Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. jan. 1948 MORGUNBLAÐIÐ í I I í I il ^J^uenjjóÉin og JSeim iíiS —+ i I r . dóttir. Minniiiffarorð Hæfileiknkönnun — — nýr þáttur í uppeldisntálum íslendinga Viðtal við Ásu Jónsd. frá Ásum FYRIR nokkru síðan er.kom- in heim frá Bandaríkjunum ungfrú Ása Jónsdóttir, frá Ás- um, eftir fiögra ára dvöl þar í landi, við nám í sálarfræði, upp eldisfræði og bókmentum. Lauk hún meistaraprófi í sálarfræði frá háskóla Norður-Dakóta- ár- ið 1946. Mun Asta fyrsta íslenska stúlk- an, sem hefir lagt sjerstaka stund á það, sem á ensku kallast „clini- cal psychology“, þ. e. próf á hæfi leikum manna, áhugamálum og gáfum með vísindalegum aðferð- um. Asa vinnur nú að rannsóknum með dr. Matthíasi Jónassyni, auk Jsess sem hún kennir uppeldis- fræði í Kvennaskólanum. Kvennasíðan hitti hana að máli fyrir skömmu, til þess að forvitn- ast um störf hennar. —■ Hvenær fekstu fyrst áhuga á sálarfræði? — Síðasta veturinn minn í Kennaraskólanum. Þá hlustaði jeg á háskóafyrirlestra hjá dr. gímoni Jóh. Agústssyni. Gáfna- og hæfnipróf. — I hverju eru gáfna- og hæfni próf fólgin? — Gáfnaprófin eru raunveru- lega þrautir, sem lagðar eru fyrir menn til úrlausnar, — Ef verkefnin eru hentug og ná- kvæmum reglum fylgt, þegar gerður er samanburður á úr- lausnum margra inanna, þá er ætlað að gáfnapróf geti orðið nokkuð áreiðanlegur ' mæli- kvarði á hæfileika þeirra og skynsemi. Víðast erlendis er því þannig háttað, að nemendur ellra barnaskóla, og í mörgum tilfellum unglingaskóla líka, eru prófaðir, fundið hverjum gáfum og hæfileikum þeir eru ■feæddir, hver áhugamál þeirra eru og til hvers þeir muni hæf- astir. Þegar í æðri skólana kem- lir, er þeim svo hjálpað til þess óð |Velja rjetta námsgrein og komast á rjetta hillu í lífinu. Hg Ása Jónsdóttir. Margar tegundir prófa. — Eru ekki til margar teg- undir af þessum prófum? — Jú. I flestum þeirra er ald- urstakmarkið 16 ára, í sumum 22 ára. Markmið sálarfræðinn- ar er að hjálpa fólki. Takmark allra prófanna er að hjálpa ein- staklingum til þess að velja sjer lífsstarf við sitt hæfi, nota hæfi- leika sína rjett. Er talið heppi- legast að menn velji sjer lífs- starf á unga aldri, ekki seinna en 22 ára. Með þessum prófum er einn- íg hægt að hjálpa til þess að raða niður í deildir í barnaskól- unum. Oft er t. d. í ljelegustu deildunum einn og einn nem- andi, sem ekki fær notiö' gáfna sinna, sem er greindari en frammistaða hans í skólanum sýnir. Ef slíkt kemur í ljós við .gáfnapróf, er þá hægt að kom- ast fyrir ástæðurnar, sem geta verið t. d. slæmur fjelagsskap- ur eða ljelegar heimilisástæð- ur og hjálpa nemendunum. Sje hægt að gefa svona próf stöð- ugt,_er ástæða til þess að ætla, að einstaklingurinn verði ham- ingjusamari í starfi sínu, hæf- ari til þess að leysa það vel af hendi, þjóðin farsælli og sjálf- stæðari. frófin hafa horið góðan ár- angur. — Hafa slík próf borið góð- an árangur erlendis? •— Já, mjög góðan, og þá vit- anlega einkum á síðari árum með aukinni reynslu og þekk- ingu í bessum efnum. Prófin upprunnin í Frakklandi. — I hvaða löndum eru rann- sóknir í þessum efnum lengst komnar? — Próf þessi munu upprunn- in í Frakkiandi. BraUtryðjandi þeirra var franski uppeldisfræð ingurinn Binet. Jeg er þessum málum best kunnug í Banda- ríkjunum. Þar 1 þykir nú jafn- sjálfsagt að gefa öllum börnum gáfna- og hæfnipróf og skóla- skyldan er. — Þú vinnur með dr. Matt- híasi Jónassyni? — Já. Við vinnum nú að því að samræma þessi próf st-að- háttum íslenskra barna. Við höfum þrófað börn frá 3—13 ára í barnaskóiunum. En vegna fjárskorts og takmarkaðs vinnu krafts, getum við ekki ferðast eins víða um landið og æskilegt væri, því að helst þyrfti að prófa börn allsstaðar af á land- inu. Ennþá höfum við líka að- eins getað. geflð einstaklings- próf — engin hóppróf. En hvort tveggja er nauðsynlegt, ef fást á fullkomin þekking . á hæfi- leikum og eiginleikum barns- ins, en sú þekking er aftur nauðsynleg, ef hægt á' að vera að leiðbeina því með nokkrum árangri. — Hvað heldurðu að lagt verði þangað til þessi próf verða fastur liður í skólum hjer lendis? — Erfitt er að segja um það. En það ætti að verða innan fárra ára. Fer það vitanlega! mikið eftir því, hvernig vinnu- skilyrði okkar, sem að rann- sóknunum vinna, verða fram- vegis. Þetta er.geysimikið verk eins og raunar öll brautryðj- endastörf, og kostar mikið fje. — Hefir verið hægt að gera samanburð á gáfnafari þjóða, með þessum prófum? — Það hefir verið gert. En prófunum verður að haga eftir aðstæðum” í hverju þjóðfjelagi fyrir sig, og þess vegna ekki auðvelt að gera samanburð á gáfnafari þjóða, sem búa við ólíkar aðstæður og hætt við að slíkt beri lítinn árangur. F.nginn munur á gáfnafari karla og kvenna. — Er nokkur munur á gáfna- fari karla og kvenna? — Nei. Rannsóknir í þeim , efnum sýna, að enginn munur |jv ur -er á gáfnafari hinna tveggja kynja. Amenningur vantrúaður. — Hefir almenningúr hjer trú á þessum gáfnapróíum? — Nei, menn virðast yfirleitt vantrúaðir á þau, og er það sjálf sagt eðlilegt, þar sem þetta er enn alt á byrjunarstigi og engin reynsla fengin. Fólk hefir ekki ennþá áttað-sig á því, hvað þetta er. En menn höfðu heldur ekki trú á læknavísindunum fyrst í stað. I sambandi við ílesta báskóla erlendis, sagði Asa að lokum, eru starfræktar stofnanir, sem fólk getur leitað til með áhyggj- ur sínar og erfiðleika og* fengið ráðleggingar. Er sennilegt, að slík stofnun rísi upp í sambandi við Háskóia íslands þegar fram líða stundii'. M. I. Samkvæmiikjóll Hjfer sjest kvikmyndadísin Ilona Massey í hvítum samkvæmiskjól. AU GLf SIN G ER GULLS IGILDI HUN LJEST að heimili sínu hjer i Reykjavík 27. nóv. s.l. rjettara 72 ára að cldri. Helstu æfiatriði hennar eru þau, að hún var fædd að Hval- eyri við Hafnarfjörð 23. nóvbr. 1875 og voru foreldrar hennar Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Guð mundur Einarsson. Misti hún föður sinn á unga aidri, en ólst upp í Haínarfirði með _móður sinni og systkinum, uns hún gift- ist 5. okt. 1904, Jóni Daníelssyni sjómanni, en hann fórst með þil- skipinu „Georg“, veturinn 1907, og eignuðust þau einn son, Guð- mun að nafni, er síðar verður getið. Síðan giftist Þórdís í annað sinn 23. sept. 1909 eftirlifandi manni sínum Einari Sveinssyni, trjesmið. Arið 1914 fluttust þa.u hjón að Brautarholti á Kjalar- nesi, en ári síðar keyptu þau heimajörðina Leirá í Leirársveit, þar sem þau bjuggu blómlegu búi í 9 ár, því að þau voru samvalin að dugnaði og myndarskap í hví- vetna og húsfreyjan kunni góð skil á öllu, sem í hennar verka- hring vár. Frá Leirá fluttust þau hjón síð- an til Akraneskaupstaðar, árið 1924, þar sem Einar bygði vand- að íbúðarhús. Dvöldu þar 5 ár, en fluttust síðan til Reykjavíkur árið 1929. Þeim hjónum varð 4 barna aúðið. Eru þau þessi: Jón, vjel- stjóri við síldarvevksmiðjuna á Dagverðareyri við Eyjafjörð, Hlöðver, járnsmiður í Rvík og Sveinn Sigurður, er gekk menta- veginn og nam verkfræði við há- skólann í Kaupmannahöfn. Náði hann að ljúka námi og komast til Islands, rjett áður en heimsstyrj- öldin skail á. Hann er fram- kvæmdastjóri við síldarverk- smiðjuna á Hjalteyri. Allir eru þessir - bræður kvæntir og hinir efnil’egustu menn, sem þeir eiga kyn til. Fjórða barnp þeirra hjóna Þordísar og Einars hjet Berg- þór, er dó á 1. ári. í stað hans tóku þau hiónin móðurlaust fóst- urbarn þriggja ára, Arnheiði Jónsdóttur, og ólu upp sem sitt eigið barn. Guðmundur, sonur Þórdísar af fyrra hjónabandi, fór á togara, er hann hafði aldur til. Gekk einnig í Stýrimannaskólann, og lauk þar prófi. Hann hafði fest sjer unga konu á Akranesi, kom- ið sjer upp íbúðarhúsi og farið var að undirbúa brúðkaup beirra. Ætlaði hann sjer jafnvel að hættá sjómensku og snúa sjer að öðr- um störfum, en rjett áður en \ þetta yrði, drukknaði hann á vjelbátnum „Kveldúlfi“ frá Akra nesi. Mun báturinn hafa sokkið og fórust allir mennirnir og kunni því enginn frá' tíðindum að segja. Þetta hörmulega slys bar við í janúar 1933. Þannig hlutu báðir feðgarnir legstað í hinni votu gröf. Guðmundur var prýðilega gefinn og ágætis dreng- ur. Eins og nærri má geta var þetla mikill sorgaratburður fyrir alla þá, sem hjer áttu hlut að máli. Hinn ungi maður var að- eins 26 ára að aldri. Ekki verður annað sagt en frú Þórdís fengi að kenna á mótlæti og sviplegum ástvinamissi í líf- intrr Auk þess þjáðist hún síðustu árin af hjartasjúkdómi, er að lok um dró liana til dauða. En allt þetta bar hún með miklu sálar- þreki, sem henni var gefið í ríki legum mæli. Hún var kona prýð! lega gefin til sálar og líkama Hún var stilt og prúð í framkomt en hvar sem hún kom, var henn veitt eftirtekt sakir prúðmensku hennar og glæsimensku. Sístarf- andi var hún alt sitt lif og er hún síðustu árip gat ekki haft ferilvist, vann hún í sessi sínum með miklum snildarbrag. — Mun hennar því lengi minst verða, ekki einungis af ástvinum henn- ar, heldur og óllum þeim, sem til hennar þektu. Væri vel, ef Island ætti sem flestar konur henni líkar. Blessuð sje minning hcnnar. Einar Thorlacius. íngibjörGu msin Á MIÐVIKUDAGINN var móðurfaðm fósturjarðarinnar iog frú Ingibjörg Guðrnundsdóttir, sem and- aðist 5-. þ. m. að heimili sonar síns, Jóns Bjarnasonar heildsala, Hring- braut 63. Hún var fapdd að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 13. maí 1866, Foreldrar hennar voru sæmdarhjón- in Magnhildur Björnsdóttir, gull- smiðs að Setbergi á Skógarströnd og Guðmúndur Þorgrímsson Thor- grímsens prestj að Saurbæ. Þegar Ingibiörg var ársgömul íluttu foreldrar hennar búferlum að Bedgsholti i Melasvcit, þar sem þau bjuggu siðan um 50 ára skeið. Þar ólst Ingibjörg upp ásamt 6 systkin- um, er upp komust og var hún elst ■ þeirra. Fagurt var æskuheimilið og mjög til fyrirmyndar á þeim tíma, og var heimili hennar siálfrar mjög eftir því. 1893 giftist hún Bjarná Jónssyni Benediktssonar, prests, að Saurbæ, mesta ágætis og sæmdar manni. Biuggu )iau mörg ár fyrir- myndarbúi fyrst að Melum í Mela- sveit og síðar á I.æk í sömu sveit, en fluttu 1911 til Reykjavíkur. Á miðri æfi misti Bjanfi heilsuna og lá aft rúmfastur, en stjómaði þó með ráðum og dáð. En hann bjó ekki einn. Kom þá, og æ - síðan, í ljós, hve góð ’og mikil kona og húsmóðir I Ingibjörg var, þótt hún ljeti ekki I mikið vfir sjer. Reyndi eftir það I mjög á dugnað hennar, ráðdeild og forsjá. Verkefnin og ahyggjurnar urðu flein og stærri. En hún var góðum gáfum gædd og flestum þeim kostum búin, er konu mega -prýða. Og Guð hafði gefið henni það trausí og þá trú, sem flytur fjöll erfið- leikanna af ltísleiðinni. Hún vana líka öll sín störf með gleði og alúð. Húgpiúð var hún i hverri raun, stillt og þolinmóð svo af bar. Þau hjón eignuðust 2 (jörn, Jón og Asiu, sem ljest úr spönsku veikinni 1919, frá manni og. tveim sonum ó fy rsta og öðru ári. En Bjarna mann sirm misti Ingibjörg sumanð áður (19 j7). Dóttursynina tók hún báða, er þeiv mistu móðurina og ól þá upp, raefí aðstoð Jons sonar síns. Skorti þav ekki á móðut ást og umhyggju. Fór hi'rn með þá sem væru þeír lí' 3:c hennar Ii.fi. Allir, sem þekíu Ingibjörgu, unn i henni og dáðu, þakka Gúði fyrir líf hennar. vináttti og trvgð, harma haua látna og blessa minningu hennar. Gama.ll vi:mr. Bandarískur hnrgari riœmiíur tii ilaufio í Júgóslavíu. Belgrad — Nýlega hefur am.er • ískur borgari Emma Doblejalr. verið dæmd til dauða fyrir a?> reyna -að útvega sjer amerís' ; vegabrjef til þess að kon A heim. Ættingjar hennar í Banaa - rikjunum hafa kært til stjórn- arinnar og er málið í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.