Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur 23. tbl. — Fimmtudaginn 29. janúar 1948. Isafoldarprentsmiðja h.f. lítlil fyrir ai franska stjórnin falli Um þessar mundir eru 21 stúdent frá Danmörltu, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á ferðalagi um Bandaríkin í boði Norræna fjelagsins (SAS) og The Nett> York Metropolitan School Study Council. — Hjer sjást stúdentarnir er þeir komu á La Guardia flugvöllinn í New York. Ferðalágið stendur yfir í ZV% mánuð. Samrýming kolafram- leiðslu Saar og franska efnahagsins samþykt ar sasa m PARÍS í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. TALSMAÐUR franska utanríkisráðuneytisins staðfesti í dag fregnir þess efnis, að samningar hefðu tekist milli Frakka, Bandaríkjamanna og Breta um að samræma kolaframleiðslu Saar-hjeraðanna og fjárhag Frakklands. Flutningur kola, sem framleidd eru í Saar-hjeruðunum, til Vestur-Þýskalands verður stöðugt minnkaður þannig að í apríl 1949 verður framleiðslan öll í höndum Frakka, en það eru um 12 milljón tonn á ári. Framkvæmdir ákvörðunarinnar ‘ að byrja Kolaframleiðslunefnd Evrópu hefur verið skýrt frá ákvörðun þessari og sagt, að draga sína eigin ályktanir varðandi hana. Þegar talsmaður ráðuneytis- ins var spurður hve mikil vinna væri eftir til þess að fram- kvæma ákvörðun þessa svaraði hann: „Mjög lítil“. Afstaða Saar-hjeraðanna Enn á eftir að gera nauðsyn- legar ráðstafanir um hver versl- unarafstaða Saar-hjeraðanna verður til annarra landa í Evr- ópu og þá sjerstaklega Þýska- lands, en þó mun ekki langt líða u.ns þær hafa einnig verið á- kveðnar. 33 farasl í flugslysi í Kaliforniu Fresno í gærkveldi. 33 FARÞEGAR fórust í dag þegar flugvjel rakst á fjallgarð nálægt hjer og brann til kaldra kola. Yfirmenn flugvallarins í Oakland skýrðu svo frá að í morgun hefði flugvjel með 28 landbúnaðarverkamönnum og álröfninni farið þaðan. Björgun arsveitir höfðu þegar náð 19 lík um úr flaki vjelarinnar og var talið fullvíst að enginn af þeim sem enn voru í vjelinni gætu verið á lífi. — Reuter. Stokkhólmur miijónaborg. Stokkhólmi — Stokkhólmur er nú um það bil að verða miljóna- borg og voru íbúar borgarinnar árið 1947, 850,000 sem er 22,500 hærra en 1946. Vppreisnarmenn fara hallloka. Washington — Zervas hers- höfðingi, leiðtogi gríska þjóðar- flokksins, nýkominn hingað í mánaðarheimsókn, tjáði blajða- mönnum, að hann væri vel á- nægður með sókn stjórnarinnar gegn uppreisnarmönnum. 159 gesfir á Kefla- víkurfiugvelli 159 GESTIR komu á Kefla- víkurflugvöll í gær til þess að skoða risaflugvirkin, sem þar voru. Hafði verið tilkynnt, að gestir mættu sköða þessar flug- vjelar, en svo stóð á, að um síðustu helgi laskaðist skrúfu- blað risaflugvirkis, sem var að koma frá Bandaríkjunum og í gær kom annaö risaflugvirki frá Múnchen í Þýskalandi með nýtt skrúfublað. Flugvjelinni frá Þýskalandi seinkaði nokkuð og varð það til þess, að Sumir gestanna fóru aftur áður en vjelin kom, en þeir, sem biðu, skoðuðu flug- vjelina og foringi hennar skýrði út fyrir gestum þin ýmsu atriði hennar. Síðar skoðuðu gestirnir hinar nýju byggingar á vellinum. Eins og áður hefir verið frá skýrt er öllum heim.ilt að koma á Keflavíkurflugvöllinn hve- nær sem er og skoða það, sem þeim sýnist þar. Bandarískir Gyðing- ar fil aðsloðar Paleslínu-Gyð- ingum París í gær. NEFND amerískra Gyðinga kom hjer við í dag á leiðinnni til Palestínu til þess að athuga ástandio þar. Formaður nefnd- arinnar er Henry Morgenthau jr. fyrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. — Sagði Morg- enthau að það væri' tilgangur nefndarinnar að at.huga hvern- ig best væri fyrir Gyðinga í Ameríku að hjálpa bræðrum sínum í Palestínu. — Reuter. Hörð andstaða gegn gjaldmiðilsfrumvarpi stjórnarinnar PARÍS í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. ALLMIKLAR umræður hafa farið fram í franska þinginu í dag og í kvöld um ákvörðun frönsku stjórnarinnar að leyfa frjálsa verslun í gulli og öðrum alþjóðagjaldmiðil. Milli morguns- og kvöldfundanna ræddu þeir Schuman, forsætisráðherra, Rene Meyer, fjármálaráðherra og Bidault, utanríkisráðherra, við leið- toga sósíalista, en þeir, að undanskildum kommúnistum, hafa veitt frumvarpinu mesta andstöðu. Sósíalistar sögðu að fundinum loknum að þeir myndu greiða atkvæði gegn frjálsri verslun í gulli, en greiða ekki atkvæði í kosningum um önnur atriði frumvarps- ins. Stjórnin hefur gefið út tilkynningu um að hún geti ekki starfað, ef frumvarpið falli. Belgía, Holiand og Luxenburg ræða samningstilboð Luxemburg í gærkvöldi. ÁREIÐANLEGAR heimildir herma, að ráðherrafundur sá, sem Belgíá, Holland og Luxem- burg stofna til í dag, muni svara boði Frakka og Breta og ræðu þeirri, sem Bevin, utanríkisráð- herra, hjelt í neðri deild breska þingsins í s.l. viku og fjallaði um bandalag Vestur-Evrópu. Fundurinn mun stefna að því að algjört efnahagslegt sam- ræmi náist milli hinna þriggja þjóða og hafa þær þegar gert með sjer tollabandalag. —- Reuter. Franskir kommúnistar tapa í nefndarkosningum "®Litlar líkur til þess að samkomulag náist Erlendir frjettaritarar telja að litlar líkur sjeu til þess að framvarpið nái fram að ganga vegna þess að sósíalistar og kommúnistar ásamt nokkrum hægrimönnum eru á móti því. Telja kommúnistar að frúm- varpið muni hafa verðhækkun, og aukinn svartamarkað í för með sjer. Frjáls verslun í gulli nauðsynleg stýfingu frankans. Stjórn Frakklands hefur neit- að þeim orðrómi sem gengið hef ur að það sjeu Bretar sem standi á bak við ákvörðun hennar. Sagði í tilkynningu í dag að ef þessi liður frumvarpsins, þ. e. a. s., frjáls verslun í gulli verði ekki samþykkt þá komi verð- stýfing frankans að engu haldi, og stjórnin muni segja af sjer ef það fáist ekki samþykkt. Stjórnin hliðar fyrir kröfum jafnaðarmanna Margir frjettamenn hafa lát- ið þá skoðun í ljósi að hugsan- legt sje að stjórnin muni hliðra til að nokkru til þess að halda fylgi jafnaðarmanna en það er þó ekki taliö nóg til þess að samþykki fáist í þinginu. C.G.T. verkalýðssambandið er andvígt frumvarpinu. Missa mikilvægar formannaslöSur PARÍS í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. í KOSNINGUM, sem fram fóru í franska þinginu í dag, töpuðu kommúnistar þremur forsetastöðum í nefndum innan þingsins. Hefur fylgi þeirra farið minnkandi þar vegna ítrekaðar mótstöðu þeirra gegn frumvörpum stjórnarinnar gegn dýrtíðinni. Stöður þær, sem þeir misstu eru afar mikilsverðar innan þingsins. Stöður þær, sem kommúnistar töpuðu Þegar kosningar fóru fram um formann utanríkismálanefnd ar var Eduard Donnevur, radi- kali, kosinn í stað kommúnistans Marcel Cachin. Raymond Mous- su, meðlimur þjóðlega lýðræðis-; flokksins, hlaut kosningu sem formaður landbúnaðarnefndar í stað Rochet, kommúnista, og Denis Courvonnier, sosialisti, hlaut kosningu sem formaður innanríkismálanefndar í stað kommúnistans Emanuel De Vi- gerie. Breskir Iþrófla- men koma hingað r I r r I REUTERS-SKEYTI, sem blaðinu barst í gœr- • kveldi, er skýrt frá því, að breska íþróttasambandið hafi ákveðið að senda frjálsíþróttamenn til kepni á íslandi 29. maí næst koroandi. Er tekið fram í skeytinu að hjer sje aðeins um fáa menn að ræða, en cngin nöfn nefnd í því sam- bandi. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.