðsl á breskar her-
Hugvjelar
Cairo í gærkvöldi.
BRESKA stjórnin hefur borið
fram harðorð mótmæli í Cairo,
vegna árásar, sem egypsk flug-
vjel fyrir skömmu síðan gerði á
nokkrar flugvjelar breska flug-
hersins. Rjeðist egypska vjelin
á þær bresku með skothríð.
Stjórnin í Egyptalandi hefur
lofað, að láta rannsaka atburð
þennan. — Reuter.
15 báiar stunda
sjóróðra frá Sand-
gerði í vetur
Sandgerði, mánudag.
Frá frjettaritara vorum.
FRÁ Sandgerði munu senni-
lega róa 15 bátar í vetur og eru
það helmingi færri bátar en
undanfarnar vertíðar.
Átta bátar eru nú þegar byrj-
aðir veiðar, og hefir afli verið
sæmilegur, eða 10—12 skpd. í
róðri. Mb. Víkingur hefir farið
flesta róða, eða 9, og aflað ca.
130 skpd.
Tvö hraðfrystihús verða starf
rækt í Sandgerði eins og að
undanförnu og eitt í Garðinum.
Hafa þau verið nokkuð endur-
bætt og afköst aukin.
Churchill kominn
heim
London í gærkvöldi.
WINSTON Churchill fyrverand
forsætisráðherra Breta, kom
flugleiðis til Bretlands í dag, en
j hann hefur um skeið dvalist í
frönsku Marokko. Churchill var
glaður og brosandi, er hann
steig út úr flugvjelinni á Nor-
holt-flugvelli, og tjáði frjetta-
mönnum, að sjer liði ágætlega,
er þeir spurðust fyrir um heilsu-
far hans. — Reuter.
Innkaupasamband
Ijósmyndara stolnað
Frá frjettaritara vorum á
Akureyri, mánudag.
INNKAUPASAMBAND ljós-
myndara á Norðurlandi, var
stofnað á Akureyri þann 17. þ.
mán.
Að stofnun sambandsins standa
6 ljósmyndafyrirtæki á Akur-
eyri og eitt frá Siglufirði. Til-
gangur sambandsins er að út -
vega fjelögum efni til iðnaðar
þeirra á sem hagfeldastan og ó-
dýrastan hátt. í stjórn sambands
ins voru kosnir: Edvard Sigur-
geirsson, Hallgrímur Einarsson
og Vigfús Friðriksson.
— H. Vald.
Versluharviðræður
við Breta og Rússa
EINS OG áður hefur verið skýrt frá hefur ríkisstjórnin fyrir
nokkru hafið undirbúning að viðskiptasamningum við stjórmr
Bretlands og Sovjetríkjanna.
Samningar við Breta.
Nú er ákveðið að samninga-
umræður við Breta skuli hefj-
ast .hjer í Reykjavík um 10.
febrúar.
Rússar reiðubúnir.
Utanríkisráðuney ti
Sovjetríkjanna hefur tilkynnt,
að bað sje rerðubúið til athug-
ana á vörulistum til undirbún-
ings samningaumleitunum. •—
Verður nú unnið að málinu á
þessum grundvelli.
(Frjettatilkynning frá utan-
ríkismálar áðuney tiuu).
Til úrslita.
Frjettamenn benda á það í
sambandi við þessa ákvörðun
Arabaleiðtogánna, að enginn
geti nú lengur efast um, að
Arababandalagið sje staðráðið
í að berjast til úrslita gegn
Palestínusamþykkt S. Þ., og
talsverðar líkur sjeu jafnvel
fyrir því, að það láti verða úr
þeirri hótun sinni, að fara með
her inn í Palestínu, jafnskjótt
og Bretar hverfa þaðan á brott.
Geta ýmsir sjer jafnvel tií, að
„innrásarflokkar“ Araba, sem
tvisvar á einni viku hafa sótt
frá Sýrlandi inn yfir landa-
mæri Palestínu, hafi verið að
þreifa fyrir sjer um það, hversu
vel vörnum landsins sje komið.
Styrkir það grun þennan, að
Arabarnir voru í fyrra skiptið
klæddir búningum, sem mjög
líkjast einkennisfötum sýr-
lenskra hermaiina.
I
Dráp og vopnastuldur.
/
Sömu átökin eru enn í Pale-
stínu, og skiptast á árásir Gyð-
inga og Araba. Flokkur Gyð-
inga rjeðist þannig í dag á Ar-
abaþorp fyrir ijorðan Haifa og
drap tvo Araba, en særði sex.
í Norður Palestínu skeði hins-
vegay sá atburður í gær, að
Arabaflokkur rjeðist á breska
lögreglustöð og komst undan
með 32 riffla, fimm marghleyp
ur, eina vjelbyssu og talsvert
af skotfærum.
Dómar.
Bretar dæmdu í dag fjóra
af meðlimum Stern-óaldar-
flokksins, sem handteknir voru
fyrir skömmu síðan. Meðal
þeirra var ein' stúlka, en öll
fjögur voru dæmd í lífstíðar-
fangelsi. Engu tauti varð við
þau dæmdu komið í rjettarsaln
um, og sungu þau Gyðinga-
söngva og dönsuðu jafnvel.
Þrír farasi í fiugslysi
New Delhi í gær.
EIN af flugvjelum Indian Air-
ways hrapaði til jarðar s.l. laug-
ardag, og fórst áhöfn hennar,
þrír menn. Vjelin var á leið til
Karashi, en engir farþegar voru
í henni. — Reuter.