Morgunblaðið - 03.02.1948, Side 12

Morgunblaðið - 03.02.1948, Side 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: NORÐ-AUSTAN stinnings- kaldi. —- Úrkomulaastað mestu. BEESKUR þingamður I heiinsókn í Hvíta húsinu. —- Sjá grein á bls. 7.____ fe' Biíml. 14 þús. mál hárust EINS OG að likiiíYi lætur var ekki veiðiveður í Hvalfirði á suniiudaginn. Hingað til Rvíkur höfðu borist í gærkveldi um 14.200 mál síðan á laugardags- kvöld. Hjer í höfninni biðu í ; gærkveldi 27 skip löndunar. Meðan austan veðrið geisaði voru öll skipin sem voru í Hval firði, í vari, en talið var að þau hefðu verið milli 20 og 30. Sum þeirra höfðu þá feng- ið því sem næst fullfermi. önn ur minna og loks sum sem ekk- ert höfðu fengið. í gærmorgun er veður tók að ligna, köstuðu nokkur skip og náðu þau góðum köstum. Hlje varð svo á veiðinni. þar til dimma tók í gær. Þá kastaði flotinn almennt, en frjettir af aflabrögðum voru ekki fyrir- liggiandi í gærkveidi. Fróðir menn töldu þó fulla ástæðu til þess að ætla, að mik- il síldveiði myndi verða í Hval firði í nótt er leið. í gær var unnið að lestun Knob Knot. Selfoss er nú hjer í Rvík. Síld sem geymd hefur verjð hier í þró verður sett í skipið. I gær voru yfirleitt 10 skip ,,undir“ í senn, sem settu síld í Knob Knot. Þá var ver- ið að lesta þýskan togara. Skipin sem komu eru þessi: Andey með 200 mál, Jökull 200. Garðar 450, Þorsteinn RE 500, Skíði 850, Þorsteinn AK 650. Anglía 350, Haukur 1. 1100. Sídon 1200, Ásbjörn 450, Gunnbjörn ÍS 600, Sævar 950, Hugrún 1000, Gylfi EA 550, Nanna 1000, Helgi Helgason, Stjarnan 1200. Vöggur 100, Sleipnir 950 og Fagriklettur með 1400 mál. Þrír skjaldhafar Ármannsskjaldarins > i ÞESSI MYND var tekin að 36. skjaldarglímu Ármanns lokinn. Lengst til vinstri er Hallgrímur Benediktsson, fyrsfi skjaldhafi Ár- mannsskjaldarins, þá er Guðmundur Guðmundsson, núverandi skjaldhafi og loks Sigurjón Pjetursson frá Álafossi, sá er oftast liefur unnið skjöldinn. Glæsilegur æskulýðs- fundur Heimdallar í Sjálfstæðishúsinu^ í gærkvöldi Tvær fjölskyldur missa því nær aleigu sína í bruna fveir íbúðarskálar og einagerð brunnu um helgina. t AUSTAN STÓRVIÐRINU og rigningunni á sunnudaginn brunnu tveir braggar í Laugarnesskálahverfi. 1 þessum bruna varð 9 manns heimilislaus og misti því nær alt sem það átti. — Þá,' varð einnig bruni í Hafnarfirði, aðfararnótt sunnudags. Laugarnesbruninn Um klukkan 3,30 á sunnudag- inn sáu íbúar í Laugarnesskála hverfi, að eldur braust út um vesturgafl skálans nr. 20. Þar bjó Hafsteinn Ingvarsson með konu sinni og tveim börnum 5 ára og eins árs. Ekkert af heim- ilisfólkinu var heima er eldur- inn kom upp. Það hafði farið að heiman laust eftir hádegi. 1 næsta skála við, nr. 19, bjó Stefán Bjargmundsson háseti á bv. Belgum, ásamt konu sinni og þrem börnum, því elsta 4ra ára og það yngsta 7 mánaða. Stefán hafði farið í stað kunn- ingja síns á síldveiðar með m. s. Haukur I. og var því ekki heima. Kpna hans var ein heima með börnin. Hún sat í stofu sinni, sem var í austur enda skálans, og varð henni litið út um glugga á vesturgafli og sá þá að eldflugur teygðu sig fyrir gluggann. Ekki var hægt að- komast út um dyrnar á skál- anum, því þær eru á vesturgafli. Þá opnaði frúin glugga á austur gafli og fór þar út með börn sín og kom þeim fyrir í skála nr. 15. — «>-------------------------------* orðið fyrir mjö gtilfinnanlegU tjóni, þó sjerstaklega Hafsteinra sem misti alt sitt. Hjá báðum var alt óvátryggt. Einnig urðU skemmdir á húsmunum og fatn aði Guðmundar Árnasonar og var það mjög lágt vátryggt. Eldsupptök eru ókunn. í Ilafnaríirði Á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudagsins, var slökkviliðinU í Hafnarfirði tilkynt að éldur væri í Efnagerð Hafnarfjarðar við Norðurbraut. Þegar liðið kom á vettvang var mikill eld- ur í húsinu, en það er einlyft með steinsteyptum veggjum. Eftir um það bil 20 mín. hafðl liðinu tekist að slökkva eldinn. Þá var það að mestu brunnið alt að innan. Eigandi efnagerð- arinnar er Guðmundur Guð- mundsson. Allar vjelar og vöru- birgðir munu hafa skemst mik- ið og eyðilagst. Þessi atvinnu- rekstur var frekar lágt tryggð- ur. Þar unnu að jafnaði um 5 manns. Eínar Narkan heidur söngskemiun EINAR MARKAN efnir til söng skemtunar næstkomandi fimtu- dag í Gamla Bíó með aðstoð Fritz Weisshappel. Á efnisskránni eru verk eftir Sv. Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaidalóns, Árna Thorsteinsson, Einar Markan, Hans Meyer Pet- ersen og Richard Wagner. HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna, hjelt æskulýðs- íund í Sjálfstæðishúsinu í gærkvölai. Fundurinn var vel sóttur og máli ræðumanna sjerstaklega vel ‘tekið, enda fluttu þeir ræður sínar af einurð og festu. Eftirtaldir menn tóku til'® máls: Pjetur Guðjónsson, Lúð- vík Gissurarson, Jón Axelsson, Ágúst Hafberg, Sigurður Har- aldsson, Theódór Georgsson, Ás- mundur Einarsson, Þórður Jóns son og Ingvar Ingvarsson. Fundarstjóri var Þór Vil- hjálmsson, en fundarritari Sig- urlaug Kristjánsdóttir. Það vakti athygli, að komm- únistar sendu nokkrar velþekt- ar „sprautur“ sínar á fundinn og voru þeir skrifandi allan tím- ann, en auðsjeð var að þeir kunnu illa við sig þar. Fundu sem var, að þeir áttu enga sam- leið með hinni lýðræðissinnuðu æsku, er var í miklum meiri- hluta á fundinum. Það er vitað að æskulýðsfund- ir Heimdallar fara sjerstaklega í taugarnar á kommúnistum. Fundir þessir sýna vel hið mikla og vaxandi fylgi er Sjálfstæðis- flokkurinn á að fagna meðál æsku þjóðarinnaa, á sama tíma og æskulýðsfjelög kommúnista eru að lognast út af. Kómmún- istarnir er á æskUlýðsfundinum voru sáu, að þeir fá ekki öllu lengur umflúið sinn dóm. ÞeSs er rjett að geta, að þaj5 sem af er þessu ári hafa á anri- að hundrað nýir meðlimir geng- ið í Heimdalli og má segja að varla líði svo dagur að ekki bætist nýir f jelagar í hópinn. Alþingi ræðir fjár- lagafrumvarpiS FYRSTA umræða um hið nýja fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar fór fram í gær og var útvarpað. Fyrstur talaði Jóhann Þ. Jósefsson, fjármálaráðherra. Birtist ræða hans í blaði II í dag. Af hálfu kommúnista talaði Steingrímur Aðalsteinsson, af hálfu Alþýðuflokksins Finnur Jónsson og af hálfu Framsókn- arflokksins Halldór Ásgríms- son. Síðastur talaði svo fjármála- ráðherra í annað sinn. Treir árabar drepnir Jeifisalem í gærkv. TVEIR Arabar Ijetu lífið og átta særðust, or bíll, sem þeir voru í, valt um koll við spreng- ingu í námunda við Haifa. — Árásarmernirnir skutu einnig á bifreiðina. Björgunarstarfið Margt manna kom þegar að til þess að hjálpa við björgun húsmuna úr bröggum þeim sem taldir voru í hættu. Ú-r skála Hafsteins varð engu bjargað, enda var skálinn þá alelda. Úr skála Stefáns tókst að bjarga nokkru, en stærri húsgögn varð að skilja eftir, þara eð ekki var hægt að koma þeim út um glugg ana á austurgaflinum. Því sem bjargað var, var borið út á tún. Vegna veðurofsans fauk nokk- uð af fötum og öðru dóti. Slökkviliðið kemur Meðan þessu hafði farið fram, hafði Ólafur Theódórsson í skála 15, gert slökkviliðinu að- vart og kom það von bráðar á vettvang. — Þegar slökkvistarf ið hófst var skáli nr. 20 fall- inn og eldur kominn í skála nr. 19. Tókst slökkviliðinu fljótlega að ráða niðurlögum eldsins í skálanum, en hann var þá allur brunninn að innan ásamt hús- gögnum, sem þar voru inni og ekki náðust út. Þegar eldurinn var byrjaður að loga í skála nr. 19 var strax byrjað að bera út úr skála nr. 18, en þar býr Guðmundur Árna son skipverji á mb. Þorsteinn frá Reykjavík, er var á síldveið um í Hvalfirði. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum elds- ins áður en hann náði þessum skála. Tilfinnanlegt tjón Þeir Hafsteinn Ingvarsson og Stefán Bjargmundsson hafa Béíur frá Sauðárbrók lendir í hrabningum í OFVIÐRINU, sem geisaði á sunnudaginn var leitað aðstoð- ar Slysavarnafjelagsins, vegna vjelbátsins Eiríkur frá Sauðár- króki. Báturinn fór í róður á laug- ardag frá Keflavík, en þaðan stundar hann róðra og var ekki kominn að landi kl. 10 um kvöldið, eins og búist hafði ver- ið við. Um kl. 2 hafði enn ekk- ert heyrst frá skipverjum og var þá farið að óttast um skip og skipverja og var þá leitað til Slysavarnafjelagsins. Slysavarnafjelaginu tókst von bráðar að ná sambandi við varð bátinn „Faxaborg“, er lá í vari undir Stapanum Ekki tókst Faxaborg að finna bátinn, enda var aftaka veður og sjórok. Um kl. 7 í gærmorgun taldi Faxa- borg sig hafa heyrt í bátnum og ætlaði að reyna að miða hann en það tókst ekki Um hádogisbil í gær fekk SFysavarnafjelagið björgunar- flugvjelina á Keflavíkurflug- velli til þess að skyggnast eftir bátnum. Hún hafði skamt farið, er annar hreyfill hennar bilaði. Var þá strax snúið við og önn- ur flugvjel send. Hún var rjett komin á löft, er símað var frá Keflavík og sagt að báturinn væri kominn þangað heilu og höldnu. í Talst.öð og vjel bátsins hafði bilað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.