Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 2
n MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur. 29. jan. 1948' Minningarorð um Þorvald Frið- finsson á Ólafsfirði Mjög sæmileg veiði á Hvalfirði síðastL sólahring ,.Þungt er tapið, það er vissa. Þó vil jeg kjósa vorri móðir að ætíð megi hún minning kyssa manna, er voru svona góðir. Að ætíð eigi hún menn að missa meiri og betri, sn aðrar þjóðir.“ NÚ ER ÞORVALDUR Friðfinns- son horfinn sjó’num vorum. Þann 18. desember s.l.' fyigdum við Ólafsfirðingar honurn til hinstu hvíldar. Hvíldar sem iangvarandi og ólæknandi sjúkdómur hafði gert hann svo þurfandi fyrir, þó aidurinn væri ekki hár. Þorvaldur Friðfinnsson var tuttugú og tveggja ára gamall, þegar hann kom hingað til Olafs- fjarðar. Gerðist hann þá formað- ur á árabát hjá Þorsteini Jónssyni sem var einn af áhu.gasömustu útgerðarmönnum hjer, á þeim tíma. Þetta var um það leyti, sem vjel bátarnir voru að taka við af ára- bátunum. Það var árið 1908, sem Þorvaldur Friðfinnsson gerðist formaður á vjelbát og mun hann hafa verið óslitið formaður upp- frá því, á meðan hann sótti sjó, um tutítigu ára skeið, eða þar til haustið 1927. Öll þtssi ár var Þorvaldur Friðfinnsson aflahæst- ur á vjelbát, ekki aðeins hjer í Ólafsfirði, heldur fyrir öllu Norð- urlandi. Munu þess varla dæmi, að sami maður hafi haldið afla- rneti óslitið, um svo langt árabil. Þorvaldur Friðfinnsson tók ástfóstri við okkar afskekta byggðarlag. Hjer starfaði hann öll sín manndómsár og hjer vildi hann hvílast að síðustu. Það er trú min, að varla eigi Ólafsfirð- ingar einum manni meira að þakka fyrir áhuga, hyggni og starfsemi í öllu því, er viðkom sjáyarútvegi. A sjónum var hann sú mikla fyrirmynd, að allir ungir Gg ötul- ir menn ’vildu nálgast. Það skorti heldur ekki viðleitni til þess, að fiska eins mikið og hann og á tímabili voru hjer menn, serrv gáfu Þorvaldi ekkert eftir, hvað karlmensku og sjósókn snerti. Þó fór ævinlega svo, að Þorvaldur Friðfinnsson varð aflahæstur að lokinni vertíð, og oft að miklum mun. Sem sýnishorn af starfsaðferð- um Þorvaldar vil jeg nefna sem dæmi, að á æskuárum mínum voru hjer engin íshús, öll beita á vorin var sótt inn á Eyjafjörð og kom þá oft fyrir, að allir bátar hjer (þeir voru þá nær 30) voru í landi þegar beitan kbm. Var þá asi á mönnum, því allir vildu verða fyrstir að beita og komast á sjóinn. Mátti segja, að allir ungir og gamlir væru á hlaupum, nema Þorvaldur. Jeg sá hann aldrei flýta sjer undir þeim _k ringum - stæðum. Þó varð hann oftast fyrstur í róðurinn. Þorvaldur Friðfinnsson eignað- ist sinn eigin bát 1913 Hann átti alls fjóra vjelbáta og tvo trillu- báta, alla í fjelagi við aðra menn. Þrjá vjelbátana og annan trillu- bátinn, misti hann í brimi á Ólafs - firði. Þeir voru allir ótryggðir, Jiema einn að litlu leyti. Þrátt fyrir þennan mikla skaða varð hann vel efnaðu’r, á þeirra tíma rnælikvar.ða. Eftir að Þorvaldur hætti sjó- mensku, mun hann ekki hafa safnað fje. Jeg veit ekki til þess, að hann ætti hlut í neinu gróða- fyrirtæki. Hefði honum þó verið anðvelt að ávaxta fje sitt þannig, svo vel var hann kyntur. En þeir yoru margir, sem Þorvaldur veitti aðstoð með peningalánum. Sjer- staklega þeim, sem vildu fást við útgerð og áttu ekki greiðan að- gang að lánsstofnunum. Lánaði .hann vemjulega án þess aS hafa hokkra tryggingu, nema dreng- skap mannsins er í hlut átti. Jeg þekkti ungan mann, sem fiekk töiúvert peningalán hjá rÞorvaldi, til þess að kaupa nýjan bát. Sú útgerð gekk vel fyrst, en þó var Þorvaldi ekki bo-gað, Þorvaldur Friðfinnsson enda gekk hann ekki eftir. Þessi maður varð fyrir því óláni, að báturinn fórst ótryggður að mestu. Þá kom Þorvaldur til hans og sagði: „Þú þarft ekki að hugsa um að borga mjer. Við skulum gleyma þessari skuld og lát sem hún hafi aldrei verið til.“ Þannig var Þorvaldur Frið- finnsson Þó Þorvaldur væri þessi afreks maður á sjónum, er jeg ekki viss um, að hann hafi verið þar á rjettri hillu. fíann var alla ævi sjóveikur og varð þess vegna að leggja harðara að sjer, en þeir sem ekki finna til þess sjúkleika. Jeg trúi því, að han'n hefði skar- að fram úr öðrum mönnum hvaða starf sem hann hefði valið sjer annað. En á þeim árum var ekki um annað að gera fyrir urtga og framgjarna menn, en að fara til sjós. Þá voru aðrir tímar en nú, þegar ofmargir ungir menn vilja alt annað gera, en vera á sjónum og skapa sjer framtíð þar. Eins og áður getur, var öll beita -sótt til Eyjafjarðar á vorin, en þegar leysingar hófust og snjó fór að taka af hálendinu, gekk smásíldin af grunninu og út á djúpið og náðist þá ekki. Var þá oft um tíma /beitulaust og var beðið með mikilli óþreyju eftir hafsíldinni, sem svo var kölluð, Þorvaldur hjelt því fram, að síld- in myndi fáanleg fyr, ef nógu langt væri eftir henni farið, og sannaði hann þá skoðun sína, með því að veiða síld í reknet úti hjá Kolbeinsey, fyrstur manna að vori til. Á manndómsárum Þorvaldar Friðfinnssonar, varð Ólafsfjörð- ur mesta þorskveiðistöð norðan- lands. En það er táknrænt, að þegar heilsu hans fór að hnigna fyrir alvöru, færðist útgerð hjer saman, og nú er hún ekki nema svipur hjá því sem áður var. Það kenna flestir hafnleysinu um þennan samdrátt útgerðar hjer, en jeg segi: Okkur vantar fyrst og fremst menn, sem vilja fást við útgerð og leggja sjálfa sig og framtið sína og sinna, í hættu vegna þess atvinnurekstrar. Útgerðarmenn í Ólafsfirði gerðu Þorvald snemma að forystu manni íyrir samtökum sínum, svo sem sameiginlegum kaupurn á útgerðarvörum, sölu á1 afla og fleiru. Fórst honum sú starfsemi með ágætum, held jeg að hann hafi haft eins mikla ánægju af. því starfi, eins og af sjálfum veið unum. Þorvaldur sat um mörg ár í sveitarstjórn og reyndist þar, sem annarsstaðar, gætinn og ráðíioll- ur. Naut hann almenns trausts sveitunga sinna og álitu þeir þeim málum best komið, sem hann vildi leggja lið. Svo var það einn ig utan þessa byggðarlags, að Þor valdur naut fyllsta trausts, hvar sem hann kom og þekktist, eða hafði afskifti af viðskiftum, eða öðrum málum, og nutu útvegs- menn og sjómenn hjer, mikils á- vinnings af. Árið 1909 giftist Þorvaldur Elínu Þorsteinsdóttur, hinni ást- ríkustu og ágætustu konu, sem var honum mjög sarnhent í öllu 1 ævistarfi hans. Þau Þorvaldur og Elín eignuð- ust þrjú börn, og komust tvö þeirra á þroskaaldur, Guðrún og Albert. En árið 1935 urðu þau ■fyrir þeirri sáru sorg, að sjá á bak dóttur sinni, sem herfangi hvftá dauðans. -— Og árið eftir drukknaði sonurinn með svipleg- um hætti, hjer á firðinum. Eftir það ríkti hin hljóða sorg á heimili þeirra hjóna. Og hefði Þorvaldur vel getað tekið undir hina gömlu draumvísu, sem seg- ir: Margoft dró jeg drjúgt í skut úr djúpinu kom jeg hlaðinn. Nú hefur Ægir heilan hlut heimtað af mjer í staðinn. . En hann heyrðist hvorki segja það nje annað um missir sinn, og eyðingu sinna glæstu vona. Það má óhætt gera ráð íyrir því, að annar eins hæfileikamað- ur og Þorvaldur var, hafi fundið til þess að hann, vegna mentunar- leysis, og umhverfis þess, er hann lifði í, skyldi ekki ná lengra en að verða formaður og útgerðar- maður á vjelbát og hann hafi ætl- að hinum unga og efnilega syni síríum, að komast miklu lengra. Hann hefur vafalaust ætlað hon- um að gerast stórbrotinn útgerð- ar- og athafnamaður, hjer í Ól- afsfirði. Ungi maðurinn var líka greinilega búinn að sýna það, að hjer vildi hann vera. Og þess vegrta var missir hans mikil ó- gæfa fyrir okkar afskekta bygð- arlag. Nokkru eftir þetta hörmulega slys, fór Þorvaldur Friðfinnsson að kenna hjartasjúkdóms, sem hann þjáðist af um margra ára skeið, og gat ekki fengið bót á, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. — Átti hann margar þjáningarstund ir síðustu árin, en þær stundir eins og aðrar, brast ekki skapstill ingu og þolgæði hins reynda manns. Og aldrei heyrðist hann æðruorð mæla. Hann" beið viss og öruggur þess, er koma skyldi. Og nú er leiðinni lokið. Þorvald- ur hefur sigrað og siglt heill í höfn, eins og svo oft áður. Þakklæti og blessun fylgir minningu hins mæta manns. Ólafsfirði, 26. des. 1947. Sigurður Baldvinsson. Bíræfinn bjéfur í GÆRKVELDI rændi þjóf- jur 300 krónum frá einstæðings konu hjer í bænum. Konan á heima upp undir súð í húsi hjer í Miðbænum. Um kl. 7 í gærkveldi var hún að matbúa í eldhúsi sínu, og þurfti að skreppa inn í stofu sína. Á stigapalli sá hún hvar ungur maður stóð og var að leita í kápu hennar, er "’hjekk á vegg við stigann. Mikið fát kom á konuna og kallar hún til mannsins að hverju hann sje að leita. Engu svarar þjófurinn og snarar sjer um leið niður stig ann og var á bak og burt. Þegar konan hafði áttað sig mundi hún eftir því að í öðrum kápuvasanum hafði hún skilið buddu sína eftir. Fór hún nú og leitaði hennar, en buddan var horfin með þvi sem í henni var. 300 krónum í peningum. Ekki vanst konunni tími til að gera fóiki aðvart um þjóf- inn, nema hvað stiíika ein, sem býr á sömu hæð mun hafa heyrt orðaskipti þeirra, en þjófurinn var þá kominn niður stigann er hún kom út úr herbergi sínu. Konan heíir nú kært þennan þjófnað til rannscknarlögregl- unnar. Nær 30 skip blðti iöndunar í gærkvöldi SÆMILEGT veiðiveður hefur verið á Hvalfirði frá því í fyrrinótt4 Afli síldveiðiskipanna var þó nokkuð misjafn. Talsvert barst af síld hingað til Reykjavíkur f gær. Um kl. 10 í gærkvöldi höfðU 18 skip komið og voru þau með um 13,600 mál samtals. -------------------------------- 20 þús. fjelapar í S.V.FÍ. Hluffalls- lega flestir á ákra- nesi SKRÁÐIR f jelagar í Slysavarna f jelagi íslands eru nú sem næst 20 þúsund á öllu landinu. Nýlega hafa bæst við fimm ný ar deildir, 3 unglingadeildir, í Bolungavík, Patreksfirði og Akranesi. Þá hefur bæði kvenna- og karladeildin á Akranesi meira en tvöfaldað fjelagatölu sína í tilefni af 20 ára afmæli Slysavarnafjelagsins og telja deildirnar þar samtals 1460 fje- laga, sem er hærri hlutfallstalá en í nokkru öðru byggðarlagi hjer á landi. Tvær nýar deildir, sem stofnaðar voru, önnur í Innra-Akraneshreppi, en hin í Skilamannahreppi, voru stofnað ar með hverju einasta manns- barni í hreppunum, sem þátttak- endum. Þá hefur presturinn á Patreks firði, sjera Einar Sturlaugsson, tilkynnt fjelaginu, að hann sje búinn að taka á móti þar sem næst tvö hundruð nýum ævifje- lögum í Slysavarnafjelag ís- lands. Elísabef prlnsessa fær 40 þús. pund árlega London í gærkvöldi. NEÐRI deild breská þingsins samþy-kkti í dag að veita Elísa- betu prinsessu 40 þús. pund ár- lega og manni hennar, hertogan um af Edinborg, 10 þús. pund, til þess að standa. straum af kostnaði þeim, er stöðu þeirri fylgir. Lávarðadeildin á eftir að leggja biessun sína yfir málið. — Reuter. Hreinsun Hvalfjarðar rædd á Alþingi í GÆR var til umræðu í sam- einuðu þingi tillaga Gís'la Jóns- sonar um hreinsun Hvalfjarðar. Tillagan hljóðar^svo: Alþingi rkorar á ríkisstjórn- ina að gera nú þegar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess, að hreinsað verði burt úr Hvalfirði allt það, sem eftir hefur verið skilið þar af sétúliðinu, svo sem keðjur, akkeri, vírar og annað, er truflun veldur við veiðar í firðinum. Flm. fylgdi máliríu úi hlaði með stuttri ræðu og benti á, að það skifti nú orðið hundruðum þúsunda það tjón, sem útgerð- armenn hafa orðið fyrir við síld veiðarnar í Hvalfirði.. Hermann Guðmundsson tók í sama streng, og var málinu því næst vísað til fjárveitinga- nefndar. Hvalfjöröur. Hjer í Reykjavík var það al- mennt álit manna fyrripart dags í gær, að alda myndi vera á Hvalfirði og skipin þvi ekki getq kastað. Þar upp frá var veiðiveður mjög sæmilegt og hjelst svo í allan gærdag og þangað til síðast frjettist. Afli skipanna var þó nokkuð mis- jafn. en síldin var gifurlega þjett. A. m. k. eitt skip fylti í tveim köstum og spriklaði síld- in á þilfari þess, þegar komið var til Reykjavíkur. Nokkur skip voru þa/ með fullfermi, en biðu lags við að komast til Reykjavíkur. Reykjavík. " I gær var unnið að lestun Hvassafells og tók það ein- göngu síld úr veiðiskipum. Enn fremur var verið að lesta True Knot. Það tók bæði síld úr skip um og eins úr þró. Síldin, sem geymd var inn við Elliðaárvog og á Reykjavíkurflugvelli var sett í eina lest skipsins. Á þess- um tveim stöðum eru um 18 þús. mál síldar, en sennilegt er að hún verði ekki öll tekin I True Knot. I gærkveldi voru um 40 skip í höfninni. Þar af var verið að losa 11, en 21 beið löndunar og var talið að þau væru með rúm- lega 20 þús. mál síldar innan- borðs. Ingólfur Arnarson með 950 mál, Þorsteinn EA 700, Síldin 1300, Súlan 1700, Andvari 700, Jón Dan 600, Þorsteinn RE 900, Freyja RE 600, Sleippir NK 700, Huginn I. 700, Akraborg 500, Eldey EA 700, Álsey 800, Ásúlfur 1000, Björn Jónsson 1350. Þorsteinn AK 700, Haf- dís ÍS 900 og Huginn II. með 150 mál. HKRR vill hafa 50 mín. leiki á hand- knafSleiksiiiéfi fslands AÐALFUNDUR Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur var hald inn RÍðastliðið þriðjudagskvöld, Var á fundinum samþykt á- skorun til ÍSÍ tira að heimila að leikirnir í me.istaraflokki karla á mótinu í handknattleik 1948 verði 2X25 mín, sam- kvæmt alþjóðareglum, og að eitt lið keppi við öll og öll v,ið eitt. Vonast HKRR eindregið eftir því að ÍSÍ verði við þess- ari áskorun og það fljótt, því að mótið þyrfti bá að byrja helsf, í fyrstu viku febrúar. Fráfarandi formaður HKRR, Sigurður Magnússon, baðst ein- dregið undan endurkosningu, og var Sigurður Norðdahl kos- inn formaður í hans stað. Aðrir í stjórn voru kosnir: Þórður Sigurðsson, Þórður Þoi-kelsson, Ingvi Guðmundsson, Hannes Arnórsson, Baldur Bergsteins- son og Bragi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.