Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. febrúar 1948 MORGVNBLAÐiÐ 65 ára: Jón Fjall- dal? bóndi á Mel- graseyri Velrar-Olympíuleikarnir: ..* Svisslendingur vann í svigi karla Barbara Ánn Scotl vann listhlaup kvenna. Á VETRAR-OLYMPlULEIKUNUM í gær bar Svisslendingur sigur úr býtum í svigi karla. Frakki var í öðru sæti, og þriðji var Frakkinn Oreiller, sá er vann í bruni og tvíkeppnina í bruni og svigi. Bandaríkjastúlkan Fraser varð fyrst í svigi kvenna. Jón H. Fjalldal I DAG verður 65 ára Jón H. Fjalldal bóndi á Melgraseyri við Isafjarðardjúp. Hann er sonur Halldórs Jónssonar bónda á Rauðamýri, Jóns Haljdórssonar bónda á Laugabóli og konu hans Guðrúnar Þórðardóttir. Jón á Laugabóli var meðal fremstu bænda óg útvegsmanna á Vestfjörðum á sínum tíma. Halldór á Rauðamýri sonur hans gerðist einnig merkur búnaðar- frömuður og umbótamaður. Jón á Melgraseyri hefur fylgt fast í spor feðra sinna. Búskapur hans á Melgraseyri hefur verið með miklum myndarbrag en þar hóf hann búskap ungur að árum árið 1909 og hefur búið þar síðan. Melgraseyri stendur á fögrum stað, við rorðanvert ísafjarðar- djúp, þar sem Langadalsströnd gengur út í odda. Þar er víðsýni mikið og sióndeildarhringur fag- ur. Þaðan sjer út til hafs og Bolungarvíkurhyrna, inn Isa- fjörð og vestur yfir Djúp. Það er þessvegna rúmt um Melgras- eyrarbóndann. Það hefur komið Jóni Fjalldal vel. Hann er í eðli sínu athafnamaður, sem brennur stöðugur órói og starfslöngun í blóði. Um það ber lífsstarf hans greinilegt vitni. Melgraseyri, jörð in og það, sem á henni er, er lífs- starf hans. Og hún ber bóndan- um fagurt vitni. Melgraseyri er meðal reisuleg- ustu stórbýla þessa lands. Gripa- hús úr steini byggði Jón á 1919 og glæsilegt íbúðarhús skömmu síðar. Fyrir nokkrum vikum henti það hörmulega ólán að ibúða húsið, sem var steinsteypt eyði- lagðist af eldi. Vai það mikið áfall fyrir hinn ötula bónda á efri árum hans. En Jón Fjallda er ólíklegur til þess að láta bug- ast við það. Hann hefur á lífs- leiðinni mætt ýmsum óhöppum og mótlæti en hefur þó staðið upprjettur eftir sem áður. Jón Fjalldal var kvæntur Jónu Kristjánsdóttur frá Tungu í Daia mynni. Hún andaðist árið 1932 eftir langvarandi vanheilsu. Tvö börn þeirra, Halldór og Þor- gerður, eru á lífi. Auk þess ólu þau upp f jögur fósturbörn, Mark- úsínu Jónsdóttur, Signýju Krist- jánsdóttur, Jóhann Jóhannsson og Fanneyju Jónsdóttur. Heimilið á Melgraseyri hefur lengi verið eitt af öndvegisheimil um við Djúpið. Jón Fjalldal er góður heim að sækja. Hann er einlægur áhugamaður um fram- farir og eflingu íslensks landbún aðar og er áreiðanlega meðal þeirra, sem seinast vilja gefast irpp fyrir þeim örðugleikum, sem fólksfæð og vantrú á sveitir og sveitalíf, hafa í för; með sjer. Jeg á enga ósk betri til handa honum á þessum tímamótum lífs hans en að hann megi halda áfram að sjá hina sviphýru Mel- graseyri blómgast, gróður jarð- ar aukast, ný hús rísa. Þau laun erfiðis síns myndn 3íka þessum bjartsýna og dug- mlkla ísfirska bónda kærkomn- . ust. S. Bj. Fórnaöi bíl fyrir Olympíu- ® tiiil. í listhlaupi kvenna á skaut- um bar Kanadamærin Barbara Ann Scott sigur úr býtum. ¦— Önnur var Jeanette Altwegg, Bretlandi, 3. Eva Pavlik^ Aust- urríki, 4. Jirina Nekolova, Tjekkóslóvakíu, 5. Shirley Ad- ams, BretJandi, 6. Gretchen Merrill, USA. — Eftir að Bar- bara Ann Scott hafði unnið heimsmeistaratitilinn í list- hlaiipi á E 1. ári færði borgar- stjóri Ottawaborgar henni bíl að gjöf fyrir afrekið, en Scott íngariiir SAMKVÆMT frjettum, sem borist hafa hingað af tví- keppninni í bruni og svigi á Vetrar-Olympíuleikun- um, varð Magnús Brynj- ólfsson nr. 48, Þórir Jónsson nr. 65 og Guðmundur Guð- mundsson nr. 67. Var hann síðastur þeirra, er luku keppni. skilaði honum skömmu síðar aftur, þar sem hún hefði fyrir- gert rjetti sínum til þess að keppa á Olympíuleikum, ef hún hefði þegið laun fyrir listhlaup sitt og með því brotið áhuga- mannareglurnar. Listhiaup karla. Bandaríkjamaðurinn Richard Button sigraði í listhlaupi karla á skautum Annar varð Svisslendingurinn Hans Gers- chwiler, 3. Austurríkismaður- inn Edi Rada, 4. John Lett- engraver, USA, 5. Ede Kir- aly, Ungverjalandi og 6. James Crogan. USA. fsienskf lal af stál- þræði á kvikmyndir ALÞINGISMENN og blaða- menn heyrðu í gær íslenskar skýringar á kvikmyndinni um rafmagnið, sem sýnd hefir ver- ið á atómsýningunni undanfar- ið. Það var Pjetur Pjetursson þulur, sem talaði skýringarnar við rrryndina á stálþráð, en þeir fjelagar Magnús Jóhannsson og Sveinbjörn Egilsson út- varpsvirkjameistarar, hafa fundið upp aðferð til að nota stálþráðinn í sambandi við kvikmyndir. Skýringarnar við myndina voru eins eðlilegar og komu eins heim við efnið og skýringar í erlendum kvikmyndum. Er hjer um að ræða aðferð, sem mun hafa mikla þýðingu fyrir alla fræðslumyndasýning- ar hjer á landi, þar sem eftir- leiðis er hægt að hafa skýr- ingar á ísjensku með erlendum myndum með tiltölulega litlum tilkostnaði og fyrirhofn. ÞETTA er franski skiðamaðurinn Henri Oreiller, sem varð Olymp- íumeistari í bruni og tvíkeppni í svigi og bruni. Myndi spara 2 krén- ura NOKKRAR umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í gær um tillögu frá Sigfúsi Sigurhjart- arsyni og Jóni Axel um að raf magn til heimanotkunar skyldi selt á 18 aura kwst. í stað 19 aura eins og rafmagnsstjóri hef ur lagt til og að fastagjald á herbergi skyldi vera óbreytt 30 krónur. Borgarstjóri skýrði frá að lækkun sú, sem rafmagnsstjóri legði til á rafmagni til heima- j notkunar væri nokkru minni en 7 af hundraði eins og fyrir- skipað hefði verið af verölags- ' yfirvöldunum en hinsvegar | væri lækkunin á fastagjaldinu fyrir herbergi úr 30 kr. í 24 meiri en þessum hundraðshluta næmi, þannig að heildariækk- unin yrði 7,4% eða meiri en hin fyrirskipaða Jækkun. Ef tillaga þeirra Jóns Axels og Sigfúsar yrði samþykt, myndi lækkunin nema 8,4(.'<.. Myndi það þýða tekjurýrnun fyrir raf veituna sem- munaði nokkru. Ef athuguð værj hinsvegar hvaða áhrif slík lækkun hefði fyrir almenning, kæmi í ljós, að miðað við 3ja herbergja ibúð, sem keypti 2000 kwst. á ári, sem væri meðalnotkun, að hún sparaði 10—15 aura á mánuði eða allt að tveim krónum á ári fyrir fjölskyldu, sem byggi í slíkri íbúð. Það væri þessvegna ómögu- legt að segja að tillaga þeirra fjelaga væri þýðingarmikil fyr ir almenning. En rafveitunni væri að því mikið óhagræði, ef hún yrði samþykt, vegna þess að þá þyrfti að reikna raf mapnsverðið í brotum og tuga- brotum úr eyri. Tillagan var feld með 8 atkv. gegn 7. Kosið í nefndir o. fl. í bæjarsljórn í gær Á FUNDI bæjarstjórnar í gær fór fram kosning fulltrúa í ýmsar fastanefndir bæjarins, sjóðstjórnir og endurskoðenda bæjarreikninga. Fyrst fór fram kosning fimm fulltrúa i framfærslunefnd. — Fulltrúar Sjálfstæðismanna, sem eru þnr, eru þessir: Guð- mundur Asbjörnsson, Guðrún Jónasson og Auður Auðuns. — Fulltrúi Alþýðuflokksins er Soffía Ingvarsdóttir og komm- únista Katrín Pálsdóttir. — Þá fór fram kosning fimm fulltrúa til vara og eru þeir frá Sjálf- stæðisflokknum: Gunnar Thor- oddsen, María Maack og Stefán A. Pálsson. Frá Alþýðuflokkn- um Jóhanna Egiledóttir og frá kommúnistum Sófónías Jóns- son. • Næst voru fcosíiir þrír full- trúar í bygginganefnd, þeir Guð mundur Ásbjörnsson, Ársæll Sigurðsson og Tómas Vigfússon. Til vara Einar Erlendsson. Magnús Konráðsson. Fulltrúi bæjarráðs í heilbrigðisnefnd var kosinn Jóhann Hafstein, Bolli Thoroddsen verkfræðing- ur og Sig. Sigurðsson berklayf- irlæknir. Hann var einnig kos- inn í sóttvarnarnefnd. Kosinn var fulltrúi í stjórn Fiskimannasjóðs Kjalnesinga og var Guðm. Asbjörnsson kos- inn. Þá fór fram kosning þriggja bæjarfulltrúa í stjórn eftir- launasjóðs og voru kosin þau Auður Auðuns, Jóhann Haf- stein og Steinþói Guðmunds- son. Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri var kosinn til þess að semja verðlagsskrá. Kosinn var einn endurskoð- andi Styrktarsjóðs sjómanna- og verkamannafjelaganna í Reykjavík og var Alfreð Guð- mundsson kosinn. Þeir Eggert Claessen og Hall grímur Jakobsson voru kosnir endurskoðendur Músíksjóðs Guðjóns Sigurðssonar. I veitingaleyfisnefnd voru kosnir tveir fulltrúar, þeir dr. Jón Sigurðsson og Kristinn A. Eiríksson. Til vara Guðrún Jó- hansson og Björn Bjarnason. Endurskoðendur bæjarreikn^ inganna voru kosnir: Ari Thor- lacius, Ólafur Friðriksson og Árni Einarsson. Til vara Björn Steffensen, Har. Steinþórsson og Magnús Ástmarsson. Giinnar Gissyrarson MINNINGARORÐ VerkfræSingum lysf a vinsluaðferSina Á FUNDI í Verkfræðingafje- lagi íslands, sem haldinn var í I fyrrakvöld hjelt Sveinn Einars- són verkfræðingur hjá Hjalteyr- arverksmiðjunni erindi um hina nýiu síldarvinnsluaðferð, sem áð'ur hefur verið getið hjer í blaðinu. Meðal gesta á fundi þessum voru stjórnarmeðlimir Sildarverksmiðja ríkisins, for- stjóri Kveldúlfs, síldarverk- smiðjunefnd Reykjavíkurbæjar ; og fleiri áhugamenn um síldar- ! iðnaðinn. Að erindi Sveins loknu urðu nokkrar umræður og ljetu verk- fræðingar í ljós áhuga sinn fyrir þessu máli og ríkti almenn á- nægja á fundinum yfir að þetta mál skuli vera komið fram. Að lokum samþykti fundur- inn ályktun þess efnis, að reísa j bæri hið fyrsta hæfilega verk- smiðju til síldarvinslu með hirini nýju aðferð. HANN andaðist í Landakotsspítala 28. janúar síðastliðinn, hann var fæddur i Byggðarhorni í Sandvíkur hrepp 29. }úni 1898, var því á 50-. aldurs ári cr hann andaðist. Foreldr ar hans voru þau alkunnu merkis- hjón Ingibiörg Sigurðardóttir ættuð frá Langhoiti i Hraungerðishrepp og Gissur Gunnarssort fæddur og uppal- inn í Byggðarhorni, stóðu þvi að hon- um trauft og hófsamt fólk bæði í föð ur og moðurætt. Ekki vei'ður Gunnars svo minnsl að ekki ?ie minnst á bernskuheimili hans, þaðan eigum við æskuvinir hans margar ljúfar minningar. Þau Ingibjörg og Gissur bjuggu i Byggðarborni yfir 40 ári og eignuS ust 16 börn, þessum stóra barnahóp komu þau vel til manns, og liggur þvi eftir þau meira starf ep almennt gerist. Ekki var samt yfir neinu að kvarta, því bæði voru þau hjonin dugleg svo að afbar og sambúð þeirra tii sannrar fyrirmyndar, enda rikiti þar glaðva'rð og giiðvild. Það hlitur að vera erfitt að ala upp svo storan barnahóp en ekki var það að' sjá í' Byggðarhorni þar var tekið í'» móti hverjum gesti sem að garði bar með mikilli rausn og höfðingsskap,. og aldrei kvartað yfir erfiðum vmnií degj. Oft komum við krakkarnir af næstu ba'jum ú\ að leika okkur, það vill oft verða þar sem mörg börn edu að fleiri sækja þangað en það var ekki verið að amast við því í Byggðar- horni, þar yar alltaf rúm fj-rir a)2a, enda var það vinsælt heimili. Við framangreindan manndóm og góðvild var Gunnar Gissurarson upp aimn og erfði dyggilega mannkosti foreidra sinna, enda ávann hann sjer traust og hilli hvers manns sem nokkur iynni höfðu af honum og gott var þeim sem minni máttar voru að vera í skioli hans. Ekki mun Gunnar hafa falað ínörg skipsrúm um æfina þó hann gerði sjómannsstarfið að sinu æfistarfi, hann byrjaði að stunda sjóinn á 15. aJdursári, fyrst á mótorbátum en svo á togurum, en vann heima á sumrin meðan systkini hans voru ung, þó skip hættu veiðum í bili eða hann færi heim að vinna við heyskapinn, v ar alltaf pláss fyrir hann þegar hann kom aftur enda mun það alltaf hafa verið iveðian hjá skipstjórum hans og fjeJögum, hvort ekki mætii eiga von a honum aftur, svo mikils var hann mrtinn af sínum samstarfs- mönnum. Gunnar var hár maður vexti, þrek vaxinn, fríður sinum og karlmannleg- ur. enda kariménni mikið bæði i sion og reynd, glaðvær, háttprúður og f jelagslyndur með ágætum, einnig var hann söngmaður góður og mun sönghneigð vera arfur úr báðum ætt um lians. Þessir kostir hans gerðu hann svo vinsælann að jeg held að fætir af scmferðarmönnum hans munu gleyma honum. Gunnar kvæntist 22. september 1934, eftirhfandi konu sinni, Sigur flioð Óiafsdottur, þau eignuðust engin bórn. Þeim auðnaðist að koma upr* goðu HeimJi, byggja myndarlegt' ibuðurhus, Kirkjuteig 16 hjer i Keykjavik. Nú er þu horfinn si'ónum okkar ka?n a>skuvinur, við geymum; um i'Jg hugijúfar minningar. Við þökk- um velviljn þinn, festu og drengskap, l>að birör alltaf yfir okkur <* vi« vissum þig i hópnum. Guð gefi lan.li og þjoð marga slika syni. SigurSur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.