Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. jan. 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Án_ Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjáld kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu §0 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Slysavarnir EIN HIN merkustu fjelagssamtök, sem starfandi eru á Is- landi, eiga í dag 20 ára afmæli. Það er Slysavarnafjelag Is- lands, sem stofnað var 29. janúar 1928. Hin 20 ára saga þessa fjelagsskapar er þegar orðin merki- Ieg. Slysavarnafjelagið hefur frá því að það var stofnað bjargað hundruðum mannslífa við strendur landsins, í senn íslendinga og útlendra sjómanna. Það hefur unnið starf, sem hefur ómetanlegt gildi fyrir þjóðina. Islendingar hafa lika skilið þýðingu slysavarnanna og starfsemi Slysavarnafjelagsins. Starfsemi fjelagsins hefur eflst með hverju ári, sem leið. Björgunarstöðvunum á strönd- um landsins hefur fjölgað og björgunartækiu orðið full- komnari. 1 sumum byggðarlögum er svo að segja hver mað- ur skráður meðlimur í fjelagsdeildum Slysavarnafjelagsins. En þrátt fyrir þennan almenna skilning á nauðsyn slysa- vamanna fer þó fjarri því að þau mál sjeu komin í það horf að viðunandi sje fyrir öryggi landsmanna og annara þeirra, sem líf sitt eiga undir fullkomnum slysavörnum á sjó og landi. Verkefnin, sem framundan eru á sviði slysavarnanna eru þess vegna fjölmörg. Það er ekki nóg að eignast fullkomin björgunarskip. Víðsvegar um strandlengjuna þurfa að rísa nýjar björgunarstöðvar, búnar fullkomnum tækjum. Slysa- vamafjelagið þarf að eignast flugvjelar af þeirri gerð, sem tekið er að nota til björgunarstarfa meðal þeirra þjóða, sem lengst em komnar í því að skapa öryggi á þessu sviði. Islenska þjóðin á meira undir sjó og sjósókn komið en flestar aðrar þjóðir. Þess vegna verður hún að sameinast u.m að halda áfram að efla Slysavarnafjelagið, sem fram- vegis, sem hingað til, mun hafa forystu á hendi í þessum þýðingarmiklum málum. Síldarlosunin \hliuerii óhriiar. ÚR DAGLEGA LÍFTNU Viðbitsskorturinn. VIÐBITSSKORTURINN er tilfinnanlegur á flestum’ eða Öllum heimilum um þessar mundir. Verslanir smjörlausar og smjörlíkislausar eins og stendur. Annað feitmeti af skornum skammti. í frjettum hefir verið getið ástæðna fyrir þessum erfiðleikum. Danir eru okkur erfiðir í viðskiftum, vilja fá hærra verð fyrir smjörjð og ameríska dali í stað ster- lingspunda að því að sagt er. Okkar eigin mjólkurfram- leiðsla er ekki meiri en það, að við höfum ekkert, eða lítið af- gangs til smjörgerðar. Þetta eru mestu vandræði. En feitmetisskortur er ekki bara á íslandi, heldur um allan heim um þessar mundir. í Frakklandi er smjörskortur það mikill að énginn fullorðinn mað ur fær þar gramm af smjöri fyr en í maí í vor. Þannig mætti lengi telja, og nefna dæmi, sem cru jafnvel enn svartari. En hitt. er svo líka rjett. að brauðið okkar verð- ur jafn þurt, þótt aðrir líði skort líka í þessum efnum. — Það er þó huggun, að við sjá- um fram á betri tíma hvað við bitið snertir og það áður en langt um líður. • Oskubakkinn eíni. FYRIR NOKKRUM dögum var vikið að því hirðuleysi, að hafa ekki öskubakka í biðsöl- um, afgreiðslum og annarsstað ar, þar sem margt -fólk kem- ur saman. Bent var á, að al- menningur á ekki annars kost víðast hvar sem komið- er í op- inberar stofnanir, en að strá öskunni úr vindlingum og vind lingastubbum á gólfin. Sönnun þessa sá jeg fyrir nokkru í hinu glæsilega atid- dyri Háskóla íslands. Gólfið var útatað í sígarettustubbum og ösku, en hvergi var ösku- bakka að sjá, nema einn yfir- gefin og einan uppi í stiga. Þannig er það víðast hvar, nema hvað Háskólinn er þetta framar, en flestar aðrar stofn anir, sem og sæmjr virðuleik þeirrar stofnunar, að það er einn öskubakki í feluleik. • Symfójrtíuhljómsveitin. REYKVÍKINGAR hafa eign ast symfóníuhljómsveit. Það er m.ikið menningaratriði og mun auðga hljómlistarlíf bæjarins að mun. Vafalaust má eitthvað að þesari fyrstu tilraun finna, en þess ber að gæta, að hjer eru að verki áhugamenn eingöngu, sem lagt hafa fram mikla sjálf- boðavinnu. En hljómsveitin er myndarlegur vísir, að góðri hljómsveit, sem á eftir að veita bæjarbúum margar ánægju- stundir. Hljómsveitin á enn eftir að halda hljómleika og vonandi sýna bæjarbúar henni ekki tóm læti. heldur sækja hljómleikana vel. Hjer er stigið stórt fram- faraspor í hljómlistarsögu landsins, sem flestir ættu að veita athygli og styðja eftir mætti. Hitt er svo annað mál, að hjer verður aldrei fyrsta flokks symfóníuhljómsveit fyr en hljómlistarmennirnir geta gef- ið sig eingöngu að hljómiist- ini, sem áhugamenn. Það hlýt- ur að verða næsta sporið. • Ohreinindin kom í ljós. — DAGINN ER tekið að lengja svo að eftjr er tekið og með hverium degi sem nú líður verð ur bjartara hjá okkur. En um leið og skammdegið víkur kem ur ýmislegt í ljós, sem áður var hulið og þá einkum óhrein- indin. Það er ekk,i glæsilegt að sjá skrautgarða bæjarbúa á þessum ttma árs. Þar hefir safnast fyr- ir pappírsrusl, spítnabrak og mar"skonar óhreinindi. Það er kominn tími til að fara að hreisa til í görðunum. • Keflavíkurflugvöllur öllum opinn. ÞAÐ ER LÖGÐ á það tals- verð áhersla þessa dagana, að minna almenning á, að Kefla- víkurflugvöllur sje. opinn öll- um, sem þangað vilja koma og skoða hann. Þetta er þó ekki neitt nýtt, því vitanlega hefir völlurinn verið opinn. öllum frá því að styrjöldinni lauk. Þar er engu að leyna og ekk ert til að fela. Ástæðan til þess, að almenn- ingur er nú sjerstaklega mint- ur á besa staðreynd, mun vera sú, að vegna villandi skrifa í sumum blöðum, hafa menn kom ist ý þá skoðun, að það þurfi eitthvað sierstakt leyfi til að kc-ma inn á völlinn. • Margt að sjá. 'NÚ MÁ ÞAÐ teljast líklegt, að baij hafi ekki margir tæki- færi. til að fara í skemtiferð til Kefiavíkur á þessum tíma árs. eingöníru til þess, að sjá Keflavíkurflugvöllinn. En þeir, sem hafa tíma og tækifæri geta sjeð þar ýmislegt nýstárlegt, sjerstaklega ef þeir eru svo heponir, að vera þar staddir er stóru farþegaflugvjelarnar eru að koma, eða fara. Þá munu margir hafa áhuga fyrir. að sjá hvernig gengur smíði hinna nýju glæsilegu bygginga, sem þar eru í bygg- ingu. En sem sagt. Keflavíkurflug- völlur er oninn öllum almenn- ingi, sem hefir hug á að kóma þanggð. STJÓRN verkámannafjel. Dagsbrúnar hefur nú tilkynnt Landssambandi íslenskra útvegsmanna, að framvegis verði ekki leyft að vinna við losun síldveiðiskipa hjer í Reykjavík irá kl. 10 e.h. til kl. 8 að morgni. í allan vetur hefur hinsvegar verið unnið allan sólarhring- inn að losun síldveiðibátanna. Verkamenn eru að sjálfsögðu sjálfráðir um það, hversu lengi þeir vinna og hvort þeir vinna að degi eða nóttu. Því fer fjarri að nokkur ætlist til að þeir verði neyddir til þess að vinna allan sólarhringinn viðstöðulaust. En þessi ráðstöfun Dagsbrúnarstjórnarinnar, sem styðst við rúm ellefu hundruð atkvæði af á fjórða þúsund í fjelag- inu, kemur mönnum samt einkennilega fyrir sjónir. Á því veltur mikið fyrir þjóðina, að hinn óvænti síldarafli verði hagnýttur, sem best. Útgerðin og sjómennirnir þurfa einnig á því að halda að löndun síldarinnar og flutningamir geti gengið sem allra greiðast. Á það hefur líka verið lögð mikil áhersla. En nú kemur Sigurður Guðnason og fyrirskipar að í 10 klukkustundir skuli öll síldaruppskipun stöðvuð! Hvaða áhrif hefur þessi ráðstöfun? Fyrst og fremst stórtafir við löndun síldarinnar og þar af leiðandi minni síld til vinnslu. Hvað segja sjómenn og útvegsmenn um þessar aðfarir? Og hvað segja verkamenn, sem að sjálfsögðu hafa fengið greitt næturvinnukaup fyrir næturvirtnu sína við síldarlönd- unina í vetur? Hvers vegna var ekki það ráð heldur tekið að skipta verkamönnum niður í vinnuvaktir þannig að sömu mennimir ynnu ekki allan sólarhringinn, nema að þeir óskuðu þess sjálfir, eins og tíðkast við síldarverksmiðjurnar? Þessar aðfarir minnihlutastjórnarinnar í Dagsbrún verða ekki skýrðar með öðru en því, að kommúnistar sje hrein- lega að vinna skemmdarstarf gagnvart útgerðinni og sjó- mönnum. Til þess er þeim einnig mjög vel tmandi. Komm- únistana í stjóm Dagsbrúnar varðar áreiðanlega ekki meira um ,,þjóðarhag“ en Þórodd Guðmundsson, sem engin af- skipti vildi hafa af síldarflutningunum norður. 4——«■ MEDAL ANNARA ORÐA -J Eftir G. J. A. J-»— Frjeffirnar í ríkisúWarpins Frjettaflutningur útvarps- iins er hvorki nógu marg- brotinn nje ýtarlegur. — OFT HEFUR verið ymprað á því í blöðunum, að frjetta- flutningur útvai^psins væri mun ljelegri, en hann í rauninni þyrfti að vera. Hefur því ver- ið haldið fram í þessu sam- bandi, að erlendu frjettirnar væry iðulega gamlar og ófull- komnar, og innlendu frjet'tirn- ar stundum ómerkilegri en svo, að það tæki því að fara að hrópa þær út um allt land. Hvort sem hjer er um erfið vinnuskilyrði eða of fámennt starfslið að ræða, held jeg að töluvert sje til í þessum ádeil- um. Það vantar oft og tíðum lífið í erlendu frjettirnar út- varnsmannanna, og jeg hygg að þær sjeu of einskorðaðar við eina eða tvær útvarpsstöðvar út um heim. Aðalfrjettatímar útvarpsins eru um kl. 12.30 og 20.00. Það er sjálfsagt gott og blessað, því flesfir munu mega vera að því að hlusta á þeim tímum. En frjettatíminn er takmarkaður bæði af auglýsingum og ýmsum dagskráratriðum, og ósjaldan kemur það fyrir á kvöldin, að ,,það, sem eftir er af frjettum, verður lesið í síðari frjettatím- anum“. • • FRJETTABERGMÁL ,,Síðaiji frjettatíminn“ er hinsvegar því nær ófrávíkjan- lega fyrir neðan allar hellur. Hann byggist að langmestu leyti á stuttum úrdrætti úr frjettum, sem þulirnir eru þeg- ar búnir að lesa fyrir hlustend- ur, og það bregst varla, að þetta frjettabergmál sje látið vera aðalefni frjettanna kl. 10, jafnvel þótt nvir c'tórviðburð- ir hafi orðið uti í heimi. Það er ekkert sisldgæfur atburð- ur, að útvarpsmennirnir bless- aðir lát.i sjer nægja kiukkan tiu að stúta á nýjan leik sömu Gyðingunum tveimur, er skotn ir voru í kvöldfrjettunum kl. átta. og það jafnvel þótt háif- um tug Gyðinga hafi verið kom ið fvrir kattarnef á þeim tveim klukku-stundum, sem líður á milli írjettatímonna. © Q INNLENBAR FRJETTIR Um innlendu frjettirnar má að ýmsu leyti segja það sama. Þó er það mest áberandi, hversu val frjettanna sýnist stundum fara í handaskolum, eins og þegar dýrmætum tíma hlust- endanna er eytt í það að tjá þeim, að ríkisútvarpinu hafi borist þetta og þetta tímarit, og í bví sjeu greinar eftir þenn an og hinn. Tímaritin geta að sjálfsöeðu verið ágæt, en það á ekki að vera að fræða útvarps notendur um það, að einhver Jón Jónsson hafi ritað minning arorði um N.N. Þetta er efnis- yfirlit og ekkert annað og á, hverm ‘idma nema i auglýs- ingu. o • ^AGSBRÍJN OG HVASSAFELL í pm- birti Morgunblaðið frjett 'im bað, að Dagsbrún hefði á hriðjudagskvöld stöðv- að lestun Hvassafells. Þegar þetta er ritað, hefur ríkisútvarþ ið enn ekki minnst á þennan atburð. Ætla mætti þó, að hjer væri frintt á ferðinni, sem mik- ill meirihluti þjóðarinnar vildi fá að fmgiast með. En útvarp- ið birt’r hana ekki. Ástæðan hlýtur ?ð vera sú. að það leiði hana viliandi hjá sjer, rjettlæti það bp ef til v;ill með því, að frjettin sje pólitísks eðlis. Eh sje fvo er kommúnistum í DaTPbrúu vissulega lítill greiði gerður því hægt er þá að líta A þögn ríkisútvarps- ins sem yfirlýsingu um það, að Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.