Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ I Fimmtudagur 29. jan. 1948 mAnadalur Sl d (L aaa eítir ^dacL cyCondon ÓSKABRUNNURINN 116. dagur Þannig gekk alt vel fyrst í stað. En svo kom afturkippur í San Francisko. Nýir menn komu til valda í borgarstjórn- inni þar og þeir ætluðu. að spara og þyrjuðu á því að stöðva gatnagerð. Af því leiddi svo að grjótnámið i Lawndal varð að hætta, en það hafði selt þang- að götusteina. Billy varð nú að taka við hestum 'sínum aftur, og það var eigi aðeins að hann misti leiguna eftir þá, heldur varð hann nú að fóðra þá í þökkabót. Og hvernig átti hann nú að fá peninga til þess að greiða laun þeirra frú Paulr Gow Yum og Chan Chi? ,,Vjð höfum gapað yfir meiru en við getum gleypt“, sagði hann við Saxon. •% . Þetta kvöld kom hann seint heim, en þá lá vel á honum. Og bað lá líka vel á Saxon. Hún gekk á móti honum út að hlöð- unni þar sem hann var að leysa hálftaminn hest frá vagninurp. „Það er alt í lagi“, sagði hún brosandi. „Jeg hefi talað við þau öll þrjú. Jeg sagði þeim eins og var og þau sögðu að það gerði ekkert til þótt þau fengi ekkert kauþ greitt um . nokkurn tíma. Og eftir viku för um við að senda grænmeti á markaðinn og þá rignir pening um yfir okkur. Og svo þarf jeg að segja þjer eitt, sem jeg veit að þig furðar á. Hann Gow Yum kom til mín á eftir og bauðst til að lána mjer fjögur hundr uð dollara. Hann á peninga á banka, karlinn. Hvað -segirðu um þetta?“ „Jeg segi bara það að jeg þykist ekkert of góður til þess að fá þessa peninga að láni hjá honum, þótt haan sje Kín- ver.fi.. Það getur verið að jeg þurfi á þeim að halda, vegna þess —------- ja,' þú getur ekki giskað á hvað jeg hefi aðhafst í dag. Jeg hefi ekki bragðað matarbita vegna þess hvað jeg hefj^ átt annríkt". „Áttirðu svo annríkt við að vinna með höfðinu?“ spurði hún og hló. „Já, það má til sanns vegar færa“, sagði hann og hló líka. „Jeg hefi ekki gert annað en ausa út peningum í allan dag“. ,,Þú hafðir eíiga peninga til að ausa út“, sagði hún. „Jeg hefi lánstraust hjerna í dalnum“, sagði hann drýginda- lega. „Og jeg hefi notað það óspart í dag. Giskaðu á hvað jeg gerði?“ „Þú hefir keypt þjer reið- hest“. Hann rak upp slíkan tryll- ingshlátur að hesturinn fældist og hann átti um' stund fullt í fangi að stilla hann. „Gettu betur“, sagði hann svo. „Þú hefir keypt tvo reið- heseta“. „Ekki ertu nú getspök“, sagði hann. „En það er heldur ekki von að þú getir upp á því. Nú skal jeg segja þjer söguna. Þú kannast við hann Thiercroft. Jeg keypti vagninn hans fyrir sextíu dollara. Svo keypti jeg annan vagn af smiðnum í Ken wood. Það er dágóður vagn og hann. kostaði heldur ekki nema fjörutíu og fimm dollara. Og svo keypti jeg vagninn hans Pings, það er nú almennilegur vagn, énda kostaði hann sextíu og fj,mm dollara. Jeg hefði get- að fengið hann fyrir sextíu dollara, en Ping sá það á mjer að jeg vildi endilega ná í vagn- inn og setti hann úpp um fimm dollara fyrir það“. „En hvar fjekkstu peninga til alls þessa?“ spurði Saxon hikandi. „Sagði jeg þjer ekki að jeg hefi lánstraust hjer í dalnum? Jeg hefi ekki látið af hendi eitt einasta cent í allan dag, nema hvað jeg borgaði tvær svipur. Svo keypti jeg þrenn tvöföld aktýgi og hvert þeirra kostaði tuttugu dollara. Jeg keypti þau af ökumanninum í grjótnámunni, því að hann hafði ekkert við þau að gera lengur. Og svo leigði jeg af honum fern eyki og jeg á að greiða hálfan dollar í leigu á dag fyrir hvern hest. Jeg leigði líka fjóra vagna af hönum og borga hálfan dollar á dag fyr- ir hvern þeirra. Jeg á því að greiða honum sex dollara á dag í leigu. Aktýgin keypti jeg"a mína eigin hesta. Og hvað var það nú meira? Jú, svo leigði jeg tvær hlöður í Glen Elle.n og jeg pantaði fimtíu smá lestir af heyi og heilt vagn- hlass af gripafóðri frá verk- smiðjunni í Kenwood — því að ieg þarf að fóðra alla þessa hesta. Síðan rjeði jeg til mín sjö menn fyrir tveggja dollara kaup á dag — hvað, hvað geng ur að þjer?“ Saxon hafði klipið hann fast í handlegginn. ,,Nei, þú ert vak andi“, sagði hún alvarleg. Svo þreifaði hún á slagæðinni: „Nei, þú ert ekki með hitasótt“. Sein ast þefaði hún framan úr hon um. „Nei, þú ert líka ódrukk- inn. Haltu þá áfram. Hvað ertu að segja?“ „Ertu ekki ánægð með þetta sem komið er?“ „Nei, jeg vil -heyra meira. Jeg-vil vita hvernig á þessu stendur“. „Jæja, jeg skal þá byrja á því að segja þjer frá því, að sá gamli, sem jeg vann hjá í Oakland, er ekki mikið hygn- ari en jeg. Jeg er ekki eins vitlaus og margur heldur. Og nú skal jeg segja þjer frá hvern ig mjer tókst þetta, og jeg er alveg hissa á því að einhver í Glen Ellen skyldi ekki verða á undan mjer. En það er lík- lega af því að þeir eru allir sofandi þar — hver maður gat sjeð þetta ef hann vildi. Þú veist að verið er að stofna þar stórt fjelag til þess að brenna múrstein. Jeg var nú í vand- ræðum með þessa sex hesta, sem jeg átti og hafði enga vinnu fyrir en varð nú að fóðra í þokkabót. Og þá^datt mjer alt í einu í hug þessi tígulsteinaverk smiðja. Jeg fór þangað og náði tali af japanska efnafræðingn- um, sem hefir staðið fyrir til- raununum. Þarna voru komnir verkstjórar og allt var að byrja. Jeg spurði þá og íhugaði mál- ið. Svo fór jeg til leirnámunn- ar. Það er alt undan fæti það- an svo að það er nærri því eins erfitt fyrir hestana að draga tómu vagnana upp í námuna eins og fullhlaðna vagna frá henni. Og þá settist jeg niður og fór að reikna. Japaninn hafði sagt mjer að allir helstu menn fyrirtækisins væru vænt anlegir með morgunlestinni. Og nú gerði jeg sjálfan mig að nokkurs konar móttökunefnd fyrir þá háu herra. Um leið og lestin rann inn á stöðina stóð jeg þar og heilsaði þeim og svo fór jeg á eftir þeim niður til verksmiðjunnar. Jeg heyrði á tali þeirra að hjer eru mikl- ar framkvæmdir í aðsígi. Og þegar mjer þótti tími til kom- inn bar jeg fram tilboð mitt. Jeg var samt dauðhræddur um að þeir mundu þegar hafa ráð- ið mann til þess að sjá um alla aðflutningana. En þegar þeir spurðu mig hvernig jeg hefði hugsað mjer þetta, þá vissi jeg að svo var ekki. Jeg hafði réiknað þetta allt saman út og jeg þuldi það upp úr mjer, en einn þeirra skrifaði það allt í vasabókina sína. „Við byrjum í stórum stíl og fyrirvaralaust“, sagði hann og hvessti á mig augun. . „Hafið þjer vagna og hesta til taks“. „Jeg get komið hingað hve- nær sem er með fjórtán hesta og sjö vagna“, sagði jeg án.þess að blikna, og þó vissi jeg að jeg^hafði ekki aðra hesta en Hazel og Hattie og þær eru báðar of Ijettar fyrir slíkan akstur, „Og ef þið þurfið fleiri hesta og vagna þá gét jeg út- vegað þá — það er allt og sumt“. „Gefið okkur fimtán mín- útna umhugsunarfrest, herra Roberts“, sagði hann þá. „Auðvitað“, sagði jeg jafn borginmannlega og jeg ætti all an dalinn. „En eitt skilyrði verð jeg að setja. Jeg vil fá tveggja ára samning, því að alt miðast við það. Og eins verð jeg að krefjast". ,,Hvað er það?“ sagði hann. „Það er viðvíkjandi af- greiðslustaðnum11, sagði jeg. ,,Og fyrst við erum hjer stadd- ir þá er best að jég sýni ykk- ur það“. Þeir höfðu gert áætlun um það hvar akbrautin skyldi vera, en hún lá niður í laut og svo var brekka að afgreiðslustaðn- um. Jeg sýndi þeim fram á að þetta væri óhafandi fyrirkomu lag. „Það þarf ekki annað“, sagði jeg, „en að láta veginn liggja í ofurlítinn boga og gera svo upphækkaða braut á kafla“. Þetta skildu þeir undir eins. Þeir höfðu bara ekki athugað það upphaflega vegna þess að þeir voru að hugsa um múr- stein, en jeg sá það vegna þess að ieg var að hugsa um akst- ur. Svo ljetu þeir mig bíða líklega hálftímá, og jeg var þá álíka á nálum eins og þeg- ar jeg bað þín. Jeg fór yfir alla útreikninga mína aftur til þess að sjá hvar jeg gæti slegið af. Jeg hafði reiknað alt með borgartaksta, svo að jeg bjóst við því að slaka t,il. Svo komu þeir. „Það ættu að vera lægri takst ar hjer uppi í sveit“, segir sá helsti. ••aiiiiiiiuiiiiiiiiiiiMiimuiiimiiiMimiiuiiiiimiiiiiiiiM Gunnar iánsson lögfræðingur. - | Þingholtsstr. 8. Sími 1259 | liiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiimiMiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiNi BEST AÐ AUGLÍSA t MORGUNBLAÐINU Eftir Ida Moore. 9. „Þá hef jeg oft talað við þig. Það var svei mjer gaman að1 hitta þig! Jeg vissi ekki að þú værir almennilegur maður“. „Jeg er ekki maður — jeg er dvergur", svaraði Bergmál með nokkurri þykþju. „Og jeg er meira að segja mjög gáf- aður' ðvergur. Jeg er orðinn dauðleiður á því að svara indí- ánaöskrum þínum og öðrum kynjahljóðum, sem þú gefur f.rá þjer. Jeg er ennþá hás síðan þú varst að herma eftir þoku- lúðri í heila klukkustund um daginn“. Skellihlátur kvað við. „Jæja, kallinn — finst þjer það hlægilegt? Jeg get nú bara sagt þjer, að það er engin ástæða til þess að hlægja að því“= „Jeg hló ekki.“ „Jú, jeg held jeg hafi heyrt til þín!“ „Það var ekki jeg, sem hló. Það er eitthvað hjerna í gras- inu fyrir framan mig. Hláturinn kom þaðan“. „Nú — þá er það iíklega vinur minn Gulfótur“. „Rjett er nú það. Hjer er Gulfótur!" var svarað vingjarn- legri röddu, og á næsta andartaki stökk stór froskur upp á girðinguna til Stebba.' — Við vorum að hlaða múr- steinum í kapp, og Sörensen þaut fram úr mjer? ★ — Dýpsta sorg í lífi vitrings ins er það, þegar heimskinginn faðmar hann að sjer og segir: — Jeg er alveg sammála þjer. ★ Nýr leigjandi: — Jeg vona að rúmfötin sjeú hrein. Húsfreyjan: — Jeg ætla bara að láta yður vita það að fyrri leigandi fór altaf í bað einu sinni í viku. ★ — Þegar jeg giftist þjer hjelt jeg að þú -ærir hugaður karl- maður. — Já, það fannst víst flest- um. — Sólin er ákaflegá gömul, en hver sólaruppkoma er ný. ★ — Varstu við jarðarförina hans Jóakims? — Nei, jeg þekkti hann of vel. Hann er einn af þeim, sem aldrei borgar í sömu mynt. ★ — Jeg veit ekki, hvað jeg á að ?era við konuna mína. Hún vakir til kl. 3 og 4 á nóttunni. — Hvað er hún að gera alla nóttina. — Hún bíður eftir að jeg’ komi heim. ★ Hann: — Jeg myndi kyssa yður, ef jeg væri viss um að enginn sæi það. Hún: — Á jeg að loka aug- unum. — Maður getur það sem mað ur yi.ll. Að minnsta kosti getur maður ekkert nema maður vilji þaS. ★ — Manninum mínum fannst jeg vera grænbrennd eftir sum- arfríið. — Grænbrend? — Já, hann er litblindur, auminginn. •lllliilllllliiiiiiliiiimillliliiinii<-llillllllilllililillillllliil> S 1 | Almenna fasteignasalan | I Bankastræti 7, sími 7324 § i er miðstöð fasteignakaupa. 1 uiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin4iim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.